Morgunblaðið - 20.11.2006, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2006 F 3
Jón Guðmundsson
sölustjóri
Hof fasteignasala
Síðumúla 24
Sími 564 6464
Fax 564 6466
Guðmundur Björn Steinþórsson
löggiltur fasteignasali
www.hofid.is
EIGNIR VIKUNNAR
Berjarimi - Bílskýli
Vorum að fá í sölu fallega 102 fm 3ja herbergja
íbúð með stæði í bílskýli á efri hæð í tveggja hæða
fjölbýlishúsi. Tvö góð herbergi með skáp og flísa-
lagt baðherbergi með hornbaðkari. Fallega innrétt-
að eldhús með eyju og rúmgóð stofa með vestur-
svölum út af. Parket og flísar á gólfum. Verð 22,9
millj.
Hrísateigur - Bílskúr
Vorum að fá í sölu góða 4ra herberg íbúð með bíl-
skúr í tvíbýlishúsi. Um er að ræða íbúð á 2. hæð
með stóru herbergi í risi með möguleika á útleigu
og 27,4 fm bílskúr með gryfju. Verð 27,5 millj.
Akurvellir - 90% lán - Hf.
Glæsilegar nýjar 155 fm íbúðir í litlu fjölbýlishúsi á
þremum hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án
gólfefna og með glæsilegum innréttingum og gæða
tækjum. Stórar og góðar svalir með íbúðum á 2 og
3. hæð og sér lóð með íbúðá jarðhæð. Teikingar og
allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð 29,4
millj.
Ljósavík - Sérinngangur
Vorum að fá í sölu fallega og vel skipulagða 83 fm
3ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi af
svölum. Góð stofa, tvö rúmgóð svefnherbergi.
Vandaðar viðarinnréttingar og tæki í eldhúsi. Flísa-
lagt baðherbergi með baðkari og innr. Verð 19,8
millj.
Æsufell - Góð kaup
Góða 92 fm 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í stóru fjöl-
býlishúsi með lyftu. Tvö góð herbergi með skáp og
rúmgott baðherbergi. Eldhús með snyrtilegri inn-
réttingu og góð stofa með svölum út af og fallegu
útsýni. Búið að endurnýja hús að utan og glugga.
Verð 15,8 millj.
Hraunbær - 3ja herb.
Vorum að fá í sölu góða 3ja herbergja íbúð á 2.
hæð með sérinngang af svölum. Tvö svefnherbergi
og baðherbergi með kari. Rúmgott eldhús og stofa
með útgang á vestursvalir. Parket og flísar. Verð
14,9 millj.
Ólafshús - Stykkishólmi
Vorum að fá í sölu glæsilega uppgert 118 fm ein-
býlishús á glæsilegum útsýnisstað við höfnina.
Húsið er allt uppgert í gamla stílnum að utan sem
innan. Hentar vel fyrir félagasamtök, sem og ein-
staklinga.
Naustabryggja - Bílskýli
Vorum að fá í sölu glæsilega 101 fm 3-4ra her-
bergja íbúðir á 2. hæð í vönduðu fjölbýlishúsi
ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er með vönduð-
um mahóníinnréttingum og fallegu eikarparketi á
gólfi. Flísalagðar vestursvalir út af stofum. Áhv. lán
L.Í. með 4,15% vöxtum. Verð 25 millj.
Naustabryggja - Falleg
Mjög góða 131 fm 5 herbergja íbúð á efstu hæð í
nýlegu fjölbýlishúsi. Þrjú herbergi með skáp og flí-
salagt baðherbergi. Björt stofa með suðursvölum
út af og fallega innréttað eldhús. Mikil lofthæð.
Gengið úr holi upp í rúmgott sjónvarpsherbergi.
Þvottaherbergi og geymsla í íbúð. Verð 28,2 millj.
Miðdalur - Nýtt - Vogum
Fallegt 154 fm raðhús á einni hæð með innbygðum
bílskúr, sem skiptist í 111 fm íbúð, 12 fm geymslu
og 31 fm bílskúr. Húsið er staðsteypt, einangrað að
utan, klætt báruáli og jatóbavið. Afhendist í des.
fullbúið að utan og fokheld að inna og verður lóð
frágengin. Verð 18,9 millj.
Akurhvarf - Eitt eftir
Glæsilegt 210 fm raðhús á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr. Húsið er staðsteypt og af-
hendist fullbúið að utan, en tilbúið til spörslunar og
málunar að innan. Búið verður að hlaða og múra
alla milliveggi og hiti tengdur. Einnig er hægt að fá
húsin fullbúin án gólfefna. Lóð verður grófjöfnuð.
Fallegt útsýni. Verð 39,5 millj.
Kleifarsel - Góð eign
Fallegt 180 fm steinsteypt einbýlishús ásamt 33 fm
bílskúr, alls 213 fm. Neðri hæðin skiptist í parketl.
stofur með arni, borðst. og eldhús, búr, þvottahús
og gestasn. Á efri hæð eru 4 parketlögð svefnherb.,
hol og rúmgott baðherb. Innangengt er í bílskúrinn
sem er innr. að hálfu sem sem íbúðarherb. Verð
46,9 millj.
Fagrihjalli - Raðhús
Glæsilegt 194 fm parhús með 36,8 fm innbyggðum
bílskúr. Á neðri hæð eru hol, þrjú svefnherb. rúm-
gott baðh. og þvottahús. Á efri hæðinni eru stofur,
tv herb. glæsilegt eldhús og baðh. með sturtu.
Parket og flísar á gólfum. Mikið útsýni af suður-
svölum og verönd yfir bílskúrnum. Verð 42,9 millj.
Gvendargeisli - Glæsieign
Glæsilegt 206 fm einbýlishús innréttað eftir hönnun
Rutar Káradóttur. Allar innréttingar eru sérsmíðað-
ar, spónlagðar með eik, innihurðir eru extra háar
rennihurðir. Eikarparket og flísar gólfum. Góðar
stofur, stórt og rúmgott eldhús, 3 svefnh. og tvö
baðherbergi. Glæsileg lýsing hönnuð af Lúmex.
Sjón er sögu ríkari. Verðtilboð.
Baugakór - Efri hæð
Vorum að fá í sölu 122 fm efri hæð í fjórbýlishúsi
með sérinngang. Eignin skilast í fullbúin án gólf-
efna, en sameign fullbúin. Íbúð skiptist í forstofu,
þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi,
eldhús, stofu og geymslu. Verð 28,6 millj.
Klukkuberg - Tveggja íb. hús
Glæsilegt 321 fm hús á frábærum útsýnisstað. Hús-
ið er með tveimur samþykktum íbúðum. Stærri
íbúðin er 201 fm auk 40 fm bílskúrs, og m.a. stórar
stofur, og hol, 5 svefnherb, tvö baðherb. Minni
íbúðin er 3ja herbergja 80 fm. Mjög stórar svalir
eru á báðum íbúðunum.
Reykjavík Fasteignasalan Hóll er
með til sölu nýbyggt einbýli við
Gvendargeisla 110 í Grafarholti.
Húsið er 249,4 fm. Það er fullbúið og
var lagt mikið í allar innréttingar og
frágang. Eigandi studdist við ráðgjöf
fagfólks á öllum sviðum hönnunar
hússins og fagmenn voru fengnir til
að vinna öll verk. Húsið er vel stað-
sett og stutt er í grunnskóla, leik-
skóla og aðra þjónustu. Húsið hefur
að geyma fjögur herbergi. Öll eru
þau nokkuð stór, tvö eru 13,8 fm
hugsuð sem svefnherbergi, innaf
anddyri er svo 18,7 fm vinnustofa/
svefnherbergi og hjónaherbergi er
20,5 fm með innangengum fataskáp.
Tvær stofur eru í húsinu og arinn í
miðju rýminu. Baðherbergi eru tvö,
gesta og hjóna, bæði fullbúin með
sturtuhurðum án sturtubotns en að-
al baðherbergið hefur nudd-horn-
baðkar og tvo vaska. Innangengt er í
hjónaherbergið frá því. Eldhúsið er
rúmt og bjart með eyju og afburða
vinnuplássi. Þvottahús er stórt og úr
því er innangengt í tvöfaldan bílskúr.
Milli anddyris og íbúðarrýmis kemur
glerveggur með glerhurð til að nýta
sýnilegt rými sem mest. Lofthæð er
mikil en mest er hún 4 m og minnst
2,80 m. Lóð er grófjöfnuð en teikn-
ingar af henni fullfrágenginni fylgja
með. Náttúruflísar eru á öllum gólf-
um nema herbergjunum, þar eru 12
cm breið hnotuborð. Öll gólfefnin eru
frá Parka. Hönnun raflagna og lýs-
ingar kom frá Ljósunum í bænum.
Heimilistækin, þ.e. ofn, örbylgja,
span helluborð, uppþvottavél og tvö-
faldur ísskápur eru frá Whirlpool.
Granít er í öllum borðplötum og kom
frá Granítsmiðjunni. Innréttingar
eru frá JKE design í Danmörku.
Þær eru úr hnotu og sprautulakk-
aðar. Ásett verð er 79. millj.
Gvendargeisli 110
79 milljónir Hóll er með í sölu einbýli sem er 249,4 fermetrar.