Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 23
HVAÐA ríkjasamtök eru:
með 10. mestu landsfram-
leiðslu í heimi, meiri en Rúss-
lands?
með 10. mestu erlendu vöru-
viðskiptin í heimi, fimmtu
mestu þjónustuviðskiptin og
sjöttu mestu erlendu fjárfest-
ingarnar?
næststærsti viðskiptaaðili Evr-
ópusambandsins á eftir Banda-
ríkjunum?
þau einu sem
veita Evrópusam-
bandinu fjárhags-
aðstoð vegna fá-
tækari ríkja þess,
hátt í 2 milljarða
evra á næstu
fimm árum?
Áfram mætti lengi
telja staðreyndir um
Fríverslunarsamtök
Evrópu, sem mörg-
um er ekki kunnugt
um. Íslendingar hafa
verið aðilar að sam-
tökunum frá 1970, en
samtökin sjálf verða
brátt hálfrar aldar
gömul. Þau eru elsta
starfandi fríversl-
unarsvæði í heimi.
EFTA heldur utan
um ramma viðskipta-
samskipta Íslands
við Evrópusam-
bandið sem felst í
EES-samningnum.
EFTA gegnir öðru
mikilvægu hlutverki,
sem hefur síaukna
þýðingu fyrir útrás íslenskra fyr-
irtækja út um allan heim, þ.e.
gerð fríverslunarsamninga. Á
sama hátt og EES-samningurinn
hefur átt drjúgan þátt í miklum
hagvexti hérlendis undanfarin ár,
samhliða sterkri efnahagsstjórn,
má ætla að fríverslunarsamning-
arnir geti gegnt svipuðu hlutverki
á komandi árum.
EFTA hefur undanfarið, hægt
og sígandi, verið að tryggja ís-
lenskum útflutningsfyrirtækjum
frjálsan aðgang að mörkuðum í
öllum heimsálfum. Er þá ekki að-
eins átt við tollfrjálsan aðgang að
vörum, heldur einnig frjálsan að-
gang þjónustufyrirtækja og vernd
íslenskra fjárfestinga og hug-
verkaréttinda. Þjónustuþátturinn
hefur lykilþýðingu. Þjónustu-
viðskipti eru stærsti þátturinn í
landsframleiðslunni, eins og gildir
um önnur þróuð ríki. Hlutur þjón-
ustu í utanríkisviðskiptum er ná-
lægt 35%, en hlutur vöruviðskipta
um 65%. Í mörgum greinum verð-
ur útflutningur þjónustu ekki
auðveldlega skilinn frá vöruút-
flutningi. Að sama skapi hefur
vernd fjárfestinga erlendis vax-
andi þýðingu fyrir Ísland.
Nú er svo komið að fríversl-
unarnet EFTA er að verða hið
stærsta í heimi, jafnvel stærra en
net Evrópusambandsins. Þegar
allir núverandi fríverslunarsamn-
ingar verða komnir í gildi á
næstu misserum munu íslenskir
útflytjendur hafa frjálsan mark-
aðsaðgang að 50 löndum og lands-
svæðum. Þar búa 850 milljónir
manna og er landsframleiðsla
þeirra þriðjungurinn af heims-
framleiðslunni.
Það sem greinir fríversl-
unarstefnu EFTA helst frá stefnu
Evrópusambandsins er útrásin til
Asíu. EFTA-ríkin urðu fyrst Evr-
ópuríkja til að gera samninga við
Asíuríki. Samningar hafa verið
gerðir við Singapúr og Suður-
Kóreu. Samningaviðræður eru í
gangi við Taíland og könn-
unarviðræður við Indónesiu. Að
auki eru stjórnvöld í Sviss í tví-
hliða könnunarviðræðum við Jap-
an og íslensk stjórnvöld við Kína.
Evrópusambandið mun þó að öll-
um líkindum brátt fylgja í kjölfar-
ið og fara einnig í fríversl-
unarviðræður við Asíuríki.
Líkurnar aukast eftir því sem
vonir minnka um skjótan árangur
í viðræðum heimsviðskiptastofn-
unarinnar, WTO.
Í lok þessa mánaðar hittast
ráðherrar EFTA-ríkjanna á Höfn
í Hornafirði til þess að taka
ákvarðanir um stefnu samtak-
anna, en slíkir fundir eru haldnir
tvisvar á ári. Meðal annars verður
undirritaður sameig-
inlegur fríversl-
unarsamningur við
fimm ríki í sunn-
anverðri Afríku, þ. á
m. Namibíu og Suð-
ur-Afríku. Samning-
urinn hefur við-
skiptaþýðingu fyrir
Ísland, en hann er
einnig framlag til
þess að hjálpa
vanþróaðri ríkjunum
í þessum hópi. Hér
eru EFTA-ríkin einn-
ig á undan Evrópu-
sambandinu að ná
samningum við fjög-
ur af þessum fimm
ríkjum.
En hvers vegna
eru þessir fríversl-
unarsamningar svo
mikilvægir fyrir ís-
lenskt efnahagslíf og
hvernig skapa þeir
atvinnu á Íslandi?
Svarið er margþætt:
Heimsvæðing
vöru- og þjónustu-
viðskipta. Hún hefur orðið m.a.
vegna tækniframfara, lækkun
samgöngukostnaðar og minnk-
andi viðskiptahafta. Íslensk
fyrirtæki verða að hafa aðgang
að hagstæðustu mörkuðum
hverju sinni, bæði til sölu og
framleiðslu, og skipta fjar-
lægðir í því sambandi síminnk-
andi máli.
Tenging við svæði þar sem
hagvöxtur er mikill. Þegar
efnahagsörðugleikar verða í
nánum viðskiptalöndum, eins
og hefur verið undanfarið í
sumum aðildarlöndum Evrópu-
sambandsins, geta fríversl-
unarsamningar við önnur ríki
jafnað út sveiflurnar, sbr. upp-
ganginn sem nú er t.d. í Asíu.
Viðvera á mismunandi mörk-
uðum. Íslensk fyrirtæki hafa
sótt mikið til Evrópu en þró-
unin verður eflaust sú að starf-
semi þeirra mun teygja anga
sína til fjarlægari landa, sem
er mikilvægt til að viðhalda
samkeppnisstöðu.
Samkeppni við önnur ríki.
Evrópusambandið, Bandaríkin
og Japan eru að gera fríversl-
unarsamninga úti um allan
heim. Íslensk fyrirtæki verða
að búa við sambærileg kjör
eða eiga á hættu að þurfa að
flytja úr landi.
Íslendingar hafa haft mikið
gagn af EFTA-samstarfinu á und-
anförnum áratugum. Með því að
hafa eina rödd af fjórum hefur Ís-
land töluverð áhrif á stefnu sam-
takanna. Svisslendingar, Norð-
menn og Liechtensteinbúar hafa
sýnt mikla lipurð í samskiptum og
mikinn skilning á þörfum Íslend-
inga. Án góðrar samvinnu hefði
EFTA heldur aldrei náð þeim
mikla árangri sem raun ber vitni.
Markaðirnir eru að stórum hluta
opnir og munu vonandi opnast
enn meira á komandi árum Nú er
það fyrirtækjanna að nýta tæki-
færin. Aðeins tvennt þarf að
koma til, samkeppnishæfni og
vilji til útflutnings.
EFTA: Hverjir
eru hagsmunir
Íslands?
Eftir Pétur G. Thorsteinsson
Pétur G. Thorsteinsson
’Nú er svo kom-ið að fríversl-
unarnet EFTA
er að verða hið
stærsta í heimi,
jafnvel stærra en
net Evrópusam-
bandsins. ‘
Höfundur hefur verið varafram-
kvæmdastjóri EFTA frá 2001.
2000 og aftur 2003. Kappsiglingin er
á góðri leið með að skapa sér fastan
sess og meðal þátttakenda nú eru
skútustjórar og áhafnir sem áður
hafa tekið þátt í Skippers d’Islande.
Tvær aldnar gólettur „l’Etoile“ og
„Belle Poule“ vöktu mikla athygli í
Paimpol. Að þeim og um borð lá
straumur fólks daginn sem keppnin
hófst og þær sigldu út á sundið við
upphaf keppninnar. Þær eru sömu
gerðar og skútur sem sigldu til Ís-
landsveiða frá Paimpol forðum.
Skútunum, sem smíðaðar eru árið
1932, var siglt til Íslands árið 2000 í
tilefni fyrstu Skippers d’Islande-
keppninnar. Um borð voru tveir
bryggjupollar frá Paimpol sem
gegna nú hlutverki sem slíkir í
Reykjavíkurhöfn. Þær héldu einnig
til Íslands nú og sigldu í kjölfarið á
keppnisskútunum. Góletturnar tvær
notar franski flotinn til að þjálfa for-
ingjaefni sín.
Nokkrar aðrar gamlar skútur
voru komnar til Paimpol í tilefni
keppninnar. Ein þeirra var skútan
Frfa en nafn hennar mun keltneskt
og þýða ást. Hún tengist Íslandi þar
sem hún var í póstferðum milli
Reykjavíkur og Kaupmannahafnar
á árunum 1907–20.
Meðal keppnisskútnanna er 18
metra Stephens-slúpa, sannkallað
augnayndi, sem er næstum jafn-
gömul gólettunum. Hún ber nafnið
Khayyan og var smíðuð 1939.
Núverandi eigendur keyptu hana
árið 1991 í mikilli niðurníðslu og
björguðu frá eyðileggingu.
Þykir hún óumdeilanlega -
fallegasta skúta keppninnar en hún
siglir nú öðru sinni til Íslands.
Keppt er í þremur flokkum í Skip-
pers d’Islande auk heildarkeppninn-
ar. Í flokki fjölbytna er þó aðeins
einn bátur. Átta eru í flokki skútna
sem allar eru nákvæmlega 40 feta og
sérsmíðaðar til kappsiglinga. Tíu
eru í svonefndum IRC-flokki, þar af
tvær nákvæmlega 50 feta, og siglir
Sylvaine Escoffier annarri en faðir
hennar, Bob, hinni. Í sama flokki er
fyrrnefnd 67 ára gamla slúpa, Khay-
yan.
Sigling keppnisskútnanna úr
höfninni á háflóðinu var táknræn
fyrir líf og starf í Paimpol fyrr og nú.
Frá upphafsdögum úthafsveiða og
allt fram á daginn í dag gengur lífið í
takt við sjávarföllin. Mikilvægi fisk-
veiðanna sést í því að þegar höfninni
var lokað og þar gerð flotkví seint á
19. öld fyrir ört vaxandi Íslandsflota
var virki í eyjunni Brehat skammt
undan Paimpol rifið og tilhöggvið
grjótið úr því notað í fyrirhleðslur og
legukanta hafnarinnar.
Búist er við að fyrstu skúturnar
komi til hafnar í Reykjavík eftir um
viku, eða 4. júlí. Þaðan verður siglt 8.
júlí til Grundarfjarðar en þar voru
bækistöðvar útgerðarmanna frá Pa-
impol seint á 19.öld. Frá Grundar-
firði leggja skúturnar svo upp til
baka til Paimpol 12. júlí. Áætlað er
að þær komi til baka til Bretaníu-
skaga 21. júlí.
andi til Íslands og til baka í nyrstu skútukeppni heims
ar komust vel á skrið við Saint Riom-eyju undan Paimpol með góðan byr í þöndum seglunum.
Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson
oule vakti mikla athygli. Skipverjarnir voru
kútan forna lét úr höfn í Paimpol.
TENGLAR
.............................................
Fylgjast má með framvindu keppn-
innar á netinu, á slóðinni
http://213.41.63.15/skippers-
dislande/
græðsluna og Umhverfisstofnun en VÍK hafi hins veg-
ar átt allt frumkvæði að því berjast með áróðri gegn
utanvegaakstri. Gefinn hafi verið út fræðslubæklingur,
sett upp skilti og stikur á hálendinu og Reykjanesi og
svæði grædd upp sem skemmst hafi vegna aksturs ut-
an vega.
Lítill skilningur sé á aðstöðuleysi íþróttarinnar og
margir virðist telja að nóg sé að auka eftirlit og hóta
hertum refsingum. Þetta skili án efa tímabundnum ár-
angri en með þessu sé í raun aðeins verið að einblína á
afleiðingar vandamálsins en sjálft vandamálið látið
kyrrt liggja þ.e. aðstöðuleysi þessa stóra hóps.
Hrafnkell segir að forsvarsmenn Vélhjólaíþrótta-
klúbbsins hafi setið ótal fundi með ýmsum stofnunum
og ráðuneytum og komið með tillögur að lausnum og
oftast skorti ekkert upp á viljann til úrbóta, svo fram-
arlega sem viðkomandi stofnun eða ráðuneyti þurfi
ekki að leysa vandann. Hann nefnir sem dæmi að ný-
verið hafi verið stungið upp á í samráði við Umhverf-
isstofnun að komið yrði á fót sérstakri nefnd sem ynni á
svipuðum forsendum og reiðveganefnd en umhverf-
isráðuneytið hafi vísað málinu til samgönguráðuneytis
og sveitarfélaganna á þeim forsendum að hér væri um
að ræða íþróttatengt vandamál sem ekki væri í verka-
hring umhverfisráðuneytisins að sinna.
Hrafnkell leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að fá
aukið fjármagn til að byggja upp aðstöðuna við Bolöldu
svo að hægt verði að halda áfram uppbyggingunni og
svæðið geti tekið við þeim fjölda sem þangað sækir. Ár-
lega fái ríkisvaldið mörg hundruð milljónir í skatt-
tekjur af torfæruhjólamönnum en þeir fái nánast enga
þjónustu í staðinn. Kostnaðaráætlun VÍK gerir ráð fyr-
ir að um 15–20 milljónir króna muni nægja til að byggja
svæðið upp í ár en síðan muni þurfa um það bil 10 millj-
ónir árlega í rekstrarfé. Hrafnkell bendir á að þetta séu
afar litlar fjárhæðir miðað við þá hagsmuni sem séu í
húfi. „Að okkar mati snýst þetta um skipulag svæða
eða slóða þar sem þessi tæki mega vera í sátt við aðra
útivistarhópa,“ segir Hrafnkell að lokum.
tíma og hafa margir lagt hönd á plóg. Settar hafa verið
upp leiðamerkingar og sáð í svæði sem græða á upp og
var blaðamanni m.a. sýnt hvernig tiltölulega einföld
girðing úr bandspottum og stikum dugði til að girða af
viðkvæm svæði sem félagið hyggst græða upp. „Þetta
stöðvar menn. Menn keyra eftir þeim leiðum sem
merktar eru og fara ekki útaf þeim. Okkar reynsla er
sú að þar sem eru merkingar fylgja menn slóðunum
nánast blindandi,“ segir Hrafnkell.
Frumkvæði skortir frá stjórnvöldum
Hrafnkell gagnrýnir harðlega þann skort á frumkvæði
sem ríkt hefur hjá stjórnvöldum. Í mörg ár hafi Vél-
hjólaíþróttaklúbburinn bent á að þörf væri á fleiri
svæðum fyrir torfæruhjólaakstur en sveitarfélögin og
aðrar stofnanir sem komið hafa að málunum hafi dreg-
ið lappirnar. Ágætt samstarf hafi verið við Land-
na hafi
angan
llt frá því
ið 1978
gða-
an. Með
ði til
kst-
ér á landi
u séu fá-
Innan
élagsins
ófært
inn mörg
a þar
l að erfitt
m klúbb-
a leiðir
mum
ni
um
Ökumaður á mótorhjóli í þolakstursbraut við Bolöldu.