Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 29 MINNINGAR ✝ Björn Jónssonfæddist 18. september 1922. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. júní sl. Hann var sonur hjónanna Guðlaug- ar Björnsdóttur, f. 6.10. 1893, d. 26.11. 1924, og Jóns Hall- dórssonar, f. 29.9. 1884, d. 18.9. 1970. Björn átti tvær systur: Sigríði Jónsdóttur, f. 15. mars 1917. Eiginmaður hennar Vigfús Jónsson er látinn og bjuggu þau á Seyðisfirði. Krist- borgu Jónsdóttur, f. 4. maí 1919, d. 7. desember 2002. Eiginmaður hennar er Sigurður Jónsson og bjuggu þau í Vestmannaeyjum. Við tveggja ára ald- ur var Björn tekinn í fóstur á Stapa í Hornafirði af systk- inunum Jóni, Halli og Sigurlaugu Sig- urðarbörnum. Upp- eldisbræður hans voru Þorleifur Þor- leifsson (nú látinn) og Rannver Stefán Sveinsson. Um nokkurra ára skeið sá Björn um búskap á Stapa. Árið 1967 fluttist hann í Kópavog og þaðan til Reykjavík- ur árið 1970 og bjó þar til ævi- loka. Hann starfaði hjá Miðfelli hf. til fjölda ára og endaði starfs- feril sinn hjá Gasstöð Essó. Útför fer fram frá Vídalínskirkju í dag klukkan 13. Í dag kveðjum við Bjössa frænda. Þótt Bjössi væri ekki alvöru frændi okkar, þá kölluðum við hann alltaf Bjössa frænda. Er við frændsystkinin vorum heima hjá ömmu og afa í Kópi voru alltaf fagnaðarfundir þegar Bjössi frændi kom í heimsókn, alltaf var jafn gaman. Á fermingardaginn minn stoppaði Bjössi stutt og færði mér fallegt handverk, sem hann hafði þá búið til sjálfur, rennt og skorið út. Á Þorláksmessu var föst venja að heimsækja Bjössa frænda, og færð- um við honum jólakökur og skreyt- ingu. Hann var alltaf jafn ánægður þegar við komum í heimsókn og gaman var að sjá hvað jólaskreyting- arnar hans voru skemmtilegar og öðruvísi. Þegar ég og mamma fórum upp á spítala leið Bjössa ekki vel. Mér fannst gott að geta komið og haldið í höndina hans og ég trúi því að Bjössa hafi þótt gott að geta haldið í hönd mína, en ég spyr þig bara seinna þegar leiðir okkir liggja saman. Núna er Bjössi frændi minn kom- inn á betri stað og er örugglega orð- inn hress og kátur eins og honum var einum lagið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíldu í friði, elsku Bjössi. Nanna Bryndís Snorradóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Eins og segir í sálminum er margs að minnast og þakka þegar kallið er komið. Við þessar aðstæður reikar hugurinn og minningarnar hrannast upp. Má þar nefna góðar minningar frá Stapa og frá því Bjössi bjó á heimili okkar í Kópavoginum ásamt tjaldútilegum þar sem hann naut sín vel í góðra vina hópi. Hann átti sér- staklega gott með að glettast við börnin og fann hann þar upp á ólík- legustu hlutum, öllum til mikillar gleði. Á yngri árum var Bjössi virkur þátttakandi í Ungmennafélaginu Mána þar sem hann var eftirsóttur leikari og tók þátt í mörgum leiksýn- ingum. Hann hafði gaman af tónlist og spilum og var þá sama hvort hann spilaði við börn eða fullorðna. Bjössi var mjög góður vinur vina sinna og hafði hann sterk persónu- einkenni. Hann hafði oft ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þá ekki svo auðveldlega snúa sér. Oft spunn- ust skemmtilegar umræður vegna þessa. Bjössi var þúsundþjalasmiður og mikill hagleiksmaður á járn og tré og eftir hann liggja mörg listavel unnin handverk sem hann gaf vinum og venslafólki. Elsku Bjössi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Rannver S. Sveinsson, Sigurjón Sveinn, Guðrún Magnea, Katla Björk og Birna Mjöll Rannversbörn. Elsku Bjössi. Við elskum þig öll og við vitum hversu erfiðir síðustu dagarnir voru þér, ég veit ekki hvort þú vissir af því en við komum til þín og vorum hjá þér, ég hélt í höndina þína þegar ég kom í heimsókn, og ég reyndi að gefa þeir eitthvað af mínum styrk til að lina kvalirnar. Síðustu dagarnir voru erfiðir fyrir þig og okkur öll og þú ert virkileg hetja í mínum augum, núna líður þér vonandi betur. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég sé aska og handgerða hluti úr tré, þú varst svo laginn við að gera þann- ig hluti. Þín verður sárt saknað, Bjössi minn. Tárin laumast eitt og eitt en geta því liðna ekki breytt, því það sem góður Guð vil taka fáum við aldrei aftur til baka. Kaldur og dimmur dagurinn er rétt eins og tilfinningin inni í mér, óstjórnleg er sorgin mín ég á eftir að sakna þín. Hvíldu í friði, elsku Bjössi Tinna Borg. BJÖRN JÓNSSON Þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AÐALSTEINS JÓSEPSSONAR, Sóltúni. Bestu þakkir til starfsfólks á deild B2, taugalækn- ingadeild á Landspítalanum Fossvogi. Sigríður Þorbergsdóttir, Þórir Aðalsteinsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Hilmar Már Aðalsteinsson, Sigrún Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkæra föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÍVARS ANDERSEN vélstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum L2 og L5 á Landakoti. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ívarsdóttir, Guðmundur Ívarsson, Erla Ívarsdóttir, Haraldur Sigursteinsson, Gretar Ívarsson, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐNADÓTTUR frá Siglufirði, Krummahólum 2, Reykjavík. Brynja Böðvarsdóttir, Snorri Þórðarson, Hjördís Böðvarsdóttir, Bergur Guðnason, Böðvar Snorrason, Kristín V. Jónsdóttir, Guðni Bergsson, Elín Konráðsdóttir, Þórður Snorrason, Herdís Sigurðardóttir, Sigríður Bergsdóttir, Skúli R. Skúlason, Ingibjörg H. Snorradóttir, Páll Ólafsson, Sigríður B. Snorradóttir, Gylfi Guðmundsson, Böðvar Bergsson, Bergur Þór Bergsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAFSTEINS SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar LSH. Marlis Sólveig Hinriksdóttir, Brynja I. Hafsteinsdóttir, Karl Guðmundsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Signý Hafsteinsdóttir, Garðar Garðarsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og föður, HALLGRÍMS PÁLS GUÐMUNDSSONAR, Hegranesi 25, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks slysadeildar og alls þess góða fólks sem að málinu kom. Guðmundur Hallgrímsson, Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, Elísa Björk Guðmundsdóttir, Guðmundur Gabríel Hallgrímsson. Þökkum af alhug þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÞORVARÐARSONAR skipstjóra, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á B2 LSH Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Helga Jónsdóttir, Aðalbjörg S. Gunnarsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Ágústa Gunnarsdóttir, Þorvarður Gunnarsson, Þórlaug Ragnarsdóttir, Jón Gunnarsson, Sigríður G. Sverrisdóttir, Helga Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Álftamýri 6, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 20. júní á líknardeild Landakotsspítala verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 29. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Krabbameins- félagið. Svava Haraldsdóttir, Guðmundur Jens Þorvarðarson, Guðmundur Haraldsson, Rakel Kristjánsdóttir, Erna Haraldsdóttir, Karl Þórðarson, Bjarni Óli Haraldsson, Árný Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS HELGA STEFÁNSSONAR frá Grundarkoti í Héðinsfirði, Hólavegi 31, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Siglufjarðar fyrir góða umönnun. María Jóhannsdóttir, Björn Sigurður Ólafsson, Ólína Sigríður Jóhannsdóttir, Steinar Ingi Eiríksson, Stefán Jóhannsson, Svanfríður Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Egilsson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.