Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins HJÖRTUR Hjartarson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, var val- inn besti leikmaðurinn í NAIA- háskóladeildinni í Bandaríkjunum en keppni þar lauk á dögunum. Hjörtur, sem nú er genginn til liðs við Þrótt, hlaut þessa viðurkenn- ingu annað árið í röð. Innan NAIA eru 350 litlir háskólar sem ekki fá aðgang að keppni stærstu háskól- anna í landinu. Hjörtur og Kári Ársælsson, varn- armaður úr Breiðabliki, voru valdir í 11 manna úrvalslið deildarinnar en þeir leika báðir með Auburn- háskóla. Lið þeirra var slegið út í 16 liða úrslitum í lokakeppni há- skólanna í þessum mánuði. Jóhann Hreiðarsson úr Þrótti, fé- lagi þeirra í liði Auburn, var valinn í úrvalslið númer tvö í deildinni, og var því í hópi þeirra sem taldir voru í 12.–22. sæti yfir bestu leikmenn- ina. Fjórði leik- maður Auburn, Ágúst Þór Ágústsson úr Breiðabliki, sem lék með Fjölni sem lánsmaður í sumar, var valinn í úrvalslið númer þrjú, sem og Björn Viðar Ás- björnsson, sem er nýgenginn til liðs við Víking frá Fylki, en hann spilar með Webber-háskóla. Lið Björns komst í undanúrslit háskólakeppn- innar. Hjörtur aftur sá besti í NAIA-deildinni Hjörtur Hjartarson MÖGULEIKAR spænska knatt- spyrnufélagsins Barcelona á að styrkja lið sitt með leikmanni utan Evrópu jukust verulega í gær þeg- ar mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez fékk tvöfalt rík- isfang og telst nú líka spænskur ríkisborgari. Lið í spænsku 1. deildinni mega aðeins vera með þrjá leikmenn frá löndum utan Evrópubandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópum. Barcelona var með þann kvóta fullnýttan því hjá félaginu eru þeir Ronaldinho frá Brasilíu og Samuel Eto’o frá Kamerún, auk Marquez. Þeir Jav- ier Saviola og Lionel Messi eru frá Argentínu en eru með tvöfalt rík- isfang. „Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur því nú getum við bætt í hóp- inn, en við ætlum ekki að flýta okk- ur í þessum efnum,“ sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi fyrir helgina.. Barcelona getur bætt við leikmanni Pavel Ermol-inskí gerði 13 stig þegar lið hans, Axarguia, lagði varalið Real Madrid á föstu- dagskvöldið, 88:74. Pavel lék í rúmar 20 mínútur og tók 6 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.    Jakob Örn Sigurðsson og félagarhans hjá Vigo í spænsku deild- inni töpuðu fyrir Plasenica-Galco á heimavelli sínum, 85:82. Jakob stóð fyrir sínu, gerði 13 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki í byrj- unarliðinu að þessu sinni en lék í 26 mínútur.    Finnska liðið ToPo, sem LogiGunnarsson leikur með, tapaði á heimavelli á föstudaginn fyrir Porvoon Tarmo 94:83. Logi var stigahæstur í liði ToPo með 24 stig og hann gaf líka flestar stoðsend- ingar, fjórar talsins, og tók einnig fjögur fráköst. Logi var í byrj- unarliðinu og lék í 39 mínútur.    Körfuboltadómarinn RögnvaldurHreiðarsson, dæmdi í gær sinn 1.000. leik á vegum KKÍ, þegar hann dæmdi leik Grindavíkur og Snæfells í bikarkeppninni. Hann er aðeins annar dómarinn sem nær þeim áfanga en hinn er Jón Otti Ólafsson sem síðan hætti þegar hann hafði dæmt 1.673 leiki. Rögnvaldur dæmdi sinn fyrsta leik 22. janúar 1995 en það var viðureign KR og Grindavíkur í bikarkeppni stúlkna. Hann er búinn að dæma 244 leiki í úrvalsdeildinni.    Lokeren gerðimarkalaust jafntefli á heima- velli við Char- leroi í belgísku deildinni á laug- ardaginn. Rúnar Kristinsson fyr- irliði var besti leikmaður Loke- ren sem þótti reyndar leika fremur illa.    Gunnar Þór Gunnarsson var íbyrjunarliði Hammarby sem sótti norska liðið Lilleström heim í Skandinavíudeildinni í gær. Sænska liðið tapaði 2:0 en Pétur Marteins- son kom inn á sem varamaður í liði Hammarby á 40. mínútu.    Ármann Smári Björnsson ogÓlafur Örn Bjarnason voru í hjarta Brann-varnarinnar þegar norska liðið tók á móti sænska liðinu Helsingborg. Liðin skildu jöfn, 2:2, en Ármann Smári lék ekki síðari hálfleikinn. Kristján Örn Sigurðs- son var ekki í liði Brann. Hels- ingborg skoraði tvívegis, á 11. og 58. mínútu áður en heimaliðið náði að skora á 73. mínútu og jafna á þeirri 83. Fólk sport@mbl.is Í byrjun virtist sem Haukar ætl- uðu að stinga af og hefna þar með rækilega fyrir tapið í fyrstu um- ferð mótsins. Þeir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og það virtist allt vera í himnalagi hjá þeim en ekk- ert gekk hjá gestunum. Það breyttist þó og ÍR-ingar byrjuðu smám saman að bíta fastar frá sér og þeir jöfnuðu metin, 10:10, og þá fannst Páli Ólafssyni, þjálfara Haukanna, nóg komið og tók leikhlé. Það virkaði því þegar fyrri hálfleikur var allur höfðu heima- menn þriggja marka forskot, 16:13. Síðari hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri; Haukar með undirtökin og forystuna en sprækir og bar- áttuglaðir ÍR-ingar aldrei langt undan og þeir hættu aldrei og þeir fá stjörnu í kladdann fyrir það. Litlu munaði að blálokin yrðu mjög spennandi en Haukamenn svona hálfhéngu á forystunni og unnu verðskuldaðan sigur en teljast þó klaufar að hafa ekki klárað dæmið mun fyrr. Ráðleysislegur, tilviljun- arkenndur og einstaklingsbundinn sóknarleikur þeirra í síðari hluta síðari hálfleiks var líkast til ástæð- an fyrir að Haukar gerðu ekki út um leikinn fyrr en barátta og vilji gestanna á einnig sinn þátt í því. Það munaði talsvert fyrir Haukana að Arnar Pétursson lék ekkert með vegna meiðsla en kappinn sá hefur farið á kostum í varnarleiknum í undanförnum leikjum og í raun bundið vörnina saman. Haukar eru klárlega á uppleið þótt þessi leikur hjá þeim hafi verið ansi kaflaskipt- ur. Gestirnir úr Breiðholtinu sýndu á köflum mjög góðan leik og það er gaman að þessu liði. Kraftur og fjör einkenna það og leikmenn þess vilja klárlega spila hraðan leik og hann hentar liðinu vel. Hins vegar var óðagotið á þeim á köflum of mikið og hefði jafnvægið verið að- eins meira er ekki ólíklegt að upp- skera þeirra hefði orðið eitt stig. Þetta efnilega lið hefur tapað mörgum leikjum naumt og ekki þykir undirrituðum ólíklegt að stigum þeirra fari fjölgandi á næst- unni haldi liðið haus andlega, ef svo má að orði komast. Það er öll- um liðum erfitt að tapa mörgum leikjum í röð en ÍR-liðið er ekki nema hársbreidd frá því að snúa dæminu við, enda býr mikið í lið- inu. „Í það heila er ég ekki ánægður með leik minna manna. Klaufa- gangur og óðagot voru of einkenn- andi og við töpuðum boltanum of oft. Hins vegar var ég ánægður með baráttuna, strákarnir gáfust aldrei upp og það vantaði svo sann- arlega ekki viljann. Hins vegar er auðvitað erfitt að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum en ég vona og trúi að dæmið snúist okkur í vil. Ég er margoft búinn að segja við strákana að ef við berjumst og höf- um fyrir hlutunum þá munum við uppskera og við verðum bara að halda ótrauðir áfram veginn og það munum við gera,“ sagði Erlendur Ísfeldt, þjálfari ÍR. Skrautlegur leikur en skemmtilegur HANN var nokkuð skrautlegur leikur Hauka og ÍR á Íslandsmótinu í handbolta karla sem fram fór á Ásvöllum í gærdag. Heimamenn höfðu að lokum nauman sigur, 31:29, eftir að hafa haft frum- kvæðið svo til allan leikinn. Hauka- menn voru yfirleitt skrefinu á und- an þeim ÍR-ingum en gekk bölvanlega að hrista þá af sér þrátt fyrir fjölmörg tækifæri til þess. Þessi leikur einkenndist af tals- verðum hraða, óðagoti, þónokkrum sveiflum og mörgum mistökum; hann var þó aldrei leiðinlegur.                            ! "    #$ # % &' ' %          Eftir Svan Má Snorrason Spænskir fjölmiðlar segja að Barce- lona hafi verið miklu betra liðið en gengið erfiðlega að brjóta vörn Vill- arreal á bak aftur og komst að Bar- bosa markverði gestanna – allt þar til Eiður Smári lét til sín taka. Hann féll rétt innan vítateigslínu á 34. mín- útu og dæmd var vítaspyrna. Mjög harður dómur og sagði spænska blaðið Marca meðal annars að hann hefði leikið ágætlega þegar vítið var dæmt og slakur dómari leiksins hefði fallið í gildruna. Staðan í leikhléi var 1:0 og snemma í síðari hálfleik skoraði Eið- ur Smári annað mark liðsins með skalla eftir flotta sendingu frá Iniesta sem bætti síðan þriðja marki liðsins við sjálfur. Spænskir miðlar segja að Eiður Smáir hafi verið rangstæður en það hafi farið framhjá dómaratríóinu. Fjórða og síðasta mark leiksins gerði síðan Ronaldinho þremur mín- útur fyrir leikslok. Sérlega glæsilegt mark. Hann fékk boltann inn í víta- teig, tók hann niður á brjóstkassann og tók síðan bakfallsspyrnu og sendi boltann í netið. „Þetta er markið sem mig dreymdi um að skora þegar ég var lítill,“ sagði Ronaldinho um markið. „Ég hélt að ég væri rang- stæður en þegar það var ekkert flautað og ég hafði náð valdi á bolt- anum sá ég að hann var í nákvæm- lega réttri hæð til að reyna bakfalls- spyrnu,“ sagði Brasilíumaðurinn. Frank Rijkaard, þjálfari Barce- lona, sagði að leikurinn hefði ekki verið eins auðveldur og úrslitin bæru ef til vill með sér. Hann hrósaði Eiði Smára fyrir leik hans. „Hann hefur komið mjög sterkur inn í hópinn hjá okkur, leikið mjög vel og það sem er ekki síður mikilvægt er að hann fell- ur vel inn í hópinn og leikur virkilega vel fyrir liðið,“ sagði Rijkaard. Um mark Ronaldinhos sagði þjálfarinn: „Það var í einu orði sagt stórkost- legt.“ Eiður Smári hefur nú gert fimm mörk í spænsku deildinni. Eiður Smári skoraði og fékk víti EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, kom mikið við sögu þegar Barce- lona vann Villarreal 4:0 í spænsku deildinni á laugardaginn. Eiður Smári vann vítaspyrnu sem Ronald- inho skoraði af öryggi úr, hans 50. mark í spænsku deildinni, og síðan skoraði Eiður Smári annað mark Börsunga eftir frábæra sendingu Iniesta. AP Fagnar Eiður Smári Guðjohnsen fagnar markin sínu gen Villarreal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.