Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 4
4 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR BETRA START MEÐ EXIDE-RAFGEYMUM 15% afsláttur Upplýsingar í síma 515 1100 Sendið pantanir á pontun@olis.is Eigum fyrirliggjandi mikið úrval rafgeyma frá Exide, ýmsar stærðir og gerðir fyrir bíla, báta og önnur tæki. Gæðafram- leiðsla sem reynst hefur afar vel við íslenskar aðstæður. RÓM, AP Þúsundir sjómanna far- ast á hverju ári vegna mannlegra mistaka, vanhæfni skipstjórn- enda og lélegs skipakosts. Áætlað er að 24 þúsund farist á hverju ári af þeim fimmtán milljónum sem sækja sjó sér til lífsviðurværis. Þetta er niðurstaða Matvæla- stofnunar SÞ, sem segir sjómennsku vera hættulegasta starf í heimi ef dauðsföll eru höfð sem viðmið. Árið 2003 áætl- uðu SÞ að tvær milljónir manna farist árlega í vinnuslysum. Um 80 prósent þeirra dauðsfalla eru rakin til mannlegra mistaka og vanrækslu. - shá Sjómennska hættulegust: Þúsundir deyja á sjó ár hvert VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 2 4 4 17° 16° 13° 15° 12° 16° 19° 17° 11° 11° 20° 16° 17° 30° 4° 16° 17° 10° 6Á MORGUN 3-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. LAUGARDAGUR 5-10 m/s 7 2 1 2 0 1 3 5 8 2 10 18 15 13 6 6 5 10 13 18 15 8 10 4 7 HELGIN Á laugardag verða suðlægar áttir ríkj- andi með hlýindum. Skúrir sunnan og vestan til í fyrstu og bjart með köfl um nyrðra. Úrkomulítið sunnan til síðdegis. Hiti 4-10 stig, svalast á Vestfjörðum. Á sunnudag slær fyrir norðaustan átt á Vestfjörðum með frosti og éljum. Skúrir sunnan til en bjart með köfl um fyrir norðan og austan. 7 7 8 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENÚA, AP Bandaríkjamenn virð- ast nú eiga greiða leið inn í mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna eftir að Nýsjálendingar ákváðu í gær að draga framboð sitt til baka. Nýsjálensk stjórnvöld telja að Bandaríkin geti haft meiri jákvæð áhrif í nefndinni. Bandaríkjastjórn tilkynnti um framboð sitt á þriðjudag. Það er stefnubreyting frá því sem var í forsetatíð George W. Bush, sem vildi ekkert með nefndina hafa vegna gagnrýni hennar á Ísra- elsmenn. Kosið verður um átján af 47 sætum 15. maí, þar af um sæti þriggja vestrænna ríkja. Auk Bandaríkjanna eru Noregur og Belgía í framboði. - sh Mannréttindanefnd SÞ: Bandaríkja- menn í stað Nýsjálendinga MOSKVA, AP Umbrotsmaður á úthverfa dagblaði í Moskvu, sem verið hefur gagnrýnið á rússnesk stjórnvöld, lést fyrr í vikunni eftir að hafa verið barinn til óbóta nálægt heimili sínu um liðna helgi. Þetta fullyrðir ritstjóri blaðsins þrátt fyrir að lögregla reki dauðsfallið til matareitrunar. Ritstjórinn segir að ráðist hafi verið á sex starfsmenn dagblaða á sama svæðinu undanfarið. Umbrotsmaðurinn var að klára að brjóta um umfjöllun um meinta hagræðingu við bæjarstjórakjör. Talið er að sextán starfsmenn fjöl- miðla hafi verið myrtir í Rúss- landi frá árinu 1999. - sh Fjölmiðlafólk uggandi: Umbrotsmaður laminn til bana NOREGUR Ísraelska dagblaðið Jer- usalem Post segir að andúðin á gyðingum hafi náð nýjum hæðum í Noregi. Hatrið fari þar stöðugt vaxandi. Í Gasastríðinu í vetur hafi mót- mælin gegn Ísraelsmönnum verið áberandi í Ósló, að sögn Dagbladet. Blaðið segir að nokkr- ir forystumenn Norðmanna, þar á meðal Kristin Halvorsen fjármálaráðherra og formaður norskra sósíalista, hafi leitt mót- mælagöngu og hrópað slagorð gegn gyðingum. Jerusalem Post er álitið vera eitt mesta þungavigtardagblað Ísraels og það hafi sem slíkt mikil áhrif á alþjóðavettvangi. - ghs Jerusalem Post: Norðmenn and- snúnir Ísrael KRISTIN HALVORSEN SLYS Margir deyja ár hvert vegna lélegs skipakosts. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LONDON, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti hvatti í gær mestu efnahagsveldi heims til að snúa bökum saman til að mæta heims- kreppunni sem á er skollin. „Við getum ekki mætt þessari áskorun nema með því að standa saman,“ sagði forsetinn eftir komu sína til Lundúna, þar sem leiðtogafundur svonefnds G20-hóps mestu efna- hagsvelda heims hefst í dag. Obama sagði ennfremur að full- yrðingar um að Bandaríkjamenn stæðu í deilum við aðrar þjóðir heims um þörfina á að dæla meiru af opinberu fé út í nafni kreppu- varna út í efnahagslífið væru „ýktar úr hófi“. „Ég er algerlega sannfærður um að þessi fundur mun endurspegla gríðarlegan einhug um þörfina á samræmdum aðgerðum til að leysa þessi vandamál,“ sagði for- setinn á sameiginlegum blaða- mannafundi með breska forsæt- isráðherranum Gordon Brown. Obama varaði einnig eindregið við því að þjóðir heims féllu í þá gryfju að grípa til verndarstefnu og viðlíka ráðstafana sem gerðu heimskreppuna á fjórða áratugn- um dýpri og lengri en annars hefði orðið. „Það voru mistök sem við höfum ekki efni á að endurtaka.“ Seinna um daginn átti Obama tvíhliða fundi með Dmítrí Med- vedev Rússlandsforseta og Hu Jintao Kínaforseta, auk þess að þiggja heimboð hjá Elísabetu II. Englandsdrottningu. Eftir fundinn með Medvedev lýstu báðir forsetarnir því yfir að þeir vildu að nýtt samkomu- lag um takmarkanir á kjarnorku- vígvæðingu Rússlands og Banda- ríkjanna yrði tilbúið þegar núgildandi samningur þar að lút- andi rennur út í desember næst- komandi. Sá samningur, kallaður START, er frá árinu 1991, árinu sem Sovétríkin voru leyst upp og Rússland erfði vopnabúr þeirra. Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, sagði að ekki hefði enn sem komið er verið samið um nýtt þak á fjölda kjarnaodda. Í núgildandi samningi eru þessi tvö stærstu kjarnorkuvopnabúr heims takmörkuð við á bilinu 1.700 til 2.200 kjarnaodda. Fjöldamótmæli og öryggis- ráðstafanir vegna G20-fundar- ins voru mjög áberandi í bresku höfuðborginni í gær. audunn@frettabladid.is FAGNAÐ Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle eiginkona hans heilsuðu Gor- don Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Sarah konu hans á tröppunum framan við Downingstræti 10 í gær. NORDICPHOTOS/AFP Heimsbyggðin standi saman gegn kreppu Barack Obama Bandaríkjaforseti reyndi að stappa stálinu í kreppuhrjáða heimsbyggðina á blaðamannafundi í Lundúnum í gær. Þangað er hann kominn til að sitja fund G20-hópsins svonefnda um aðgerðir gegn kreppunni. Ég er algerlega sannfærð- ur um að þessi fundur mun endurspegla gríðarlegan einhug um þörfina á samræmd- um aðgerðum til að leysa þessi vandamál BARRACK OBAMA FORSETI BANDARÍKJANNA KANADA, AP Kanadískur maður sem starfaði sem leigumorðingi í aldarfjórðung hefur játað að hafa myrt alls 27 manns og reynt að myrða tólf til viðbótar. Fórnarlömb Geralds Gallant voru meðal annars í mafíunni og vélhjólagengjum, en einnig sak- lausir vegfarendur. Gallant, sem í dag er 58 ára, er því einn mesti fjöldamorðingi Kanada. Gallant afplánar nú lífstíðar- dóm fyrir morð sem hann framdi árið 2001. Hann sagðist í gær sjá eftir þeim skaða sem hann hafi valdið aðstandendum fólksins sem hann myrti. - bj Kanadískur leigumorðingi: Játaði 27 morð á aldarfjórðungi STANGVEIÐI Eftir langt vetrarhlé tóku stangveiðimenn fram búnað sinn í gær og vættu á nokkrum ám og vötnum. Vel aflaðist í Varmá í Hveragerði og sló þannig nokkuð á ótta manna um hrun í fiskstofnum í ánni eftir klórslysið mikla haust- ið 2007. Samkvæmt veiðivefnum votnogveidi.is náði borgarfull- trúinn Þorleifur Gunnlaugsson að landa afar vænum sjóbirtingi sem viðstaddir giskuðu á að væri á bil- inu tólf til fjórtán pund áður en honum var sleppt aftur út í vorið. Veiði hófst einnig í gær í Tungu- fljóti, Tungulæk, Minnivallalæk, Litlá í Kelduhverfi og Vífilsstaða- vatni svo dæmi séu tekin. - gar Kampakátir stangveiðimenn hófu veiðitímabil ársins í gær: Risaurriði strax á fyrsta degi VIÐ VÍFILSSTAÐAVATN Birgir Aðalbjarnarson var einn þeirra stangveiðimanna sem náðu úr sér vetrarhrollinum við Vífilsstaðavatn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GENGIÐ 01.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 181,23 182,31 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,67 122,25 175,08 175,94 160,99 161,89 21,611 21,737 18,060 18,166 14,746 14,832 1,2277 1,2349 181,23 182,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.