Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 1
Ásgeir Örn, Guðjón Valur og Ólafur í lykilhlutverkum >> 4 SILFURMAÐURINN 50 ÁR SÍÐAN VILHJÁLMUR EINARSSON FÉKK SILFUR- VERÐLAUN Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Í MELBOURNE >> 7 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Eggert var kynntur fyrir stuðnings- mönnum liðsins fyrir leikinn og hon- um til aðstoðar var dóttursonur hans, Eggert Aron Guðmundsson. „Þetta var mikilvægur sigur og ég viðurkenni það alveg að ég var spenntur og fagnaði sigrinum eins og leikmenn liðsins. Það var mikil- vægt að landa sigri og ég þarf líklega að læra að njóta augnabliksins á meðan vel gengur. Það er alls ekkert víst að ég verði alltaf sá vinsælasti á svæðinu,“ sagði Eggert í léttum tón og vísaði í reynslu annarra stjórn- arformanna sem hafa ekki átt sjö dagana sæla þegar illa hefur gengið. Ekki rætt við Chelsea West Ham hefur mikið verið í fréttum enskra fjölmiðla um helgina þar sem enski landsliðsmaðurinn Shaun Wright-Phillips, leikmaður Chelsea, er sagður vera í sigtinu hjá Eggerti. „Við höfum ekki rætt form- lega við Chelsea og það er alveg ljóst að við ætlum ekki að greiða svipaðar upphæðir fyrir leikmenn og Chelsea hefur gert á undanförnum árum. Þetta mál með Wright-Phillips er á algjöru frumstigi. Við vorum ekki ánægðir með að fréttir af þessu máli kæmu úr herbúðum Chelsea, enda höfum við ekki rætt formlega við fé- lagið.“ Eggert segir að hann sem stjórn- arformaður muni ekki skipta sér af agavandamálum í herbúðum liðsins. Það sé verkefni knattspyrnustjór- ans, Alans Pardews. Argentínumað- urinn Carlos Tevez rauk heim á leið eftir að honum var skipt út af í síðari hálfleik gegn Sheffield Utd. „Áhorf- endur tóku vel á móti Tevez er hann fór af velli. Hann tók hinsvegar þá ákvörðun að yfirgefa völlinn og það er eitthvað sem Pardew mun taka á og leysa.“ Breskir fjölmiðlar greindu einnig frá því í gær að Alan Pardew ætlaði sér að líta nánar á lífsvenjur leik- manna liðsins hvað varðaði veðmál og peningaspil. Roy Carroll, mark- vörður liðsins, hefur nýlokið við með- ferð vegna spila- og áfengisfíknar. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leik- menn West Ham eru í umræðunni vegna veðmála. Vandamál Carroll gefur til kynna að leikmenn liðsins stundi veðmál og ég ætla mér að taka á þeim málum áður en það verð- ur stórt vandamál,“ segir Pardew. „Þetta var stór stund“ AP Nafnarnir Eggert Magnússon og dóttursonur hans Eggert Aron Guðmundsson á Upton Park. ÞETTA var stór stund og stemn- ingin á Upton Park hreyfði við manni – miklar tilfinningar hjá stuðningsmönnum og greinilegt að fólk er ánægt með að óvissunni um framtíðareigendur félagsins er lok- ið,“ sagði Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, en hann sá lið sitt leggja Sheffield Utd, 1:0, í fyrsta leik liðsins eftir að Egg- ert og Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, eignuðust meirihluta í félaginu. „Stemningin hreyfði við manni“ EINAR Örn Jónsson, horna- maður hjá þýska 1. deildar lið- inu GWD Minden gerir sér vonir um að geta leikið með liði sínu gegn Wetzlar í þýsku deildinni um næstu helgi, en leikurinn er afar mikilvægur báðum liðum sem eru í fall- baráttu. Einar meiddist vinstra megin á mjöðminni fyrir þremur vikum og hefur ekkert æft síðan og átt erfitt með æfingar. „Þetta eru fer- lega leiðinleg meiðsl sem erf- itt er að meðhöndla. Ég má ekkert taka á þá finn ég undir eins fyrir því, sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann fylgdist með úrslitaleik Super-Cup- keppninnar í handknattleik í Köln. Einar Örn kom til GWD Minden í sumar eftir eins árs veru hjá Torrevieja á Spáni. Fátt hefur gengið hjá Mind- en-liðinu á þessari leiktíð og er það á meðal þeirra neðstu, hefur að- eins unnið þrjá leiki. „Það má bara ekk- ert bera út af í svona fámennum hópi. En ég stefni á leikinn við Wetzlar á sunnudaginn og þangað til vona ég það besta,“ sagði Einar Örn Jónsson. Einar Örn Jónsson Einar Örn á batavegi eftir meiðsli á mjöðm LOGI Geirsson meiddist á 26. mínútu í leik Lemgo og Gum- mersbach í Super-cup-keppn- inni í handknattleik á laug- ardaginn. Hann fékk slæmt högg á öxlina og er talið að hann hafi nær því hrokkið úr vinstri axlarlið en dottið í lið aftur. Logi var að vonum von- svikinn í samtali við Morgun- blaðið enda hefur hann verið afar óheppinn hvað varðar meiðsli um nokkurn tíma. „Ég verð væntanlega frá keppni í tvær vikur og missi þar af leiðandi af bikarleik á miðvikudaginn og Evrópuleik um næstu helgi í Frakklandi. Stefnan er að vera með á ný gegn Kiel um aðra helgi,“ sagði Logi sem lék skiljan- lega ekkert meira með í keppninni um helgina og fylgdist með leiknum við Medvedi frá Rússlandi í gær úr áhorfendastúkunni. Lemgo vann þann leik, 37:33, eftir að hafa verið 17:20 undir í hálfleik. Það var ekki síst fyrir stórleik Christians Lichtlein, markvarðar Lemgo, sem sigur vannst en hann átti stórleik. „Auðvitað eru það alltaf vonbrigði að verða fyrir meiðslum en það verður að horfa á jákvæðu hliðarnar og þær eru að þetta hefði getað orðið verra,“ sagði Logi enn- fremur þegar Morgunblaðið hitti hann að máli fyrir leik Lemgo og Medvedi í gær. Logi frá keppni í tvær vikur vegna meiðsla íþróttir mánudagur 27. 11. 2006 íþróttir mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.