Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 B 11 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., útlánasvið, óskar eftir að ráða ráðgjafa í 100% starf. Starfið felst meðal annars í móttöku og samskiptum við viðskiptavini, almennri afgreiðslu, þ.á m. á lánsumsóknum, vinna greiðslumat, ráðgjöf við endurfjármögnun og skjalagerð. Helstu útlánaflokkar eru íbúðalán, fasteignalán, nýbyggingarlán og bílalán. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með menntun á sviði viðskipta, t.d. viðskiptafræðingi eða viðskiptalögfræðingi. Reynsla af bankastörfum æskileg en ekki skilyrði. Nákvæm og öguð vinnubrögð, samskiptafærni, frumkvæði og sjálfstæði eru nauðsynlegir kostir. Um er að ræða fjölbreytt starf á góðum reyklausum vinnustað. Nánari upplýsingar veita Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður útlánasviðs og Guðlaug Valdemarsdóttir, deildarstjóri, í síma 540 5000, milli kl. 15–16. Áhugasamir sendi umsókn ásamt mynd til bankans merkta RÁÐGJAFI, eða á eirikur@frjalsi.is fyrir 5. október nk. Frjálsi fjárfestingarbankinn Lágmúla 6 108 Reykjavík Sími 540 5000 Fax 540 5001 www.frjalsi.is Ráðgjafi á útlánasviði F í t o n / S Í A F I 0 1 8 7 1 7 Skólaskrifstofa Austurlands Sálfræðingur Laus er staða sálfræðings við Skólaskrifstofu Austurlands. Þjónusta Skólaskrifstofunnar er aðallega á sviði grunn- og leikskóla á Austurlandi en einnig er samstarf við félagsþjónustu o.fl. aðila. Við sérfræðiþjónustu skrifstofunnar starfa nú tveir sálfræðingar í fullu starfi auk annarra sérfræðinga. Starfsbyrjun er í nóvember 2006 eða skv. sam- komulagi. Laun eru skv. kjarasamningi LN og SSÍ. Umsóknarfrestur er til 9. október nk. Umsókn sendist til Skólaskrifstofu Austurlands, Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands, Sigurbjörn Marinósson, í símum 474 1211 og 893 2330. Forstöðumaður. Rafvirkjar Gaflarar ehf. rafverktakar óska eftir að ráða vanan rafvirkja til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 565 1993 og 896 8345 eða með tölvupósti gaflarar@gaflarar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.