Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 30
„Ég hef skoðað mikið af erlend- um tískuvefjum, til dæmis amer- ískum og breskum vefjum og svo frá Norðurlöndunum, og mér fannst vanta umfjöllun um tísku á íslensku,“ segir Hildur Birgis- dóttir en hún heldur utan um heima síðuna www.tiskuheimur. is. „Hér er ekkert tískutímarit á íslensku en það hafa margir svo mikinn áhuga á tísku.“ Hildur opnaði heimasíðuna hinn 11. mars síðastliðinn og heldur ein utan um síðuna. Hún sækir fyrir myndina frá ýmsum erlend- um tískusíðum en á tiskuheimur. is birtir Hildur meðal annars nýj- ustu fréttirnar úr tískuheiminum og af stíl stjarnanna. „Ég er mikil áhugamanneskja um tísku og hef alltaf verið dug- leg að skoða tískuvefina á netinu og fylgjast með öllu sem viðkem- ur tísku í blöðum og á tískublogg- um. Ég nýti hugmyndir sem ég fæ þegar ég skoða erlenda vefi og blanda svo saman mínum eigin hugmyndum um hvað mér finnst mega fjalla um.“ Hildur skiptir síðunni í nokkra flokka; Nýjustu fréttirnar úr tísku- heiminum, Tískuflokkur um trend- in og tískuna í dag bæði í fatnaði og fylgihlutum, Fegurð þar sem fjallað er um förðun, hár og húð og svo er Stíll, þar sem hægt er að skoða stíl stjarnanna og götustíla mismunandi borga. Hildur hefur fengið góð við- brögð við síðunni en hún ákvað að skapa sér sína eigin atvinnu og heldur vefsíðunni úti meðfram námi í framhaldsskóla. „Ég hugsa þetta bara sem vinn- una mína. Ég sá fram á að það yrði erfitt að fá vinnu í sumar þannig að maður verður bara að búa sér til tækifærin sjálfur. Mér finnst gaman að skrifa um tísku og er með fullt af hugmyndum um hvernig ég get stækkað síð- una og bætt við þegar fram líður. Mig langar til dæmis að fjalla um íslenska hönnuði svo fólk fái sýnis- horn af því sem er að gerast hér.“ heida@frettabladid.is Opnar dyr tískuheimsins Áhugafólk um tísku getur nú nálgast nýjustu fréttir úr tískuheiminum á íslensku á netinu, en nýlega fór í loftið vefsíðan www.tiskuheimur.is. Þar er fjallað um allt það heitasta sem er að gerast í tísku Hildur Birgisdóttir setti á fót heimasíðu um tísku þar sem hún fjallar um það heitasta í tískuheiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það heitasta í fylgihlutum ratar inn á síðuna. Stíll stjarn- anna fær sitt pláss á vef Hildar en hér er hár og förðun leikkonunnar Mary-Kate Olsen í brennidepli. HELGARFERÐ stendur nú yfir í Smáralind og mun hún standa til og með 5. apríl. Þeim sem gera sér ferð í verslunar- miðstöðina er lofað logni og 23 stiga hita, betra verði en erlendis og að engar athugasemdir verði gerðar við yfirvigt. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Esjan 107 - 2.apríl Góðgerðaganga FÍ með 107 manns á Esjuna Þátttakendur mæta kl. 18.00 og greiða með 5 grásleppum þátttökug- jald sem rennur óskert til góðgerðarmála. Allir sem þátt taka fá úthlutað númerum sem þeir geyma og er jafnframt happdrættismiði. Dregið verður úr þátttökunúmerum strax að lokinni göngu á Esjuna. Markmiðið er að ná 107 manns í þessa gönguferð og eru gríðarlega spennandi verðlaun ef þessu fjöldamarkmiði er náð sem ganga á fjallið. Fararstjóri er hinn síungi Þórður Marelsson. Verðlaun: 1. verðlaun: Alklæðnaður göngumannsins, buxur, peysa, jakki frá Cintamani 2. verðlaun: Helgarferð fyrir 2 með Ferðafélagi Íslands 3. verðlaun: Flíspeysa frá Cintamani 4. verðlaun: Dagsferð með Ferðafélaginu 5. verðlaun: Húfa og vettlingar Hvað er svo ein grásleppa? Ein grásleppa er 100kr! Vanir jafnt sem óvanir eru hvattir til að mæta með góða skapið Sjáumst í fjallinu. Skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi .is Ferðafélag Íslands SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Allt sem þú þarft...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.