Fréttablaðið - 02.04.2009, Page 11
FIMMTUDAGUR 2. apríl 2009 11
REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson á
að biðjast afsökunar á mistökum
R-listans í skipulagsmálum, segir
Ólafur F. Magnússon borgar-
fulltrúi.
Hann hafi krafist þessa á fundi
borgarstjórnar á þriðjudag, en
Dagur engu svarað.
„Ég held ég hafi komið honum í
opna skjöldu, ég get verið svolítið
vondur við þessa ungu menn þegar
ég er reiður,“ segir Ólafur.
Dagur hafi á fundinum rætt
um peningaeyðslu fyrrverandi
meirihluta Ólafs og sjálfstæðis-
manna vegna uppkaupa húsanna
við Laugaveg.
„Þetta er þvílíkt bull, að þeir sem
ætluðu að eyðileggja Laugaveginn,
fari svo að saka þá, sem sneru því
við, um peningaeyðslu,“ segir Ólaf-
ur. Skipulagsmistök hinna hefði
kostað mikið að leiðrétta. Húsin
neðst á Laugavegi séu enda „Bern-
höftstorfa okkar tíma“.
Ólafur nefnir „niðurrif nær
allra gamalla húsa við Laugaveg“
sem dæmi um mistök sem R-list-
inn hafi stefnt í. Einnig fyrirhug-
að niðurrif Austurbæjarbíós og
Höfðatorg.
„Þessari framsóknarverktaka-
bílastæðahúsamenningu varð ekki
snúið við nema með meirihluta F-
lista og Sjálfstæðisflokks,“ segir
Ólafur. - kóþ
Ólafur F. Magnússon og fyrrverandi samherji í hár saman á borgarstjórnarfundi:
Vill að Dagur biðjist afsökunar
ÓLAFUR F. OG DAGUR B. Læknarnir
Dagur B. Eggertsson og Ólafur F.
Magnússon hafa verið bæði mót- og
samherjar í gegnum tíðina. Hér afhendir
Dagur Ólafi lyklavöldin í janúar 2008,
eftir að Ólafur yfirgaf meirihlutann og
hóf samstarf við sjálfstæðismenn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VINNUMARKAÐUR Sjávarútvegs-
fyrirtækið Einhamar Seafood
ehf. í Grindavík hefur hækkað
laun starfsfólksins en tæplega
fjörutíu starfa við landvinnslu
fyrirtækisins. Einhamar er eitt
af fjölmörgum sjávarútvegs-
fyrirtækjum sem hafa staðið við
launahækkun upp á 13.500 krónur
samkvæmt síðustu samningum.
Samtök atvinnulífsins hafa hvatt
aðildarfyrirtæki sín til að láta
ekki undan þrýstingi og hækka
laun í þessum mánuði eins og HB
Grandi gerði nýlega þrátt fyrir
samkomulag við ASÍ um frestun
launahækkana fram á sumar.
- ghs
Landvinnslufólk í Grindavík:
Laun hækkuð
hjá Einhamri
SAMFÉLAGSMÁL Alþjóðleg ættleið-
ing er um þessar mundir að senda
fjögurra manna sendinefnd til
Tógó í Afríku til að byggja upp
möguleikana á ættleiðingum
þaðan, nú þegar stjórnvöld í Tógó
hafa tilkynnt að þau muni opna
fyrir ættleiðingar á börnum
þaðan.
Birna Ósk Einarsdóttir, for-
maður Alþjóðlegrar ættleiðingar,
segir að sendinefndin taki með
sér ýmsar gjafir handa börnun-
um, meðal annars penna og skrif-
blokkir með gömlu lógói frá Sím-
anum sem hætt er að nota. Þá gefi
félagsmenn börnunum klæðnað
sem geti hentað vel í Tógó. - ghs
Sendinefnd til Tógó:
Vill opna á ætt-
leiðingar þaðan
BANKAHRUNIÐ „Skjólstæðingur
minn hefur starfað í meira en 100
ár, er skuldlaus, á yfir níu millj-
ónir punda í bönkum og eng-
inn þeirra er íslenskur,“ segir
breskt ráðningarfyrirtæki í
auglýsingu eftir framkvæmda-
stjóra fyrirtækis. Þessa tilvitnun
sendi Sigrún Björk Ólafsdóttir
Fréttablaðinu. Sigrún, sem býr í
London, segist á bloggi sínu hafa
misst starf sitt eftir að viðskipta-
vinur vinnuveitanda hennar kvart-
aði undan Icesave-reikningunum.
„Svo núna eyði ég dögum mínum
í að sækja um vinnu og fletta
atvinnuauglýsingum þar sem ég
sé reglulega setningar eins og „við
erum ennþá á lífi vegna þess að við
fjárfestum ekki í íslenskum bönk-
um“. Möguleikarnir á að manni
yrði boðið upp á viðtal eftir slíkar
yfirlýsingar eru hverfandi.“ - gar
Vinnuveitendur í Bretlandi:
Bera af sér
íslenska banka
Í LONDON Ekki þykir fínt þar að eiga
peninga í íslenskum bönkum.
EVRÓPUMÁL Ákvæði aðildarsamn-
ings að Evrópusambandinu hafa
að Evrópurétti jafnt vægi á við
ákvæði sjálfs stofnsáttmála ESB.
Þannig er lög-
formlega ekk-
ert því til fyrir-
stöðu að samið
sé um frávik
frá ákvæðum
stofnsáttmál-
ans í slíkum
aðildarsamn-
ingi, til dæmis
varðandi sam-
eiginlega
sjávar útvegsstefnu ESB.
Þetta sagði Stefán Már Stefáns-
son lagaprófessor í erindi sem
hann hélt á morgunfundi hjá
Félagi íslenskra stórkaupmanna í
gær, en framsöguerindi hans bar
yfirskriftina „Um hvað er hægt
að semja við ESB og hvað ekki?“
Grundvallaratriði í að ná árangri
í aðildarviðræðum taldi hann
vera skýr samningsmarkmið. - aa
Stefán Már Stefánsson:
Ákvæði aðildar-
samnings jafn-
væg sáttmála
STEFÁN MÁR
STEFÁNSSON
Ásókn í grænmetisgarða
Í ljósi kreppunnar er búist við aukinni
aðsókn í sumar í garðlönd sem
sveitar félagið Árborg leigir út vestan
við Eyrarbakka, sunnan megin þar
sem skilyrði til ræktunar eru best.
Garðarnir verða á bilinu tíu til eitt
hundrað fermetrar. Árgjaldið er 500
krónur fyrir hverja tíu fermetra.
ÁRBORG