Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 37
MENNING
ÓLAFÍA Hrönn Jónsdóttir fer
með aðalhlutverkið í nýjum gam-
anleik eftir breska leikskáldið Pet-
er Quilter. Æfingar á leikritinu
hófust á fimmtudaginn. Meðal ann-
arra leikara má nefna Örn Árna-
son, Eddu Arnljótsdóttur og Lilju
Guðrúnu Þorvaldsdóttur, auk þess
sem tveir nýútskrifaðir leikarar
frá LHÍ leika í sýningunni, þau
Stefán Hallur Stefánsson og Dóra
Jóhannsdóttir.
Stórfengleg! byggist á sögu
söngkonunnar Florence Foster
Jenkins. Hún varð víðfræg fyrir
hljómplötur sínar og tónleika sem
hún hélt í New York á fjórða og
fimmta áratug síðustu aldar. Hún
þótti heillandi persónuleiki, var
glaðlynd, gædd óbilandi sjálfs-
trausti og hafði þann galla einan
sem söngkona að hún hélt ekki
lagi. Jenkins var þó ávallt sann-
færð um eigið ágæti og lét gagn-
rýnisraddir aldrei stöðva sig.
Peter Quilter hefur á síðast-
liðnum átta árum skrifað leikrit
sem sýnd hafa verið víða um heim.
Tvö leikverk eftir hann hafa verið
sýnd á West End í London, söng-
leikurinn BoyBand árið 1999, sem
einnig var sýndur á leikför um
Evrópu, og Stórfengleg! eða Glo-
rious! árið 2005. Stórfengleg! er
fyrsta leikrit Peters Quilters sem
sýnt er á Íslandi.
Þýðandi verksins er Ingunn Ás-
dísardóttir, tónlistarstjórn er í
höndum Jóhanns G. Jóhannssonar,
um ljós sér Björn Bergsteinn Guð-
mundsson og leikstjóri er Ágústa
Skúladóttir.
Leiklist | Æfingar hafnar á gamanleiknum Stórfengleg!
Söngkonan sem gat ekki sungið
Morgunblaðið/Eyþór
Aðstandendur sýningarinnar stilla sér upp fyrir framan Þjóðleikhúsið.
SENDIRÁÐ Íslands og Danmerkur
munu opna handverkssýninguna
Transform – Nýtt handverk á göml-
um merg næstkomandi fimmtudag í
sendiráði Norðurlandanna í Berlín.
Þar sýnir handverksfólk og hönnuðir
frá vestnorrænu löndunum þremur,
Færeyjum, Grænlandi og Íslandi,
handverk, listmuni og hönnun sem er
nútímaleg en stendur þó á traustum
grunni handverkshefða landanna
þriggja. Sýningin er farandsýning og
var upphaflega opnuð á Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn í maí 2005
en hefur síðan verið sett upp á
Álandseyjum, í Færeyjum og í Eist-
landi og síðast var hún í Norræna
húsinu í Reykjavík. Sýningin í Berlín
stendur til júlíloka en eftir það er
áformað að flytja hana til Grænlands.
Sextán íslenskir þátttakendur
Frá Færeyjum koma sjö text-
íllistamenn. Þeir vinna úr færeyskri
ull og nýta sér þá margvíslegu mögu-
leika sem hráefnið hefur. Frá Græn-
landi koma tólf lista- og handverks-
menn. Þeir sýna stóra og litla
skúlptúra, tupilakka, hnífa og muni
úr beinum, steini og skinni.
Íslensku þátttakendurnir eru sex-
tán og koma frá Gullsmíðafélagi Ís-
lands. Sýna þeir skartgripi úr gulli
og silfri og verður áhersla lögð á hið
hefðbundna íslenska víravirki. Á sýn-
ingunni er megináherslan á nútíma
gæðahandverk en einnig eru sýndir
listmunir og vinnuaðferðir frá
nítjándu og tuttugustu öld auk þess
sem hráefnið sem notað er, ull,
steinn, bein, gull og silfur, er kynnt.
Gamlar vinnuaðferðir þjóðanna
verða sýndar af myndbandi og því
verður hægt að bera þær saman við
nútímaaðferðir.
Vestnorrænu löndin þrjú, Ísland,
Grænland og Færeyjar, eru fátæk af
hráefnum og náttúruöflin eru oft og
tíðum óblíð. Handverk landanna ber
þess merki að til að komast af þurfti
hugmyndaflug, nýtni og útsjón-
arsemi. Munirnir á handverkssýn-
ingunni bera þess vitni að þó efnivið-
urinn sé fábreyttur getur útkoman
verið ríkuleg, eins og sagt er í frétta-
tilkynningu.
Björn G. Björnsson leikmynda-
hönnuður hannaði sýninguna og
þriggja manna nefnd valdi sýning-
armunina, en í henni sátu Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur frá Íslandi
og myndlistarmennirnir Thue
Christiansen frá Grænlandi og Bárð-
ur Jakupsen frá Færeyjum. Verkefn-
isstjóri sýningarinnar er Reynir
Adólfsson en þetta er í þriðja sinn
sem hann stendur fyrir vestnorrænni
handverkssýningu.
Handverk | Vest-
norræn sýning
opnuð í Berlín
Nýtt hand-
verk á
gömlum
merg
www.vestnordencrafts.com