Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 19
Kjóstu F ! forysta fyrir íslenska þjóð www.xf.is Reykjavík, 30. mars 2009 Góðir landsmenn. Við höfum orðið fyrir áföllum af völdum ógætinna útrásarmanna og framundan eru ár sem reyna á þrautseigju og dugnað Íslendinga. Verum samt minnug þess að áður hefur blásið á móti. Stormurinn hefur verið í fangið en við staðið það af okkur sem þjóð. Þetta á einnig við um Frjálslynda flokkinn sem mun eins og þjóðin halda velli þrátt fyrir illmælgi og rógburð sem skaðað hefur flokkinn. Framundan hjá forystumönnum og frambjóðendum Frjálslynda flokksins er stutt og snörp kosningabarátta þar sem við leggjum fram málin okkar á liðnum árum, sem ennþá brenna harkalega á fólkinu vegna óréttlætis og kúgunar ásamt eigna- og atvinnumissis. Við krefjumst þess enn að kvótinn verði þjóðareign og að afnumin verði veðsetning útgerðar á óveiddum fiski í sjó sem opnaði leið fyrir yfirveðsetningu og ofurskuldir sjávarútvegsins. Sölu- og leigubraskið þarf að afnema. Sjómönnum er ætlað að borga núverandi handhöfum kvótans okurverð fyrir réttinn til fiskveiða. Í gamla daga hét þetta vistarband. Sanngjarnt leigugjald til ríkisins á að taka upp. Við spurðum í sérstakri auglýsingu fyrir kosningar 2007 um vísitölu verðtryggingar: „Verður þú gjaldþrota?“ Þá, eins og nú, vildum við Frjálslyndir einir afnema vístölu verðtryggingar á lánum til fólks. Nú er aðför að húseigendum, verðtryggðar skuldir hækka en eignir lækka. Nú vilja fleiri en Frjálslyndir vinna gegn verðtryggingu lánsfjár en samt fær frumvarp okkar um það mál ekki afgreiðslu á Alþingi. Við viljum ekki ganga inn í ESB og teljum að sjálfstæði okkar og yfirráð á auðlindum beri að tryggja. Frjálslyndi flokkurinn hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir mörgum félagslegum úrbótum svo sem hækkun persónu -afsláttar, hækkun á lífeyri úr almannatryggingum og greiðslum úr lífeyrissjóðum og bættri stöðu aldraðra og öryrkja. Við viljum mikla lækkun vaxta nú þegar og eflingu atvinnulífsins. Atvinnuleysið er eitthvert versta böl sem fólk stendur frammi fyrir í lífinu og er brýnasta úrlausnarefnið núna. Góðir landsmenn. Frjálslyndi flokkurinn hefur mátt þola erfið innanflokksátök sem skert hafa trúverðugleika flokksins í augum fólks. Þessi átök eru nú að baki. Framboðslistar í öllum kjördæmum liggja fyrir, skipaðir ágætu fólki sem vill fylgja fram góðum og réttlátum málum. Það er von mín að íslenskir kjósendur telji nauðsynlegt að ná fram þeim meginmarkmiðum sem Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir. Ég heiti því fyrir hönd okkar frambjóðenda Frjálslynda flokksins að berjast til þrautar fyrir þessum málum og legg þar við drengskap minn. Með góðri kveðju, __________________________________ Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.