Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 7
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 27. ÁGÚST 2006 7
Þegar við ákváðum að stíga inn á fjármálamarkaðinn voru fimm bankar á landinu
og Landsbankinn í hröðu hrörnunarferli í faðmi ríkisins. Við hefðum þurft eitt til
tvö ár til að standa jafnfætis hinum bönkunum. En í staðinn var okkar þekking
notuð til að selja Búnaðarbankann og við þurftum við að glíma við stærri og öfl-
ugri keppinaut.“
Frumkvæðið skilaði milljarði hálfslítra dósa á ári
Frumkvæði er mikilvægt í viðskiptum og segir Björgólfur Thor að Bravo sé lík-
lega besta dæmið um það. „Bjór var framleiddur í hundruðum bruggverksmiðja,
sem reistar höfðu verið á sama tíma í Rússlandi og voru komnar til ára sinna.
Sama ferli var notað í mjólkur- og bjórframleiðslu, einingar voru litlar og ending-
artími vörunnar aðeins fimm til sex dagar.
En ný tækni var að ryðja sér til rúms og við urðum varir við að stærri verk-
smiðjur voru að rísa í mjólkurgeiranum, þar sem gæðakröfur voru meiri og farið
var að gerilsneyða mjólkina. Við áttuðum okkur á því að sama þróun yrði í bjórn-
um og urðum varir við að finnsk, sænsk, suður-afrísk og hollensk fyrirtæki voru að
þreifa fyrir sér.
Markaðurinn átti eftir að vaxa um 25% á ári næstu fjögur árin og þessi mikli
vöxtur þýddi að við gátum komið inn án þess að ganga á hlut annarra. Við
ákváðum að vera stórhuga og reisa nógu stóra verksmiðju til að ná 5% markaðs-
hlutdeild. Þegar það tókst vorum við komnir í lykilstöðu. Þeir sem vildu halda öðr-
um úti af markaðnum urðu að kaupa okkur út og þeir sem ekki voru komnir inn á
markaðinn urðu að kaupa okkur út til þess að missa ekki af lestinni. Úr varð að
Heineken og tveir stærstu bjórframleiðendur í Rússlandi kepptust um að ná
kaupunum.“
Björgólfur Thor segir Heineken vissulega hafa keypt Bravo dýru verði, en bor-
ið úr býtum tandurhreint fyrirtæki, fullkomna verksmiðju, gott stjórnendateymi
og 5% markaðshlutdeild. „Á síðustu þremur árum hefur Heineken keypt tíu minni
bruggverksmiðjur og hlutdeildin hefur aukist úr 5% í 16%. Það hefur kostað í
heild 1,2 milljarða dollara, þannig að hinar verksmiðjurnar hafa verið ódýrari, en
Heineken hefði ekki getað keypt þær án þess að hafa grunn til að byggja á í Rúss-
landi.“
Björgólfur Thor játar að stundum hafi reksturinn staðið tæpt á þessum árum.
„Ég átti margar svefnlausar nætur í Rússlandi – ótal andvökunætur. Enda byggð-
um við 55 þúsund fermetra verksmiðju á mettíma með tugþúsundum tannhjóla
sem öll urðu að smella saman. Afkastagetan var milljarður hálfslítra dósa á ári.
Það sýnir vel umfangið að verksmiðjan reis á 14 hektara lóð og við þurftum eigið
lestarspor og lestir til að flytja vöruna inn og út. Svo þurfti að hitta á rétt vöru-
merki, byggja upp dreifingu, framleiða gæðavöru, ljúka fjármögnun og fá leyfi til
framleiðslu.“
Björgólfur Thor segir það afrek að reisa sjöttu stærstu bruggverksmiðju í Evr-
ópu á 18 mánuðum, en að gera það í Rússlandi sé nokkuð sem hann myndi ekki
treysta sér til að gera aftur. „Maður gerir eitthvað svona klikkað aðeins einu sinni
á lífsleiðinni.“
Dagurinn sem rúblan féll
Það er ekki orðum aukið að óvissuástand ríkti í Rússlandi eins og kom á daginn
sumarið 1998. „Við vorum í viðræðum um að fá nýtt hlutafé inn í fyrirtækið og
gekk ágætlega, en máttum engan tíma missa,“ segir Björgólfur Thor. „Við höfð-
um sett alla okkar fjármuni í að kaupa lóðina og hefja framkvæmdir – koma jarð-
ýtum af stað og fá steypuhrærivélar til að snúast. Þetta var gríðarleg framkvæmd
og aðeins 25% af fjármununum til staðar. En við vildum nýta peninginn strax til að
sýna fjárfestum fram á að þetta væri annað og meira en viðskiptaáætlun – við
værum komnir af stað.
Þegar við vorum spurðir hvort við værum með dreifingu í Moskvu fórum við að
selja út í reikning þar, sem við gerðum annars aldrei, og vorum brátt komnir með
3 þúsund búðir í viðskipti. Svo gerist það að við skrifum undir samning um fjár-
mögnun á laugardegi og á mánudegi segir forsætisráðherrann á þinginu að ríkið
geti ekki greitt afborganir af erlendum lánum. Rúblan hrundi og á einni viku varð
hún aðeins fjórðungur af því sem hún var áður.“
Og ástandið var svart. „Búðirnar í Moskvu skulduðu okkur í rúblum, en við
skulduðum birgjum og allar framkvæmdir í dollurum. Við stóðum frammi fyrir
þeirri ákvörðun hvort við ættum að hækka vöruverðið um 300% á einni nóttu og
um það voru skiptar skoðanir. Við hættum að svara í síma, hættum að selja og
ákváðum gera ekkert í nokkra daga. Allt viðskiptalífið fraus og fjárfestar hringdu
frá London og sögðu þetta „force majeure“ eða óviðráðanlegt atvik sem ylli því að
samningar um fjármögnun gætu fallið niður.“
Börgólfur Thor flaug til viðræðna í London á sama tíma og talað var um hrun
rússneska hagkerfisins í öllum fréttatímum, krísuna í Kóreu og áfallið vestanhafs
þegar 98 fjárfestingarbankar urðu að slá saman í púkk til þess að bjarga fyrirtæk-
inu Long Term Capital Management, því annars hefði fjármagnsmarkaðurinn
hrunið.
„Þetta voru erfiðir tímar og ég þurfti að sannfæra fjárfestana í London um að
ekkert hefði breyst í Rússlandi,“ segir Björgólfur Thor. „Ég benti þeim á að Lö-
wenbräu hefði verið starfandi síðan árið 1376. Í bókum fyrirtækisins mætti finna
hvenær farið var að innheimta skatta. Það hefði lifað ótal heimsstyrjaldir, plágur
og heimskreppur. Önnur bruggfyrirtæki væru venjulega 300 til 400 ára gömul og
hvort sem ástandið í heiminum væri gott eða slæmt, þá gætum við glaðst með bjór
eða drekkt sorgum okkar. Meginsölupunkturinn var sá að bjór væri ónæmur fyrir
kreppum. Ég náði að selja þeim að halda sínu striki með fjárfestingar sínar og tel
það ákveðið afrek.“
Færa má rök fyrir því að það sama gildi um lyfja-, síma- og fjármálamarkaðinn,
– að árferði í efnahagslífinu hafi lítil áhrif á rekstur þeirra fyrirtækja. Þetta eru
orðnar nauðsynjavörur sem fólk skilur varla við sig. Sagan segir að Björgólfur
Thor hafi verið spurður af dönskum blaðamanni af hverju hann fjárfesti í þessum
ólíku greinum. Hann svaraði með því að draga upp úr vösum sínum og leggja á
borðið veski, síma og hausverkjatöflur.
Urðum að vera þrisvar sinnum bjartsýnni
Björgólfur Thor segist hafa lagt allt undir í samningum við fjárfesta. „Við gerð-
um breytanlegt skuldabréf, sem var trygging fyrir fjárfestana, þannig að við hefð-
um endað uppi slyppir og snauðir ef illa hefði farið, en að sama skapi var ágóða-
vonin mikil ef rættist úr rekstrinum. Við urðum líka að vera þrisvar sinnum
bjartsýnni en aðrir til að hrinda þessu í framkvæmd. Í fyrsta lagi urðum við að
sigrast á eigin efasemdum og svo urðum við að vera tvisvar sinnum bjartsýnni en
það til að ná Rússum á sveif með okkur, en þeir voru fullir svartsýni eftir fjötra og
vonleysi 70 ára Sovétstjórnar. Það tókst, við fengum fjármögnun upp á 25 millj-
ónir dollara og ameríski sjóðurinn sem stóð á bakvið okkur reyndist okkur vel.“
En Björgólfur Thor segir að það hafi komið til greina hjá sér að selja ekki.
„Fjárfestarnir vildu selja en ég var á báðum áttum. Mér fannst mikið eftir inni í
fyrirtækinu, en að sama skapi var ég meðvitaður um að þetta var tíunda árið mitt í
Rússlandi og að ég var að lokast þar inni. Ég vildi meira frelsi. Actavis gekk vel og
þar voru tækifæri sem ég vildi einbeita mér að. Þetta var spurning um hvort ég
ætlaði að vera áfram í bílstjórasætinu eða færa mig einni skör ofar og helga mig
fjárfestahlutverkinu.
Bankamaður hjá Merryl Lynch, sem stóð sig afar vel í söluferlinu, lét árita
minjagrip sem hann gaf mér: „Öllum veigamiklum söluferl-
um lýkur þannig að þú þolir ekki ráðgjafann, þolir ekki
kaupandann og þolir ekki sjálfan þig fyrir að hafa gert
samninginn.“ Þannig leið mér þegar ég seldi. Eftir á að
hyggja var það góð ákvörðun. Og bankamaðurinn vinnur
með mér í dag og heitir Constantine [Gonticas].“
Ríkisbankarnir voru úti að aka
Björgólfur Thor vill helst að kraftar sínir fari í að ráða í
þróunina á næstu árum og nýta það í fjárfestingum Nova-
tors. „Mikið var um fjölskyldufyrirtæki í lyfjageiranum og við töldum víst að það
ætti eftir að breytast, þannig að mikið af samrunum og yfirtökum væri fram-
undan. Ég vildi að Actavis yrði gerandi í þeirri þróun. Á sama tíma sáum við að ís-
lensk fyrirtæki horfðu erlendis og höfðu komið sér upp faglegri fjárfesting-
arstefnu, en að ríkisbankarnir voru úti að aka. Þar var gjá sem átti eftir að brúa og
við ákváðum því að stíga inn og breyta ríkisbönkunum.“
Hvað símafyrirtækin varðar horfði Björgólfur Thor til þess að nýting á farsím-
um var komin í 100% á Vesturlöndum og 250% á Íslandi, en var aðeins 60% í Tékk-
landi og 40% í Búlgaríu. „Á Vesturlöndum vill fólk hafa síma í bílnum, á krakk-
anum til að vita hvar hann er og hjá ömmu ef eitthvað kemur fyrir. Við yfirfærðum
þetta á Austur-Evrópu og sú breyting virðist vera að ganga eftir.“
Björgólfur Thor segir að bankar á þessum mörkuðum hafi ekki enn náð að upp-
fylla kröfur markaðarins um nýja og betri þjónustu, s.s. húsnæðislán, kreditkort
og bílalán. „Þar er mikil uppsveifla fyrirsjáanleg og við keyptum banka í Búlgaríu
til að eignast hlutdeild í þeim vexti og höfum áhuga á frekari fjármálastarfsemi í
Austur-Evrópu.“
Fjárfestingar Björgólfs Thors á fasteignamarkaðnum í Búlgaríu og víðar í
Austur-Evrópu eru angi af sama meiði. „Sá markaður hefur verið óaðgengilegur
vegna mikils lánakostnaðar. Það hefur vantað fleiri og hagstæðari lán, en um leið
og þau bjóðast má gera ráð fyrir hærra verði og aukinni eftirspurn. Þannig mæt-
um við þróuninni frá báðum hliðum.“
Virkur kjölfestufjárfestir sem vill hafa áhrif og bera ábyrgð
Það heyrir til undantekninga ef Björgólfur Thor er ekki kjölfestufjárfestir í
þeim fyrirtækjum sem hann á hlut í. Hann segist vilja hafa áhrif og bera ábyrgð,
þó að óskastaðan sé sú að hann þurfi ekki að koma nálægt rekstrinum.
„Landsbankinn er dæmi um fyrirtæki þar sem við eigum rúm 40% og erum með
leyfi fyrir 45%. Við vildum ekki eiga minni hlut og lentum í miklu stappi í einka-
væðingarferlinu við að ná því fram. Ég hafði engan áhuga á að lenda í sama bulli
og var alltaf í gangi í Íslandsbanka, þar sem fjölmiðlar veltu sér upp úr því ef eitt
prósent í bankanum skipti um eigendur og talað var um valdabaráttu eins og það
væri lýsing á kappleik. Ég vildi kjölfestu í stað valdabaráttu.“
Björgólfur Thor segir að fyrirtækjapólitík sé orðin fyrirferðarmikil í fjölmiðlum
og átök hluthafa varpi óheppilegu ljósi á fyrirtækin. „Með því að fara fram á kjöl-
festuhlut vorum við að kalla eftir ábyrgð. En vandi fylgir vegsemd hverri. Ég sé
ekki betur en að með einkar góðum og öruggum rekstri bankans höfum við staðið
undir þeirri ábyrgð. Rétt er að benda á að í nýlegri umsögn greiningardeildar al-
þjóðlega bankans Morgan Stanley er það talið Landsbankanum mjög til fram-
dráttar að hafa okkur eins sterka inni í bankanum og raun ber vitni. Mér finnst
það segja allt sem segja þarf og undirstrika að við höfðum rétt fyrir okkur.“
’Við hættum að svara ísíma, hættum að selja
og ákváðum að gera
ekkert í nokkra daga. ‘
Geir H. Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og eigendur Samsonar ehf. undirrita
samning um kaup Samsonar á tæplega helmingshlut í Landsbankanum.
Björgólfur Thor, þáverandi ræðismaður Íslands í Rússlandi, heilsar Vladimír Pútín Rússlandsforseta í
Kreml í heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2002 og Kristín Ólafs fylgist brosandi með.