Morgunblaðið - 27.06.2006, Side 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
UPPFÆRSLU Þjóðleikhúss-
ins á leikverki Henriks Ib-
sens, Pétri Gaut, hefur verið
boðið í Barbican Centre í
London í febrúar og mars á
næsta ári. Leikstjóri sýning-
arinnar er Baltasar Kormák-
ur en með titilhlutverkið fer
Björn Hlynur Haraldsson og
var uppfærslan frumsýnd í
Kassanum nú í vor. Hlaut hún
tólf tilnefningar og fimm
verðlaun á Grímunni fyrir
skemmstu og var meðal ann-
ars valin besta sýning ársins.
Tilboð Barbican má rekja til
þess að hinn virti leiklist-
argagnrýnandi Michael Bill-
ington sá sýninguna í Kass-
anum í vor, en hann var
staddur hér á landi í tengslum
við málþing um leikskáldið
Harold Pinter.
Billington áhrifavaldur
Billington er höfundur ævi-
sögu Pinters, en málþingið
var haldið í samvinnu Þjóð-
leikhússins og Listahátíðar í
Reykjavík, í tengslum við
frumsýningu á leikritinu
Fagnaði í vor. Hann nýtti
tækifærið meðan hann dvaldi
á Íslandi og brá sér í leikhús,
og sá meðal annars uppfærsl-
una á Pétri Gaut. Hann
hreifst mjög af sýningunni og
fór lofsamlegum orðum um
hana og íslenskt leikhúslíf í
pistli sem hann skrifaði í kjöl-
farið í breska dagblaðið The
Guardian.
Billington hafði ennfremur
samband við Louise Jeffreys,
leikhússtjóra í Barbican
Centre, og lagði til við hana
að hún kæmi til Íslands og
sæi uppfærslu Þjóðleikhúss-
ins á hinu fræga verki Ibsens.
Jeffreys sá síðan sýninguna
síðastliðinn laugardag, og
bauð Þjóðleikhúsinu eftir það
að sýna hana tíu sinnum á
fjölum Barbican Centre í
febrúar og mars á næsta ári.
„Þetta er enn ein staðfest-
ing á því að íslenskt leikhús er
fyllilega samkeppnishæft við
það besta sem er að gerast er-
lendis. Við hér heima höfum
vitað þetta lengi, en það er
gaman að þeir í háborg leik-
listarinnar, London, skuli
hafa uppgötvað það líka,“
sagði Tinna Gunnlaugsdóttir
Þjóðleikhússtjóri í samtali við
Morgunblaðið. „Við munum
svo sannarlega leita leiða til
að geta þegið þetta boð.“
Pétur Gautur á fjalirnar í Barbican Centre
Ljósmynd/Eggert Jónsson
Pétur Gautur var valin besta sýning ársins á Grímunni.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
ÞESSI stúlka hefur nokkuð óvenjulegt starf
með höndum, en hún er starfsmaður á siglinga-
námskeiði í Hafnarfjarðarhöfn. Á námskeiðinu
eru börn og unglingar sem eru að þjálfa sig í að
róa kajökum og litlum seglbátum. Þessi stúlka
er að fylgjast með krökkunum og hjálpar þeim
síðan að draga bátana að landi. Á meðan stúlk-
an bíður situr hún á stól úti í sjónum og fylgist
með.
Morgunblaðið/ÞÖK
Situr róleg í sjónum og fylgist með bátunum
FYRSTU vísbendingar um þróun á
vinnumarkaði eftir breytingarnar 1.
maí sl. benda til þess að flæði er-
lends vinnuafls hingað til lands sé
svipað og áður.
Í maímánuði var tilkynnt um 323
starfsmenn til Vinnumálastofnunar,
en eins og fram hefur komið var sú
breyting gerð 1. maí sl. að íbúar átta
nýrra aðildarríkja Evrópusam-
bandsins þurfa ekki lengur atvinnu-
leyfi til að vinna hér á landi heldur
nægir að vinnuveitendur þeirra til-
kynni ráðninguna til Vinnumála-
stofnunar.
Talið er að skráningum muni
fjölga nokkuð á næstu mánuðum en
nokkrar vikur tekur venjulega að
bíða eftir kennitölu, sem er forsenda
skráningar hér á landi, og kann það
að hafa leitt til þess að skráningar í
maí voru færri en ella, að mati Giss-
urar Péturssonar, forstjóra Vinnu-
málastofnunar.
Hann segir að áfram sé unnið eft-
ir þeirri stefnu sem tekin var upp í
september í fyrra, þ.e. að íbúum frá
ríkjum utan EES sé almennt synjað
um atvinnuleyfi. Aðeins ef um sér-
staka hæfni eða aðstæður sé að
ræða sé slíkum umsóknum hleypt í
gegn.
Í þessu felst t.d. að fólk frá Taí-
landi og Víetnam á almennt litla
möguleika á að fá atvinnuleyfi hér á
landi.
Alls hefur Vinnumálastofnun
synjað 573 umsóknum frá íbúum ut-
an EES frá því í september á síð-
asta ári og hefur nokkur hluti þess-
ara synjana verið kærður til
félagsmálaráðuneytisins.
Breyttar reglur hafa ekki
aukið flæði vinnuafls
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Erlendu verkafólki | 4
Morgunblaðið/Kristinn
Vinnumálastofnun hefur synjað 573
umsóknum frá íbúum utan EES.
ÞRJÁR 18 og 19 ára stúlkur,
Helga Jónína Markúsdóttir, Mel-
korka Sigríður Magnúsdóttir og
Vigdís Eva Guðmundsdóttir, báru
um helgina sigur úr býtum í al-
þjóðlegri danskeppni, Dans Grand
Prix Europe, sem árlega er haldin
á fjórum stöðum, í París, Prag,
Barcelona og Cesena á Ítalíu.
Stúlkurnar útskrifuðust úr List-
dansskóla Íslands nú í vor. Þær
unnu keppnina í Cesena í flokki
samtímadans.
„Í raun er þessi bikar mjög
táknrænn. Það er formlega búið
að loka skólanum en við fengum
að halda út í keppnina til að ljúka
hefðbundnu skólaári. Hvað gerist
síðan? Stelpurnar vinna keppnina
og koma því heim með gullbikar
sem á hvergi heima, bikar sem
þær unnu fyrir hönd skóla sem
ekki er lengur til. Þær hafa af
þessu tilefni ákveðið að gefa Þor-
gerði Katrínu Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra þennan
heimilislausa bikar sem hvatningu
til þess að hefja af alvöru upp-
byggingu listdansins á Íslandi,“
segir Karen María Jónsdóttir, list-
rænn stjórnandi hópsins. Hún hef-
ur kennt stúlkunum síðastliðin tvö
ár í skólanum.
Unnu alþjóðlega
danskeppni á Ítalíu
Þorgerði
Katrínu
gefinn gull-
bikarinn
Íslenskir dansarar | 36
ÞRÍR íslenskir ferðamenn, sem leitað
var í gærdag, fundust heilir á húfi um
sjöleytið í gærkvöldi. Þremenning-
arnir ætluðu að aka um Þórsmörk og
Landmannalaugar en jeppabifreið
þeirra bilaði á Heklubraut við Breiða-
skarð. Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli væsti ekki um ferðalangana þeg-
ar þeir fundust, enda höfðu þeir
haldið sig í bifreiðinni um nóttina.
Björgunaraðgerðir voru á byrjunar-
stigi þegar bifreiðin fannst, þar sem
lögreglan hafði upplýsingar um að
fólkið væri vel búið, auk þess sem sést
hafði til bifreiðarinnar á svipuðum
slóðum á sunnudaginn. Björgunar-
sveitir voru kallaðar út og lögðu þær
til þrjár bifreiðir, auk þess sem lög-
regla leitaði fólksins á einni. Ferða-
mennirnir voru á símasambandslausu
svæði þegar bifreið þeirra bilaði og
beinir lögreglan á Hvolsvelli þeim til-
mælum til ferðalanga að kynna sér
aðstæður áður en lagt er af stað í
ferðir um óbyggðir landsins.
Fundust
heilir á húfi
AÐFARANÓTT mánudagsins var
heitum potti stolið við sumarbústað
í Grímsnesinu. Að sögn lögreglu er
potturinn aðeins mánaðargamall
og nemur tjónið rúmum 600 þúsund
krónum. Mikla fyrirhöfn hefur
þurft til þess að nema pottinn á
brott þar sem hann var niðurnjörv-
aður og fullur af vatni.
Nokkrar skemmdir eru á bú-
staðnum eftir hamaganginn, auk
þess sem þjófarnir rifu niður girð-
ingu á landinu þegar þeir hurfu á
brott með ránsfenginn. Að sögn
lögreglu sást til ferða blárrar vöru-
bifreiðar um svipað leyti og atburð-
urinn átti sér stað og eru þeir sem
veitt geta upplýsingar um málið
beðnir að hafa samband við lög-
reglu á Selfossi í síma 480-1010.
Stálu heitum potti
í Grímsnesinu
♦♦♦