Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2006 3 Viggó Sig-urðsson og lærisveinar hans hjá Flensburg endurheimtu efsta sætið í þýsku 1. deildar keppninni í hand- knattleik með sigri á Düssel- dorf, 38:34. Kiel komst upp að hlið Flensburg, með 21 stig, með sigri á Wil- helmshaven á útivelli 34:32.Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir Wil- helmshaven.    Alexander Petterson skoraði 8mörk fyrir Grosswallstadt, sem lagði Minden að velli 30:23. Ein- ar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk, en Snorri Steinn Guðjónsson skor- aði 7 mörk fyrir Minden.    Björgvin Björgvinsson og Krist-inn Ingi Valsson, skíðamenn frá Dalvík, náðu sér ekki vel á flug á alþjóðlegu móti í svigi sem haldið var í Salla í Finnlandi á laugardag- inn. Björgvin féll úr keppni í fyrri ferð og Kristinn Ingi hafnaði í 49. sæti. Þeir félagar renndu sér síðan aftur niður brekkurnar í Salla í gær og var Björgvin í 25. sæti, en Krist- inn Ingi féll úr keppni í fyrri umferð.    Hollenska knattspyrnufélagið AZAlkmaar komst í gær í annað sætið í hollensku deildinni þegar það lagði Heerenveen 3:1 á útivelli. Bæði Grétar Rafn Steinsson og Jó- hannes Karl Guðjónsson léku með Alkmaar og voru báðir með allan leikinn.    Alþjóðalyftingasambandið hefuraflétt tveggja ára keppnisbanni af lyftingasambandi Írans eftir að sambandið greiddi um 28 millj. kr. sekt til alþjóðasambandsins. Alls féllu 9 keppendur frá Íran á lyfja- prófi fyrir lyftingamót sem haldið var í Dóminíska lýðveldinu fyrr á þessu ári og í kjölfarið var íranska lyftingasambandið úrskurðað í tveggja ára keppnisbann.    Spænski hjólreiðamaðurinn IsaacGalvez lést aðfaranótt sunnu- dags af völdum höfuðáverka sem hann hlaut í hjólreiðakeppni í Dun- kerque í Frakklandi. Galvez var 31 árs gamall og gerðist atvinnuhjól- reiðamaður árið 2000 en hann sigr- aði á 12 mótum á þessu ári. Fólk sport@mbl.is Eftir Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Sem fyrr segir var um hörkuleik að ræða og gekk oft mikið á. Valsmenn byrjuðu betur og heimamenn virtust ætla að halda sig við sama pró- gramm og í síðustu leikjum, að lenda undir og eiga svo á brattan að sækja allt til loka. Það gerðist þó ekki því eftir slakan sóknarleik framan af kom gamli jálkurinn Rúnar Sig- tryggsson inn á. Í markið kom svo hinn kornungi Sveinbjörn Péturs- son. Þessar skiptingar breyttu gangi mála svo um munaði og Akureyring- ar nýttu níu af ellefu síðustu sóknum sínum í fyrri hálfleik og náðu þægi- legri forystu, 14:11. Valsmenn komu vel stemmdir í síðari hálfleikinn og voru fljótir að jafna metin. Þeir fóru svo að missa menn út af en náðu samt að halda frumkvæðinu í leiknum. Akureyr- ingar áttu enn á ný í miklu basli í sókninni en markvarsla og vörn þeirra voru til fyrirmyndar. Þeir nýttu t.a.m. aðeins þrjár af fyrstu fjórtán sóknum sínum. Valsmenn virtust ætla að hafa þetta en síðustu mínúturnar hreinlega brotlentu þeir á varnarmúr Akureyringa. Heima- menn komust yfir þegar fimm mín- útur lifðu og Valsmenn jöfnuðu um hæl. Akureyringar skoruðu svo þrjú síðustu mörkin á meðan Valsmenn fundu ekki leið framhjá Hreiðari markverði. Vörn heimamanna skóp sigur þeirra en enginn sýndi sérstaka takta í sókninni. Markverðirnir stóðu sig vel en Sveinbjörn gaf tón- inn með flottri markvörslu strax og hann kom inn á. Valsmenn spiluðu einnig grimma vörn en skyttur þeirra nánast hurfu í síðari hálfleik eftir að hafa spilað vel þann fyrri. Ólafur markvörður stóð sig vel en hann dalaði þegar á leið. Baldvin Þorsteinsson, annar Ak- ureyringurinn í liði Vals, var fremur súr í leikslok. „Þetta var lélegt hjá okkur, vörnin reyndar fín en sókn- arleikurinn varð okkur að falli eins og fyrr í vetur. Við létum þá verja of mikið og boltinn gekk ekki nóg. Bar- áttan var fín en við fengum á okkur óþarfa brottvísanir í seinni hálfleikn- um sem héldu þeim inni í leiknum. Þetta gat svo dottið hvorum megin sem var í restina. Þeir voru mjög klókir og drógu úr tempóinu sem hentaði þeim mjög vel. Það er svo sem vel viðunandi að halda þeim í 25 mörkum en á móti kemur að 22 mörk frá okkur er allt of lítið. En vörnin hjá þeim var rosaleg, sú besta sem við höfum mætt í vetur. Við eigum leik gegn HK fljótlega og getum náð efsta sætinu á ný fyrir jólafrí. Ann- ars er mikið eftir og ómögulegt að segja hvernig þetta endar.“ Annar Akureyringur og fyrrum leikmaður KA sem nú spilar í Frakk- landi, Jónatan Magnússon að nafni, sat uppi í stúku og fylgdist með nýju liði bæjarbúa. Hann var sáttur við sína menn. „Þetta var ótrúlega spennandi. Það var flott að sjá þessa svakalegu vörn en ég segi bara pass ef þú ætlar að spyrja mig um sókn- arleikinn. Það var skrítið að sjá liðið spila svona blandað en mér leið eins og þetta væri bara mitt gamla lið. Þarna eru svakalegir reynsluboltar og ef þeir lenda í svona jöfnum leikj- um eiga þeir að vinna þá.“ Valsmenn brotlentu Akureyringar blanda sér í toppbaráttuna en Valsmenn létu toppsætið í hendur HK úr Kópavogi eftir þriggja marka tap í hörkuleik á Akureyri FYRIR norðan áttust Akureyringar og Valsmenn við í hörkuleik í DHL- deild karla í handknattleik. Jafn- ræði var með liðunum nánast allan leikinn og skiptust þau á að hafa forystu. Heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og sigu þá fram- úr. Niðurstaðan varð þriggja marka sigur Akureyringa og fyrir vikið misstu Valsmenn toppsætið í hendur HK. Akureyringar eru enn með í toppbarátunni, þremur stig- um á eftir Val og fjórum stigum á eftir Kópavogspiltum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Vantar klístur Hörður Fannar Sigþórsson línumaður Akureyrar reynir að góma boltann í leik liðsins gegn Val í gær en Hörður skoraði þrjú mörk í leiknum þar sem að Akureyri hafði betur og blandaði liðið sér í toppbaráttuna.                 (     )        ! "    "  *   # % &' ' %           ÍSLANDSMEISTARALIÐ Njarðvíkur er úr leik í bik- arkeppni Lýsingar og KKÍ. ÍR-ingar komu nokkuð á óvart með því að leggja Njarðvík að velli, 71:68, í 32 liða úrslitum. Njarðvíkingar skoruðu aðeins 9 stig í öðr- um leikhluta en staðan í hálfleik var 40:26 fyrir ÍR. Hreggviður Magnússon skoraði 16 stig fyrir ÍR og Ómar Örn Sævarsson tók 14 fráköst. Í liði Njarðvíkur skoruðu Guðmundur Jóns- son og Brenton Birm- ingham 14 stig hvor. Tinda- stóll lagði 1. deildar lið Breiða- bliks 98:82. Lamar Karim skoraði 27 stig fyrir Tindastól sem leikur í úrvalsdeild og Milojica Zekovic var með 24 stig fyr- ir Tindastól. Haukar og KR áttust við en bæði lið eru í úrvalsdeild. KR-ingar gerðu út um leikinn í 1. leikhluta sem endaði 31:17 en lokatöl- ur leiksins urðu, 108:85, fyr- ir KR. Brynjar Björnsson skoraði mest fyrir KR eða 23 stig, Fannar Ólafsson tók 14 fráköst fyrir KR og Tyson Patterson var með 18 stoð- sendingar, auk þess skoraði hann 13 stig. Kristinn Jón- asson skoraði 23 stig fyrir Hauka. ÍR-ingar komu á óvart Ómar Sævarsson. GRINDAVÍK komst í gærkvöldi í 16 liða úr- slit bikarkeppni Körfuknattleikssambands Ís- lands og Lýsingar með því að leggja Snæfell, 87:82, í Grindavík. Gestirnir úr Hólminum byrjuðu mun betur í gær og voru með fína forystu eftir fyrsta leikhluta, 26:15, og síðan 43:36 í leikhléi. Grindvíkingar sneru dæminu við í þriðja leik- hluta sem þeir unnu 27:13 og komnir með forustu sem þeir létu ekki af hendi. Steven Thomas var sterkastur Grindvík- inga með 23 stig og átta fráköst en einnig áttu Adam Darboe og Þorleifur Ólafsson góð- an dag. Hjá Snæfelli var Justin Shouse öflugastur með 28 stig og fimm sinn- um stal hann boltanum af heimamönnum. Hlynur Bæringsson var með 13 stig og 16 fráköst auk þess sem hann átti fjórar stoð- sendingar. Einnig átti Sig- urður Þorvaldsson fínan leik. Af öðrum leikjum í bik- arnum í gær má nefna að Keflavík-b, með þá Guðjón Skúlason og Fal Harðarson fremsta í flokki, lagði KFÍ 99:92 á Ísafirði og A-lið Keflavíkur vann Hött, 116:59. Hamar/Selfoss lagði B-lið Njarðvíkur 95:73. Grindavík áfram í bikarnum Þorleifur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.