Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 27.06.2006, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ CARS M/ENSKU TALI kl. 6 - 8:30 - 11 BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 6 - 7:15 - 8:30 KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 B.I. 14.ÁRA. MI : 3 kl. 9:30 - 11 B.I. 14.ÁRA. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK BÍLAR m/ísl. tali kl. 6 - 8 CARS M/ENSKU. TALI kl. 6 - 8 - 10 SLITHER kl. 10 B.I. 16.ÁRA. BÍLAR m/ísl. tali kl. 8 SHE'S THE MAN kl. 8 KEEPING MUM kl. 10:10 B.I. 12 ÁRA 16 BLOCKS kl. 10:15 B.I. 14 ÁRA FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is S.U.S. XFM NÝJASTA MEISTARA- VERKIÐ FRÁ PIXAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM. SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. eee S.V. MBL. eee L.I.B. Topp5.is eeee LIB, Topp5.is HVERNIG ÁTTU AÐ HALDA Í ÞANN SEM ÞÚ HEFUR ALDREI HITT. FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús milli kl. 17 og 19 í dag Skeiðarvogur 25 Sérhæð - m. bílskúr Falleg 162,7 fm sérhæð m. bílskúr á þessum vinsæla stað í Vogunum. Íbúðin er á 2 hæðum. Á neðri hæð er forstofa, snyrting, eldhús, búr, borð- stofa, stofa, svalir og símahol. Á efri hæð er baðherb. m. sturtu, þvottahús og 3 rúmgóð herbergi með skápum. Eikarparket á gólfum. Fallegur garður fylgir eigninni. Bílskúr er næst húsinu. Stutt í Vogaskóla, Menntaskólann v. Sund, Laugardalinn og alla þjónustu. Verð 33,4 millj. Bergþóra tekur vel á móti gestum í dag milli kl. 17og 19 Opið hús milli kl. 18 og 19 í dag Rauðagerði 14 Rúmgóð og laus strax Mjög rúmgóð 100,8 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Geymsla og þvottahús innan íbúðar. Eignin skiptist í flísalagða forstofu, þvottahús, geymslu m. hillum, fallegt flísalagt baðherb., rúmgott barna- herb. m. skápum, rúmgóða og bjarta stofu, eldhús m. borðkrók og hjóna- herb. m. gönguhurð út á sólpall. Íbúðin er í fallegu þríbýlishúsi. Frábær eign fyrir þá sem vilja vera sér! Verð 21,5 millj. Inga Dóra sölumaður tekur vel á móti gestum í dag milli kl. 18 og 19. REGGÍ-hljómsveitin Hjálmar sendi í gær frá sér nýtt lag í útvarpsspilun. Lagið heitir „Ólína og ég“ og er gam- alt Stuðmannalag. „Við vorum beðnir að vera með á safnplötu þar sem ýmsir hljómlistarmenn spila lög eftir Stuðmenn,“ segir Guðmundur Krist- inn Jónsson, gítarleikari Hjálma, sem jafnframt sér um öll upptökumál hljómsveitarinnar. „Við hlustuðum á nokkur Stuðmannalög í framhaldinu og tengdum best við þetta. Ég er ekki viss um að þeir hinir yngri muni eftir því en við í bandinu þekktum það vel og fannst það henta okkur. Það er svo skemmtilega afslappað. Svo fékk ég nokkra menn í Nashville til að bæta við brassi sem kemur bara vel út. Þetta er sumarlegt lag og skemmtilegt svo að við ákváðum að láta það frá okkur núna.“ Ný plata í vinnslu Aðspurður segir Guðmundur Kristinn að „Ólína og ég“ marki ekki upphafið að nýrri plötu þótt hann upplýsi að plata sé engu að síður í vinnslu. „Nýja platan verður ekkert í líkingu við stemninguna í þessu lagi. Við eigum nú þegar slatta af nýju efni en viljum vinna það aðeins nánar áð- ur en við förum að spila það mikið. Við erum að prófa nýjar aðferðir og því má búast við að hljómurinn á nýju plötunni verði ólíkur þeim sem var á þeim fyrri. Þetta verður kannski meira svona teknó-reggí. Við vinnslu síðustu tveggja platna höfum við einfaldlega mætt í hljóð- upptökuverið og tekið upp lag, kannski á tíu mínútum. Nú ætlum við að prófa hluti sem reyna aðeins meira á okkur og kalla á öðruvísi vinnuaðferðir. Við erum svolítið bún- ir með hinn pakkann. Ekki svo að skilja að við séum endilega að kveðja reggíið en við erum samt ekkert háð- ir þeim stíl. Það er ekkert sem segir að næsta plata verði reggí. Við gefum okkur að við megum spila annað þótt við séum búnir að vera svolítið fastir í því.“ Mikið framundan Hjálmar stefna á að vera iðnir við spilamennsku næstu vikurnar. „Það verður mikið að gerast um helgina. Við verðum með smáupphit- unartónleika í verslun 12 tóna á Skólavörðustíg á föstudaginn og um kvöldið verða svo tónleikar ásamt blúsbandi KK á NASA. Ég var sjálf- ur að taka upp plötuna hans KK og ég myndi tvímælalaust segja að þetta væri besta platan hans síðan „The Lucky One“. Frábær plata alveg.“ Hjálmar munu spila í Lindinni á Laugarvatni á laugardaginn og verða síðan á Flúðum daginn eftir. Ferðinni er svo heitið út fyrir landsteinana. „Við verðum með tónleika í Kaup- mannahöfn og Tallinn í Eistlandi. Við höfum á hvorugum staðnum spilað og ég hlakka mikið til. Á öllum þessum tónleikum munum við spila eitthvað af nýju efni í bland við það gamla.“ Tónlist | Hjálmar með nýtt lag í spilun og plötu í vinnslu Leita að nýjum hljómi Morgunblaðið/Árni Torfason Hjálmar spila í Danmörku og Eistlandi í næstu viku. BRESKA rokksveitin The Cribs, elektrópopp-rokkararnir í whoma- dewho frá Danmörku, hin bresk- íslenska The Fields, hin kanadíska Islands og Cold War Kids frá Kali- forníu hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves 2006 sem fram fer í mið- borg Reykjavíkur dagana 18. til 22. október. Auk þessara fimm erlendu hljóm- sveita bætast tíu íslenskir lista- menn við dagskrá hátíðarinnar, þar á meðal trúbadorinn Þórir eða My Summer as a Salvation Soldier eins og hann kallar sig á alþjóðavett- vangi, teknótröllið Thor, Dr. Mister og Mr. Handsome, Tilraunaeldhúss- foringinn Kira Kira, Biogen, Worm is Green og Johnny Sexual. Alls munu um 130 listamenn og hljóm- sveitir koma fram á hátíðinni – þar af yfir 100 innlendir. Umsóknarfrestur til 10. júlí Enn geta íslenskir listamenn og hljómsveitir sótt um að koma fram á Iceland Airwaves 2006, en tekið verður við umsóknum fram til 10. júlí. Til að sækja um þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icel- andairwaves.com sem finna má undir liðnum „Industry“, fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs, skipuleggjanda hátíðarinnar, ásamt fylgigögnum: a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Ekki verður tekið við umsóknum eftir 10. júlí. Framkvæmd Iceland Airwaves er í höndum Hr. Örlygs í samstarfi við Icelandair og Reykjavíkurborg. Erlendar viðbætur: The Cribs (UK), Whomadewho (DK), Islands (CAN), The Fields (UK/ICE) og Cold War Kids (US). Innlendar viðbætur: Biogen, Dr. Mister & Mr. Hand- some, The Foghorns, Idir, Jack Schidt, Johnny Sexual, Kira Kira, My Summer as a Salvation Soldier (Þórir), Thor og Worm is Green. Tónlist | Enn bætist við dagskrá Iceland Airwaves í ár 130 tónleikar á fimm dögum Hin breska The Cribs kemur til með að troða upp á Iceland Airwaves í ár. www.icelandairwaves.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.