Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 25 MINNINGAR ✝ ValgerðurJónsdóttir fæddist í Selkoti, Þingvallasveit 15. nóvember 1924. Hún lést á líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi að morgni föstudags- ins 16. júní síðast- liðins. Foreldrar Val- gerðar voru hjónin Guðrún Einarsdótt- ir frá Læk í Dýra- firði, f. 10. október 1894, d. 26. september 1951, og Jón Bjarnason bóndi og trésmið- ur, f. 8. október 1888, d. 21. október 1976. Faðir Jóns var Bjarni Jónsson, sá er Bjarnaborg í Reykjavík er kennd við. Systur Valgerðar eru: Guðný, f. 20.12. 1919, d. 9.3. 1985; Kristrún, f. 29.8. 1922; Bjarney, f. 16.5. 1927; Bjarndís, f. 24.1. 1934; óskírð, f. 23.6. 1936, d. 20.11. 1936. Eiginmaður Valgerðar var Guðmundur Valtýr Guðmunds- son, f. 4. júlí 1912 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 2. apríl 2002. For- eldrar Guðmundar Valtýs voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir frá Læk í Dýrafirði og Guð- mundur Ágúst Pálsson, útvegs- bóndi í Laugabóli, Arnarfirði. Valgerður og Valtýr eignuðust sex börn: 1) Ágúst Birgir, f. 15. október 1941, d. 13. maí 1942. 2) Þóra Guðrún, f. 5. febrúar 1943, d. 9. nóvember 2004; eiginmaður hennar var Birgir Bergmann Guðbjartsson, f. 13. mars 1944, d. 14. apríl 1988. Synir Þóru og Birgis eru: a) Reynir Bergmann, f. 8. nóvember 1962. Fyrri kona hans var Anabelle Valle, f. 5. júní 1975. Þau slitu samvistir. Þeirra synir eru Birgir Valle, f. Brynja Sól, f. 24. júlí 1995, Aþena Marey, f. 14. mars 1998, og Viktor Smári, f. 30. septem- ber 2001. b) Katrín Guðrún, f. 26. september 1989. 6) Ágúst Ómar, f. 14. mars 1962. Kona hans var Aðalbjörg Pálsdóttir, f. 15. desember 1965. Þau slitu samvistir. Synir þeirra eru: a) Guðbjartur Ægir, f. 18. júlí 1988. b) Ásgeir Örn, f. 6. júní 1990. Valgerður fæddist í Selkoti í Þingvallasveit og ólst þar upp til 11 ára aldurs, en þá var flutt til Reykjavíkur. Skólaganga var takmörkuð enda ekki skóla- skylda í sveitum nema frá 10 ára aldri en þá fór hún í farskóla í einn mánuð. Eftir flutninga til Reykjavíkur fór hún í Miðbæj- arbarnaskólann og síðan einn vetur í kvöldskóla KFUM. Hún fór í sveit til fóstursystur móður sinnar og þar kynntist hún Guð- mundi Valtý manni sínum. Þau eignuðust sex börn. Fyrsta barn- ið, dreng, misstu þau á fyrsta ári. Þessi fyrstu ár bjuggu þau á ýmsum stöðum því erfitt var um húsnæði á þessum tíma. Þau keyptu síðan sumarbústað og fluttu hann á lóð við Suðurlands- braut og gerðu hann að heils- árshúsi. Þar ólust börnin upp, fjórar dætur og einn sonur. Þar var jafnan margt um manninn. Oft var þétt setinn bekkurinn í borðkróknum því að allir fengu kaffi þó að sumir kæmu aðeins til að fá að hringja. Hópur af börnum fylgdi þeirra eigin börn- um og ekki síst systrabörn Val- gerðar sem voru þar heimagang- ar. Árin 1977–1978 byggðu þau hús í Rauðagerði en þá voru öll börnin farin að heiman nema yngsti sonurinn og þar áttu þau hjónin mörg góð ár. Síðustu ár hafa verið erfið, fyrst missti hún manninn 2002 og síðan elstu dótturina 2004. Valgerður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 24. apríl 1996, og Róbert Valle, f. 8. nóvember 1998. Síð- ari kona Reynis er Marebic Birgisson, f. 23. júlí 1981. Dótt- ir þeirra er Teresa, f. 25. desember 2004. b) Víðir Berg- mann, f. 3. ágúst 1964, kvæntur Ernu Matthíasdóttur, f. 12. mars 1960. Dæt- ur þeirra eru Björk Kristjánsdóttir, f. 19. október 1983, og Þóra Nian, f. 3. janúar 2002. c) Hlynur Bergmann, f. 2. janúar 1966. Kona hans er Sigurást Baldursdóttir, f. 11. mars 1956. Börn Sigurástar af fyrra hjóna- bandi eru Heiða Björk, Sigurjón, Inga Þóra og Bryndís. 3) Guðný Eygló, f. 1. september 1945; eig- inmaður hennar var Eiríkur Sig- urðsson f. 24.12. 1936, d. 21.2. 1975. Börn Guðnýjar og Eiríks eru: a) Þór, f. 9. desember 1965, kvæntur Huldu Björk Guð- mundsdóttur, f. 12. maí 1969. Þeirra dætur eru Sunna Maren, f. 11. mars 1994, og Harpa Mjöll, f. 12. apríl 1999. b) Valgerður, f. 2. apríl 1971, maður hennar var Tómas Erlingsson, f. 11. febrúar 1970. Þau slitu samvistir. Þeirra dætur eru Tara Líf, f. 8. júní 1992, og Tinna, f. 18. apríl 1995. 4) Hulda Berglind, f. 9. sept- ember 1949; eiginmaður hennar er Haraldur Sigurðsson, f. 2. ágúst 1943. Þeirra sonur er: Sig- urður Valtýr, f. 21. nóvember 1974. 5) Erla Sólrún, f. 6. júlí 1956; eiginmaður hennar er Tryggvi Þór Agnarsson, f. 4. desember 1954. Þeirra dætur eru: a) Elísabet Lára, f. 20. apríl 1975. Börn Elísabetar eru Elsku amma Valla mín, mikið er það skrítin tilhugsun að þú sért far- in frá okkur en ótrúlega vorum við heppin að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur. Þú varst gangandi kraftaverk og ótrúlega sterk en auðvitað vinnur þessi sjúkdómur að lokum og ekkert sem við getum gert við því. Mér finnst ég hafa verið svo hepp- in að fá að hafa fengið að kveðja þig kvöldið áður en þú fórst frá okkur og yndislegt að við gátum hlegið saman og að ég hafi getað sagt þér hvað ég elska þig mikið. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í gegnum súrt og sætt og vildi ég óska þess að ég hefði getað gert meira fyrir þig í staðinn. Þú varst stór þáttur í mínu lífi og ekki var ég gömul þegar ég var skilin eftir hjá þér á meðan mamma og pabbi fóru út á land að vinna, aðeins tveggja mánaða gömul. Fluttist svo reyndar nokkrum sinnum inn á ykkur afa eftir það, fyrst með mömmu og pabba, og svo ein þegar ég var 18 ára gömul, alveg á versta aldri, en alltaf voruð þið afi jafn góð við mig og stóðuð með mér, einnig þegar ég fæddi mitt fyrsta barn og gáfuð mér góð ráð. Þegar Nonni dó þá var sko ekkert mál fyrir mig og stelpurnar að flytja inn á ykkur, alltaf voruð þið viðbúin og með svör við öllu. Það sem ég sakna mest af öllu er að geta ekki farið upp í eldhús til ömmu til að fá kókómjólk og kex og bestu skúffuköku í heimi, einnig sakna ég allra sunnudagsstundanna okkar, góði maturinn og uppáhalds sósan mín, enginn gat búið til svona góða sósu nema þú. Og þegar flestir voru búnir að borða þá réttirðu mér skeið svo ég gæti borðað restina af sósunni því þú vissir hvað mér þótti sósan góð. Þú varst alltaf í uppá- haldi hjá mér og einnig hjá flestum af mínum vinkonum, það voru allar mínar vinkonur velkomnar inn á ykkar heimili í kex og kókómjólk. En nú ertu farin frá okkur og ert núna hjá afa sem hefur sárlega saknað þín þessi fjögur ár. Þið voruð svo samrýnd og falleg saman og það er gott að vita af því að þið eruð saman á ný. Ég elska þig, amma mín. Þín Elísabet Lára. Ég er nú ekki viss hvernig á að byrja svona bréf þar sem ég er ekki mjög vanur að búa þau til sem betur fer. En ég vil byrja að segja að amma mín var án efa ein sterkasta kona sem ég veit um andlega séð, hún var alltaf svo lífsglöð og hug- ulsöm einhvern veginn, bara besta amma í heimi. Ég og amma höfum alltaf verið rosalega náin, á hverjum sunnudegi síðan ég man eftir mér var kjöt hjá ömmu og afa í Rauða- gerðinu, fannst samt alltaf bara eins og þau tvö væru sjálfsagður hlutur að hafa, eitthvað sem maður missir bara ekki. En svona var maður þeg- ar maður var lítill kjáni. En svo skrítið að missa þig amma, man allt- af eftir trénu sem ég og Ásgeir lék- um okkur í fyrir utan garðinn hjá þér og þegar við komumst á toppinn fannst okkur að enginn hefði getað þetta áður. Svo margar minningar um ömmu og afa í Rauðagerði eins og þegar Bryndís varð of mikil gella til að spila fótbolta með okkur bræðrunum og ég skildi ekkert í þessu og þú sagðir bara að svona væru unglingar og ég sagðist aldrei ætla að verða unglingur. Þú varst alltaf til staðar, sama hvort það var í blíðu eða stríðu, og allar hátíðirnar sem ég var hjá þér eins og jól, áramót og afmæli, það voru góðir tímar. Ég held samt að við höfum orðið nánust þegar ég flutti til þín meðan pabbi var úti á sjó og ég í unglingavinnunni rétt hjá Rauðagerðinu. Ég var alltaf með kók og brauð með banana í nesti og svo fékk ég að sjálfsögðu vasapen- ing á föstudögum sem ég var fljótur að eyða í McDonalds með krökk- unum, – má svona deila um það hvernig þér fannst það. Svo þegar ég varð eldri og þú fluttir í Kópa- voginn þá fyrst fór allt að breytast einhvern veginn, ég kláraði grunn- skóla og fór í framhaldsskóla og fékk bílprófið, og þú varst sannar- lega stolt af mér. Ég kvíði mikið fyr- ir að fá aldrei að heyra í þér aftur né fá að faðma þig, er kannski ekki enn búinn að átta mig á að þú sért farin, en ég veit að þú ert sannarlega á betri stað og komin aftur til afa. Minningarnar streyma um haus- inn rétt á meðan ég skrifa hérna í tölvunni og kannski erfitt að skrifa þær allar þar sem ég yrði að kaupa allt blaðið til að geta sett það allt á blað, en ég mun geyma það á vísum stað í hjarta mínu. Eitt verð ég nú að skrifa og það var með það þegar ég fékk skellinöðruna, sem þú varst ekki par sátt við. Þú vissir að ég elskaði bíla og mótorhjól og bara öll farartæki með mótor, en stöku sinn- um heyrði ég þig skammast yfir þessu. En með lokaorðum mínum til þín, sterkustu konu og bestu ömmu í heimi, kveð ég þig að sinni en ég veit að við sjáumst aftur þótt það verði kannski ekki í bráð. Ég mun sakna þín. Guð veri með þér og passaðu vin minn fyrir mig. Guðbjartur Ægir. Mig langar að minnast móður- systur minnar með fáeinum orðum. Valgerður eða Valla eins og hún var kölluð bjó í næsta húsi þegar ég ólst upp og reyndist hún mér og öðrum systrabörnum sínum einstaklega vel. Heimili Völlu og eiginmanns hennar Valtýs var oft hægt að líkja við umferðarmiðstöð þar sem allir þurftu að koma við, en glaðværðin einkenndi Völlu og hændust að henni jafnt fullorðnir og börn. Þegar ég fór að heiman og flutti í annað bæjarfélag fækkaði ferðum mínum í heimsóknir og hugsaði ég oft með söknuði til eldhúsumræðn- anna sem fram fóru yfir kaffihlað- borði á heimili Völlu, en alltaf var mér tekið opnum örmum þegar ég birtist. Valla og systur hennar voru einstaklega samheldnar og er það þeim að þakka hve vel við þekkj- umst innan ættarinnar. Ættar- saumaklúbbur var stofnaður og höf- um við hist einu sinni í mánuði undanfarin ár okkur öllum til mik- illar ánægju. Undanfarin ár reyndust Völlu erf- ið þar sem hún þurfti að horfa á eftir eiginmanni sínum og elstu dóttur og að lokum barðist hún sjálf við ill- vígan sjúkdóm, en minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Að lokum sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hrefna Geirsdóttir. Mig langar að minnast minnar góðu mágkonu í örfáum orðum í kveðjuskyni, fyrir allt það sem hún og hennar góði maður gerðu fyrir okkur hjónin þegar erfiðleikar voru hjá okkur fyrstu búskaparárin. Allt- af voru þau tilbúin að hjálpa hvernig sem á stóð. Það var ómetanlegt og verður seint eða aldrei fullþakkað. Valla, eins og hún var jafnan kölluð af fjölskyldunni, var einstök kona, ráðagóð, hjálpsöm og mátti ekkert aumt sjá, alltaf sama hjálparhellan hvað sem á gekk. Skal það þakkað af innsta hjartans grunni. Valla missti mann sinn annan apríl 2002 og dótt- ur sína Þóru Guðrúnu hinn 9. nóv. 2004 og má nærri geta að þetta var henni mikill missir sem hún bar þó með miklu æðruleysi allt til síðustu stundar. Valla var mikil sómakona, eins og þær systur allar sem við mágarnir höfum allir sannreynt, enda okkar mesta gæfa í lífinu að hafa kynnst þeim. Ég held að ég fari nú að láta þessum kveðjuorðum lokið og bið góðan guð að varðveita Völlu og alla hennar ástvini sem farnir eru yfir móðuna miklu. Minningin um góða konu, móður, eiginkonu og systur mun lifa um ókomin ár. Lifðu sæl í ljóssins heimi ljóð þér voru jafnan kær. Í sínum faðmi guð þig geymi gleðin var þér alltaf nær, unaður hennar um þig streymi eins og ferskur sunnanblær. Valdimar Lárusson. Í dag kveðjum við Valgerði Jóns- dóttur, móðurömmu Víðis Berg- manns Birgissonar, manns míns. Um leið og ég kveð Valgerði með miklum söknuði er ég jafnframt full þakklætis. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Val- gerði og verið henni samferða í ein 14 ár. Valgerður var afar heilsteypt, hlý og hláturmild. Það var mannbætandi að vera í návist hennar og manns hennar Guðmundar Valtýs Guð- mundssonar sem lést 2.4. 2002. Heimili þeirra hjóna í Rauðagerði 44 var sem félagsmiðstöð fyrir fjöl- skyldu og vini. Öllum var tekið opn- um örmum, umvafðir innileik og glaðværð. Ég vona einlæglega að við sem eft- ir lifum náum að tileinka okkur eitt- hvað af lífsviðhorfi þeirra hjóna og þeim gildum sem þau og heimili þeirra stóðu fyrir. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkeðjur til allra ættingja og vina Valgerðar. Blessuð sé minning hennar. Erna Matthíasdóttir. VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Val- gerði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: María K. Einarsdóttir ✝ Annetta Sig-urðsson fæddist í Fuglafirði í Fær- eyjum 20. maí 1916. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lutherus Joen- sen, f. 10.11. 1890, d. 7.4. 1981 og Jakob- ina Klein, f. 14.2. 1893, d. 3.9. 1971. Þau bjuggu alla sína tíð í Fuglafirði. Annetta var næstelst átta systk- ina, en hin eru Jóan Jacob, f. 1914, látinn, bjó í Fuglafirði, Jonhild, f. 1918, býr í Fuglafirði, Matthilda, f. 1920, býr í Klakksvík, Sara, f. 1922, býr í Kaupmannahöfn, Sig- rid, f. 1924 látin, bjó í Reykjavík, Bergljót, f. 1927, látin, bjó í Kaup- mannahöfn, og Alexandrina, f. 1932, býr í Þórshöfn í Færeyjum. Annetta giftist 17.12. 1947 Kristjáni P. Sigurðssyni, f. 10. júlí 1909, d. 11. ágúst 1971. Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson, f. 16.10. 1870, d. 19.10. 1947 og Valborg E. Þor- valdsdóttur, f. 31.3. 1879, d. 19.4. 1919. Annetta og Kristján eignuðust sex börn, en þau eru: 1) Sig- urður, maki Laufey Aðalsteinsdóttir, sonur Aðalsteinn; 2) Már; 3) Valborg E., maki Guðlaugur Óttarsson, dóttir Hera, átti áður Önnu Kristínu Gústafsdóttur, maki Hlynur Baldursson, sonur Máni Björn, Anna K. átti áður Sól Margréti og Hlynur átti Birnu; 4) Laufey J.; 5) Kristín; og 6) Bjarni S., maki Valgerður Ingvadóttir, börn Breki, Rán, Brimar og Vera Sól. Útför Annettu verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það nálgast 30 árin sem ég hef notið samvista við mína kæru tengdamóður. Það var kvíði í mér þegar ekið var vestur að Auðshaugi í V-Barða- strandarsýslu til að hitta tengda- mömmu og heimilisfólkið í fyrsta sinn. Við okkar fyrsta handartak hvarf allur kvíði og vinátta og vænt- umþykja tók við. Annetta kom til Íslands í lok seinni heimsstyrjaldar í atvinnuleit. Hún var frá Fuglafirði í Færeyjum og ólst þar upp. Systkinahópurinn var stór og samband gott á milli þeirra. Gaman var að fylgjast með þegar þær komu Jonhild, Sara, Alex- andrina og systkinabörnin Gunnvor og Norma fyrir nokkrum árum og haldið var boð fyrir alla ættingjana hér. Kom þá vel í ljós kærleikurinn, tryggðin og gleðin í hópnum. Annetta giftist 17. desember 1947 Kristjáni P. Sigurðssyni og átti með honum sex börn en einn son átti hún áður sem er látinn. Þau hjón bjuggu á Auðshaugi og upplifðu miklar breytingar í búskap og samgöngum svo að eitthvað sé nefnt. Kristján féll frá 1971 og hélt Annetta áfram bú- skap með börnum sínum til 1981. Flutti hún þá til Reykjavíkur og vann áfram til sjötugs. Hún hafði þá eignast heimili í Hraunbænum. Hún naut þess að vera í góðum hópi í kirkjunni og félagsstarfinu í hverfinu og mikil voru afköst hennar í handavinnunni. Aldrei hallaði hún að mér orði en hjálpaði okkur eftir því sem hún gat. Drengurinn okkar átti gott skjól hjá ömmu sinni og nutu þau bæði hvort annars nærveru. Kát var hún og skapgóð en gat verið föst fyrir ef þurfti. Alvarlegt bílslys með miklum áverkum í nóvember 1999 varð til þess að hún varð hjúkrunarsjúkling- ur. Hún hafði dvalið á Heiðarbæ í Skógarbæ í 5 og 1/2 ár þegar hún lést eftir stutt veikindi 18. júní síðastlið- inn. Lífi góðrar konu er lokið, margs er að minnast og margt að þakka. Við fjölskyldan viljum þakka inni- lega fyrir umönnun og kærleik sem Annetta naut á Heiðarbæ. Það gerði henni auðveldara að sætta sig við að geta ekki séð um sig sjálf. Fram- koma starfsfólks á lokastundinni við hana og aðstandendur var til mik- illar fyrirmyndar. Laufey Aðalsteinsdóttir. ANNETTA SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.