Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 64

Fréttablaðið - 02.04.2009, Síða 64
40 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR „Þetta er fjórða húsið sem við erum í. Við höfum aldrei verið lengur en tvö ár á sama staðnum,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísa- firði um páskana í sjötta sinn. Hálfdán og félagar hafa náð samkomulagi við verktakafyrir- tækið KNH á Ísafirði um afnot af nýju húsnæði þess fyrir hátíð- ina. „Þetta er mjög vítt og glæsi- legt verkstæði með stórum hurð- um. Það er hátt til lofts og vítt til veggja,“ segir hann. „Við vorum í fínni skemmu síðustu tvö árin og við þökkum kærlega fyrir afnot- in af henni. Þetta er nýtt og KNH- verktakar eru þarna með aðstöðu fyrir sínar gröfur. Við höldum okkur í því þema að vera í iðnaðar- húsnæði við sjóinn. Það er reyndar flest við sjóinn á Ísafirði.“ Hátíðin verður haldin á föstu- daginn langa, 10. apríl, og laugar- daginn ellefta. Alls hafa 32 hljóm- sveitir skráð sig til leiks, þar á meðal Dr. Spock, FM Belfast, múm, Mugison og Hemmi Gunn og Kraftlyfting. „Það hefur aldrei, að mínu mati, verið eins gott framboð af góðum heimaatriðum og núna. Helmingurinn er héðan úr héraði, meðal annars þrjár unglingahljóm- sveitir sem eru allar mjög fram- bærilegar. Það verður gaman að sjá þær spreyta sig,“ segir Hálf- dán. „Það er upprunalega hug- myndin að baki hátíðinni, að lands- þekktar poppstjörnur skemmti með minna þekktum mönnum.“ - fb tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þessa dagana stendur yfir val á hundrað bestu plötum Íslandssögunnar á tónlist.is. Það eru Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og tónlist. is sem standa að valinu. Fyrri hluti kosningarinnar stendur yfir á vef- svæði tónlist.is til miðnættis í kvöld, fimmtudaginn 2. apríl. Listinn yfir þær plötur sem komast í hóp hinna 100 bestu verður svo kynntur dag- ana fyrir sumardaginn fyrsta á Rás 2, en eftir það verður kosið um endanlega röð og listinn frá 1-100 birtur 17. júní. Það hefur lengi verið lenska í poppheimum að setja saman lista af þessu tagi. Á netinu má finna marga lista yfir bestu plötur allra tíma. Rolling Stone valdi 500 og fjölmargir aðrir hafa sett saman lista og þó að sumar plötur séu mjög lífseigar á svona listum kemur alltaf ný útkoma í hvert skipti. Nokkrir svona listar hafa verið birtir hér á landi, meðal annars í Poppbók Jens Kr. Guð 1983, í Eru ekki allir í stuði? – bók Dr. Gunna 2001 – og á mbl.is fyrir tveimur árum. Þessi nýja kosning er opin öllum almenningi, en samhliða kýs sérstök 100 manna dómnefnd. Á tónlist.is er hægt að velja allt að 50 plötur af þeim 485 sem þar hafa verið listaðar upp. Þær hundr- að plötur sem fá flest atkvæði komast svo áfram í næstu umferð. 485 plötur er slatti. Smekkurinn er samt það misjafn að það er auðvelt að finna plötur sem komast inn á topp tuttugu hjá manni persónulega sem ekki ná inn á þennan 485 platna lista. Þannig er það til dæmis með hið stórlega vanmetna meistaraverk Texas Jesús, Jæja vinur! sem kom út árið 1996. Texas Jesús var að mörgu leyti á undan sinni samtíð og á skjön við flest annað á sínum tíma. Hún notaði ýmis óvenjuleg hljóðfæri og sótti áhrif í ólíkar tegundir tónlistar, en hvort tveggja varð síðar vin- sælt. Frábær sveit sem talað er um að komi fram aftur fljótlega. En þetta er kannski aukaatriði. Texas Jesús hefði vísast aldrei náð inn á hundrað platna listann. Ekki nógu þekkt. Aðalatriðið er að það er allt- af gaman að svona listum og spennandi að sjá útkomuna. Ég hvet alla tónlistaráhugamenn til þess að taka þátt áður en fresturinn rennur út í kvöld … 100 bestu plöturnar, aftur VANMETIÐ MEISTARAVERK Texas Jesús komst ekki inn á stóra listann … Nýjasta sólóplata gömlu kempunnar Neils Young, Fork in the Road, kemur út á þriðjudaginn. Umhverfis- vænir bílar eru umfjöllunar- efnið, en það hefur verið Young hugleikið í langan tíma. Hinum 63 ára Neil Young leiðist ekki að hrista upp í hlutunum og koma sínum hugðarefnum á fram- færi við almenning. Skemmst er að minnast plötunnar Living with War þar sem hann gagnrýndi Bandaríkjastjórn harkalega fyrir Íraksstríðið. Nú þegar sú stjórn er farin frá völdum og nýr for- seti hefur lofað að draga megnið af herliði Bandaríkjanna úr land- inu beinir Young sjónum sínum að umhverfisvernd, sem er ekki síður mikilvægt málefni. Stríðsgagnrýn- in er þó síður en svo úr sögunni, eins og textinn í titillagi plötunn- ar ber vott um: „Forgot this year to salute the troops. They´re all still there in a fucking war“. Fork in the Road er samt fyrst og fremst þemaplata sem er byggð á Lincvolt-verkefninu sem er sam- starfsverkefni söngvarans og Jon- athans Goodwin, sérfræðings á sviði lífræns eldneytis. Snýst það um að búa til umhverfisvænan orkugjafa fyrir bíla og notuðu þeir Lincoln Continental-bíl Young frá árinu 1959 í tilrauninni og nefndu hann Lincvolt. Nú er bíllinn tilbú- inn til notkunar og hefur Young sett stefnuna á að aka honum þvert yfir Bandaríkin án þess að nota bensín. Bílnum verður svo lagt fyrir framan þinghúsið í Wash- ington þar sem Young mun krefj- ast nýrra lausna hjá stjórnvöldum við að draga úr bifreiðamengun. Heimildarmynd um ferðalagið verður jafnframt tekin upp. Young ætlar að með þessu að sýna það og sanna að hann er til- búinn að láta verkin tala. Textinn í laginu Singing a Song segir allt sem segja þarf: „Just singing a song won´t change the world“. Sem sagt, ekki er nóg að kvarta bara og kveina í einhverju lagi, heldur verða menn að fylgja því enn frek- ar eftir vilji menn virkilega knýja fram breytingar. freyr@frettabladid.is Snýr sér að umhverfisvernd Safnplata númer 49 í Pottþétt- röðinni vinsælu kemur út þriðju- daginn 7. apríl. Á plötunni, sem er tvöföld, er að finna flest af vinsæl- ustu lögum dagsins í dag. Þar eru sextán íslensk lög, þar af ellefu áður óút- gefin. Á meðal þeirra sem eiga glæný lög eru Hjaltalín, Ný dönsk, Ingó og veður guðirnir, Hjálmar, Papar og Haffi Haff. Aðrir íslenskir flytj- endur eru Jeff Who?, Baggalútur, Jóhanna Guðrún, Ingó og Lay Low. Meðal erlendra laga eru Human með The Killers, Use Somebdoy með Kings of Leon, Poker Face með Lady Gaga og The Fear með Lily Allen. Pottþétt 49 væntanleg Hafdís Huld spilar á tvenn- um tónleikum í Lundúnum 13. og 25. apríl þar sem hún mun flytja lög af ann- arri plötu sinni sem kemur út í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn í tæpt ár sem hún spilar Lundúnaborg og bíða margir spenntir eftir því að heyra nýju lögin, þar á meðal nokkur erlend útgáfufyrirtæki. Hafdís hóf upptökur á plötunni í byrjun ársins og er fyrsta smá- skífulagið væntanlegt í maí. - fb Spilar ný lög í Lundúnum INGÓ Ingó á tvö lög á safnplötunni Pottþétt 49 sem kemur út 7. apríl. NÝ SKEMMA Nýja skemman sem verður notuð á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Aldrei fór ég suður í gröfuskemmu NEIL YOUNG Breiðir út umhverfisvænan boðskap á nýjustu plötu sinni, Fork in the Road, sem kemur út á þriðjudaginn. N O R D IC PH O TO S/G ETTY HAFDÍS HULD > Í SPILARANUM Eberg - Antidote Dan Deacon - Bromst Yeah Yeah Yeahs - It‘s Blitz Röyksopp - Junior Gomez - A New Tide EBERG GOMEZ Samtónn, samstarfsvettvangur tónlistar- rétthafa, stendur fyrir verkefninu Íslenskt tónlistarsumar sem hefur verið sett á lagg- irnar. Er því ætlað að styrkja innviði og ímynd íslensks tónlistarlífs í því ölduróti sem hefur verið undanfarna mánuði. Af því tilefni stendur til að halda stórtónleika í Reykjavík snemma í sumar. Nákvæm tíma- og staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Fleiri uppákomur eru einnig fyrirhugaðar í sumar. Nýráðinn framkvæmdastjóri verkefnis- ins er Helgi Pjetur Jóhannsson, fyrrver- andi starfsmaður Tónlist.is og stofnandi Cod Music-útgáfufyrirtækisins. „Ef allir leggjast á eitt, útgefendur, fjölmiðlar eða tónlistarmennirnir sjálfir, og notfæra sér þetta átak tel ég að þetta verði gríðarlega mikilvægt og ákveðin vakning fyrir íslenska tónlist,“ segir hann. „Þá skilar það sér vonandi í aukinni plötusölu, hlustun á íslenska tónlist í útvarpi og svo framvegis. Þetta snýst um að vekja fólk til lífsins og fá það til að taka þátt í þessu og njóta íslenskrar tónlistar.“ - fb Stórtónleikar í sumar HELGI PJETUR JÓHANNSSON Helgi er nýráðinn fram- kvæmdastjóri Íslensks tónlistarsumars. Fagor uppþvottavél LJF-0310 5 þvottakerfi. Hljóðstig: 52dB(A). Stærð HxBxD 85x60x60. Tilboð 89.900 Fagor uppþvottavél Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 Þurrkun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.