Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g hef verið að hugsa um að byggja mér hús, eða réttara sagt byggja við húsið mitt. Ég er búinn að vera að hugsa þetta í nokkur ár. Ég hef skoðað sambærileg hús, gengið um í byggingarvöruversl- unum og skoðað flísar og loft- aplötur. Ég hef gert kostnaðar- áætlun og verkáætlun. Ég var lengi í vafa um hvort ég ætti að láta af þessu verða, en ákvað svo að láta slag standa. Því fylgir talsvert stress að standa í byggingarframkvæmdum. Þú þarft að útvega þér iðn- aðarmenn sem hafa tíma til að vinna verkið, en slíkir menn eru vandfundnir. Þú þarft að vera tilbúinn til að búa í húsi sem er undirlagt af ryki og drasli vikum saman. Þú þarft að tryggja fjár- mögnun á framkvæmdum. Allt er þetta þó barnaleikur í samanburði við að láta teikna húsið og fá teikn- ingarnar samþykktar hjá skipu- lags- og byggingarsviði Reykjavík- urborgar. Húsið sem ég ætla að byggja er ekki stórt, aðeins 16 fermetrar. Margir nágrannar mínir hafa á liðnum árum byggt sér svipaðar byggingar við hús sín. Fyrirfram taldi ég að það yrði því tiltölulega einfalt mál að fá samþykki fyrir slíku húsi. Hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar fékk ég þau svör að ég þyrfti að láta breyta deiliskipulagi og setja málið í grenndarkynningu. Þetta kom mér á óvart, sérstaklega í ljósi þess að nágrannar mínir höfðu ekki þurft að láta breyta deiliskipulagi þegar þeir byggðu sín hús. „En það er komin ný og strangari reglugerð,“ var svarið sem ég fékk frá skipulagsfulltrúanum. Ég gekk á fund nágranna minna og kynnti þar áform um viðbygg- ingu við húsið og fékk síðan arki- tekt til að vinna sérstaka deili- skipulagstillögu. Nágrannar mínir tóku erindi mínu ljúfmannlega. Deiliskipulagstillagan, sem kostaði talsverða peninga og mikinn tíma, fór í auglýsingu. Enginn gerði at- hugasemdir við hana og málið fékk réttan stimpil í skipulagsnefnd. Ég var feginn að þetta væri frá og taldi að eftirleikurinn yrði auðveld- ur. Næsta verkefni var að láta teikna sjálft húsið. Þó að ég ætlaði einungis að byggja 16 fermetra viðbyggingu við húsið þurfti að teikna allt húsið upp að nýju vegna þess að gamla teikningin er gömul og uppfyllir ekki nýjustu kröfur. Það kom líka í ljós að aldrei hafði verið leitað eftir samþykki fyrir þakteikningu á húsið, en hallandi þak hafði verið sett á húsið fyrir mörgum árum þegar fyrri eig- endur töldu ljóst að ekki væri hægt að búa í húsi með flötu þaki. Ástæðan er sú að slík hús eiga það til að leka, en það er nokkuð sem allir Íslendingar vita nema sú stétt manna sem hafði þann starfa í kringum 1970 að hanna hús. Þegar eigendur hússins voru orðnir þreyttir á lekanum settu þeir þak á húsið án þess að spyrja kóng né prest og það gerðu fleiri í hverfinu. Arkitektinn, sem ég fékk til að teikna húsið sem ég bý í og litla viðbyggingu við það, vann hratt og vel að verkefninu og mér fannst teikningin bæði falleg og vel unnin. Hún var lögð fyrir í bygging- arnefnd en byggingarfulltrúinn var ekki ánægður með hana og gerði margvíslegar athugasemdir. Í fyrsta lagi hafði arkitektinn teiknað heitan pott úti í garði, en byggingarfulltrúi gerði at- hugasemd við að ekki hefði verið teiknað lok á pottinn! Þá gerði byggingarfulltrúinn athugasemd við að ekki hefðu verið merkt „nið- urföll í votrýmum“. Ég fletti upp í orðabók Menningarsjóðs til að at- huga hvað orðið votrými þýddi, en höfundar bókarinnar hafa greini- lega aldrei rekist á þetta fallega orð. Ég hafði vissar áhyggjur af því að kannski hefði hreinlega gleymst að setja votrými í húsið, en arkitektinn minn sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessu. Þá var gerð athugasemd við að ekki kæmi fram á teikningu hvern- ig þakið á mínu húsi tengdist húsi nágranna míns. Þetta er gert vegna þess að ef eldur kemur upp í mínu húsi þarf að tryggja að eld- urinn berist ekki í hús nágrannans. Ég hef grun um að þeir sem bjuggu í húsinu á undan mér hafi ekki hugsað út í þetta þegar þeir settu þak á húsið sitt til að verja það rakaskemmdum. Erfitt getur verið að uppfylla kröfu um þetta nema þá að rífa hluta af þakinu og setja upp eldvegg, en þess ber að geta að þakið hefur verið á húsinu í yfir 20 ár. Að lokum gerði bygging- arnefndin kröfu um að ég fengi samþykki nágranna minna fyrir teikningunni að viðbyggingunni og þakteikningunni. Ég benti á að það hefði ég nú þegar fengið þegar ég lét vinna deiliskipulag vegna fyr- irhugaðra framkvæmda. „Það var unnið fyrir skipulagssvið. Það dug- ar ekki fyrir okkur hjá bygging- arsviði,“ var svar hinna sam- viskusömu starfsmanna byggingarsviðs Reykjavík- urborgar. Ég spurði þá hvort það gæti verið að ég hefði í ógáti lagt deiliskipulagstillöguna fyrir skipu- lagssvið Kópavogsbæjar. Þetta þótti engum fyndið nema mér. Ég verð þess vegna að biðja ná- granna mína að undirrita eftirfar- andi yfirlýsingu: „Ég geri ekki at- hugasemdir við teikningu að húsinu hans Egils. Ennfremur geri ég ekki athugasemdir við þakið á húsinu hans sem hefur verið þar síðastliðin 25 ár.“ Úr því að við erum farin að fjalla um leikhús fáránleikans, mér er sagt að nýjasta mynd Toms Cruise sé mjög góð. Að teikna gamalt þak Þá gerði byggingarfulltrúinn athuga- semd við að ekki hefðu verið merkt „nið- urföll í votrýmum“. Ég fletti upp í orða- bók Menningarsjóðs til að athuga hvað orðið votrými þýddi, en höfundar bók- arinnar hafa greinilega aldrei rekist á þetta fallega orð. egol@mbl.is VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson Á EINUM áratug, eða svo, hafa orðið stórstígar breytingar á íslensku samfélagi. Án þess að fólk veitti því verulega athygli, hefur samfélagsgerðin breyst. Við horfumst nú í augu við þekking- arsamfélagið. Það sem öðru fremur einkennir þekking- arsamfélagið er hag- kerfi sem byggist á þekkingarstarfs- mönnum. Ein afleiðing þessa, eru stórauknar kröfur á hendur skóla- kerfinu. Þekking- arhagkerfið gerir aukn- ar kröfur til menntunar starfsmanna og það gerir aðrar kröfur en áður. Sömu breytingar eru að verða um allan hinn vestræna heim. Með al- þjóðavæðingu og frjálsu flæði fólks og fjármuna, hverfur styrkur hinnar gömlu iðnaðarframleiðslu. Þekking- arhagkerfið er það úrræði sem mun gera Vesturlöndum kleift að viðhalda velmegun sinni. Þekkingarsamfélagið Þekkingarsamfélagið dregur nafn og einkenni af hagkerfi sem byggist á þekkingu. Dýrmætustu fram- leiðslutækin verða ekki vélar eða mannshendur, heldur heilar þekk- ingarstarfsmanna. Ein afleiðing þessa verður gjörbreytt viðhorf til starfsmanna. Litið verður á þá sem dýrmætustu „eign“ fyrirtækjanna, en ekki sem „kostnað“. Í samskiptum við fyrirtækin, mun staða starfsmanna breytast. Þeir eru sjálfir „hreyfanlegar fram- leiðslustöðvar“ og ef þeim er ekki sýnd fullnægjandi virðing munu þeir leita annað eftir starfsvettvangi. Mörg fyrirtæki eru að bregðast við hinum nýju aðstæðum, meðal annars með því sem nefnt hefur verið þekk- ingarstjórnun. Hins vegar er stað- reyndin sú að þekkingu verður ekki stjórnað. Þekking verður til í heilabúi fólks og er ósnertanleg. Orðið þekking er dregið af orðinu tenging. „Að þekkja“ merkir „að tengja“ saman hugtök. Það sem gerir þekkingarstarfsmanninn öðru frem- ur dýrmætan, er geta hans til að tengja saman hugtök á nýjan og óvæntan hátt. Þetta er það sem frjó hugsun snýst um og þetta er það sem vís- indamenn allra tíma hafa ástundað. Þótt þekkingar- stjórnun sé ekki bein- línis nákvæm lýsing á viðbrögðum fyrirtækja við breyttri stöðu starfsmanna, eru samt ýmis úrræði tiltæk til að auka afköst þeirra. Hér má nefna til sög- unnar aukna menntun og aðrar áherslur í skólastarfi. Þá er ekki síður ástæða til að horfa til stöðugrar fræðslu og mennta- örvunar inni á vinnustöðum. Hér kemur sérstaklega til sögunnar til- tölulega ný námsaðferð sem nefnist aðgerðanám (Action Learning). Aðgerðanám byggir á myndun starfshópa innan fyrirtækja, sem hafa það verkefni að skilgreina raun- veruleg viðfangsefni (markmið), skipuleggja leit að lausnum (áætlun), framkvæma leit (framkvæmd) og meta lausnir (mat). Það sem er lík- lega mikilvægast við þessa nálgun er, að starfshóparnir sjá einnig um að lausnin komi til framkvæmda. Aðgerðanám er í raun afbrigði af „hinni vísindalegu aðferð við rann- sóknir“, sem rekja má til Rogers Ba- con (1214–1294). Annað afbrigði „hinnar vísindalegu aðferðar“ er svo nefnd „gæðastjórnun“ (Total Quality Management). Sameiginlegt þessum aðferðum er síendurtekin fram- kvæmdaröð: markmið - áætlun - framkvæmd - mat. Skólastarfið Eins og margar aðrar stofnanir þekkingarsamfélagsins, verður skól- inn að taka breytingum. Skóli mun verða víðtækara hugtak en það er í dag. Auk skólastarfs í skólahúsum, mun verulegur hluti kennslu færast inn í fyrirtækin og fullorðinsfræðsla mun fá aukið vægi. Upplýsingar eru undirstaða þekkingar, en allt nám mun færast frá beinni upplýs- ingasöfnun í heilum nemenda, til þekkingarsköpunar þeirra. Skiln- ingur manna mun vaxa á, að þekking er eign þess sem hana skapar. Hún verður ekki færð á milli einstaklinga og henni verður ekki stjórnað, með beinum hætti. Að stærstum hluta er skipulag skólastarfs knúið áfram af þörfum at- vinnulífs og ríkisvalds. Svona hefur þetta alltaf verið og svo mun verða áfram. Forn-egypskir verkfræðingar fengu menntun til að endurnýja landamerki að loknum árlegum Níl- ar-flóðum og hanna pýramída, vegna þess að þörf var fyrir slíka þekkingu. Menntun mun áfram snúast um nytjanám, þótt ég og einhverjir aðrir sérvitringar kunni að vilja sjá veg eð- alnáms sem mestan. Hugsanlega mun eðalnám verða litið öðrum aug- um í þekkingarsamfélagi framtíðar, því að í síbreytilegum heimi, er hið óvænta oft mikill ávinningur. Niðurlag Að stærstum hluta er skólastarf til komið vegna þarfa atvinnulífsins. Ekki er að vænta mikilla breytinga á því samhengi. Hins vegar er mikilla breytinga að vænta á inntaki náms- ins. Áhersla mun vaxa á fullorð- insfræðslu, sérstaklega í beinum tengslum við atvinnulífið. Stór hluti menntunar mun beinlínis færast inn í fyrirtækin. Þekkingarhagkerfið gerir nýjar og auknar kröfur til starfsmanna sinna og um leið mun skólakerfið verða að aðlaga starfsemi sína. Áhersla mun vaxa á þekkingarnámi, á kostnað ítroðslu upplýsinga. Skilningur mun skapast á að þekking er „eign“ hvers einstaklings og hún verður ekki flutt eða henni stjórnað. Tilkoma þekkingarhagkerfisins mun gera þjóðum Vesturlanda kleift að halda forskoti sínu um langa fram- tíð, hvað varðar lífskjör. Valfrelsi þegnanna mun vaxa, svo framarlega sem hin myrku trúarbrögð Múham- eðs ná ekki fótfestu í okkar heims- hluta. Skólinn og þekk- ingarsamfélagið Loftur Altice Þorsteinsson fjallar um skóla og þekkingarsamfélagið ’Eins og margar aðrarstofnanir þekkingarsam- félagsins, verður skólinn að taka breytingum. ‘ Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur. ÞAÐ er ekki langt síðan að flestir bankar hér á landi voru í eigu rík- isins og menn deildu um rekstr- arform þeirra. Ýmsir töldu eðlilegt að þeir væru áfram í eigu ríkisins og reknir sem ríkisstofnanir en aðrir sögðu það ekki þjóna hagsmunum almenn- ings og kröfðust þess að ríkið hætti rekstri þeirra og seldi þá ein- staklingum, því þá fengi einstaklings- framtakið að njóta sín almenningi í hag. Einkavæðing Þeir sem mæltu með einkavæðingunni héldu þeim rökum óspart á lofti að háir vextir og mikill lánskostnaður hjá ríkisbönkunum væru fyrst og fremst því að kenna að samkeppni vantaði í bankareksturinn. Þetta myndi breytast um leið og bankarnir kæmust í hendur einkaaðila, því þá færu þeir að keppa innbyrðis um hylli viðskiptavinanna. Sú sam- keppni myndi leiða til betri þjón- ustu, lægri vaxta og jafnvel afnáms verðtryggingar á langtímalánum. Svo fór að lokum að ríkið einka- væddi bankanna með því að „selja“ þá á spottprísum til fjársterkra að- ila, sem hefðu samkvæmt markaðs- lögmálinu, getað farið að veita hver öðrum samkeppni og sýnt Íslend- ingum í verki hvað einkarekstur og frelsi í viðskiptum hefur fram yfir opinber afskipti á þessu sviði. Engin samkeppni Almenningur trúði talsmönnum einkavæðingar og sá jafnvel fyrir sér að íslenskir bankar færu að haga sér líkt og kollegar þeirra í öllum hinum vestræna heimi, þannig að kostnaður, til dæmis við íbúðarlán, lækkaði verulega. Nú mörgum árum síðar hefur lítið sem ekkert breyst. Ennþá bíður almenn- ingur eftir því að bank- arnir hefji samkeppni hver við annan eins og lofað var áður en einka- aðilar náðu þeim á sitt vald og ennþá bíður al- menningur eftir að níð- þungar greiðslubyrðar íbúðalána lækki. Í staðinn fyrir efndir á loforðum um virka samkeppni og lægri láns- kostnað reyna bankarnir nú að blekkja almenning með villandi aug- lýsingum, þar sem auglýst eru lán með hagstæðum vöxtum en sjaldan eða aldrei minnst einu einasta orði á verðtrygginguna sem á láninu er, sem er þó sá undirliggjandi kostn- aðarliður sem hækkar greiðslubyrð- ina mest og viðheldur verðbólgunni. Einkareknir bankar hafa ekkert það fram yfir ríkisreksturinn sem rétt- lætir tilveru þeirra. Eigendur þeirra hafa fallið á prófinu. Óeðlilegur gróði Tekjur bankanna hafa á undan- förnum árum aukist ótrúlega mikið og hagnaður þeirra margfaldast. Þannig var samanlagður hagnaður þeirra nær þrefalt meiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra, eða 61,3 millj- arðar króna samanborið við 24,7 milljarða í fyrra. Það má segja að skuldir heimilanna í landinu vaxi í réttu hlutfalli við þennan ofurgróða bankanna. Þessi ótrúlegi og vaxandi gróði einkavæddu bankanna sýnir á hvaða leið þeir eru. Þeir eru auðsýnilega ekki í neinni innbyrðis samkeppni hver við annan um að lækka láns- kostnað viðskiptavina sinna, frekar mætti tala um samráð og samvinnu um verðtryggingu og háa vexti. Stjórnendur þeirra leggja höf- uðáhersluna á að auka sem mest eig- in gróða og greiða sjálfum sér ofur- laun sem eru víðsfjarri íslenskum veruleika. Almenning nota þeir ein- ungis til að hámarka gróða sinn. Einkavæðing bankanna Sigurður T. Sigurðsson skrifar um starfsemi bankanna ’Það má segja að skuldirheimilanna í landinu vaxi í réttu hlutfalli við þenn- an ofurgróða bankanna. ‘ Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er fyrrv. formaður Vlf. Hlífar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.