Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 26

Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Benedikt Þor-steinsson fædd- ist á Seltjarnarnesi 22. janúar 1946. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 16. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Halldórs- son, f. á Seyðisfirði 2. apríl 1916, d. 10. júní 1990, og Ást- hildur Kristjáns- dóttir, f. á Snæfells- nesi 6. september 1917, d. 12. október 1993. Systk- ini Benedikts eru Halldór Ben, f. 5. maí 1942, d. 29. september 1999, Þórarinn, f. 4. júlí 1943, d. 19. desember 1975, Steinþór, f. 31. júlí 1947, Jónína Ingibjörg, f. 20. september 1948, og Erla Kristjana, f. 9. maí 1953. Benedikt kvæntist 24. desem- ber 1964 Önnu Albertsdóttur, f. 4. október 1940. Foreldrar henn- ar voru Albert Sighvatur Brynj- ólfsson, f. 18. ágúst 1907, d. 29. júlí 1991, og Hansína Lovísa Ingimundardóttir, f. 5. maí 1910, d. 21 september 1998. Benedikt og Anna eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Ásthildur, f. 31. júlí 1962, gift Þorleifi Geir Sigurðs- syni. Börn þeirra eru Anna María og Sigurður Már. 2) Birg- itta, f. 29. janúar 1967, sambýlis- maður Aðalsteinn Hólm Guð- brandsson. Börn þeirra eru Alexandra og Vic- toría. Sonur Birg- ittu frá fyrri sam- búð er Benedikt Þór Ásgeirsson. 3) Ásrún Linda, f. 26. janúar 1971, sam- býlismaður Magnús Högnason. Börn þeirra eru Albert Brynjar og Ebba Ingibjörg. Benedikt hóf sinn sjómannsferil hjá Ríkisskipum á ms. Esju mjög ungur að árum. Hann stundaði sjó- mennsku mestan hluta starfsævi sinnar, lengst af á Kambaröst SU frá Stöðvarfirði, Gissuri ÁR frá Þorlákshöfn og á varðskipum Landhelgisgæslunnar. Benedikt stundaði einnig margvísleg smíðastörf, á Stöðvarfirði, í Reykjavík og í Vatnsfellsvirkjun. Síðustu æviárin sinnti Benedikt ýmsum störfum fyrir Landhelg- isgæslu Íslands, á varðskipum fé- lagsins, í flugskýli á Reykjavík- urflugvelli og í vaktskýli við höfnina í Reykjavík. Benedikt og Anna bjuggu lengst af á Stöðv- arfirði eða frá 1962 til 1983, þá fluttust þau til Reykjavíkur og síðar í Kópavoginn. Benedikt og Anna voru búsett í Lautasmára 27 er Benedikt lést. Benedikt verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þá er lífsgöngu afa okkar lokið. Benni afi, eins og við höfum alltaf kallað hann, var besti afi sem við hefðum getað fengið, og óskað okkur. Hann var rosalega traustur og fann maður fyrir umhyggjunni sem hann bar til okkar í hvert skipti sem við komum í heimsókn. Það er erfitt að finna orð sem lýsa afa ná- kvæmlega eins og hann var, en eitt er víst, hann var einstakur maður með stórt hjarta. Hann var mikilvæg fyrirmynd í okkar lífi og vonum við að við kom- um til með að erfa þá eiginleika sem hann hafði og kenndi okkur. Einn af þeim eiginleikum sem hann hafði var að öllum líkaði vel við hann, sama hvar hann var. Hann var sá maður sem allir vildu sitja við hliðina á í stórum sam- komum. Hann var frábær fjölskyldumað- ur. Allir í okkar nánustu fjölskyldu litu upp til hans og dýrkuðu hann. Ef maður spyr einhvern úr fjöl- skyldunni um það hvernig eigin- maður, pabbi eða afi hann var, þá eru allir sammála um að hann var sá besti sem hægt var að hugsa sér. Við þekkjum ekki mörg hjón sem hafa haft það svona gott sam- an eins og amma og afi höfðu, þau voru svo góð við hvort annað og alltaf gátu þau sýnt hvort öðru hversu mikið þau elskuðu hvort annað. Það er eitthvað sem maður upplifir ekki oft í gegnum annað fólk. Hann var alltaf jafn hjálpsamur, ef einhver sem hann þekkti þarfn- aðist hjálpar var hann alltaf sá fyrsti til að bjóða sig fram, alveg sama hvernig aðstæðurnar voru hjá honum. Hann hugsaði alltaf fyrst og fremst um alla aðra í kringum sig, og sá alltaf til þess að hans nánustu hefðu það gott. Hann lagði alltaf hart af sér og vann virkilega fyrir því sem hann átti. Honum leið best þegar hann gat hjálpað sínum nánustu við að gera líf þeirra ánægjulegra. Þú munt alltaf eiga stað í hjart- anu okkar allra. Þín barnabörn, Anna María, Benedikt Þór, Albert Brynjar og Sigurður Már. Það er skrítið að vera að skrifa minningargrein um afa svona ung- an að aldri. Ég hafði alltaf ímynd- að mér að við ættum eftir að eiga mörg ár saman. Allt byrjaði með því að ég var skírður í höfuðið á honum þegar ég fæddist og hefur mér síðan verið líkt mjög mikið við hann. Ég hef alltaf litið voða mikið upp til afa og alltaf notið þess að vera með honum. Nú, þegar ég var orðinn aðeins eldri vorum við farnir að geta talað saman á allt öðru máli. Við vorum farnir að hafa sömu áhugamál á sumum sviðum, og gát- um talað um suma hluti endalaust. Við áttum eftir að upplifa fullt saman, bæði þú og ég og öll fjöl- skyldan. Það er ekkert sem ég hefði get- að óskað mér heitar en að mín eig- in börn hefðu fengið tækifæri til að hitta afa. Hitta besta afa í öllum heiminum. Það skipti mig mjög miklu máli að ég var hjá honum og hélt í höndina á honum þegar hann kvaddi og ég vona að hann hafi það gott núna og ég veit að hann mun alltaf vaka yfir mér. Afi hefur skipt rosalega miklu máli í lífi mínu og ég mun aldrei gleyma honum. Mér þykir svo innilega vænt um þig, afi. Benedikt Þór. Þá er elsku afi minn farinn frá okkur, það er erfitt að koma orðum að því hversu erfitt það er að sætta sig við þetta og átta sig á þessu. Afi var svo ungur og lífsglaður maður, og ég hélt og vonaði að hann ætti mörg ár eftir með ömmu og allri fjölskyldunni. Afi var alltaf til staðar fyrir mig ef ég þurfti eitthvað, hvort sem það var skutl eða leiðbeiningar með eitthvað sem lá á mér. Afi var einn örlátasti og umhyggjusamasti maður sem ég hef kynnst, og verð- ur hans sárt saknað. Ég met það mikils að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum svona vel eins og ég gerði núna á síðustu árum. Við eyddum til dæm- is þó nokkrum stundum í steikj- andi hita liggjandi kylliflöt í sól- baði á Spáni og fyrir framan tölvuna heima í Lautasmára. Þetta eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Afi mun alltaf eiga ákveðinn hluta af mér og ég mun aldrei gleyma honum. Ég elska þig að eilífu. Þín, Anna María. Ég kynntist Benna, eins og við kölluðum hann, sumarið 2002. Þá urðum við skipsfélagar hjá gæsl- unni. Það eru góðar minningar sem koma upp í hugann á þessum tíma um skemmtilegt spjall við góðan og þægilegan vin, þau ár sem við sigldum saman á Óðni og Tý. Eftir að ég hætti hjá gæslunni var spjallað af og til saman í síma og oft komið við á bryggjunni í kaffisopa þegar ég átti leið suður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir). Aðstandendum Benna votta ég samúð mína. Ragna Lína Magnadóttir (Lína). BENEDIKT ÞORSTEINSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MAGDALENA EIRÍKSDÓTTIR (Balla), Dvergabakka 28, Reykjavík, lést laugardaginn 17. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 28. júní kl. 13.00. Einar Þór Guðmundsson, Unnur Ásgeirsdóttir, Eiríkur Einarsson, Sigurlaug Þorsteinsson, Þórður Einarsson, Jenný, Óskar Þór og Arnar Axel. Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, ÞORKELL BIRGISSON, Skólastíg 26, Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að morgni laugardagsins 24. júní sl. F.h. aðstandenda, Lilja Hálfdánsdóttir, Haraldur Birgir Þorkelsson, Kristján Ingi Þorkelsson, Kolbrún Íris Þorkelsdóttir, Davíð Örn Þorkelsson, Helga Svandís Helgadóttir, Birgir Sigurbjartsson. Elskulegur bróðir minn og móðurbróðir, ÓSKAR GÍSLASON, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, sem lést miðvikudaginn 21. júní, verður jarðsung- inn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 1. júlí kl. 11.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sigríður Gísladóttir, Óskar Gíslason. Elskulegur bróðir okkar og mágur, ÓSKAR SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, Víðimýri 10, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugar- daginn 24. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingimar Vilhjálmsson, Guðrún Kristmundsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Árni P. Björgvinsson, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Sveinn Árnason, Elísabet B. Vilhjálmsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI HAUKUR SVEINSSON vélstjóri, Háengi 19, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugar- daginn 24. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Friðbertsdóttir. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR sjúkraþjálfari, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum laugardaginn 24. júní sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórarinn Stefánsson, Ragnheiður Karlsdóttir, Guðni Stefánsson, Ewa Sunneborn, Tryggvi Stefánsson, Unnur Sigursveinsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Sigurður G. Valgeirsson, Ástríður Stefánsdóttir, Jón Á. Kalmansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.