Morgunblaðið - 20.11.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2006 F 31
SÍMI
568 2444
www.hus.is
www.asbyrgi.is
Vantar allar gerðir af atvinnuhúsnæði á skrá, vegna mikillar sölu. Erum með
ákveðna kaupendur að flestum stærðum iðnaðarbila, vinsamlega hafið
samband við sölumenn Ásbyrgis fyrir frekari upplýsingar.
a
sb
yr
g
i@
a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.h
u
s.
is
SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali
MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR, SKÚLI ÞÓR SVEINSSON, SÖLUMAÐUR
Við erum í Félagi fasteignasala
SÉRHÆÐIR
HAGALAND - SÉRHÆÐ
182,9 fm efri sérhæð í fallegu tvíbýlis-
húsi. Eignin skiptist í 149,9 fm sex her-
bergja íbúð og 33 fm bílskúr. Við húsið
er stór lóð og er þetta mjög barnvænt
umhverfi. Ásett verð: 35,3 millj.
KRISTNIBRAUT-ÚTSÝNI
Mjög vel innréttuð og falleg 130 fm 4ra
herbergja íbúð á efstu hæð í nýlegu og
góðu fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Þetta er
eign sem enginn má láta fram hjá sér
fara. Verð 35,8 millj. (tilvnr 37741)
ÁLFTAMÝRI - BÍLSKÚR
Mjög skemmtileg, vel skipulögð og
vönduð 4ra herb. 104,5 fm endaíbúð á
2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin skipt-
ist m.a. í stórt eldhús með borðkrók,
baðherbergi með glugga og tengi f.
þvottavél, tvö stór svefnherbergi og
mjög stóra stofu og borðstofu. Stofa
var stækkuð um eitt barnaherb. Góður
bílskúr með kjallara. Verð 23,8 millj.
(tilv.38839)
2 HERBERGJA
VESTURBERG - LAUS
2ja herb. 59,5 fm íbúð á 3ju hæð í mjög
góðu fjölbýlishúsi. Þvottaherb. innan
íbúðar. Húsið er nýlega viðgert og mál-
að að utan. Laus strax. Verð 13,4 millj.
(tilvnr 38987).
LANDSBYGGÐIN
BÚÐAVEGUR -
FÁSKRÚÐSFIRÐI
LAUS STRAX 181,2 fermetra einbýlis-
hús á besta stað á landinu, Í kyrrð og
fegurð sveitarinnar, en þó aðeins spöl-
korn frá einum af stærstu vinnustöðum
á landinu, nýja álverið á Reyðarfirði.
Barnvænn staður fyrir fjölskylduna, sjón
er sögu ríkari. Verð 16,9 millj.
FROSTAFOLD - SÉRINNG. -
BÍLSK.
Mjög falleg mikið endurnýjuð 3ja herb.
og 95,6 fm íbúð með sérinngangi á 3ju
hæð í góðu fjölbýli. Stórar suðursvalir.
Frábært útsýni, Stæði í bílageymslu.
Verð 23,5 millj. (tilv.nr.38724)
KJARRHÓLMI - LAUS
STRAX
75 fm 3ja herbergja íbúð á þessum eft-
irsótta stað. Glæsileg og mikið endur-
nýjuð eign á frábærum stað. Mikið út-
sýni. LAUS STRAX. Verð 18,5 millj. (tilv.
38517)
LAUFRIMI -
SÉRINNGANGUR
3ja herb. 105 fm vönduð og mjög vel
skipulögð íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlis-
húsi. Mjög góðar vestursvalir. Gott út-
sýni. Verð 21,9 millj. (tilvnr 38948)
ELDRI BORGARAR
HVASSALEITI -
ÞJÓNUSTUÍBÚÐ
3ja herb. 107 fm falleg og vel umgengin
þjónustuíbúð á 3ju hæð í VR-húsinu að
Hvassaleiti 56-58. Stórar suðvestursval-
ir. Þjónustumiðstöð f. eldri borgara á
jarðhæð. Kringlan í næsta húsi. Verð
30,9 millj.
YSTASEL - TVÆR ÍBÚÐIR
Mjög gott og fjölskylduvænt tveggja
íbúða 216,3 fm hús á tveimur hæðum,
auk 36,4 fm bílskúrs. Á efri hæð hússins
er um 148 fm 4-5 herbergja íbúð. Á neðri
hæð er mjög góð 2ja herb. 60 fm ósam-
þykkt íbúð með nýlegum innrétt. og að
auki um 25 fm rými. Bílskúr er einfaldur.
Glæsileg lóð. Verð 55,0 millj.
FUNAFOLD - RAÐHÚS
Vorum að fá í einkasölu vandað og
mjög skemmtilegt 292 fm 7 herbergja
raðhús á pöllum með tvöföldum inn-
byggðum bílskúr. Mjög stórar suður-
svalir og mikið útsýni. Góð lóð. Verð
53,0 millj. (tilv. 38727)
SÓLHEIMAR -
MIKIÐ ÚTSÝNI
Til sölu 104 fm 4ra herb. mikið endur-
nýjuð íbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi.
Íbúðin skiptist m.a. í 3 góð svefnherb.,
stórt baðherb., stofu og borðstofu og
eldhús. Mjög stórar suðursvalir. Mikið
útsýni yfir borgina og Sundin. Laus
strax. Verð 25,9 millj. (tilvnr 38938).
3 HERBERGJA
SKIPASUND -
SÉRINNGANGUR
3ja herb. 79 fm skemmtileg risíbúð
með sérinngangi og svölum í góðu þrí-
býlshúsi. Endurnýjuð að hluta. Nýtt járn
á þaki. Verð 17,7 millj.
4RA - 5 HERB.
RAUÐHAMRAR - BÍLSKÚR
Mjög falleg 4ra herb. 108,3 fm íbúð á 2.
hæð í góðu fjölbýlishúsi, auk 20,2 fm
bílskúrs. Þvottaherb. innan íbúðar. Stór-
ar suðursvalir, frábært útsýni. Fullbúinn
bílskúr. Verð 25,9 millj. (37939)
Blóm vikunnar er
laukur. Í ættkvísl
lauka eru margar
merkar krydd- og
lækningajurtir sem
hafa verið nýttar
sem slíkar frá örófi
alda. Í gegnum tíð-
ina hafa menn litið svo á að því sterk-
ari sem laukurinn er, því virkari sé
hann gegn sjúkdómum og mein-
semdum. Laukur af hvers konar tagi
er notaður í matargerð um allan
heim og vegna þess hversu ódýr
hann er yfirleitt hafa flestir efni á að
nýta sér hann, reyndar var matlauk-
ur soðinn í saltseyði aðalfæða fátæk-
asta fólksins í Mið-Asíu vestur um til
Miðjarðarhafsins í gamla daga. Sami
matseðillinn var á borðum egypsku
verkamannanna sem byggðu pýra-
mídana forðum, auk þess sem þeir
fengu vænan skammt af hvítlauk
daglega. Maður getur nú rétt gert
sér í hugarlund ilminn sem hefur
fylgt þessum mönnum eftir daglangt
strit í hitanum …
Matlaukur, Allium cepa, hefur
verið ræktaður um þúsundir ára.
Fyrstu heimildir um ræktun hans
eru frá því um 4000 fyrir Krist. Ekki
er vitað um uppruna matlauksins því
hann finnst hvergi villtur í dag. Þó er
talið líklegt að upprunaleg heim-
kynni hans hafi verið í Asíu. Senni-
lega hefur ræktun lauksins dreifst
frá Asíu vestur um til Indlands,
Mesópótamíu og Egyptalands og
álíta menn að Rómverjar hafi kynnt
laukinn fyrir öðrum Evrópubúum.
Enskt heiti lauksins, onion, er dregið
af latneska orðinu unio sem þýðir ein
stór perla og vísar þar til verðmætis
lauksins, hvort sem er sem matjurt
eða lækningajurt. Í dag er matlauk-
ur ein af algengustu matjurtum
heims og mörg yrki af honum í rækt-
un. Hann getur verið ljós að lit,
brúnleitur eða rauðleitur og í mis-
munandi stærðum. Sem lækn-
ingajurt er laukurinn notaður fersk-
ur. Hann inniheldur meðal annars
lífræn brennisteinssambönd sem eru
sótthreinsandi og virka vel gegn
bakteríum. Enn fremur má finna
mikilvægar olíur, sykrur, vítamín og
steinefni í lauknum. Hann er gjarnan
notaður við sýkingu í öndunarvegi og
meltingarvegi. Því sterkari sem
laukurinn er því betur virkar hann
sem lækningajurt en jafnframt er
erfiðara að vinna með hann því hann
gefur frá sér efni sem græta jafnvel
gallhörðustu húsmæður.
Hvítlaukur, Allium sativum, hefur
að sama skapi verið ræktaður óra-
lengi og er líklega upprunninn á Ind-
landi eða í Mið-Asíu. Hann hefur
verið notaður sem matjurt, krydd-
jurt og lækningajurt og hafa menn
haft mikla trú á styrk hvítlauksins.
Grikkir og Rómverjar trúðu því að
hvítlaukur væri heilög planta og gáfu
hermönnum sínum daglega skammt
af hvítlauk. Hann var talinn hafa
hressandi og endurnærandi eig-
inleika og hermennirnir því sérlega
sprækir á meðan á hernaði stóð.
Hvítlaukurinn var talinn hafa ýmiss
konar yfirnáttúrulega hæfileika,
meðal annars stóðu menn í þeirri trú
að hvítlaukur verndaði gegn svarta-
galdri og vampírum. Hvítlaukur er
mjög vinsæll í dag og notaður í hvers
konar matargerð. Hann er einnig
notaður til lækninga, til dæmis við
sýkingu í meltingarfærum, krans-
æðastíflu og hjálpar við meltingu.
Þekkt er að þeir sem borða hvítlauk
mjög reglulega fái síður kvef en
einnig vill loða við þá sem borða hvít-
lauk mjög reglulega að þeir ilma
öðruvísi. Það er spurning hvað mað-
ur vill leggja á sig mikla einangrun
frá mannlegum samskiptum til þess
eins að kvefast ekki …
Hvítlaukur er mjög auðveldur í
ræktun hérlendis og er best að setja
niður útsæðislauka á haustin. Þeir
bæta við sig nýjum laukum og eru
tilbúnir næsta haust. Áhugasamir fé-
lagar í matjurtaklúbbi Garðyrkju-
félags Íslands geta haft samband við
félagið og fengið hvítlauksútsæði þar
til prufu. Ef menn hafa ekki áhuga á
hvítlauk er um að gera að skoða
laukalistann hjá félaginu og finna sér
annars konar lauka við hæfi.
Laukur vikunnar
BLÓM VIKUNNAR
Guðríður Helgadóttir
593. þáttur
Höfundur er forstöðumaður starfs-
og endurmenntunardeildar LbhÍ