Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 44
 2. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● brúðkaup Hjónabönd eru sjaldan langlíf í henni Holly- wood. Samt vekur ávallt jafn mikla athygli þegar fræga og fína fólkið gengur upp að altar- inu til að játa ást sína og tryggð, sem oft á tíðum endist ekki nema fram á næsta leikár. Hér getur að líta nokkur af frægustu hjónum Hollywood í gegnum tíðina. Þegar hamingjan ríkir Haldu mér, slepptu mér. Elizabeth Taylor og Richard Burton í fyrra brúðkaupi þeirra, í mars 1964. Þau skildu, giftu sig aftur og skildu á ný. NORDICPHOTOS/GETTY Judy Garland átti stormasama ævi. Hér er hún með eiginmanni númer tvö af fimm, leikstjór- anum Vincente Minnelli. NORDICPHOTOS/GETTY Elizabeth Taylor hefur ekki verið við eina fjölina felld. Hún hefur gifst átta sinnum og skilið sjö sinnum, en einu sinni orðið ekkja. Fyrsti maður hennar var Conrad Hilton sem hún giftist árið 1950 og skildi við tæpu ári síðar. Michael Wild- ing giftist hún árið 1952 og skildi við hann fimm árum síðar. Michael Todd og Taylor giftu sig árið 1957 en Todd lést í mars 1958. Eddie Fisher var hún gift í fimm ár frá 1959 til 1964. Richard Burton giftist hún tvisvar. Fyrst árið 1964 og liðu tíu ár þar til þau skildu. Aðeins ári síðar giftu þau sig á ný en þá entist hjónabandið aðeins í tæpt ár. John Warner var eiginmaður númer sex ef Burton er aðeins talinn einu sinni. Þau voru gift í sex ár frá 1976 til 1982. Síðasti maður- inn sem Taylor gekk í hjónaband með var Larry Forten- sky árið 1991 en þau skildu fimm árum síðar. Elizabeth Taylor með fyrsta manni sínum Conrad Hilton. NORDICPHOTOS/GETTY Elvis Presley og Priscilla hittust árið 1959 í partíi í Bad Nauheim í Þýskalandi meðan Elvis sinnti herskyldu. Hún var fjórtán og hann 24 ára. Þau fóru fljótlega að draga sig saman en Elvis hélt heim árið 1960. Þau héldu sambandi gegnum síma en hittust ekki á ný fyrr en sumarið 1962 þegar hún fékk leyfi foreldra sinna til að heim- sækja hann. Síðar fékk hún leyfi til að flytja til Bandaríkjanna og búa hjá föður Elvis með því skilyrði að Elvis myndi á endanum gift- ast henni. Elvis bað Priscillu rétt fyrir jólin 1966 og þau gengu í það heilaga 1. maí 1967 á Aladdin-hótelinu í Las Vegas. Fyrsta og eina barn þeirra, Lisa Marie, fæddist níu mánuðum síðar, 1. febrúar 1968. Elvis Presley og Priscilla gengu í það heilaga 1. maí 1967. Níu mánuðum síðar fæddist þeim dóttirin Lisa Marie. NORDICPHOTOS/GETTY Leikstjórinn Vincente Minnelli var annar af fimm eiginmönnum Judy Garland. Þau giftu sig árið 1945, á einum myrkasta tíma Garland í skemmtanaiðnaðinum. Hin glaðlega barnastjarna sem þekkt var fyrir kæti og léttleika í framkomu var orðin niður dregin og ólundarleg. Hún var þá orðin háð verkjalyfjum og drakk úr hófi fram. Hún eignaðist þó með Minnelli dóttur sína Lizu árið 1946. Árið 1948 voru geðsveiflur Garland og sjálfsmorðshugleiðingar orðnar mjög alvarlegar en árið 1950 reyndi hún sjálfsmorð og var í framhaldinu sagt upp af MGM-kvikmyndaverinu. Gar- land og Minnelli skildu árið 1951 en hún gifti sig fljótlega framleiðandan- um Sid Luft sem greiddi leið Garland á ný inn í heim kvikmyndanna. Ferillinn fór þó halloka á ný. Luft og Garland skildu árið 1965 og árið 1969 fannst hún látin á hótelherbergi þar sem hún hafði tekið of stóran skammt af verkjalyfjum. Útsala Útsala brúðarkjólar á allt að 60% afslætti sími 5521260 Laugavegi 101, www.jswatch.com / www.gilbert.is Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Ég er djásn og dýrmæti, Dro ni sjálfum líkur. - Solon Islandus 1820-1895
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.