Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. apríl 2009 11 REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson á að biðjast afsökunar á mistökum R-listans í skipulagsmálum, segir Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi. Hann hafi krafist þessa á fundi borgarstjórnar á þriðjudag, en Dagur engu svarað. „Ég held ég hafi komið honum í opna skjöldu, ég get verið svolítið vondur við þessa ungu menn þegar ég er reiður,“ segir Ólafur. Dagur hafi á fundinum rætt um peningaeyðslu fyrrverandi meirihluta Ólafs og sjálfstæðis- manna vegna uppkaupa húsanna við Laugaveg. „Þetta er þvílíkt bull, að þeir sem ætluðu að eyðileggja Laugaveginn, fari svo að saka þá, sem sneru því við, um peningaeyðslu,“ segir Ólaf- ur. Skipulagsmistök hinna hefði kostað mikið að leiðrétta. Húsin neðst á Laugavegi séu enda „Bern- höftstorfa okkar tíma“. Ólafur nefnir „niðurrif nær allra gamalla húsa við Laugaveg“ sem dæmi um mistök sem R-list- inn hafi stefnt í. Einnig fyrirhug- að niðurrif Austurbæjarbíós og Höfðatorg. „Þessari framsóknarverktaka- bílastæðahúsamenningu varð ekki snúið við nema með meirihluta F- lista og Sjálfstæðisflokks,“ segir Ólafur. - kóþ Ólafur F. Magnússon og fyrrverandi samherji í hár saman á borgarstjórnarfundi: Vill að Dagur biðjist afsökunar ÓLAFUR F. OG DAGUR B. Læknarnir Dagur B. Eggertsson og Ólafur F. Magnússon hafa verið bæði mót- og samherjar í gegnum tíðina. Hér afhendir Dagur Ólafi lyklavöldin í janúar 2008, eftir að Ólafur yfirgaf meirihlutann og hóf samstarf við sjálfstæðismenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VINNUMARKAÐUR Sjávarútvegs- fyrirtækið Einhamar Seafood ehf. í Grindavík hefur hækkað laun starfsfólksins en tæplega fjörutíu starfa við landvinnslu fyrirtækisins. Einhamar er eitt af fjölmörgum sjávarútvegs- fyrirtækjum sem hafa staðið við launahækkun upp á 13.500 krónur samkvæmt síðustu samningum. Samtök atvinnulífsins hafa hvatt aðildarfyrirtæki sín til að láta ekki undan þrýstingi og hækka laun í þessum mánuði eins og HB Grandi gerði nýlega þrátt fyrir samkomulag við ASÍ um frestun launahækkana fram á sumar. - ghs Landvinnslufólk í Grindavík: Laun hækkuð hjá Einhamri SAMFÉLAGSMÁL Alþjóðleg ættleið- ing er um þessar mundir að senda fjögurra manna sendinefnd til Tógó í Afríku til að byggja upp möguleikana á ættleiðingum þaðan, nú þegar stjórnvöld í Tógó hafa tilkynnt að þau muni opna fyrir ættleiðingar á börnum þaðan. Birna Ósk Einarsdóttir, for- maður Alþjóðlegrar ættleiðingar, segir að sendinefndin taki með sér ýmsar gjafir handa börnun- um, meðal annars penna og skrif- blokkir með gömlu lógói frá Sím- anum sem hætt er að nota. Þá gefi félagsmenn börnunum klæðnað sem geti hentað vel í Tógó. - ghs Sendinefnd til Tógó: Vill opna á ætt- leiðingar þaðan BANKAHRUNIÐ „Skjólstæðingur minn hefur starfað í meira en 100 ár, er skuldlaus, á yfir níu millj- ónir punda í bönkum og eng- inn þeirra er íslenskur,“ segir breskt ráðningarfyrirtæki í auglýsingu eftir framkvæmda- stjóra fyrirtækis. Þessa tilvitnun sendi Sigrún Björk Ólafsdóttir Fréttablaðinu. Sigrún, sem býr í London, segist á bloggi sínu hafa misst starf sitt eftir að viðskipta- vinur vinnuveitanda hennar kvart- aði undan Icesave-reikningunum. „Svo núna eyði ég dögum mínum í að sækja um vinnu og fletta atvinnuauglýsingum þar sem ég sé reglulega setningar eins og „við erum ennþá á lífi vegna þess að við fjárfestum ekki í íslenskum bönk- um“. Möguleikarnir á að manni yrði boðið upp á viðtal eftir slíkar yfirlýsingar eru hverfandi.“ - gar Vinnuveitendur í Bretlandi: Bera af sér íslenska banka Í LONDON Ekki þykir fínt þar að eiga peninga í íslenskum bönkum. EVRÓPUMÁL Ákvæði aðildarsamn- ings að Evrópusambandinu hafa að Evrópurétti jafnt vægi á við ákvæði sjálfs stofnsáttmála ESB. Þannig er lög- formlega ekk- ert því til fyrir- stöðu að samið sé um frávik frá ákvæðum stofnsáttmál- ans í slíkum aðildarsamn- ingi, til dæmis varðandi sam- eiginlega sjávar útvegsstefnu ESB. Þetta sagði Stefán Már Stefáns- son lagaprófessor í erindi sem hann hélt á morgunfundi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna í gær, en framsöguerindi hans bar yfirskriftina „Um hvað er hægt að semja við ESB og hvað ekki?“ Grundvallaratriði í að ná árangri í aðildarviðræðum taldi hann vera skýr samningsmarkmið. - aa Stefán Már Stefánsson: Ákvæði aðildar- samnings jafn- væg sáttmála STEFÁN MÁR STEFÁNSSON Ásókn í grænmetisgarða Í ljósi kreppunnar er búist við aukinni aðsókn í sumar í garðlönd sem sveitar félagið Árborg leigir út vestan við Eyrarbakka, sunnan megin þar sem skilyrði til ræktunar eru best. Garðarnir verða á bilinu tíu til eitt hundrað fermetrar. Árgjaldið er 500 krónur fyrir hverja tíu fermetra. ÁRBORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.