Morgunblaðið - 01.10.2006, Side 55

Morgunblaðið - 01.10.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 55 MINNINGAR Engin orð fá lýst sorginni við að heyra lát Laufeyjar frænku minnar. Hún lést af slysför- um í blóma lífsins, frá eiginmanni og ✝ Laufey HerdísGuðjónsdóttir fæddist á sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 13. nóv- ember 1976. Hún lést á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi aðfaranótt 29. ágúst síðastlið- ins og var jarð- sungin frá Egils- staðakirkju 5. september. ungum börnum. Ung kona með glæsilegan námsferil að baki og nærri lokið kennara- prófi. Laufey hafði af- burða námsgáfur, sem fáum er gefið, og alltaf með glæsilegan árang- ur í námi. Mannkostir Lauf- eyjar voru á fleiri svið- um en námsgáfum. Hún var hvers manns hugljúfi og vinsæl af börnum og unglingum, sem hún kenndi. Hafði næmt auga fyrir þeim sem minna máttu sín, var alltaf boðin og búin þeim til hjálpar og þroska. Laufey kom eitt sinn að máli við mig og langaði til að heyra hvernig mér þætti guðfræðinámið. Það var gaman að tala við frænku mína um námið hennar og guðfræðina. Hún hafði svo mikla yfirsýn og hug- myndaflug um, hvernig hún ætlaði að nýta námið í starfi. Vildi tengja kennarastarfið meira inn á svið kær- leika, „til að gera samskiptin mennskari“ eins og hún orðaði það. Það er mikill missir í samfélaginu, að börn og unglingar skyldu ekki fá að njóta leiðsagnar hennar lengur. Mestur er missir litlu barnanna hennar, eiginmanns, foreldra og tengdaforeldra. Megi eftirfarandi vers vera okkur öllum huggun, um okkar hjartkæru Laufeyju: Og hvort sem vor braut er brött eða greið, vér biðjum þig heitt að vísa oss leið. Sjá, veginn til lífsins! Hann förum vér fyrst, er fylgdina þiggjum í trúnni á Krist. (Pétur Sigurgeirsson) Sigríður Laufey Einarsdóttir. Laufey Herdís Guðjónsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR sjúkraliði, Rofabæ 45, Reykjavík, sem andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 21. september, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 3. október kl. 13.00. Elsa Þ. Axelsdóttir, Pálmi Ólason, Björk Axelsdóttir, Jón S. Pálsson, Þyri Axelsdóttir, Ásgeir Guðnason, Davíð Axelsson, Selma K. Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Granaskjóli 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 2. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkin- son-samtökin. Guðmundur Pétursson, Þórunn Kristjánsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Einar Gylfi Jónsson, Sigurður Pétursson, Hansína Hrönn Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur vinur okkar og frændi, KRISTINN BREIÐFJÖRÐ (Dinni) frá Flatey á Breiðafirði, Blesugróf 29, lést þriðjudaginn 26. september. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Heimilisfólkið Blesugróf 29 og aðstandendur. Bróðir okkar og faðir, JÓNAS G. KRISTINSSON, til heimilis á Corso Compano 51 -F, Venafro IS, Ítalíu, lést fimmtudaginn 17. ágúst. Útför hans fór fram laugardaginn 19. ágúst í Venafro. Birgir Sigurður Kristinsson, Guðlaugur Gretar Kristinsson, Jónas Filip Kristinsson, Sturla Jef Kristinsson. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, HJÁLMAR H. SMÁRI GUÐMUNDSSON, Engihjalla 11, Kópavogi, sem lést mánudaginn 25. september, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 4. október kl. 13.00. Guðmundur Jónsson, Halla Hansdóttir, Ástþór Guðmundsson, Valgerður Jónsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Brynjólfur Erlingsson, Þröstur Guðmundsson, Unnur Heimisdóttir og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu ættingja og vina sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför okkar ástkæru ÖNNU HAFSTEINSDÓTTUR, Brekkuskógum 1, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeild- ar LSH í Kópavogi og starfsfólki Karitasar fyrir kærleiksríka umönnun. Ársæll Karl Gunnarsson, Gunnar Karl Ársælsson, Sigurlaug Sverrisdóttir, Sólrún Ársælsdóttir, Ingólfur V. Ævarsson, Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Rakel Ársælsdóttir, Rúnar Snæland Jósepsson, Ingibjörg B. Þorláksdóttir, Hafsteinn Sigurþórsson, Sigurþór Hafsteinsson, Laufey Hafsteinsdóttir, Bjarni Hauksson og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SÓLRÚNAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunar- heimilisins Sóltúns. Gísli Ferdinandsson, Guðríður Valva Gísladóttir, Kolbeinn Gíslason, Ólafur Haukur Gíslason, Magnea Auður Gísladóttir, Þorbjörn Reynir Gíslason, Gísli Gíslason, Matthías Rúnar Gíslason, tengdabörn og barnabörn. Frændi minn, ÓLAFUR EYJÓLFSSON, Bólstaðarhlíð 9, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. september sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. október kl. 15.00. Sigríður Alexanders. Elsku afi, Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Þegar mér var sagt að nú væru endalokin nærri kom ég og kvaddi þig í hinsta sinn. Mér þótti skrýtið að hugsa til þess að þetta væri hinsta kveðjan þar sem þú varst svo vel vak- andi fyrir umhverfinu og þvi sem var að gerast í kringum þig á kveðju- stundinni okkar. Þegar ég kom og kvaddi þá var amma komin með sálmabókina sína og sat hjá þér og söng fyrir þig sálmana sína og þannig kvaddir þú, með ömmu þér við hlið og ég efast aldrei um að sálmasöngurinn hennar hefur ómað í hjarta þér og ómar þar enn. Afi minn, það er margs að minnast hjá okkur og geymum við þær minningar fyrir okkur. Minning- ar um látna ástvini eru fjársjóðurinn okkar sem við yljum okkur við þegar sorgin og söknuðurinn sækir að okk- ur. Þá er ljúft að hugsa til baka með bros á vör og þakka fyrir stundirnar sem við áttum saman. Brostu til syrgjandans sollna, er sýtir og harmar um nótt, hann brosir aftur og sorgirnar sefast og sálin fær nýjan þrótt. (Magnús frá Skógi á Rauðasandi) Elsku amma, það er ekki auðvelt að kveðja þann sem hefur fetað lífs- brautina með þér í yfir hálfa öld en þú sýndir ótrúlegt æðruleysi og veitt- ir okkur ómetanlegan styrk þegar kallið hans afa var komið. Ef við hugsum til orða prestsins sem sagði við okkur í lok bænastundarinnar að nú skyldum við ganga út í lífið og horfa fram á veginn þá voru þessi orð mjög í anda afa. Hann vildi nú ekki að verið væri að hafa mikið fyrir sér og það var nú bara fyrir þrjóskuna í mér sem ég fékk að koma með bíómynd- irnar og hamborgarana til hans. Þrátt fyrir sorgina og söknuðinn, þá Kristján Jóhannsson ✝ Kristján Jó-hannsson fædd- ist í Reykjavík 25. ágúst 1932. Hann andaðist á blóð- lækningadeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 10. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 15. september. skulum við í minningu afa ganga til móts við framtíðina og taka því sem að höndum ber með höfuðið hátt og bros á vör. Brostu til alls og allra í árvakri mannúðargjörð, og brosið mun birtast þér aftur í brosi – frá himni – og jörð. (Magnús frá Skógi á Rauðasandi) Guð vaki yfir ykkur. Guðrún Berta. Elsku afi, Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. (Sigurbjörn Einarsson.) Nú komið er að kveðjustund hjá okkur. Ég var ekki há í loftinu þegar ég spurði hana ömmu hvort hann afi minn væri ekki líka pabbi minn og amma sagði jú jú, Gréta mín hann afi þinn er líka pabbi þinn. Þetta var nú húmor að þínu skapi. Okkur var al- veg sama þó svo misskilningur gæti skapast af þessum orðum. Annað sem lýsir húmornum þínum er að þegar mamma kom með mig heim af spítalanum þá varstu nýbúinn að kaupa þér vinnuskó sem komu í þess- um fína skókassa. Þar sem ég var óttaleg písl þá bjóstu um mig í skó- kassanum og það fór nú bara mjög vel um mig þó svo ömmu og mömmu þótti þetta nú ekki besti staðurinn fyrir nýfætt ungabarn. Þetta var ekki það síðasta sem við brölluðum saman og nægir rétt að nefna tímann sem við unnum saman og þegar ég keypti fyrsta bílinn minn af þér. Afi minn, við höfum alltaf átt sérstakan stað í hjarta hvors annars og þar geymi ég vel allar minningarnar okk- ar. Ömmu skal ég gæta fyrir þig en ég veit að þú vakir vel yfir henni og okkur öllum. Amma mín, Guð gefi þér styrk til að halda áfram án afa. Margrét.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.