Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Antoine Si-bierski tryggði New- castle afar mik- ilvægan sigur í botnbaráttu ensku úrvals- deildarinnar í gær. Newcastle sigraði Portsmouth, 1:0, og skoraði Sibierski sigurmarkið á 69. mínútu leiksins en hann kom inn á sem vara- maður undir lok fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsti sigur Newcastle í níu leikjum í deildinni.    Argentínumaðurinn Carlos Tevezá von á hárri sekt frá forsvars- mönnum West Ham en hann fór rak- leiðis heim til sín eftir að honum var skipt út af í síðari hálfleik í leik liðs- ins gegn Sheffield Utd. „Ég er von- svikinn. Slíkt eiga leikmenn ekki að gera. Þetta er í annað sinn sem þetta gerist hjá félaginu frá því ég kom til West Ham. Í fyrra skiptið sektaði ég leikmanninn um vikulaun. Við mun- um beita svipuðum aðferðum við Te- vez en ég tel að þetta sé vanvirðing við félagið,“ sagði Pardew.    Aston Villa og Middlesbroughskildu jöfn, 1:1, á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni. Gareth So- uthgate knattspyrnustjóri Boro hrósaði framherjanum Malcolm Christie en þetta var fyrsta markið hjá honum í tæp tvö ár og aðeins 14. leikur hans fyrir félagið í fjögur ár frá því hann kom frá Derby. „Chris- tie hefur æft mánuð eftir mánuð einn síns liðs og hugsað um hvenær hann yrði með á ný. Ef hann var rangstæður áður en hann skoraði þá er mér alveg sama. Ef einhver átti það skilið að skora þá var það hann,“ sagði Southgate.    Gylfi Einarsson var ekki í leik-mannahóp Leeds sem sigraði Plymouth 2:1 á útivelli í ensku 1. deildinni.    Ólafur IngiSkúlason var í byrj- unarliði Brent- ford sem tapaði 2:0 gegn Chel- tenham í ensku 2. deildinni. Ólafur lék í 60 mínútur í leikn- um en Brent- ford er í næstneðsta sæti deild- arinnar.    Arsenal er á höttunum eftirspænsku miðjumönnunum Ant- onio Puerta og Jesus Navas sem báðir leika með Sevilla. Steve Row- ley, einn af njósnurum Arsenal, hef- ur tvívegis fylgst með leikmönn- unum í leik með Sevilla og staðfestir Ramon Rodriguez Monchi, yfirmað- ur knattspyrnumála hjá Sevilla, að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sé áhugasamur að fá leik- mennina til liðs við sig. Fólk sport@mbl.is Franski landsliðsframherjinn Louis Saha skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og kom Man. Utd. yfir en portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho jafnaði fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Ferguson sagði að vissulega hefði hann kosið að hafa fagnað sigri en margt jákvætt mætti taka með sér úr leiknum. „Við ætlum okkur að vinna meistaratitilinn og svona leik- ir eru tækifæri sem við megum ekki láta fram hjá okkur fara. Ég er von- svikinn með eitt stig þar sem við vorum sterkara liðið í leiknum. Við höfðum ekki heppnina með okkur í jöfnunarmarkinu. Ég var viss um að Edwin van der Sar markvörður okkar myndi verja frá Carvalho en Saha rak höfuðið í boltann og hann fór í þverslána og inn. Slík smáat- riði skipta oft öllu máli þegar upp er staðið,“ sagði Ferguson en hann sá ástæðu til þess að hrósa Saha fyrir hugarfar hans á æfingasvæðinu eft- ir 1:0-tapið í meistaradeildinni gegn Celtic þar sem Saha misnotaði víta- spyrnu. „Hann hefur verið eins og villidýr í búri. Gat varla beðið eftir tækifærinu á að sýna hvað í honum býr. Hann hefur tekið óteljandi vítaspyrnur og ætlaði sér að koma sterkari til baka,“ sagði Ferguson. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, sagði að baráttan um Englandsmeistaratitilinn muni standa allt fram til loka keppnis- tímabilsins. Hann var ánægður með framlag sinna manna eftir að hafa lent 1:0 undir í fyrri hálfleik. „Ég held að meistararnir í vor verði í mesta lagi 6 stigum á undan næstu liðum. Enska úrvalsdeildin er gríðarlega jöfn og það kom mér því á óvart að við skyldum vera 10– 12 stigum á undan næstu liðum megnið af síðasta tímabili. Þrátt fyrir að við höfum aðeins fengið eitt stig á Old Trafford tel ég okkur hafa gengið af velli sem sigurveg- arar. Leikmenn mínir voru með rétt hugarfar og börðust til þess að ná að jafna leikinn.“ Mourinho sagði að hann hefði rætt við Ferguson eftir leikinn og þeir hefðu rætt stuttlega saman um leikinn. „Ég held að við höfum verið sam- mála um að Man. Utd. var betra í fyrri hálfleik en við í þeim síðari. Mistökin sem við gerðum í fyrri hálfleik voru þau að við biðum eftir því að eitthvað myndi gerast. Í síð- ari hálfleik skiptum við um gír og tókum af skarið sjálfir í stað þess að bíða,“ sagði Mourinho en hann hrósaði Howard Webb, dómara leiksins, fyrir hans framlag. „Mér fannst hann standa sig vel. Hann er ungur og þessi leikur mun ýta hon- um ofar á lista yfir bestu dómara deildarinnar. Slakur leikur hjá hon- um hefði ýtt honum neðar. Hann stóðst því prófið,“ bætti hann við. Samkeppni hjá Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði að framherjarnir Jermain Defoe og Dimitar Berbatov væru ekki öruggir með sæti í byrjunarliðinu í næsta leik þrátt fyrir að þeir hafi báðir skorað með 89 sekúndna millibili undir lok fyrri hálfleiks í 3:1-sigri liðsins gegn Wigan. Aaron Lennon bætti við þriðja marki Tottenham en Henri Camara kom Wigan yfir í fyrri hálfleik. Með sigrinum þokað- ist Tottenham upp í 10. sæti deild- arinnar. Berbatov lék með Robbie Keane í UEF-keppninni í síðustu viku en Defoe tók sæti Keane í fremstu víg- línu í gær. Jol sagði eftir leikinn í gær að hann væri ekki með neitt sérstakt kerfi í gangi. „Þeir sem standa sig á æfingum og sýna rétt hugarfar á æfingasvæðinu fá að spila. Ég hef alltaf valið sterkasta liðið fyrir hvern einasta leik og ég hef ekki trú á kerfi þar sem leik- menn ganga að því vísu að þeir séu næstir í röðinni. Þeir sem standa sig fá tækifæri,“ sagði Hollendingur- inn. Boltastrákurinn góður Les Reed, knattspyrnustjóri Charlton, hrósaði Andy Reid fyr- ir jöfnunarmark hans gegn Everton en liðin skildu jöfn, 1:1, á The Valley á laugardag. Hermann Hreiðarsson skoraði sjálfsmark þegar sjö mín- útur voru liðnar af síðari hálfleik og kom þar með Everton yfir en Reid tryggði botnliðinu eitt stig með jöfnunarmarki sínu á 68. mínútu. Þetta var fyrsti heimaleikur Charlton undir stjórn Reed sem tók við af Iain Dowie sem var sagt upp á dögunum. Stuðningsmenn Charlton voru langt frá því að vera sáttir við liðið í fyrri hálfleik og gerðu grín að leikmönnum liðsins. Ungur boltast- rákur skallaði boltann með glæsi- legum hætti utan vallar og vöktu til- þrif hans athygli stuðningsmanna Charlton sem kölluðu: „Strákurinn á að fá samning, strákurinn á að fá samning.“ „Ég er ánægður með síðari hálf- leikinn og við áttum skilið að sigra. Þessi leikur var mun betri en gegn Reading í síðustu viku,“ sagði Reed en hann var mjög taugaóstyrkur í upphafi leiks þar sem hann sat í áhorfendastúkunni en eftir aðeins nokkrar mínútur var Reed búinn að taka sér stöðu niðri á grasinu við hliðarlínuna. Ívar og Brynjar í sigurliði Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku stórt hlut- verk í 1:0-sigri nýliða Reading gegn Fulham á útivelli. Heiðar Helguson var í leikmannahópi Fulham en kom ekki við sögu. Ívar var í byrjunarliði Reading en Brynjar kom inn á sem varamaður strax á 33. mínútu. Ian Pearce, varnarmaður Ful- ham, fékk rautt spjald strax á 17. mínútu og skoraði Kevin Doyle úr vítaspyrnunni sem dæmd var í kjöl- farið. Reading er í 7. sæti deildar- innar með 22 stig, og er fyrir ofan Everton og Liverpool á töflunni. Ætlum okkur titilinn Hermann Hreiðarsson skoraði sjálfsmark í leik þar sem boltastrákur vakti athygli. Reading er á sigurbraut og samkeppnin er aðalatriðið hjá Martin Jol VIÐ vorum betra liðið í leiknum,“ sagði Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, eftir risaslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni gegn Englands- meistaraliði Chelsea. Liðin skildu jöfn, 1:1, en Man. Utd. er með þriggja stiga forskot á Chelsea að loknum 14 umferðum en Man. Utd. er með 35 stig, Chelsea 32 og Bolt- on er með 24 stig í þriðja sæti deild- arinnar. Reuters Fögnuður Wayne Rooney og Louis Saha fagna marki þess síðarnefnda sem kom Manchester United yfir gegn Englandsmeistaraliði Chelsea á Old Trafford í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en liðin skildu jöfn, 1:1. Í HNOTSKURN »Didier Drogba og Kanueru markahæstir í deild- inni með 8 mörk. Wayne Roone og Kevin Doyle koma þar næstir í röðinni með 7 mörk hvor. Louis Saha, Dar- ren Bent, Andy Johnson og Thierry Henry hafa allir skor- að 6 mörk. NICOLAS Anelka skoraði tvívegis fyrir Bolton í 3:1- sigri liðsins gegn Arsenal á laugardaginn og er Bolton í þriðja sæti deildarinnar. Franski framherjinn hefur ekki verið á skotskónum að undanförnu og ekki skorað mark í 10 deildarleikjum en hann hrökk í gang gegn sínu gamla félagi, Arsenal, sem er í sjötta sæti deild- arinnar. Abdoulaye Faye kom Bolton yfir áður en að Anelka bætti við öðru marki á 45. mínútu en það mark var sérlega glæsilegt. Gilberto skoraði fyrir Arsenal skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Anelka bætti við þriðja marki Bolt- on á 75. mínútu. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sagði Arsenal hafa átt sigurinn skilið. „Við fengum tækifæri til þess að ná þremur stigum og lík- lega höfum við ekki fengið betri tækifæri gegn Bolton á undanförnum fimm árum. Ég veit ekki hvaða áhrif þessi úrslit hafa á okkur hvað varðar meistarabarátt- una en þessi úrslit eru okk- ur mikil vonbrigði,“ sagði Wenger en Arsenal er í sjötta sæti. Wenger: „Mikil vonbrigði“ Nicolas Anelka RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liver- pool, hrósaði fyrirliðanum Steven Gerrard í há- stert eftir 1:0-sigur liðsins gegn Manchester City á Anfield á laugardag. Gerrard skoraði eina mark leiksins og er þetta fyrsta mark hins 26 ára gamla enska landsliðsmanns í úrvals- deildinni frá því í apríl á síðustu leiktíð en hann skoraði gegn PSV í meistaradeildinni sl. mið- vikudag. Benítez hefur verið gagnrýndur fyrir liðsuppstillingu sína í deildarleikjum þar sem Gerrard hefur leikið úti á hægri kanti. „Það var mikilvægt fyrir Gerrard að skora og sjálfstraustið mun eflast hjá honum fyrir vikið. Gerrard býr yfir miklum hæfileikum og það búast allir við stórkostlegum hlutum frá honum. Gerrard leikur vel, hann er enn ánægðari þegar hann skorar og eðlilega verður hann ánægðari með eigin frammistöðu þegar hann skorar. Ég veit að Gerrard á eftir að verða betri og betri eftir því sem lengra líður á keppn- istímabilið. Við þurfum að byggja á þessum sigri, leggja Portsmouth á heimavelli í næstu umferð og vinna síðan fyrsta útileikinn á leiktíðinni gegn Wigan,“ sagði Spánverjinn Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. Biðin á enda hjá Gerrard Steven Gerrard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.