Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 38
MYNDLISTARMAÐURINN Sig-
tryggur Berg Sigmarsson opnaði á
laugardaginn sýningu á verkum
sínum í Galleríi Dverg.
Yfirskrift sýningarinnar er „The
Curse of Sigtryggur Berg Sigmars-
son“ og flutti listamaðurinn gjörn-
ing við opnunina. Sigtryggur
stundaði myndlistarnám í Hann-
over hjá hljóðlistamanninum Ulrich
Eller og lauk meistaragráðu frá
Fachochschule Hannover Bildende
Kunst árið 2005. Hann hafði áður
stundað nám við Konunglega kons-
ervatoríið í Haag.
Sigtryggur hefur sýnt verk sín
víða og komið fram á hljómleikum
jafnt undir eigin nafni sem undir
merkjum hljóðtilraunadúettsins
Stilluppsteypu.
Þór Sigurþórsson, Egill K. Karlsson og Orri Gunnarsson fylgdust með.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Bölvun Sigtryggs
Kristín Björk og Hekla Dögg voru mættar á opnunina.
Listamaðurinn
sést hér í miðjum
gjörningi sem
hann framdi við
opnunina.
Ingibjörg Birgisdóttir, Hildur I.
Guðnadóttir og Marta Jóhannesdóttir
voru í sólskinsskapi á opnuninni.
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Frábær unglinga
gamanmynd með
Lindsey Lohan í
fantaformi!
HÚN VAR HEPPNASTA
STELPAN Í BÆNUM
ÞANGAÐ TIL
DRAUMAPRINSINN
EYÐILAGÐI ALLT!
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Just My Luck kl. 6, 8 og 10
RV kl. 6 og 8
The Omen kl. 10 B.i. 16 ára
Just My Luck kl. 5.40, 8 og 10.20
RV kl. 3.40, 5.50 og 8
The Omen kl. 10.10 B.i. 16 ára
X-Men 3 kl. 5.40 og 10.20 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Da Vinci Code LÚXUS kl. 6 og 9
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.40
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3.40
Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum!
ROBIN WILLIAMS
1 fjölskylda - 8 hjól
ENGAR BREMSUR
Komdu í
fyndnasta
ferðalag
sumarsins.
eee
Topp5.is - VJV
Mögnuð
endurgerð
af hinni
klassísku
The Omen !
eee
S.V. MBL.
Auglýsendur!
Þið eigið stefnumót við áhugavert fólk - lesendur Tímarits
Morgunblaðsins.
Í fjölmiðlakönnun Gallup sem framkvæmd var í maí sl. mælist
Tímarit Morgunblaðsins með 50% lestur og tryggir þannig
enn frekar stöðu sína sem vinsælasta tímaritið í áskrift á
Íslandi.
Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma
569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir
í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is
KÖNTRÍSVEITIN Baggalútur hef-
ur lokið upptökum á annarri hljóm-
skífu sinni, sem ber titilinn Aparnir í
Eden, en lokaupptökur fóru fram í
félagsheimilinu á Flúðum í síðustu
viku. Í fréttatilkynningu sem barst
frá sveitinni segir að á hljómskífunni
sé að finna yfir 20 sveitasöngva sem
flestir séu samdir undir sterkum
áhrifum frá svokölluðu sjávar-
útvegs- og strandköntríi (e. Hawaii-
an) þó nokkuð beri þar á hefðbundnu
innsveita- og hálendisköntríi eins og
á fyrri hljómskífu Baggalúts, Pabbi
þarf að vinna, sem kom út á síðasta
ári.
Mikill fjöldi listamanna lagði
sveitinni lið að þessu sinni, má þar
nefna söngvarana Kristján Krist-
jánsson (KK), Björgvin Halldórsson,
Valgeir Guðjónsson og Borg-
ardætur. Sem kunnugt er komst
hljómsveitin í samband við rúm-
enska panflautusnillinginn Zamfir,
en vegna tungumálaörðugleika varð
ekki af samstarfi að svo stöddu, þó af
tölvupósti frá talsmanni meistarans
megi skilja að hann kunni vel að
meta lagasmíðar og tónlistarstefnu
sveitarinnar. Nokkur hópur er-
lendra listamanna lagði þó sitt af
mörkum, má þar frægasta telja blás-
arana Jim Hoke og Neil Roseng-
arden, en sá síðarnefndi er einn fær-
asti dægurlagahornleikari veraldar.
Aparnir í Eden er væntanleg í
plötuverslanir í næsta mánuði.
Tónlist | Upptökum lokið hjá Baggalúti
Sjávarútvegs-
og strandköntrí
Ljósmynd/Guðmundur Freyr Vigfússon
Köntrísveitin Baggalútur í fullum
herklæðum.