Fréttablaðið - 02.04.2009, Page 24

Fréttablaðið - 02.04.2009, Page 24
24 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Tæplega tvítug stúlka sást á ferli með karlmanni. Þá komu sjö karlar aðvífandi og nauðguðu þeim báðum. Stúlkan, sem er gift, kærði sjömenningana. Hún var dæmd til að þola 90 vandar- högg fyrir að vera ein á ferli með óskyldum karlmanni, og hann líka. Lögmaður beggja áfrýjaði dómnum. Þá var dómurinn þyngdur í 200 vandarhögg og sex mánaða fangelsi og lögmaðurinn sviptur málflutningsréttindum. Nauðgararnir fengu fimm til sjö ár. Málið fór fyrir hæstarétt. Þetta var 2006 í Sádi-Arabíu. Dómsmálaráðuneytið lét þau boð út ganga, að stúlkan hefði gert sig seka um ósiðlegt athæfi og hefði sézt nakin í bíl fyrir nauðgunina. Lögmaður hennar sagði hvort tveggja rangt. Ráðuneytið kærði stúlkuna ekki fyrir hjúskapar- brot, sem er dauðasök í Sádi- Arabíu, ef fjórir karlkyns sjónar- vottar bera vitni um samræðið. Sumum dómurum þóttu dómarnir vægir. Einn sagðist mundu hafa dæmt stúlkuna, kunningja henn- ar og nauðgarana sjö til dauða öll með tölu, hefði málið komið til kasta hans. Alþjóðleg mannrétt- indasamtök, þar á meðal Human Rights Watch, létu málið til sín taka. Þannig komst það á síður heimsblaðanna. Abdúlla konung- ur veitti báðum fórnarlömbum sakaruppgjöf 2007. Hjálpin barst að utan Hugurinn hvarflar til Suður- Afríku. Aðskilnaðarstefna hvíta minnihlutans þar vakti um sína daga svo djúpa andúð umheims- ins, að aðskilnaðarlögin voru felld úr gildi 1991 undir þung- um þrýstingi utan að, þar á meðal viðskiptaþvingunum. Svarti meirihlutinn náði völdum í almennum kosningum 1994. Nú er hörundslitur hættur að skipta máli í Suður-Afríku, en kynferði heldur áfram að skipta sköpum í Sádi-Arabíu. Konur þar hafa ekki kosningarrétt, mega ekki aka bíl eða hjóla, mega ekki fara á spítala eða ferðast án skrif- legs leyfis karlmanns úr fjöl- skyldunni, og þeim er meinaður aðgangur að ýmsum störfum. (Þær mega stýra flugvélum, en þá þarf að aka þeim út á flugvöll.) Konum í Sádi-Arabíu eru enn meinuð ýmis mannréttindi, sem blökkumönnum voru áður meinuð í Suður-Afríku. Samt þarf Sádi- Arabía ekki að beygja sig undir andúð umheimsins eins og Suður- Afríka þurfti að gera. Hver er munurinn? Olía, býst ég við. Trúarbrögð? Sumir Sádar skýla sér á bak við trúarbrögð með því að þykjast sækja þangað umboð sitt til að kúga konur. En það eru falsrök eins og ráða má af því, að kven- réttindi eru í þokkalegu horfi í ýmsum öðrum löndum múslíma svo sem Indónesíu og Malasíu. Sádar hafa búið sér til eigin túlkun á kenningum spámanns- ins, en hún á lítið skylt við boð- skap kóransins. Í Kúveit, sem er næsti bær við Sádi-Arabíu, aka konur bílum eins og ekkert sé. Ég var þar um daginn og átti lausa stund part úr degi og spurði dyra- vörð hótelsins, hvað væri hægt að sjá og gera í borginni á einum eftirmiðdegi. Hann sagði: Það er bannað að dansa í Kúveit. Ég hafði ekki verið að hugsa um að fá mér snúning þennan dagpart, svo að tilkynningin kom ekki að sök. Dyravörðurinn skýrði málið nánar: Tónlist fær ekki að heyrast á mannamótum, því að fólk gæti brostið í dans. Landið er vínlaust að kalla og barlaust. Bensín kost- ar sama og ekki neitt. Gangandi fólk fór sömu leið og geirfuglinn. Egyptaland, Sýrland og Samein- uðu furstadæmin eru frjálslegri í næsta nágrenni og einnig Bar- ein, Jórdanía, Katar og Óman: þar fá konur að keyra bíla, kjósa og sitja í ríkisstjórn. Sádi-Arab- ía er annar heimur. Þar fórust 15 skólastúlkur í eldsvoða 2002, þar eð þær báru ekki slæður og svartar skikkjur, sem sádi-arab- ískum konum er skylt að klæðast á almannafæri, svo að siðferðis- lögreglan taldi sér ekki fært að hleypa þeim út úr brennandi húsi. Frelsi í sjónmáli? Samt hefur hagur kvenna í Sádi- Arabíu vænkazt að ýmsu leyti. Nú eignast þær að jafnaði þrjú til fjögur börn hver, ekki sex eins og þær gerðu 1990. Stúlkur sækja skóla til jafns við pilta á öllum skólastigum. Enn er ólæsi meðal kvenna þó meira en meðal karla, en munurinn fer minnkandi. Fimmta hver kona í Sádi-Arab- íu vinnur utan heimilis á móti þriðju hverri konu í Tyrklandi og Túnis, þar sem konur eru frjálsar og eignast tvö börn hver að meðaltali. Arabalöndin fara yfirleitt ekki vel með verðmætt vinnuafl. Sádi-Arabía er sér á parti, harðsvíraðasta einræðis- ríki heims. Konungsfjölskyldan veit, að frjálsar kosningar myndu svipta hana aðganginum að olíulindunum. Bíll og svanni Í DAG | Staða kvenna nær og fjær ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Kristján Oddsson skrifar um heilbrigðis- þjónustu Í grein Gunnars Kristins Þórðarsonar, „Heil-brigðisþjónusta fyrir alla?“, sem birt var í Fréttablaðinu þriðjudaginn 31. mars sl. stendur m.a. að Gunnar Kristinn hafi „rökstuddan grun um að ætla að það sé opinbert leyndarmál innan heilbrigðiskerfisins að stjórnmálamenn fái for- gang í heilbrigðiskerfinu“. Að auki er fullyrt að „þeir fari efst á alla biðlista sem lúta að rann- sóknum, meðferðum og aðgerðum. Svo koma þeir stjórnmálamenn sem njóta þessara forréttinda fyrir í fjölmiðlum rjóðir í vöngum og dásama íslenskt heilbrigðiskerfi“. Í lok greinarinnar er þeirri spurningu beint til landlæknis hvort þessi vinnubrögð séu enn gild innan heilbrigðis- kerfisins? Í lögum um réttindi sjúklinga er kveðið á um að óheimilt sé að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Landlæknisembættið ætlar að heilbrigðisstarfsmenn þekki sínar skyldur gagnvart sjúklingum og hefur ekki fengið neinar rökstuddar vísbendingar um að stjórnmálamenn njóti kerfisbundins forgangs innan heilbrigðis- kerfisins. Landlæknisembættið hefur upplýsingar frá umsjónarmönnum biðlista. Enginn þeirra kannast við annað en fyrst og fremst sé byggt á læknis- fræðilegum sjónarmiðum og eftir atvikum öðrum faglegum forsendum ef nauðsynlegt reynist að forgangsraða sjúklingum vegna meðferðar. Í dag er helst bið eftir liðskiptaaðgerðum, augasteins- aðgerðum og hjartaþræðingum. Landlæknisembættið hefur haft samband við Gunnar Kristinn Þórðarson sem kynnir sig sem heilbrigðisstarfsmann. Í gögnum Landlæknis- embættisins sem nú veitir starfsleyfi samkvæmt lögum til handa heilbrigðisstarfsmönnum eru engar upplýsingar um að Gunnar Kristinn hafi fengið leyfi til að starfa sem heilbrigðisstarfs- maður hér á landi. Sögusagnir hans um að stjórn- málamenn njóti forgangs í heilbrigðiskerfinu eru ekki rökstuddar. Þannig vegur hann ómaklega að heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðiskerfinu í landinu. Höfundur er aðstoðarlandlæknir. Stjórnmálamenn fá ekki forgang Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Samvera í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Svavar Stefánsson ræðir um sjálfsvíg. Allir velkomir. Sorg og sjálfsvígNýdögun og Laugarnes-kirkja efna til samveru:fi mmtudaginn 2. apríl kl 20 Upprisa til nýs lífs. Að læra að lifa upp á nýtt eftir sorg og áfall, Fyrirlesari. Valdís Ösp Ívarsdóttir þerapisti. Staður safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg Heimsbyggðin leiðrétt Síðustu ár og áratugi hefur orðið mikil vakning í umhverfismálum víða um heim. Hugmyndafræði Staðar- dagskrár 21 hefur rutt sér til rúms, ekki síst eftir skýrslu sem Gro Harlem Bruntland vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Landssamband smábátaeigenda hefur hins vegar séð í gegnum þetta hugtak, en í umsögn þess um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá, sem formað- urinn Arthur Bogason ritar undir, var þetta kallað „orðagjálfur“. Rifjað var upp að náttúran sjálf hefði drepið kúfiskstofninn í Bakkaflóa á einu bretti. „Var þar um að ræða einhverja sjálfbæra og með- vitaða ákvörðun náttúrunnar?“ Skemmst er frá því að segja að ákvæðinu um sjálfbæra þróun hefur snarlega verið kippt út úr frumvarpinu. Sátt um nauðsynjar Þrátt fyrir annir í þinginu við að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki verði gjaldþrota í bílförmum hafa þing- menn allra flokka, utan Frjálslyndra, fundið tíma fyrir mikilvæga tillögu sem sameinar þá þvert á flokks- línur. Nefnilega um að ráðstefna verði haldin á Akureyri í haust um málefni heimskauta- svæðanna. Fylgisleysi í flimtingum Einhverjum þykja aprílgöbb sniðug og þeir hafa fengið nóg fyrir sinn snúð í gær. Eitt hið skemmtilegasta var að finna á heimasíðu Frjálslynda flokksins. Þar gat að líta frétt af því að samkvæmt nýrri könnun Gallup mældist flokkurinn með 15 pró- senta fylgi og hefði tekið mest frá Sjálfstæðisflokknum. Áhugasömum um frekari greiningu var bent á að fara á netið klukkan 22, þá yrði könnunin birt. Þetta heitir að hafa húmör fyrir sjálfum sér og eigin fylgisleysi. kolbeinn@frettabladid.is Þ eir sem halda utan um fjármál ríkisins bera mikla ábyrgð. Það gildir bæði þegar vel árar og illa. Óumdeil- anlega er þó þægilegt að vera við stjórnvölinn þegar skattfé rennur í kassann í stríðum straumum. Þá er hægt að verja fé úr sameiginlegum sjóðum í verkefni sem vænleg eru til vinsælda og líklegt er að munað verði eftir næst þegar gengið er til kosninga. Sum þessara verkefna eru auðvitað brýn, önnur síður. Verra er þegar þeir sem stýra ríkisfjármálum þegar vel árar láta glepjast af góðærinu og stjórna rétt eins og góðærið standi að eilífu, jafnvel þótt sagan hafi sýnt að slíkt gerist aldrei. Þannig verður að draga í efa að brýnt hafi verið að lækka skatta þegar vel áraði og sömuleiðis hlýtur að teljast veruleg yfirsjón að hirða ekki um að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir skattsvik þegar sýnt hafði verið fram á að ríkið yrði af verulegum tekjum vegna gloppa í skattkerfinu. Þessar ákvarðanir eru ekki til að bæta þá stöðu sem nú er uppi. Eitt meginverkefni sitjandi ríkisstjórnar og þeirrar sem tekur við eftir kosningarnar er að skera niður og leita leiða til að auka aftur ráðstöfunarfé ríkissjóðs. Báðir stjórnarflokkarnir álykt- uðu á landsfundum sínum um möguleika á auknum skatttekjum ríkisins. Fjármálaráðherra hefur auk þess boðað nýjan hátekju- skatt sem vissulega skilar ekki verulegum tekjum í ríkissjóð en nú hlýtur að muna um allt. Það er mikið ábyrgðarverk bæði að ákveða hvernig á að sækja skatttekjur og að ráðstafa fé úr sameiginlegum sjóðum. Niður- skurður á opinberum verkefnum er enn meiri ábyrgðarhlutur, ekki síst í velferðarkerfi sem gegnir lykilhlutverki á erfiðum tímum. Í vikunni kynnti félagsmálaráðherra velferðaráætlun ríkis- stjórnarinnar. Hún byggir á vinnu Velferðarvaktarinnar sem er stýrihópur sem sitjandi ríkisstjórn fól að gera úttekt á velferðar- málum í kjölfar kreppunnar. Áætlunin tekur til fjölmargra þátta sem varða líf almennings í landinu. Hún er hnitmiðuð og grein gerð fyrir því hver ber ábyrgð á hverjum þætti hennar. Meðal þess sem velferðaráætlunin tekur til er aðgengi fólks að velferðar- kerfinu, menntun og aðstæður fólks í fjárhagsörðugleikum. Þegar skorið er niður er brýnt að horfa til þess að sparnaður á einum stað verði ekki kostnaður annars staðar, eða ef svo er að pólitísk hugsun sé að baki því að svo verði. Því er í áætluninni lögð áhersla á að verja störf innan velferðarkerfisins í því skyni að draga sem minnst úr þjónustu og minnka atvinnuleysi. Einnig er stefnt að því að gefa nemendum í framhaldsskólum og háskólum kost á að stunda nám í sumar. Þetta er mikið hagsmuna- mál fyrir nemendur sem ekki sjá fram á að fá sumarvinnu. Útlagð- ur kostnaður við þá aðgerð sparast að hluta í atvinnuleysisbótum. Auk þess sem sumarönnin styttir námstímann. Ljóst er að langt er í að áhrif efnahagshrunsins komi að fullu fram. Velferðaráætlun ríkisstjórnarinnar er ríkisstjórninni vegvísir til að draga eftir föngum úr skaðanum. Velferðaráætlun ríkisstjórnarinnar: Vegvísir til að draga úr skaða STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.