Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 22

Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hátíðarstemmning var ífranska Íslandsfiski-bænum Paimpol í viku-lokin, í aðdraganda kappsiglingar til Íslands og til baka, Skippers d’Islande. Þangað streymdi fólk víðs vegar að til að fylgjast með keppninni. Meðal ann- ars var um tugur manna kominn til Paimpol frá Íslandi af þessu tilefni. Íslenski fáninn blakti víða við hún og tengsl bæjarins við Ísland frá gam- alli tíð fóru ekki framhjá neinum. Gata niður að höfninni er nefnd til heiðurs skútusjómönnunum sem sóttu á Íslandsmið í lok 19. aldar og fram eftir þeirri 20., eða Rue des Islandais. Framundan henni við höfnina er svo veitingahúsið Íslend- ingurinn, eða L’Islandais. Skipverjar á fánum prýddum keppnisskútunum nutu veðurblíð- unnar í Paimpol á laugardag enda bátarnir að mestu klárir og útlit fyr- ir góðan byr á siglingunni. Undir dynjandi sjómannalögum sem hljómsveit lék á kajanum lágu þeir aðallega yfir veðurkortum til að meta hvar best leiði gæfi á leiðinni til Íslands um Ermarsund og með Scil- lyeyjar og Írland á stjórnborða. Er skúturnar streymdu á tilsettum tíma og háflóði út úr höfnunum tveimur sem byggðar voru fyrir Íslandsskúturnar í lok 19. aldar kvaddi þær mannfjöldi sem komið hafði sér fyrir við rennurnar gegn- um flóðlokurnar. Úti á Paimp- olsundinu beið urmull báta af öllum stærðum til að fylgjast með ræsing- unni við eyna Le Saint Riom og hvetja skúturnar til dáða fyrsta spöl- inn. Stundina fyrir ræsingu prófuðu kappsiglararnir seglabúnað sinn með því að rása fram og til baka í grennd rásmarksins. Þá varð að sýna árvekni, slík var þröngin á sundinu, líklega minnst hundrað skútur, skip og bátar sigldu þar fram og aftur á litlum bletti. Síðustu mínúturnar hringsóluðu keppn- isskúturnar 19 í hnapp vestan ráslín- unnar og biðu þess að Tómas Ingi Olrich sendiherra hleypti skoti af og ræsti keppendur af stað. Á slaginu átta kvað við mikill hvellur svo að undir tók á sundinu. Skipverjar strekktu seglin og fyrr en varði fönguðu seglin vindaflið. Hröðun þeirra á svipstundu við upp- haf 2.500 sjómílna kappsiglingar var tilkomumikil. Bátarnir lyftust á sjónum og hölluðust á hléborða og voru á augabragði komnir á gott skrið austur sundið. Eftir einnar mílu siglingu eða svo var undið fyrir síðasta skerið og beitt út á Erm- arsund. Yngsti skútustjórinn, hin 24 ára franska kona Servane Escoffier frá Saint-Malo, náði strax góðri ferð og rauk á fyrstu mílu fram úr keppi- nautunum og tók forystuna. Hafði hún ekki látið hana af hendi í gær eftir tæpa tvo sólarhringa í hafi er skúturnar nálguðust Írland. Escoffier er þrátt fyrir ungan aldur þekkt fyrir kappsiglingar. Sl. vetur varð hún í þriðja sæti í Transat- siglingunni, 4.340 sjómílna keppni frá Le Havre í Frakklandi til Salvador de Brehat, hinnar fornu höfuðborgar Brasilíu. Sigldi hún þá við annan mann skútunni sem vann þá keppni 2003 og einnig siglinguna eftir Rommleiðinni 2002. Sömu skútu, Vedettes de Brehat, stýrir Escoffier nú í Skippers d’Islande keppninni og þar ætlar hún að upp- fylla skilyrði til þátttöku í keppninni eftir Rommleiðinni í haust. Í því felst að hún verður að sigla ein síns liðs á bakaleiðinni, 1.300 sjómílur frá Grundarfirði til Paimpol í júlí. Kapp- siglingin eftir Rommleiðinni er rúm- lega tvöfalt lengri, frá Saint-Malo til Point-a-Pitre í Guadeloupe í Kar- íbahafi. Skippers d’Islande fer nú fram þriðja sinni. Um er að ræða ein- hverja nyrstu úthafskeppni á skút- um sem haldin er í heiminum. Fyrst var efnt til kappsiglingarinnar árið Í Skippers d’Islande er siglt frá Paimpol í Frakkla Skotið reið af og skúturna Ung skútu- stýra tók forystuna Hin aldna góletta Belle Po uppi á rám og í reiða er sk Eftir Ágúst Ásgeirsson Ámilli Litlu kaffistofunnar og Vífilfells er Bol-alda, eina svæðið sem stór hópur torfæru-ökuhjólamanna getur notað til að stundaíþrótt sína. Stutt er síðan Vélhjóla- íþróttaklúbburinn (VÍK) fékk svæðið til afnota en nú í vor hófu félagar klúbbsins af fullum krafti að koma þar upp brautum og merkingum svo hægt sé að nýta svæð- ið sem best og til að stuðla að því að sem minnst rask hljótist á svæðinu. Að mati Hrafnkels Sigtryggssonar, formanns Vélhjólaíþróttaklúbbsins, eru tvær leiðir færar til að spyrna gegn utanvegaakstri sem mikið hef- ur verið í umræðunni upp á síðkastið. Annars vegar er það uppbygging svæða sem þessara, sem geti breytt miklu, en hins vegar skipulagðir slóðar fyrir torfæru- hjól. Fjölgun hjóla en skortur á aðstöðu Mikið hefur verið rætt um notkun torfæruhjóla und- anfarið. Hjólunum hefur fjölgað mjög en um 70% aukn- ing varð á innflutningi þeirra milli áranna 2004 og 2005. Gert er ráð fyrir að um 4000 hjól séu í umferð nú, ýmist skráð eða óskráð. Hefur þessi mikli fjöldi valdið því að meira hefur orðið vart við utanvegaakstur en áður. Hrafnkell segir að samtök vélhjólaökumann varað við aðstöðuleysi íþróttarinnar í nokkuð l tíma án þess að stjórnvöld hafi brugðist við. Al að Vélhjólaíþróttaklúbburinn var stofnaður ár hefur honum verið úthlutað mörgum bráðabirg svæðum sem hann hefur síðan misst jafnharða Bolöldusvæðinu hefur klúbburinn fengið svæð lengri tíma þar sem brautir rúmast fyrir þolak ursökumenn en þeir hafa aldrei haft aðstöðu h áður. Aðrar brautir nærri höfuðborgarsvæðinu ar og henti aðeins ákveðnum hópi ökumanna. I borgarmarkanna sé þó annað svæði á vegum fé sem sé mjög óhentugt og sé t.a.m enn nánast ó vegna vætutíðar undanfarið. Auðvelt að stýra umferðinni Á Bolöldusvæðinu sér Vélhjólaíþróttaklúbburi sóknarfæri. Hrafnkell segir að búið sé að opna nokkrar brautir og aðsóknin sé orðin það mikil sé að halda svæðinu við með því fjármagni sem urinn hafi til umráða. Nauðsynlegt sé að mark og viðhalda þeim, því annars slitni brautirnar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á skömm Þurfa aðstoð í baráttun við utanvegaakstur Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur í vor og sumar unnið hörðum höndu að uppbyggingu æfingasvæðis. Gunnar Páll Baldvinsson skoðaði svæðið og kynnti sér störf klúbbsins. ERU BANDARÍKIN HÆTTULEG? Í skoðanakönnun, sem brezkadagblaðið Financial Times hef-ur látið gera, kemur fram, að 36% fólks í fimm aðildarríkjum Evrópusambandsins líta svo á, að heimsfriðnum stafi meiri hætta af Bandaríkjunum heldur en bæði Kína og Íran. Þegar Bush Banda- ríkjaforseti var spurður um þetta í Evrópuferð sinni sagði hann að það væri fáránlegt að halda því fram, að Bandaríkjamenn væru hættulegri en Íran. Hvað sem Bush segir um það er það umhugsunarefni fyrir Banda- ríkjamenn, að svo stór hópur gam- alla bandamanna þeirra úr heims- styrjöldinni síðari og samherja frá dögum kalda stríðsins skuli upplifa Bandaríkin nú, sem ríki sem sé hættulegra heimsfriðnum en Íran og Kína. Nema Bandaríkjamenn séu svo veruleikafirrtir, að þeim sé alveg sama. Bandaríkin voru á 20. öldinni höfuðvígi lýðræðis og frelsis. Þau komu Evrópuþjóðunum til hjálpar til þess að koma einræðisherranum Adolf Hitler á kné og þeir unnu að því með Vestur-Evrópuþjóðum að vinna sigur á ríki Stalíns. Hvað veldur því, að rúmlega þriðjungur fólks í nokkrum banda- lagsríkjum Bandaríkjanna lítur svo á, að þessi sama þjóð, sem bjargaði öðrum þjóðum undan kúgun einræð- isherranna, sé nú hættulegri heims- friðnum en Íran, þar sem ofstækis- fullt klerkaveldi ræður ríkjum, og Kína, þar sem leifarnar af komm- únismanum ráða enn ríkjum, þótt sá kommúnismi sé nú svipur hjá sjón. Þessi breyting á afstöðu gamalla vinaþjóða til Bandaríkjanna hefur orðið í valdatíð Bush yngra og hún er auðvitað óviðunandi fyrir Banda- ríkjamenn sjálfa. Þeir hafa einhvers staðar farið út af sporinu á vegferð sinni síðustu árin. Það er auðvelt að gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir Íraksstríðið en þeir lögðu í það á ákveðnum for- sendum, sem reyndust svo ekki vera fyrir hendi. Hins vegar er ljóst, að þeir hafa ekki náð nokkrum tökum á ástandinu í Írak, sem er litlu betra en það var í Víetnam á sínum tíma. Líklegast er þó að upplifun fólks í áðurnefndum Evrópuríkjum bygg- ist ekki fyrst og fremst á Íraksstríð- inu heldur allt öðru: með sama hætti og almenningur í Evrópu lítur svo á, að ofstækisfullir klerkar ráði ríkj- um í Íran má telja líklegt að ofan- greint mat á Bush-stjórninni bygg- ist á þeirri tilfinningu, að trúar- ofstækismenn í Bandaríkjunum hafi of mikil áhrif og völd í Hvíta húsinu og þess vegna séu Bandaríkjamenn hættulegri heimsfriðnum en Íran og Kína. Á því verður hins vegar ekki breyting fyrr en í fyrsta lagi að rúmum tveimur árum liðnum. 100 ÁRA YFIRSÝN Í Morgunblaðinu í gær birtistviðtal við Ingibjörgu Jónsdótt- ur, sem hélt upp á 100 ára afmæli sitt á Hvolsvelli í fyrradag. Í við- talinu var afmælisbarnið spurt um afstöðu sína til nýrrar aldar og Ingibjörg Jónsdóttir svaraði: „Ég spái ekki vel fyrir nýju öld- inni og ég skal segja þér að það er út af peningagræðginni. Héðan fer enginn með neitt. Þegar þessir menn koma til Lykla-Péturs með milljarðana á bakinu þá mun hann hleypa þeim inn eins og öðrum. En hann tekur ekki við peningunum þeirra, það eina, sem tekið er mark á þar, eru góðverkin, sem við ger- um í lífinu, það er það sem skiptir máli og þessir menn hafa ekki ver- ið mikið í því að gera góðverk.“ Þetta eru athyglisverð ummæli konu, sem hefur lifað heila öld. Hún fæddist í fátæku landi, sem var hluti af Danaveldi, og hún hélt upp á 100 ára afmæli sitt í sjálf- stæðu landi, sem er í hópi ríkustu þjóða heims. Kunnum við fótum okkar forráð í velgengni okkar? Þessi lífsreynda kona virðist draga það í efa. HRINGVEGUR-KJALVEGUR Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttum könnun, sem Gallup gerði frá lokum aprílmánaðar til loka maí- mánaðar, þar sem þátttakendur voru spurðir, hvort þeir vildu frekar að fjármunum yrði varið til endur- bóta og breikkunar á hringveginum eða að gerður yrði vegur um Kjöl. Niðurstaðan varð sú, að þrír af hverjum fjórum vildu umbætur á hringveginum. Um var að ræða stórt úrtak, þ.e. 6.000 manns, og rúmlega 3.500 svör- uðu. Í könnun Gallup kom fram, að um 60% Norðlendinga vilja frekar umbætur á hringveginum en veg um Kjöl. Niðurstaða þessarar könnunar er ánægjuleg tíðindi fyrir þá, sem eru andvígir því, að eyðileggja hálendið með lagningu uppbyggðra vega með varanlegu slitlagi, en Morgunblaðið er í þeim hópi. Halldór Blöndal alþingismaður, sem hefur haft forystu í baráttunni fyrir vegagerð um hálendið, verður að fara að hugsa sinn gang. Þing- maðurinn hefur vafalaust talið, að kjósendur hans í Norðausturkjör- dæmi mundu fagna þessum hug- myndum. Svo reynist ekki vera. Það er tímabært að Vegagerðin leggi áform um að malbika Kjalveg til hliðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.