Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 2
2 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Hart deilt við Hafró um skoðunarsvæði Hafrannsóknastofnunin hefur lagt fram tillögur að sérstökum hvalaskoðunar- svæðum. Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja svæðin of lítil og hvalaskoðun geti lagst af. Hrefnuveiðimenn segja Hafró ganga of langt í að friða svæðin. SJÁVARÚTVEGUR Hvalaskoðunar- samtök Íslands og Félag hrefnu- veiðimanna eru afar ósátt við til- lögur Hafró um afmörkun svæða fyr ir hva la - sko ðu n sem sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneyt- ið kynnti á vef sínum í gær. Rannveig Grét- arsdóttir, einn a f fo r ys t u - mönnum Hvala- skoðunarsam- takanna og framkvæmdastjóri Eldingar, segir svæðin allt of lítil og að ef farið verði að þessum til- lögum muni hvalaskoðun leggjast af hér á landi innan fárra ára. Í tilkynningu sem samtök- in sendu frá sér segir: „Tillag- an ber þess ríkulega merki að Hafró hefur frá upphafi verið málpípa hvalveiðimanna og hval- veiðistefnu stjórnvalda hverju sinni.“ Rannveig segir að sam- tökin hafi sent Steingrími J. Sig- fússyni sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þau krefjist þess að ræða þessi mál við hann áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Gunnar Bergmann Jónsson, formaður Félags hrefnuveiði- manna, segir tillögur Hafró ganga allt of langt í því að friða ákveðin svæði. Enn fremur segir hann að ekkert bendi til þess að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á hvalaskoðun. „Þau griðlönd sem útbúin eru á helstu veiðisvæðum hrefnuveiðimanna í Faxaflóa og Skjálfanda eru einnig út úr öllu korti, og hafna hrefnuveiðimenn alfarið þeirri nálgun,“ segir í til- kynningu frá honum. Hann segir einnig að hvalaskoðunarfyrirtæk- in hérlendis hafi ekki sýnt vilja til að koma á samvinnu við hval- veiðimenn. Hverju svarar Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar, gagnrýni Hvala- skoðunarsamtakanna? „Auðvitað hefur Hafrannsóknastofnunin litið á hvali sem hverja aðra endur- nýjanlega auðlind og við höfum lagt til aflamark við þessa stof- an líkt og aðra nytjastofna. En við gengum til þessarar vinnu [að afmarka svæðin] á faglegum for- sendum og reyndum að finna lausn byggða á staðreyndum og sann- girni sem allir gætu sætt sig við.“ Hann segir enn fremur allt benda til þess að veiðar utan svæðanna muni hafa afar lítil áhrif á hvala- skoðun innan þeirra. Svo verði veiðum dreift eftir ákveðnu kerfi þannig að þær fari fram í réttu hlutfalli við fjölda hvala á hverju svæði. Það ætti einnig að draga úr hugsanlegum áhrifum veið- anna á hvalaskoðun. Hann sagðist enn fremur skilja að tillögurnar myndu þýða umtalsverða skerð- ingu fyrir hvalveiðimenn. jse@frettabladid.is Tommi, ætlarðu ekki að kjósa Borgarahreyfinguna? „Maður í minni stöðu getur ekki verið pólitískur.“ Tómas Tómasson, Tommi í Hamborgara- búllunni, heldur sér í feiknaformi með nægri hreyfingu og borgaraáti. VIÐSKIPTI Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari um bankahrun- ið, á von á því að verða kominn með skýrslur endurskoðunarfyrirtækj- anna um gömlu viðskiptabankana í hendur í dag. Honum hefur hingað til verið neitað um aðgang að þeim vegna bankaleyndar, en í gær tóku gildi breytt lög um embætti hans sem rýmka valdheimildirnar. Stóru endurskoðunarfyrirtækin unnu skýrslurnarnar síðasta haust fyrir Fjármálaeftirlitið og hafa þær fram að þessu verið sveipaðar leyndarhjúp. Fjölmiðlar hafa ekki fengið aðgang að þeim og Ólafur Þór ekki heldur. Öllum öðrum en Rannsóknarnefndinni um banka- hrunið hefur verið svarað á þá leið að í skýrslunum sé of mikið af þagnarskyldum upplýsingum til að hægt sé að láta þær af hendi. „Ég gerði ráðstafanir í dag [gær] til að nálgast þær [skýrslurnar] og við getum þá farið að rýna svolítið í þær og fóta okkur aðeins betur í þessu. Það er fyrsta skref,“ segir Ólafur Þór. Ólafur segir að sér hafi borist nokkuð af ábendingum um sak- næmt athæfi í aðdraganda banka- hrunsins og hann hafi nú þó nokk- ur mál til rannsóknar, þar af nokkur umfangsmikil. Hann segist þó ekki geta tíundað nánar hvers eðlis málin séu. Þá fari einnig tími í það þessi dægrin að ráða nýtt starfsfólk til embættisins. - sh Skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um bankana í hendur sérstaks saksóknara: Fær loksins að sjá skýrslurnar SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Ólafur Þór ætlar nú að þaullesa skýrslurnar um gömlu bankana þrjá. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL JAFNRÉTTI Jafnréttisráð fagnar aðgerðaáætlun gegn mansali, stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar um kynjaða hagstjórn og til- komu Jafnréttisvaktar, segir í tilkynningu. Um leið er minnt á að algjör- lega sé á skjön við anda jafnréttis laga að í nýskipaðri stjórn Seðlabanka séu fimm karl- ar og tvær konur og í sérnefnd um endurskoðun stjórnarskrár séu átta karlar og ein kona. Á sama hátt sé gagnrýnivert að í stjórn Kaupþings séu einungis konur. Hafa skuli í huga og taka tillit til að samfélagið sé kynjað. - kóþ Um verk ríkisstjórnar: Jafnréttisráð með og á móti MENNTUN Röskva, samtök félags- hyggjufólks við Háskóla Íslands, boðar til setuverkfalls fyrir utan skrifstofu Háskólarektors í dag. Tilgangur setuverkfalls- ins er að knýja skólayfirvöld til að taka upp sumarannir við skólann. Setuverkfallið hefst klukk- an átta og þar verður setið til klukkan eitt eftir hádegi. Könnun sem stúdentaráð gerði bendir til þess að tæp- lega 13.000 háskólastúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Fundað verður um málið í Háskólaráði í dag. - kg / sjá síðu 10 Röskva boðar til setuverkfalls: Vilja sumar- annir við HÍ ÍSRAEL, AP Benjamin Netanyahu, verðandi forsætisráðherra Ísra- els, virtist sýna Palestínumönnum meiri sáttahug en áður í ræðu á ráðstefnu um efnahagsmál í Ísra- el í gær. Þar hét hann friðarvið- ræðum við palestínsk stjórnvöld. Friður er „sameiginlegt og varan legt markmið allra Ísraela og ísraelskra ríkisstjórna, þar með talið minnar,“ sagði Netanyahu. Kosningabarátta hans þótti ein- kennast af andstöðu við sjónarmið Palestínumanna, en stjórnmála- skýrendur segja hann þurfa að mýkja afstöðu sína eftir að Verka- mannaflokkurinn féllst á að ganga inn í stjórn hans. - bj Netanyahu vill friðarviðræður: Mýkri afstaða til Palestínu NÝ STJÓRN Búist er við að Netanyahu kynni nýja ríkisstjórn Ísraels á þingi landsins í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 2 3 Tillaga að hvalaskoðunarsvæðum Eyjafjörður og Skjálfandi 3 Faxaflói 2 Steingrímsfjörður RANNVEIG GRÉTARSDÓTTIR VIÐSKIPTI Á fundi kröfuhafa í Eglu hf., sem haldinn var í gær, var samþykkt að leita samþykk- is kröfuhafa til að fara fram á nauðasamninga. Stjórnin lagði tillöguna fram, en í henni felst að um 15 prósent af kröfum verði greidd á næstu mánuðum. Skuld- ir fyrirtækisins eru á níunda milljarð króna. Fjórðungur kröfuhafa þarf að samþykkja til að beiðni um nauða- samninga verði tekin fyrir. Krist- inn Hallgrímsson lögmaður bjóst við að sá stuðningur næðist strax eftir helgi, enda hefði komið fram víðtækur stuðningur við tillöguna á fundinum í gær. Gangi það eftir má gera ráð fyrir að nauðasamn- ingar geti farið fram í maí. Egla er dótturfélag fjárfest- ingafélagsins Kjalars, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, sem oft er kenndur við Samskip. Kjalar á í deilum við Kaupþing um uppgjör framvirkra gjaldeyrissamninga. Kjalar vill að þeir séu miðaðir við gengi Evrópska seðlabankans í október á síðasta ári. Það er um helmingi hærra en það sem Seðla- banki Íslands notaðist þá við. „Það liggur fyrir að Kjalar mun strax og fyrirtækið hefur mögu- lega á að fara í mál vegna þessara samninga,“ segir Kristinn. Hann segir að fái Kjalar kröfum sínum framgengt muni kröfuhafar í Eglu fá skuld sína greidda að fullu. - kóp Leitað samþykki lánardrottna dótturfélags Kjalars til nauðasamninga: Egla leitar nauðasamninga ÓLAFUR Egla er dótturfélag Kjalars sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, sem oft er kenndur við Samskip. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þau griðlönd sem útbúin eru á helstu veiðisvæðum hrefnuveiðimanna í Faxaflóa og Skjálfanda eru einnig út úr öllu korti … GUNNAR BERGMANN JÓNSSON FORMAÐUR FÉLAGS HREFNUVEIÐIMANNA LÖGREGLUMÁL Göngumaður fann sprengju á Hengilssvæðinu í gær. Sprengjudeild Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út og sprengdi hún sprengjuna á Sandskeiði á níunda tímanum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni tók maður- inn sem fann sprengjuna hana með sér heim, en fjölskyldumeð- limur sá strax að um hættulega sprengju var að ræða. Sprengjusérfræðingar segja að um hafi verið að ræða svokallaða riffilhandsprengju frá tímum seinni heimsstyrjaldarinna. - bj Sprengjudeild LHG kölluð út: Fann sprengju á Hengilssvæði SLYS Ekki vildi betur til við sjó- setningu báts í Kópavogshöfn í gær en að bíllinn, kerran og bát- urinn enduðu öll í höfninni. Eig- andi var einn á ferð með bátinn í kerru og bakkaði niður þar til gerðan ramp. Af einhverjum orsökum fór bíllinn alla leið og á bólakaf í höfnina. Eigandanum varð ekki meint af volkinu. Slökkvilið og lögregla komu á staðinn og kalla þurfti á kafara til að ná bílnum upp. Losa þurfti kerruna af bílnum í bólakafi og þá var loks hægt að koma taug í bílinn og draga hann upp með spili. Ekki er vitað hvað olli því að bíllinn rann af stað. - kóp Slys við Kópavogshöfn: Bíll dróst með bát í höfnina Á BÓLAKAF Eins og sést fór bíllinn á bólakaf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.