Morgunblaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 9
Chuck Mack er að hálfu Íslend-
ingur og að hálfu Bandaríkjamað-
ur, trélistamaður og hönnuður frá
Bandaríkjunum. Hann hefur búið á
Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tengsl
hans við Ísland ná aftur til fyrstu
ára herstöðvarinnar í Keflavík en
hann bjó sem lítill drengur í nokkur
ár á Íslandi með íslenskri móður
sinni, bandarískum föður og systk-
inum. Faðir hans, sem er verkfræð-
ingur og flugmaður, var flugmaður
í bandaríska flughernum. Fjöl-
skyldan bjó fyrst í Hafnarfirði en
fluttist síðan á Keflavíkurflugvöll
og er Chuck þar með einn af fyrstu
íbúum þess samfélags, sem nú heyr-
ir sögunni til.
Sérpantanir á hönnun og smíði
Chuck hannar húsgögn og önnur
verk eftir pöntun. Hann smíðar all-
ar frumgerðir af öðrum verkum
sínum sem fara í framleiðslu. Eik-
arskrifborð á stálfótum vakti mikla
athygli á sýningu Handverks og
hönnunar í Ráðhúsinu nýlega sem
og bekkirnir „Galleríbekkur“ og
„Vængir“. Skrifborðið virðist passa
alls staðar, jafnvel sem stofustáss,
og því hentugt þar sem fólk þarf að
vinna í stofunni heima. Gall-
eríbekkurinn er bekkur og borð og
fallegur upp við vegg eða á miðju
gólfi.
Gíraffarnir
Eitt af handunnum verkum
Chucks, „Gíraffinn“, hefur náð
miklum vinsældum og er nú fram-
leitt úr stáli og ýmsum viðarteg-
undum og komið á markað í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Íslandi.
Handunnu gíraffarnir eru úr sér-
völdum viðartegundum. Engir tveir
handunnir gíraffar eru eins, hver
og einn hefur sinn eigin persónu-
leika, og eru sérsmíðair eftir pönt-
un úr sérvöldum viðartegundum. Á
sýningu Handverks og hönnunar í
Ráðhúsinu vöktu þeir mikla athygli
fyrir smíði og fallegan við, hvort
heldur um var að ræða eik eða aðra
sjaldgæfari viðartegund.
Á Íslandi eru gíraffarnir úr stáli
og viði framleiddir hjá Sóló-
húsgögnum í Ármúla. Þeir fást í
versluninni þar og er einnig hægt
að sérpanta þá. Þá fást þeir í versl-
uninni Kokku á Laugavegi og í
Leifsstöð og verða vonandi fáan-
legir í fleiri verslunum á næstunni.
Í Bandaríkjunum eru gíraffarnir
nýlega komnir á markað en chuck-
mackdesign lætur framleiða þá hjá
bestu fáanlegu framleiðendum, sem
staðsettir eru í Michiganríki. Hægt
er að panta þá í gegnum vefsíðu
chuckmackdesign og eru þeir þá
sendir viðtakanda. Nokkrar versl-
anir í Michigan eru að byrja selja
þá sem og verslun í Soho í New
York og ein í Washington.
Verk eftir
Chuck Mack
Langur Galleríbekkur út eik gerður eftiri pöntun.
Handunnið Eik-
arskrifborð á stálfót-
um, gert eftir pöntun.
Köngulóin Borð
fyrir kaffihús eða
hótelherbergi.
Vængir Bekkur
sem Chuck
gerði fyrir sam-
keppni um
minnisreit
World Trade
Center í
New York.
Handunnir
Gíraffastóll úr
ýmsum við-
artegundum.
Gíraffamunstur Seta af stól í gír-
affamunstri Chuck Mack.
Nýjustu eignirnar á www.hofdi.is
Lækjarvað - parh./tvíbýli
Glæsilegar sérhæðir við Lækjarvað 15 - 25 í Norðingaholtinu. Húsið er á tveimur hæðum með
séríbúð á hvorri hæð. Bílskúr og stórar svalir fylgja efri sérhæð. Sérgarður fylgir neðri sérhæð.
Að innan skilast íbúðirnar tilbúnar til innréttinga. Að utan skilast húsin steinuð og máluð. Þak
verður frágengið með yfirborðsáferð úr PVC ásamt rennum og niðurföllum frágengnum. Gluggar
verða úr timbri og áli með tvöföldu K-gleri. Að framanverðu er upphitað bílastæði við bílskúrinn
og sérstæði er fyrir neðri hæð. Verð 27-35,5 millj.
Perlukór 1 - 3ja herb. - Kóp.
Perlukór 1 er 17 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum. Húsið stendur á góðum stað ofan götu og
þaðan er útsýni yfir Elliðavatn. Á jarðhæð er bílskýli. 3ja herbergja íbúðirnar eru skráðar 95 -
115 fm að stærð. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með flísalögðu baðherbergi og flísum á þvotta-
húsi og tilbúnar til afhendingar fljótlega. Íbúðirnar eru allar vel hannaðar með áherslu á gott
birtuflæði, góða rýmisnýtingu og útsýni. Vandaður frágangur hjá traustum byggingaraðila.
Dverghamrar ehf. Verð 24,9-25,9 millj.
Flatahraun 1 - Hfj.
Húsið er byggt með forsteyptum einingum. Að utan múrhúðun með sérstöku viðhaldsfríu og
endingargóðu efni. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Þó verður baðherbergið flísa-
lagt í hólf og gólf og þvottahúsgólfið með flísum ásamt vinnuborði með skolvaski. Bað- og
blöndunartæki koma frá sturta.is. Eldhúsinnrétting/HTH kemur frá Bræðrunum Ormsson. Húsið
er fimm hæðir og er fimmta hæðin talsvert inndregin. Um það bil helmingur íbúðanna verður
með sérinngang af svalagangi. Íbúðirnar eru af mismunandi stærð, frá 58 fm til 148 fm.
Geymsla og þvottahús er inn í flestum íbúðum. Lóð verður frágengin og bílastæði malbikuð.
Verð frá 17,5 millj.
Rauðamýri 11 - 17
Raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr í Mosfellsbæ. Húsin verða afhent fullbúin að utan
en fokheld að innan í nóv 2006. Lóð skilast þökulögð og bílaplön hellulögð með snjóbræðslu.
Gert ráð fyrir að hitakerfi sé í gólfi. Verð 27,9-29,9 millj.
Krókavað - n. sérhæð
Sérlega falleg og vel skipulögð 127 fm neðri hæð í tveggja íbúða húsi. Þessi íbúð er tilbúin með
uppsettum milliveggjum sem eru tilbúnir undir spörtlun og málningu, ídregin raflögn, frágengin
pípulögn, án hreinlætistækja. Fullbúin án gólfefna. Verð 31,9 millj.
Funalind - 4ra herb. - Kóp.
Glæsileg og vel innréttuð 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í: Forstofu,
þvottahús, þrjú svefnherbergi, gang, stofu, eldhús og baðherbergi. Parket og flísar á gólfum,
nema svefnherbergin, sem eru dúklögð. Eldhús er með sérlega glæsilegri innréttingu úr kirsu-
berjaviði. Verð 27,9 millj.
Rauðamýri 2-14 - Mos.
Raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr í Mosfellsbæ. Húsin verða afhent fullbúin að
utan en fokheld að innan. Hægt er að fá húsin tilbúin undir tréverk. Lóð skilast þökulögð með
30 fm sólpalli og bílaplön hellulögð með snjóbræðslu. Verð frá 31,9-32,9 millj.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2006 F 9
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.
564 1500
30 ára
EIGNABORG
Fasteignasala
SLÉTTAHRAUN björt 101,7 fm
endaíbúð á 3. hæð, þrjú svefnherbergi,
stórar suðursvalir, laus fljótlega.
ESKIHLÍÐ góð 113,5 fm endaíbúð á 2.
hæð, þrjú svefnherb. tvær stórar samliggj-
andi stofur, laus fljótlega.
RAUÐARÁRSTÍGUR 82 fm 3ja
herb. íbúð á 2. hæð, nýlegar innréttingar,
parket á herbergjum, flísar á gólfi.
LAUGATEIGUR 86 fm 3ja herb. íbúð
með sérinngangi, tvö svefnherb. rúmgóð
stofa.
ARNARSMÁRI 96 fm 3ja herb. íbúð á
3. hæð með svalainngangi. Í eldhúsi er
snyrtileg sprautulökkuð innrétting og
borðkrókur, flísalagt baðherbergi, tvö
rúmgóð svefnherbergi með skápum og
eikarparketi, stór stofa með eikarparketi,
stórar svalir, mikið útsýni.
ÁSTÚN 57 fm 2ja herb. íbúð á 4. hæð
með svalainng., laus fljótlega, mikið út-
sýni.
NÚPALIND falleg 98 fm íbúð á 4. hæð
í lyftuhúsi, flísalagt bað, ljósar innréttingar
í eldhúsi, þvottahús innan íbúðar, bíla-
stæði í lokuðu bílahúsi.
ÁLHÓLSVEGUR 143 fm neðri sér-
hæð ásamt 22,5 fm bílskúr. Fjögur
svefn.herb., stofa með arni, úr stofu er
gengið út á sólpall, fallegur garður, laus
við undirr. kaupsamn.
HRAUNTUNGA 214 fm raðhús á
tveimur hæðum. Á jarðhæð er einstak-
lingsíbúð. Á efri hæð er stofa, eldhús og 4
svefnherb. 27 fm bílskúr. Mikið útsýni.
LITLIHJALLI 237, fm endaraðhús með
um 60 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Á efri
hæð er stofa, eldhús, bað og þrjú svefn-
herbergi, parket á gólfum, viðarklædd loft.
25 fm bílskúr.
HÓLMSHEIÐI-HESTHÚS til sölu
hesthús innréttað fyrir 32 hesta. Gólfflötur
hússins er um 153 fm og auk þess kaffi-
stofa sem er um 36 fm.
Trésmíðaverkstæði
Innréttinga og innihurða framleiðsla
Verkstæðið er mjög vel búið tækjum og er fyrirtækið í örum vexti með mikla fram-
tíðarmöguleika. Nú starfa 7 manns í fyrirtækinu sem er starfrækt í um 440 fm hús-
næði.
Möguleiki er einnig að fá keypt allt húsnæðið, sem er um 830 fm, í því eru m.a. tvær
íbúðir og 130 fm iðnaðrhúsnæði sem er í útleigu, ásamt byggingarrétti.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Eignaborgar.