Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 B 11
Á MORGUN, föstudaginn 25.
ágúst, verður haldið málþing í Við-
skiptaháskólanum á Bifröst um
markaðslaun og launajafnrétti. Fjórir
sérfræðingar á sviði jafnréttismála
munu þar fjalla um viðfangsefnið út
frá mismunandi sjónarhornum. Mál-
þingið, sem verður á ensku, er haldið
á vegum Rannsóknaseturs vinnurétt-
ar og jafnréttismála við skólann.
Í tilkynningu frá Viðskiptaháskól-
anum á Bifröst segir að samkvæmt
jafnréttislögum beri að greiða konum
og körlum er starfa hjá sama atvinnu-
rekanda jöfn laun fyrir jafnverðmæt
og sambærileg störf. Hins vegar hafi
verið viðurkennt að málefnaleg sjón-
armið, svo sem markaðslaun geti rétt-
lætt launamismun. Setja megi ýmsar
spurningar við hugtakið markaðslaun
í þessu sambandi, svo sem af hverju
markaðurinn hafi áhrif á laun sumra
starfsmanna en ekki annarra. Hvað
felst í hugtakinu markaðslaun? Þarf
að skilgreina hugtakið betur og þá
með hvaða hætti? Þessar spurningar
eru meðal þeirra sem fjallað verður
um á málþinginu.
Sérfræðingarnir sem flytja munu
erindi á málþinginu eru: Margrét
María Sigurðardóttir, framkvæmda-
stjóri Jafnréttisstofu, Per Norberg,
frá háskólanum í Lundi, Ása Ólafs-
dóttir hæstaréttarlögmaður og Jenne
Säve-Söderbergh frá háskólanum í
Stokkhólmi.
Málþingið er öllum opið án endur-
gjalds. Það hefst kl. 14 og áætluð lok
eru kl. 16.
Þátttakendur eru beðnir að skrá
sig fyrir föstudag á netfangið bi-
frost@bifrost.is
Málþing um markaðslaun
og launajafnrétti á Bifröst
Fyrirhuguð útgáfa Dagsbrúnará fríblaðinu Nyhedsavisenhefur sett allt á annan end-
ann á dönskum blaðamarkaði. Við-
brögð keppinauta Dagsbrúnar þar
hafa vafalaust verið bæði meiri og
harðari en gert hafði verið ráð fyr-
ir. Það verður væntanlega nokkuð
grýttur vegur sem Dagsbrún þarf
að troða til að hasla sér völl þar.
Það er auðvitað víðar en hér þar
sem fjölmiðlar eru uppteknir af
sjálfum sér og segja má að umfjöll-
un um dagblaðastríðið og um Ny-
hedsavisen, Dagsbrún og um leið
Baug, hafi verið linnulaus á und-
anförnum vikum. Má raunar efast
um að nokkurn tíma áður hafi jafn-
mikið verið fjallað um Íslendinga og
íslensk fyrirtæki í Danmörku.
Þegar greint var frá þessum
áformum í vor voru flestir á því að
alls enginn fjárhagslegur grundvöll-
ur væri fyrir útgáfu frídagblaðs
sem borið væri heim til fólks. Nú
virðast viðhorfin hafa breyst og
flestir á þeirri skoðun að a.m.k eitt
blaðanna muni lifa stríðið af og
festa sig í sessi. Spurningin sé bara
hvert þeirra það verði, Nyhedsav-
isen, Dato eða 24timer. Vera kann
að þegar upp er staðið felist styrk-
ur í því fyrir Nyhedsavisen að leyfa
keppinautunum að fara fyrst af
stað, kannski meira af ákafa en yf-
irlegu; vitað er að stóru auglýs-
ingastofurnar eru ekki ánægðar
með samskipti og upplýsingar frá
Dato og 24timer, né heldur dreif-
ingu blaðanna.
Það kom frekar illa við kaunin á
Dönum á sínum tíma þegar Íslend-
ingar keyptu stórverslunina Magas-
in. Fleiri kaup fylgdu í kjölfarið og
nú virðist það ekki lengur vera at-
riði að það sé fyrirtæki frá gömlu
nýlendunni sem stendur á bak við
útgáfu Nyhedsavisen. Dönum er að
mestu hætt að koma það á óvart að
fyrirtæki frá hinu „litla Íslandi“
standi í stórræðum í dönsku við-
skiptalífi, m.ö.o. fordómarnir hafa
minnkað og það er jákvæð þróun.
Ljóst er þó, líklegast vegna mik-
illar umfjöllunar um íslensku bank-
ana og íslenskt efnahagslíf almennt,
að danskir fjölmiðlar túlka alla
hugsanlega óvissu um fjármögnun
og fjárhag íslenskra fyrirtækja á
versta veg eins og kom á daginn
þegar greint var frá stofnun sér-
staks sjóðs um rekstur Nyhedsav-
isen á sama tíma og hálfsárs-
uppgjör Dagsbrúnar var birt.
Þeirri óvissu var síðan að lokum
eytt með yfirlýsingum stjórnarfor-
manns Dagsbrúnar í dönskum fjöl-
miðlum. Það er varahugavert að
gefa slíkan höggstað á sér því það
er í reynd mjög útbreidd skoðun
meðal danskra fjölmiðlamanna að
íslensk fyrirtæki séu upp til hópa
afar skuldsett og tefli fjárhagslega
oft á tæpasta vað. „Er det ikke
bare lånte penge?“ er einatt við-
kvæðið þegar minnst er á uppkaup
og fjárfestingar Íslendinga í Dan-
mörku.
Allt á haus á dönsk-
um blaðamarkaði
INNHERJI SKRIFAR …
Innherji@mbl.is
’Danskir fjölmiðlar túlkaalla óvissu um fjármögnun
og fjárhag íslenskra fyr-
irtækja á versta veg. ‘
SAMSTARFSSAMNINGUR milli
Actavis og Vilnius, höfuðborgar
Litháen, um þátttöku Vilnius í for-
varnarverkefni evrópskra borga, var
undirritaður um síðustu helgi í höf-
uðstöðvum Actavis í Hafnarfirði. For-
seti Íslands og borgarstjórinn í
Reykjavík voru viðstaddir undirrit-
unina.
Það voru Svafa Grönfeldt, aðstoð-
arforstjóri Actavis, og Arturas Zuo-
kas, borgarstjóri Vilnius, sem undir-
rituðu samninginn sem er til fimm
ára.
Fram kemur í tilkynningu frá Ac-
tavis að forvarnarverkefnið „Youth in
Europe – A drug Prevention Pro-
gramme“ sé samstarfsverkefni evr-
ópskra borga. Markmið verkefnisins
sé að rannsaka fíkniefnaneyslu evr-
ópskra ungmenna, bera saman ólíkar
forvarnaraðgerðir og virkja stofnanir
og almenning til aðgerða gegn fíkni-
efnavá.
Verkefninu er stýrt frá Íslandi.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er verndari þess og
Reykjavíkurborg leiðir samstarfið, en
Actavis er aðalstyrktaraðili verkefn-
isins.
Haft er eftir Svöfu Grönfeldt í til-
kynningu Actavis að verkefnið falli
mjög vel að stefnu fyrirtækisins. „Við
leggjum áherslu á að taka þátt í sam-
félagslegum verkefnum eins og þessu
sem hafa það markmið að vinna gegn
fíkniefnaneyslu ungmenna. Okkur er
sérstök ánægja að styðja við slíkt
verkefni í Vilnius. Eystrasaltsríkin
eru mjög mikilvægur og vaxandi hluti
í starfsemi Actavis,“ segir Svafa.
Actavis mun styrkja rannsóknir og
forvarnaátak á vegum verkefnisins í
fimm borgum; Vilnius, Belgrad, So-
fíu, Istanbúl og St. Pétursborg og
leggur einnig fjármuni til rannsókna-
þáttarins á Íslandi, að því er fram
kemur í tilkynningunni.
Undirritunin Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, og Arturas Zuokas,
borgarstjóri Vilnius, undirrituðu samninginn milli fyrirtækisins og borg-
arinnar að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og borg-
arstjóranum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, og fleirum.
Actavis styrkir
forvarnarverkefni
í Litháen Dags.: Tími:
Grunnatriði verkefnastjórnunar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 . sept . kl . 13 .00 – 17 .00
Áætlanagerð í verkefnum I . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 . og 13 . sept . kl . 13 .00 – 17 .00
Verkefnastjórnunarumhverfið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 . og 27 . sept . kl . 08 .00 – 12 .00
Verkfærakistan I – Að greina aðalatriði frá aukaatriðum . . . . 10 . okt . kl . 13 .00 – 17 .00
Áætlanagerð í verkefnum II – Verkframvinda . . . . . . . . . . 24 . og 25 . okt . kl . 13 .00 – 17 .00
Verkfærakistan II – Ákvarðanir og árangur í verkefnum . . . . 7 . nóv . kl . 13 .00 – 17 .00
Breytingastjórnun í verkefnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 . nóv . kl . 13 .00 – 17 .00
Mind Manager . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 . nóv . kl . 13 .00 – 19 .00
Áhætta í verkefnum og besta ákvörðun við óvissar aðstæður 12 . og 13 . des . kl . 13 .00 – 17 .00
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Helga Hamar
Verkefnastjóri
Sími: 599 6404
gudrunhelga@ru.is
Ofanleiti 2, 3. hæð
103 Reykjavík
Sími: 599 6200
Fax: 599 6201
www.stjornendaskoli.is
VERKEFNASTJÓRAAKADEMÍA
STJÓRNENDASKÓLA HR
Námslína sem hentar öllum
þeim sem þurfa að stjórna
eða taka þátt í verkefnum þar
sem stefnt er að mælanlegum
og áþreifanlegum árangri.
VerkefnAstjórnun
fyrIr AtVInnulífIð
Leiðbeinendur:
Elín Þ. Þorsteinsdóttir,
Sigurjón Hákonarson,
Þórður Víkingur Friðgeirsson.
NÁmsLíNa
skráning er hafin – Hægt er að skrá sig í einstaka hluta námslínu á vef stjórnendaskólans.
Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornendaskoli.is
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6