Morgunblaðið - 27.06.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 27
MINNINGAR
✝ Þorleifur Jóns-son fæddist í
Hafnarfirði 10. maí
1933. Hann lést á
gjörgæsludeild LSH
í Fossvogi 15. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Svanhildur Margrét
Jónsdóttir, f. 8. nóv-
ember 1912, d. 21.
október 1996, og
Jón Bjarnason sjó-
maður, f. 31. mars
1899, fórst með Ern-
inum 1936. Systkini
Þorleifs eru Guðlaug, f. 1931,
maki Haukur A. Bogason, og
Bergur, f. 1934, maki Gunnhildur
Þorsteinsdóttir.
Þorleifur kvæntist 15. október
1955 Jenný Lind Árnadóttur, f. 8.
janúar 1936, d. 21. september
2002. Foreldrar hennar voru hjón-
in Guðrún Jakobsdóttir og Árni
Árnason á Akureyri, bæði látin.
Þorleifur og Jenný Lind eiga sex
börn, þau eru: 1) Jón, f. 15. októ-
ber 1953, maki Sigrún Pálsdóttir,
f. 24. nóvember 1956. Þau eiga
þrjá syni og þrjú barnabörn. 2)
Gunnar Árni, f. 1. apríl 1956, maki
Theódóra Sif Pétursdóttir, þau
eiga sjö börn, sex á lífi og fjögur
barnabörn. 3) Sigurður Unnar, f.
20. júní 1958, maki Ingibjörg Að-
alsteinsdóttir, f. 19. mars 1963,
þau eiga sjö börn og þrjú barna-
börn. 4) Kolbrún, f. 13. febrúar
1961, maki Harrý Samúel Herluf-
sen, þau eiga fjögur börn og eitt
barnabarn. 5) Símon, f. 31. mars
1963, maki Dorthe Möller Thor-
leifsson, f. 24. júlí
1962, þau eiga þrjú
börn. 6) Harpa, f. 19.
maí 1966, maki
Gestur Már Sigurðs-
son, f. 1. janúar
1963, þau eiga tvo
syni.
Þorleifur ólst
ásamt systkinum
sínum upp á Sel-
vogsgötu 4 (Strýtu) í
Hafnarfirði hjá afa
sínum og ömmu,
þeim Jóni Þorleifs-
syni og Guðlaugu
Oddsdóttur. Bjó hann þar einnig
sín fyrstu 10 hjúskaparár en þá
byggðu þau Þorleifur og Jenný
Lind Svalbarð 2, þau bjuggu á
Svalbarðinu í 39 ár en þá fluttu
þau að Vallarbarði 3. Þar bjó Þor-
leifur til dauðadags.
Þorleifur hóf fjórtán ára gamall
vinnu og nám í Rafha í Hafnarfirði
þar sem hann lærði rennismíði.
Hann flutti sig svo yfir í Vélsmiðju
Hafnarfjarðar eftir nám og starf-
aði þar til 1972 er hann stofnaði
sitt eigið fyrirtæki, Vélaverk-
stæði, á Eyrartröð 14 Hafnarfirði
og rak það til 2002. Samhliða
fastri vinnu stundaði Þorleifur
bátaútgerð auk þess að vera með
kindur og hænsni, einnig var Þor-
leifur sýningarmaður í Bæjarbíói í
17 ár. Á sínum yngri árum starfaði
Þorleifur með skátahreyfingunni,
Sundfélagi Hafnarfjarðar og Fim-
leikafélagi Hafnarfjarðar.
Útför Þorleifs verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi, í dag fylgi ég þér síð-
asta spölinn og munt þú hvíla við hlið
elsku mömmu sem fór jafn skyndi-
lega og þú.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
Vér limir Jesú líkamans,
er laugast höfum blóði hans,
í sátt og eining ættum fast
með elsku hreinni’ að samtengjast,
því ein er skírn og ein er von
og ein er trú á Krist, Guðs son.
Ó, látum hreinan hjörtum í
og heitan kærleik búa því,
að eins og systkin saman hér
í sátt og friði lifum vér,
vor hæsti faðir himnum á
sín hjartkær börn oss kallar þá.
(Helgi Hálfdánarson)
Hafðu eilífar þakkir fyrir leiðsögn-
ina, þolinmæðina, hlýjuna og traust-
ið sem þú veittir mér á lífsleiðinni.
Ég elska þig alltaf.
Kolbrún.
Elsku pabbi.
Það er svo sárt að þú sért farinn.
Ég sakna þín svo mikið. En ég veit
að þú ert kominn á staðinn sem þú
vildir vera á. Hjá mömmu. Þú sakn-
aðir hennar mikið. Ég sé ykkur fyrir
mér eins og á myndini sem við systk-
inin eigum. Sitjandi fyrir framan litla
kofann í dalnum, nema núna haldist
þið í hendur. Þú varst og ert besti
pabbi í heimi. Það var alltaf hægt að
leita til þín til að fá góð ráð og fá
hjálp við ýmsu. Þú varst traustur og
trúr og vinur vina þinna. Það verður
tómlegt við matarborðið hjá okkur á
kvöldin. Og að heyra ekki hroturnar
í þér úr stofunni meðan ég var að
elda. Við Gestur töluðum um það síð-
ast þegar þú varst hjá okkur (sofandi
í stofunni) að núna þyrftum við að
hafa upptökutæki því að þú bókstaf-
lega flautaðir meðan þú svafst. Við
brölluðum margt saman ég og þú.
Það voru ófáar kaffihúsaferðir, búða-
ráp og út að borða í hádeginu. Og all-
ir bíltúrarnir sem þú fórst með mér,
Gesti og strákunum. Það voru
skemmtilegir bíltúrar. Ég gæti sagt
svo margt um þig elsku pabbi að það
væri efni í góða bók. Þú varst líka
góð bók, full af visku og fróðleik. Mig
langar til að þakka þér fyrir að vera
pabbi minn, afi og tengdapabbi, betri
maður var ekki til. Og þakka þér fyr-
ir að vera þú. Ég kveð þig í bili pabbi
minn. Og óska þér góðrar ferðar og
viltu kyssa hana mömmu frá mér. Ég
elska þig.
Sofi augu mín, vaki hjarta mitt, horfi
ég til Guðs míns.
Signdu mig sofandi, varðveittu mig
vakandi, lát mig í þínum friði sofa og
í eilífu ljósi vaka. Amen.
(Úr litlu bænabókinni.)
Þín dóttir
Harpa.
Elsku Bói.
Sárt var að fá þessa frétt, ég var
rétt kominn til hans nafna þíns þegar
Jón hringdi og sagði okkur að verið
væri að flytja þig á spítalann. Og
næsta dag varstu farinn til Lillu.
Ástarþakkir fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og hjálpað mér að þrosk-
ast í gegnum þessi 33 ár sem við höf-
um verið samferða, allar góðu minn-
ingarnar sem enginn getur frá mér
tekið. Ég var ansi ung þegar við
kynntumst, rétt að verða sautján
ára. Öll þessi ár höfum við átt gott
samband, þú varst ekki bara tengda-
pabbi heldur líka góður vinur.
Vináttan er þá aðeins sönn, þegar tveir
vinir finna hamingju í návist hvors annars
án þess að talast við.
(Georg Ebers).
Þannig fann ég oft á milli okkar,
oft voru orð óþörf. Sárt eigum við
eftir að sakna þín, Dalurinn verður
ekki samur án þín.
Elsku Bói, með þessum orðum
kveð ég þig, hafðu hjartans þökk fyr-
ir allar góðu minningarnar, sem ég
mun varðveita með mínum börnum
og barnabörnum, svo minningin þín
lifir áfram.
Hafðu hjartans þökk
mér horfin stund er kær.
Í minni mínu, klökk
er minning hrein og skær.
Þú gengur um gleðilönd,
Þér glampar sólin heið
og við herrans hönd
þú heldur fram á leið.
Guð í alheimsgeim
geisla sendu þinn.
Til líknar ljáðu þeim
ljós í myrkrið inn,
er harmar þungir þjá
og þjaka hjartasár,
styddu og styrktu þá,
strjúktu votar brár.
(Páll Janus Þórðarson.)
Þín tengdadóttir
Sigrún.
Elsku afi minn.
Stór hluti af æskuminningum mín-
um átti sér stað á Svalbarði 2 hjá þér
og ömmu. Alltaf fann ég hlýju þegar
ég kom til ykkar og fann svo sann-
arlega fyrir því hversu velkomin ég
var. Núna eruð þið amma sameinuð
á ný og ég veit í hjarta mínu að þið
hugsið vel hvort um annað og passið
okkur hin sem eftir erum. Minning-
arnar um þig í Þjórsárdal og á verk-
stæðinu á Eyrartröð eru sterkar og
mér finnst stundum eins og þú vinnir
þar enn. Það var alltaf svo spennandi
að koma í vinnuna til þín með ömmu,
að fá að fara inn á skrifstofu og leika
í símanum og fá kakó og kex.
Kveðjustundin er sár en ég veit að
þú ert á betri stað núna með ömmu.
Ætli þið séuð ekki að slaka á í ein-
hverju hjólhýsi eða veiða saman í
nýjum Lillupolli. Ástarkveðja,
Þorbjörg Ósk.
Elsku afi og langafi.
Núna er komið að kveðjustund.
Ekki bjuggumst við við að kveðja þig
strax. Við hlökkuðum svo til að kíkja
í heimsókn til þín í Þjórsárdalinn í
sumar. Það verður skrýtið að koma í
dalinn og finna ekki afa Bóa að sýsla
eitthvað við hjólhýsin.
Við áttum margar góðar stundir
með þér, afi, bæði í sælureitnum þín-
um og í Danmörku hjá honum nafna
þínum. Með þessum orðum kveðjum
við.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Kveðja,
Sigurpáll Marías,
Helga Dröfn, Andri Örn
og Hilmar Már.
ÞORLEIFUR
JÓNSSON
Til afa
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Takk fyrir allt elsku afi.
Alexander og
Sigurður Már.
HINSTA KVEÐJA
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBJÖRG JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 21. júní.
Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju miðviku-
daginn 28. júní nk. kl. 14.00.
Guðmundur R. Jóhannsson, Guðrún R. Valtýsdóttir,
Marinó Jóhannsson, Guðrún Hupefeldt,
Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Jón Pálmi Þórðarson,
Gunnar Jóhannsson,
Rakel Jóhannsdóttir, Jónbjörn Bogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÞORKELL NIKULÁSSON
fisksali,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtu-
daginn 29. júní kl. 15.00.
Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Helga Þorkelsdóttir, Andrés Þórðarson,
Kristján Þorkelsson, Sigurdís Sigurðardóttir,
Guðmundur Þorkelsson, Kristjana Stefánsdóttir,
Guðríður Þorkelsdóttir, Guðmann Héðinsson,
Viðar Þorkelsson, Sigríður Svava Þorsteinsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR WORMSDÓTTIR
frá Eiríksbúð,
Arnarstapa,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn
24. júní.
Gullý Bára Kristbjörnsdóttir, Ágúst Geir Kornelíusson,
Sigurborg Jenný Kristbjörnsdóttir,
Kristín Hulda Kristbjörnsdóttir, Sveinn Sigurjónsson,
Anna Björg Kristbjörnsdóttir, Ómar Árni Kristjánsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HELGI SIGURÐSSON,
Brautarhóli,
Svalbarðsströnd,
verður jarðsunginn frá Svalbarðsstrandarkirkju
fimmtudaginn 29. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á aðstandendafélag hjúkrunar-
heimilisins Sels.
Margrét Jóhannsdóttir,
Jóhann Helgason,
Sigríður Helgadóttir,
Sigurlína Helgadóttir,
Hrefna Helgadóttir,
Reymar Helgason,
tengdabörn, afa- og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kórsölum 3,
áður Rauðagerði 44,
sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
föstudaginn 16. júní verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 13.00.
Guðný Eygló Valtýsdóttir,
Hulda Berglind Valtýsdóttir, Haraldur Sigurðsson,
Erla Sólrún Valtýsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson,
Ágúst Ómar Valtýsson,
Reynir Bergmann, Víðir Bergmann,
Hlynur Bergmann, Þór, Valgerður,
Sigurður Valtýr, Elísabet Lára,
Katrín Guðrún, Guðbjartur Ægir,
Ásgeir Örn og barnabarnabörn.