Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 24. ágúst 2006 LAUGAVEGI 15 • SÍMI 511 1900 www.michelsen.biz VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS mbl.is  RÚSSLAND | 8  SVIPMYND | 12 FJÁR- FESTINGAR LANGAR Í GOLF ÞETTA HELST… ÍSLENSKIR stjórnendur hafa áhyggjur af vinnunni þegar þeir eru í fríi. Einn af hverjum fjórum stjórnendum getur aldrei slitið sig frá vinnunni þó að hann sé í fríi. Nær sjö af hverjum tíu viðurkenna að þeir hafi oft eða stundum áhyggj- ur vegna vinnunnar þegar þeir eru í fríi. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem VR gerði meðal nær þrettán hundruð stjórnenda á ís- lenskum vinnumarkaði á tíma- bilinu frá maí til júní á þessu ári. Fjórðungur svarenda í könn- uninni segist alltaf sinna vinnu- tengdum verkefnum þegar hann er í fríi, s.s. að svara símtölum og tölvupósti, og rúmlega þriðjungur til viðbótar segist oft sinna vinnunni í fríinu. Þetta eru karl- arnir frekar en konurnar, 27% þeirra segjast alltaf sinna ein- hverjum vinnutengdum verkefnum þegar þeir eru í fríi en 17% kvenna. Ekki er hins vegar munur á kynjunum þegar spurt er hvort áhyggjur vegna vinnu sæki að fólki þegar það er í fríi, um 70% af hvoru kyni segja að það gerist oft eða stundum en um þriðjungur að það gerist sjaldan eða aldrei. Úrtakið í könnuninni var 2.750 manns; stjórnendur á almennum vinnumarkaði og í ríkisstofnunum og -fyrirtækjum. Svarhlutfall var 46%. Invis ehf. hafði umsjón með framkvæmd könnunarinnar, en markmiðið var að kanna hversu eftirsóknarvert það sé að vera stjórnandi á Íslandi. Stjórnendur með áhyggjurnar í fríið PÁLL GUNNAR Pálsson, forstjóri Samkeppn- iseftirlitsins, telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskipta- vina íslensku bankanna. „Lítill hreyfanleiki við- skiptavina á milli banka dregur úr virkni sam- keppinnar og því er nauðsynlegt að ryðja úr vegi öllum samkeppnishindrunum á þessum markaði,“ segir Páll Á fréttamannafundi í gær kynnti Páll Gunnar skýrslu samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndunum um norrænu viðskiptabankamarkaðina. Segir Páll að tilefni skýrslunnar hafi verið sameiginlegar áhyggjur norrænu samkeppniseftirlitanna af litlum hreyfanleika viðskiptavina bankanna og að- gangshindrunum á bankamörkuðum landanna. Þá sé mikil samþjöppun á markaðinum og fáir nýir aðilar hafi komið inn. „Áherslur Samkeppniseftirlitsins í framhaldi þessarar skýrslu eru þær að traust efnahagsleg staða íslensku bankanna og góðar afkomutölur í greininni bendi til þess að svigrúm sé til að auka samkeppni, sem gæti leitt til betri þjónustu á lægra verði fyrir neytendur,“ segir Páll. Sameiginlegt eignarhald „Samþjöppunin er mikil og það þarf að leita leiða til að draga úr aðgangshindrunum,“ segir Páll og bendir á þrjú atriði til þess að ná þessu markmiði. „Í fyrsta lagi er sameiginlegt eignarhald bank- anna á greiðslukerfum ákveðið áhyggjuefni.Viss hætta er á að þeir sem fyrir eru á markaðinum hindri aðgang nýrra aðila að kerfunum í krafti eignarhalds síns. Hægt er að bregðast við þessari hættu með skýrum reglum sem kveða á um rétt- látan aðgang nýrra aðila á greiðslukerfunum. Í öðru lagi þarf að draga úr sameiginlegu eign- arhaldi bankanna og sparisjóða á báðum greiðslu- kortafyrirtækjunum. Að okkar mati er óheppilegt að bankarnir sitji báðum megin við borðið sem við- skiptavinir og eigendur að fyrirtækjunum sem hafa markaðsráðandi stöðu,“ segir Páll og bætir við að á þessu ári hafi orðið jákvæðar breytingar á eignarhaldi greiðslukortafyrirtækjanna. Afnema þarf letjandi gjöld Í þriðja lagi nefnir Páll aðgerðir sem hægt sé að beita til að stuðla að auknum hreyfanleika við- skiptavina bankanna. „Það þarf að huga að afnámi stimpilgjalda því þau letja neytendur til að skipta um banka. Það þarf að fella niður uppgreiðslugjald af lánum sem sömuleiðis draga úr því að neytendur leiti annað með viðskipti sín. Þá þarf að gæta varúðar við samtvinnun í þjón- ustu bankanna. Þegar verið er að bjóða neytend- um pakka á ákveðnum kjörum þar sem ólíkir þjón- ustuþættir eru bundnir saman, hefur það þau áhrif að erfitt getur reynst fyrir neytendur að leysa pakkann upp og leita betri kjara annars staðar,“ segir Páll. Páll segir ennfremur að Samkeppniseftirlitið muni nýta sér skýrslu norrænu samkeppnisyfir- valdanna til að efla umræðuna um samkeppni á þessum markaði og móta aðgerðir stofnunarinnar til framtíðar. „Við hyggjumst beita okkur frekar á þessum markaði en hann er einn af áhersluatriðunum í okkar starfsemi,“ segir Páll Gunnar að endingu. Nauðsynlegt að auka hreyfan- leika viðskiptavina bankanna Morgunblaðið/Jim Smart Samkeppni og aðgangur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að ryðja þurfi úr vegi samkeppnishindrunum til að efla hreyfanleika viðskiptavina bankanna.  Samkeppniseftirlitið leggur til afnám stimpilgjalds og uppgreiðslugjalds Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.