Fréttablaðið - 02.04.2009, Page 34

Fréttablaðið - 02.04.2009, Page 34
 2. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● brúðkaup Einfalt og klassískt eða djarft og töff Allur gangur er á því hvort konur vilji hafa brúðarslör og hafa tísku- straumar mikið að segja. Slörið er tákn um hreinleika konunnar, líkt og hvíti kjóllinn, og á það því misvel við. Stundum er slörið látið hylja and- lit brúðarinnar þar til að altarinu kemur og felst ákveðin athöfn í því að brúðguminn lyfti því frá andliti hennar. Aðrar brúðir festa það aftan í greiðsluna og láta það líða niður með öxlum. Slörið er svo oftar en ekki fjarlægt í veislunni. Slörið getur verið stutt, sítt, ein- falt eða marglaga en algengast er að það sé í nokkrum lögum og nemi við olnboga. Undanfarin ár hafa hattar með blúndu eða neti, spangir og ýmiss konar höfuðskraut síðan sótt í sig veðrið. - ve Táknar hreinleika tilvonandi brúðar Að undanförnu hafa hattar og spangir sótt í sig veðrið. Brúðarkjóll á umfram allt að hæfa brúðinni hver svo sem hún er. Brúðarkjóllinn segir mikið um brúðina sem hann velur og þarf kjóllinn ekki endilega að vera skjannahvítur með slóða. Sumar konur hallast að stuttum kjólum á meðan aðrar vilja síða og sumar vilja ein- göngu hvítt á meðan aðrar fara óhefðbundnari leiðir. Smekkurinn ræður för og eru það lítil sem stór at- riði sem gera það að verkum að konur falla fyrir ákveðnum kjól. Þær sem láta klæð- skerasauma kjólinn geta svo vitanlega haft hann alfarið eftir eigin höfði sem gefur enn frekar til kynna hvaða smekkur býr að baki. - ve N O RD IC PH O TO S/ G ET TY „Helsti munurinn á sérsaumuðum jakkafötum og jakkafötum sem ekki eru sniðin sérstaklega fyrir viðskiptavininn er sá að einstaklingnum líður svo vel í þeim sérsaumuðu,“ segir Sari Maarit, sem er klassískur klæðskeri og rekur klæðskerastofuna Ateljé Sari við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. „Ég fæ fjölbreytt verk- efni til mín. Sumir koma til að láta breyta jakkafötum sem þeir eiga, en aðrir vilja fá jakkaföt hönnuð sérstaklega fyrir sig.“ Sari lauk klassísku klæðskeranámi í Finnlandi, en hefur auk þess unnið við klæðskurð í Róm, þar sem hún fékk nýja innsýn og hugmyndir að klassískum klæðaburði. „Mér finnst karlmenn mikið gefnir fyrir þetta klassíska snið, sérstaklega fyrir brúð- kaup. Margir vilja þó einnig kjólföt. Einstaka sinnum fæ ég örlítið óvenjulegri verkefni en vanalega, eins og núna þar sem ég er að sérsauma hvít jakkaföt.“ Sari vill helst fá góðan tíma með viðskiptavininum þegar hún hannar fötin frá grunni. „Að mörgu þarf að huga þegar hanna á föt frá grunni. Fyrst þarf að mæla einstaklinginn og finna út svokallað jafnvægismál, þannig að fötin sitji fullkomlega. Næst finnum við í sameiningu út snið; ég legg mikla áherslu á að fötin eigi við persónuleika einstaklingsins. Svo er fundið efni sem hentar og að lokum er svo saumað og mátað mörgum sinnum.“ Sari vill gefa sér góðan tíma í ferlið og telur æskilegt að það taki ekki minna en þrjá mánuði. „Ég get vel hannað og saumað föt á styttri tíma, en mér líður betur þegar miklum tíma er varið í hvert verkefni. Það gefur viðskiptavininum meira svigrúm til að hugsa sig vel um.“ Sari finnst gaman að heyra frá ánægðum viðskiptavinum. „Ég hef oft fengið að heyra frá viðskiptavinum að þeim hafi liðið eins og þeir væru ekki í jakkafötum, og hafi ekki þurft að fara úr jakkanum þegar líða tók á kvöldið, því fötin hafi verið svo þægileg.“ - kók Vilja helst ekki fara úr jakkafötunum Sari Maarit fær til sín fjölbreytt verkefni á klæðskerastofuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Klassískur kjóll með frumlegu ívafi úr smiðju Angel Sanchez. Einfaldleikinn í fyrirrúmi, frá Angel Sanchez. Fölbleikur kjóll getur vel komið í staðinn fyrir skjannahvítan. Þessi er úr smiðju Carolina Herrera. Sumar konur hallast að stuttum kjólum en þeir eiga sérstaklega vel við í frjálslegum sveita- brúðkaupum. Þessi svanakjóll er eftir Angel Sanchez. Djarfur kjóll fyrir þær sem þora. Prinsessukjólar verða oftar en ekki fyrir valinu. Hér má sjá kjól eftir líbanska hönnuðinn Ginu K. Auðvelt er að falla fyrir kjól sem þess- um þótt hann sé ekki hvítur. Þessi silfursmíð er eftir líbanska hönnuðinn Dany Tabet.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.