Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is „Ég sé mikið eftir þessu víti sem ég klúðraði, það var algjört kæruleysi, en er ánægður með nýtinguna enda landsliðsmaður í marki Stjörnunnar,“ sagði Jóhann Gunnar við Morgun- blaðið að leik loknum. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en fórum yf- ir málin í leikhléinu, vissum að þeir eru þyngri en við og okkur myndi takast að sprengja það. Í síðari hálf- leik keyrðum við á þá af fullum krafti og það skilaði árangri.“ Í stórum dráttum dugar lýsing Jó- hanns á síðari hálfleiknum. Eftir að nokkuð jafnt var á með liðunum fyrir leikhlé, þar sem þó heimamenn voru nær ávallt skrefi á undan, skorti leik- menn Stjörnunnar kraft til að klára leikinn. Liðið skoraði aðeins átta mörk í öllum hálfleiknum, þar af voru sex þeirra á fyrstu fimmtán mínútun- um en þá kom gríðarlega góður leik- kafli hjá Frömurum sem hreinlega settu upp varnarmúr fyrir framan mark sitt og þau skot sem sluppu í gegn fóru annaðhvort framhjá eða Björgvin Páll Gústafsson, markvörður liðsins, varði. Það segir sína sögu að Björgvin varði ekki nema ellefu skot í leiknum öllum en Stjarnan skoraði alls tuttugu mörk. Roland Eradze, markvörður Stjörnunnar, varði hins vegar fimm- tán skot. Átta mörk í röð hjá Fram Um miðbik síðari hálfleiks var stað- an 22:18 en þrettán og hálfri mínútu síðar var komin upp gjörbreytt staða, 29:18, og hreint út sagt ótrúlegt að sjá getuleysi Stjörnumanna á þessum leikkafla. Þeim tókst aldrei að brjót- ast í gegnum vörnina og voru hvað eftir annað þvingaðir til að taka skot utan af velli, oftast nær úr ómögu- legri stöðu – þrátt fyrir að Brjánn Bjarnason, hinn sterki varnarmaður Fram, fengi reisupassann á 49. mín- útu. Á sama tíma voru leikmenn Stjörn- unnar sérlega óheppnir í vörninni og fengu t.a.m. dæmd á sig fimm víta- köst og þrjár brottvísanir. Ekki má gera lítið úr því að mjög sterka leikmenn vantaði í Stjörnu ið, s.s. Patrek Jóhannesson og T Kalandadze sem tóku út leikbann, Frömurum til hróss má segja að hafi þeir nýtt sér til hins ýtrasta. Þ voru afar lunknir við að finna glufu vörn gestanna sem oft á tíðum hö engin önnur ráð en að brjóta af sé oft klaufalega, sbr. þau þrettán v köst sem Fram fékk í leiknum. Ellefu marka sigur sýnir vissul ekki getumuninn á liðunum en ljós að Kristján Halldórsson, þjál Stjörnunnar, á verðugt verkefni fr undan við að endurvekja sjálfstra leikmanna sinna og finna út hv vegna þeir voru vart virkir síðu fimmtán mínútur leiksins. Liðið sem stendur í fimmta sæti deildari ar, með sex stig eftir átta leiki líkt Haukar, en Fylkismenn eru m fimm stig í sjöunda sæti og með til góða. „Okkur skorti kraft til að kl leikinn og svo brotnuðum við bar restina,“ sagði vonsvikinn þjál Stjörnunnar í lok leiks. „Við vorum mikið út af, með of margar klaufav ur. Misstum alltaf menn út af þe við vorum að nálgast þá, svo misst við þrek og svo fór sem fór – reyn var þetta fullstórt.“ Þriðji sigurinn í röð ÍSLANDSMEISTARAR Fram eru heldur betur að rétta úr kútnum eftir brösulega byrjun í DHL-deild karla í handknattleik. Liðið vann stórsigur, 31:20, á Stjörnunni á laugardag og eru aðeins fjórum stigum frá toppliði HK, en með leik til góða. Stjarnan mátti sætta sig við sáran ósigur eftir að hafa farið inn í síðari hálfleik einu marki undir, 12:13. Jóhann Gunnar Ein- arsson var markahæstur heima- manna, skoraði tíu mörk en þar af voru níu úr vítaköstum og var hann með 90% nýtingu af vítalínunni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kraftmikill Haraldur Þorvarðason, línumaður Fram, brýst fram hjá Birni Óla Guðmundssyni, sem er ti varnar. Feiknasterk vörn Fram var lykillinn að ellefu marka sigri á Stjörnunni í Safamýri  Gestirnir skoruðu aðeins tvö mörk á síðasta stundarfjórðungnum                  (            ! "    !+   # % &' ' %          Eftir Ívar Benediktsson í Köln iben@mbl.is Í Super-Cup taka þátt sigurliðin þrjú á Evrópumótunum ár hvert auk gest- gjafa sem að þessu sinni var Gum- mersbach. Liðið hafði lagt Lemgo í undanúrslitum, 34:33, og Ciudad Real, með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar borið sigurorð af Medvedi frá Rússlandi, 37:34, í hinum undan- úrslitaleiknum sem fram fór á laug- ardag. Segja má að leikmenn Gummers- bach hafi gert of mörg mistök, þá sér- staklega í fyrri hálfleik. Staðan í hálf- leik var 18:13, Ciudad Real í vil. Ólafur Stefánsson lék nær allan leik- inn með Ciudad og skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti. Ljóst er þó að hann er langt frá því að vera orðinn góður í vinstri öxlinni en meiðsli hafa hrjáð hann í allt haust. Róbert Gunnarsson var jafn besti leikmaður Gummersbach í úrslita- leiknum, skoraði sex falleg mörk af línunni og barðist vel í vörn. Guðlaug- ur Arnarsson lék allan leikinn í vörn Gummersbach og stóð fyrir sínu og gaf Ólafi m.a. engin grið. Guðjón Val- ur Sigurðsson var hinsvegar langt frá sínu besta í sókninni, einkum í fyrri hálfleik þar sem honum brást boga- listin í sex skotum, þar af í fimm úr opnum færum. Hann sótti í sig veðrið í síðari hálfleik og skoraði þá fimm mörk, þar af fjögur í hraðaupphlaup- um. Guðjón var að vonum svekktur í leikslok þegar Morgunblaðið náði af honum tali. „Ég er afar svekktur út í sjálfan mig vegna þess hversu illa ég lék, einkum í fyrri hálfleik þegar ég nýtti ekki fimm eða sex dauðafæri. Þar lá munurinn á liðunum að loknum fyrri hálfleik og því tek ég hluta taps- ins á mig. Það er einfaldlega svo að þegar leikið er gegn einu besta liði heims þá má ekki gera svona mörg mistök og við gerðum að þessu sinni, ætli menn sér að vinna,“ sagði Guðjón ennfremur. „Það eru einfaldlega alltaf von- brigði að tapa úrslitaleik. Við erum í boltanum til þess að vera á meðal þeirra bestu og þegar komið er í úr- slitaleik, sama í hvaða keppni það er, þá viljum við vinna. Ég er afar von- svikinn út í sjálfan mig fyrir að standa mig ekki betur en raun varð á. Ég er einn lykilmanna Gummersbachs-liðs- ins og það skiptir öllu að sýna allar bestu hliðarnar í stórleikjunum.“ Ásgeir lék báða leikina Ásgeir Örn Hallgrímsson lék frá upphafi til enda báða leikina með Lemgo í Super-Cup. Hann hefur tek- ið stöðu Florians Kerhmans í hægra horninu. Auk þess þá var hann fremsti maður í 5/1 vörninni sem Lemgo lék lengst í báðum leikjum. Ásgeir náði ekki að skora í undanúr- slitaleiknum við Gummersbach, en sá leikur tapaðist, 34:33, og fékk Ásgeir úr litlu að moða. Hann var einu sinni rekinn af leikvelli. Logi Geirsson lék aðeins í fjórar mínútur í þeim leik áð- ur en hann meiddist eins og greint er frá annars staðar í blaðinu. Guðjón Valur og Róbert skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gummersbach. Guðlaugur Arnarson lék nær allan leikinn í vörn Gummersbach. Ásgeir hafði meira í frammi í leikn- um við Medvedi um þriðja sætið í gær. Hann skoraði þrjú mörk. Ólafur meistari Guðjón Valur Sigurðsson LÆRISVEINAR Alfreðs Gíslasonar hjá þýska handknattleiksliðinu Gummersbach töpuðu fyrir Evr- ópumeisturum Ciudad Real, 36:31, í úrslitaleik Super-Cup keppninnar í handknattleik í Köln Arena í gær að viðstöddum rúmlega 15.000 áhorfendum. Morgunblaðið/RAX GUÐMUNDUR Guðmundsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik sinna manna laugardag en benti á að í lið Stjörnunnar hefði vantað sterk menn. Ellefu marka sigur kom honum þó á óvart. „Ég átti ekk von á þessu, satt að segja, og í raun spiluðu Stjörnumenn mjö vel í fyrri hálfleik. Við hins ve vissum það í leikhléi að við my um taka þetta í þeim síðari, ég var sannfærður um það.“ Guðmundur er afar ánægður með hve ásigkomulag leikman er gott um þessar mundir og s ir reynsluna úr meistaradeild Evrópu vera að skila sér inn í deildina. Hann hrósaði vörn sin sérstaklega fyrir síðari hálfleik inn þegar liðið fékk aðeins tvö mörk á sig á fimmtán mínútum „og átta mörk í öllum hálf- leiknum. Það segir mikið um h vörnin var góð. Liðið er einnig mjög góðu ásigkomulagi og við nýttum okkur það í þessum lei Ég held að við séum að komast gang eftir meistaradeildina og um kannski komnir í betra leik form. Það skilar okkur þremur sigrum í deildinni og einum í b arkeppninni, þannig að við eru búnir að vinna fjóra leiki í röð það er mjög gott fyrir sjálfs- traustið.“ Skemmtilegur fyrri hálfleik Fram lék afar erfiðan leik g Akureyri þremur dögum fyrir leikinn á laugardag en ekki va að sjá nein þreytumerki á leik- mönnum. „Alls ekki og ég var mjög ánægður með þá. Í raun fannst mér fyrri hálfleikurinn mjög skemmtilegur, hann var hraður og þá spiluðu bæði lið góðan handbolta. Við reyndar duttum aðeins niður síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik en a öðru leyti fannst mér þetta góð leikur,“ sagði Guðmundur en l náði fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik en Stjörn menn náðu að klóra í bakkann ur en flautað var til leikhlés. Var sann- færður um sigur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.