Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 42
 2. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● brúðkaup Allt það nýjasta og ferskasta hverju sinni Veisluþjónustan Kokkarnir býður upp á fjölbreytta mat- seðla sem henta meðal annars vel í brúðkaupsveislur. Að sögn Rúnars Gíslasonar yfir- matreiðslumanns er vinsælt að panta þriggja rétta máltíðir. „Steikarhlaðborðin hafa alltaf verið mjög vinsæl,“ segir Rúnar Gíslasson einn af yfirmatreiðslu- mönnum Kokkanna.is, sem sér- hæfa sig í veisluþjónustu, allt frá smærri veislum upp í margrétta brúðkaupsveislur. Rúnar segir mjög misjafnt eftir hverju viðskiptavinirnir leiti. „Yfirleitt er áherslan á þriggja rétta máltíðir í brúðkaupsveisl- unum. Ef brúðhjónin velja að hafa hlaðborð, er forréttahlaðborðið borið fram á undan og síðan er því skipt út fyrir til dæmis steikar- hlaðborðið. Eins vilja sumir að for- rétturinn sé borinn á borð en aðal- réttirnir séu á hlaðborði, þannig að það er allur gangur á þessu.“ Kokkarnir leigja út tvo veislu- sali, annar er í Fóstbræðrarheimil- inu við Langholtsveg en hinn stað- settur í Cabin hótelinu í Borgar- túni. „Við afgreiðum samt mat út um allan bæ,“ segir Rúnar. „Við komum í heimahús og veislusali og útbúum matinn þar sé þess óskað.“ Að sögn Rúnars er úr nógu að velja hjá Kokkunum. „Við erum með um tíu hlaðborðs- matseðla sem hægt er að skoða og velja úr. Einn- ig er hægt að finna hina ýmsu rétti. Matseðl- arnir eru mjög fjölbreytt- ir; þessi vinsælu steikar- hlaðborð og eins kalkúna- hlaðborð, svo dæmi séu nefnd.“ Einn rétturinn er sívinsæll í brúð- k a u p u m , s e g i r Rúnar, en það er lambalæri á ítalskan máta. „Rétturinn er alltaf ferskur. Sumarið er náttúrulega aðal brúðkaupstímabilið, og marg- ir vilja ferskan og góðan mat. Þessi Miðjarðarhafsstíll á matnum verður því oft fyrir valinu.“ - kók Lambalæri á ítalskan máta Fyrir 6 Lambalæri á beini 8 stk. hvítlauksrif 3 greinar rósmarin 3 greinar timian 3 dl extra virgin ólífuolía Sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar Grófskerið hvítlauk og kryddjurtir og blandið saman við olíu. Setjið lambið í form og hellið blöndunni yfir og makið vel upp úr. Látið liggja yfir nótt svo að sem mest af kryddjurtabragði og hvítlauk smitist í kjötið. Stillið ofn á 180 gráður og eldið lamb í um það bil eina klukkustund. Mikilvægt að láta kjötið standa í á bilinu tíu til fimmtán mínútur áður en skorið er svo vökvi haldist í kjötinu. Bakað nýtt, íslenskt kartöflu- smælki 800 g nýtt, íslenskt kartöflusmælki 2 dl extra virgin ólífuolía Sjávarsalt og nýmulinn svartur Guðjón Birgir Rúnarsson á heiðurinn af lambalærinu góða. Rúnar segir ítalska lambalærið sívinsælt í brúðkaupsveislur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lambalæri á ítalskan máta, með íslensku kartöflusmælki og fersku grænmeti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.