Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 31

Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 31
FIMMTUDAGUR 2. apríl 2009 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Flestir þekkja hvítu og bláröndóttu bolina sem nokkuð lengi hafa verið tengdir Jean- Paul Gaultier og voru eitt af því fyrsta sem almenningur tók eftir úr smiðju hans og eru enn seldir. Ilmvatnsflöskurn- ar sem innihalda herrailm- inn „Le mâle“ eru sömuleiðis í hvítbláum, röndóttum flösk- um líkum duggarapeysunum. Margir muna líka eftir mál- aranum Pablo Picasso í rönd- óttu eða leikkonunni Brigitte Bardot á forsíðum glansblað- anna fyrir margt löngu. Aðrir tengja kannski þessa tísku við kragana ferköntuðu á öxlunum sem Gaultier kynnti reyndar með pallíettum 1997, þó pallí- ettuhugmyndin komi nú líklega ekki frá sjóliðum. En Gaultier er langt frá því að vera sá fyrsti sem leitar í einkennisbúninga sjóhersins eða sjómanna og lík- lega ekki heldur sá síðasta. Leita þarf aftur til nítjándu aldar til að finna fyrstu áhrif einkennisbúninga í fatnaði en það var Victoria Bretadrottning sem byrjaði að klæða börnin sín í stíl sjóliðabúninga um miðja nítjándu öld. Seinna á öldinni verður þessi barnaklæðnaður hefðbundinn búningur fyrir sunnudaga og trúarhátíðir hjá fínni fjölskyldum. Löngu seinna er það Gabrielle Chanel búandi við ströndina í Deauville sem leitar að einhverju þægilegra en áður þekktist á ströndina og notar í fyrsta skiptið jersey, áður notað í sjómannaundirföt í strandklæðnað og konur sýna í fyrsta skiptið á sér leggina á ströndinni. Vinsældirnar voru miklar og þróuninni ekki snúið við þrátt fyrir hneykslan sumra sem þótti þetta hið mesta siðleysi. Í kringum 1960 er það enn ein sjóliðaflíkin sem ratar inn í fataskáp almennings í hönnun Yves Saint Laurent. Hann fær hugmynd frá hernum að hálfsíð- um sportlegum jakka sem oftast er hér kallaður „caban“ og enn í dag er þessi jakki ómissandi í hvern fataskáp. Franska sjóliðasafnið stendur um þessar mundir fyrir sýningu undir yfirskriftinni, sjóliðar í tískunni (Les marins font la mode) sem sýnir þau áhrif sem einkennisbúningarnir hafa haft í gegnum tíðina á tískuna og stendur fram til 26. júlí, fyrir þá sem eru á ferðinni. Hugmyndin kviknaði í kjölfar þess að sífellt fleiri hönnuðir leituðu í heimild- ir safnsins og teikningar þess og markmið sýningarinnar er að skilja hvers vegna og gefa mynd af áhrifunum. Enn í dag nægir að líta á tískusýningar síðustu ára til að finna áhrif sjóliðabúninga í tískuhönnun. Hvort sem er hjá Antonio Marras hönnuði Kenzo, Yohji Yamamoto eða þeim sem hvað mest hefur notað duggara- peysurnar frægu, Jean-Paul Gaultier. bergb75@free.fr Af duggaratísku fyrr og síðar Á vefsíðunni tightsplease.co.uk má finna kynstrin öll af leggings og sokkabuxum fyrir öll helstu tilefni. Leggings og sokkabuxur hafa verið áberandi undanfarin misseri og hafa þær svörtu jafnan haft yfir- höndina. Víða má þó sjá meiri lita- dýrð og munstur enda setja skraut- legar sokkabuxur sterkan svip á hvers kyns klæðnað. Þær flíkka auðveldlega upp á litla svarta kjól- inn auk þess sem hægt er að láta þær tóna við skart og fylgihluti. Á vefsíðunni tightsplease.co.uk. má finna kynstrin öll af sokkabux- um, leggings og stuðningsbuxum sem margar af helstu tískudrós- um heims hafa fallið fyrir. Þar er úrval af einlitum, köflóttum, dopp- óttum og skræpóttum buxum fyrir öll hugsanleg tilefni. - ve Skrautlegir leggir Vel valdar einlitar sokkabuxur setja sterkan svip á hvers kyns klæðnað. NORDICPHOTOS/GETTY Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.