Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Side 4
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is L ovísa er þreytt. Nærfellt allir fjölmiðlar á Íslandi sem vettlingi geta valdið hafa nálgast hana á einn eða annan hátt. Jón Ár- sæll, Kastljósið, Séð og heyrt, þetta dagblað og hitt. Eftir að hafa troðið upp á Airwaves, á sérlega vel heppnuðum tón- leikum sem voru auk þess útgáfutónleikar plöt- unnar hennar, Please Don’t Hate Me, dundi fyrsta fjölmiðlabomban yfir. Lay Low sló í gegn og platan fór af stað með látum í sölu. Hún náði síðan rétt svo að draga andann í janúar áður en næsta sprenging varð. Lay Low kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem voru afhent 31. janúar síðastliðinn og fór hún heim með alls þrenn verðlaun. Lay Low var val- in besta söngkonan, umslag plötunnar var valið það besta auk þess sem hún var valin vinsælasti flytjandinn í sérstakri sms-kosningu. Fjölmiðla- bombu nr. 2 var svo kastað í kjölfarið. Já, Lovísa er þreytt en hún er hvorki pirruð né vanþakklát. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er búin að vera ofsalega mikil athygli á ofsalega knöppum tíma. Ég vil kalla þetta að „múgíserast“, því sama var upp á teningnum hvað Mugison varðaði haustið 2004. Allir þekktu allt í einu Mugison, meira að segja amma gamla. Nokkrum mánuðum fyrr vissu í mesta lagi nokkrir fastagestir 12 tóna hver maðurinn væri. Svona virðist þetta gerast á Íslandi. Leift- urhratt og það verða allir að vera með. Blaðamaður hefur þekkt Lovísu allar götur síðan hann sá hljómsveit hennar, Benny Cres- po’s Gang, leika í Íslandsriðli hljómsveitakeppn- innar Global Battle of the Bands, sama haust og Íslendingar voru að „múgíserast“. Þegar ég næ í hana vegna þessa viðtals greini ég hik í rödd- inni og hún játar fyrir mér að hún sé einfaldlega orðin hrædd um að fólk sé orðið leitt á henni og nóg sé búið að tala um veikindi, trúmál og aðra hluti sem komi tónlistinni þannig séð ekki við. Blaðamaður er sammála og leggur áherslu á að sjónum verði einmitt beint að tónlistinni, hvað Lovísa hyggist gera næst í þeim efnum o.s.frv. Lovísu er létt. Jú, hún er vel til í þannig viðtal. Fundarstaður er því ákveðinn í snarhasti, Tíu dropar á Laugaveginum. Benny er klár Er blaðamann ber að er Lovísa þegar sest út í eitt hornið, og sýpur á mjólkurkaffi. Og talið berst umsvifalaust að tónlist, en ekki tónlist Lay Low heldur að áðurnefndri Benny Crespo’s Gang, einu best geymda leyndarmáli íslenskrar rokktónlistar. Margir urðu upprifnir af frammi- stöðu hennar í áðurnefndri hljómsveitakeppni, og sótti blaðamaður t.d. óðar tvö lög á heimasíðu hennar (www.blog.central.is/benny) sem nú er óvirk en lögin eru þar enn (og þar fann ég líka fyrirsögnina á greinina. Í texta um einstaka meðlimi kemur fram að hlutverk Lovísu í lífinu sé: „Aðgerðaleysingi í leit að hamingju“). Hægt er að hlýða á fleiri lög á myspace-setrinu, mys- pace.com/bennycresposgang. Í Benny Crespo’s Gang er Lovísa ein af fjögurra manna gengi, leikur á hljómborð og gítar og syngur lítið eitt líka. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar hefur verið í farvatninu allt, allt of lengi finnst manni en nú er farið að hilla undir útgáfudag og gæti hún borist í búðir í næsta mánuði ef allt fer að óskum. „Platan er klár,“ segir Lovísa og er vel til í að ræða um þessa hljómsveit sína, en Lay Low- verkefnið var upphaflega hugsað sem lítið hlið- arverkefni út frá henni. Það eru nefnilega engir uppgerðarkrúttstælar þegar Lovísa segir að hún hafi engan veginn átt von á þessari vel- gengni sem Lay Low, því að hún kom henni, og fleirum, svo gersamlega í opna skjöldu. Lovísa hlær þegar hún segir mér að plata Lay Low hafi staðið í 7.500 eintökum um jólin. Vegferð henn- ar hefur verið ævintýri líkust, því að enginn nema stöku pælarar vissi hver hún var í upphafi hausts. Lovísa heldur áfram að ræða um Benny- plötuna, plötu sem meðlimir hafa verið að taka upp sjálfir. „Við erum búin að liggja þvílíkt yfir þessu,“ segir hún. „Maggi (Magnús Öder, bassa- og hljómborðsleikari og stöku sinnum söngvari líka) er aðallega í þessu. Það er búið að taka upp trommurnar margoft og þetta er svona algjört dútl hjá okkur. Ég veit það ekki, það er ein- hvern veginn erfitt að sleppa taki á þessu eftir svona langan tíma. Við tökum þetta upp í æf- ingahúsnæðinu okkar í TÞM (Tónlistarþróun- armiðstöðinni) og stundum í tónleikasalnum þar, Hellinum, sem nýtist vel fyrir trommu- hljóminn. Það verða átta til níu lög á plötunni en ekkert er enn ákveðið með útgefanda.“ Berstrípað Lovísa lýsir sjálf þeirri athygli sem hún hefur fengið fyrir Lay Low sem eins konar hvirfilbyl. „Öll þessi athygli er jákvæð upp á plötusölu og slíkt. En ég á erfitt með að sjá fyrir mér ein- hverja krakka vera að kjósa mig sem vinsælasta flytjandann með farsímanum sínum! Svo hefur maður verið að gefa eiginhandaráritanir og þar sem ég er að vinna í Skífunni var líka ein- kennilegt að geta fylgst með plötunni sinni fara af stað í sölu. Þetta hefur bara verið dálítið skrítið, þar sem tónlistinni var í upphafi ætlað að lúra á myspace-síðu (myspace.com/ baralovisa. Sjá einnig www.laylow.is). Ég hafði ekki hugsað þetta neitt lengra.“ Velgengni Please Don’t Hate Me þarf þó ekki að koma svo mikið á óvart, sé litið til innihalds- ins. Þetta er tónlist sem nær að „krossa yfir“ að því leytinu til að jaðarfólkið og pælararnir fíla þetta um leið og mamma og pabbi og hinn „al- menni“ hlustandi. Pétur Ben. virðist hafa náð að hitta á þessu sömu hópa, og því náði Mugison fram líka á sínum tíma. Aðrir þættir en tónlist eiga þátt í að skapa þetta „ástand“. Sé t.d. litið til þessara þriggja listamanna búa þeir allir yfir miklum kjörþokka. Tónlistin á Please Don’t Hate Me stendur þó fyllilega undir því hvernig látið er með Lay Low. Óræð blanda af blús, sveita- og þjóðlagatónlist, sungin af einlægri, nokk sérstæðri rödd Lovísu sem minnir stund- um á bandarískar blússöngkonur frá þriðja og fjórða áratugnum. Hljómurinn er þá mátuleg blanda af hlý- og hráleika. „Upprunalega hugmyndin var að hafa þetta alveg berstrípað, bara kassagítar og söng,“ út- skýrir Lovísa. „Þannig var nokkrum lögum komið fyrir á myspace-síðunni. Þeir í Cod Music (útgefandi Lay Low) höfðu svo samband við mig og langaði til að gefa mig út. Þetta var í upphafi síðasta árs. Ég átti bara tvö, þrjú lög en þeir hjá Cod Music voru engu að síður mjög spenntir. Hlutirnir gerðust síðan mjög hratt, eins og með þetta allt. Fljótlega var farið að ræða um plötu og ég fór að semja meira. Þetta var í rauninni al- gjör áhætta hjá útgefandanum, því ég vissi ekk- ert hvort ég gæti samið fleiri svona lög.“ Lovísa var ekki einu sinni búin að gefa þessu sólóverkefni sínu nafn, en hafði þó troðið upp á nokkrum tónleikum. Nú var ákveðið að Magnús Öder myndi hjálpa henni við upptökur, sam- starf sem átti eftir að reynast árangursríkt. „Við eyddum sumrinu í þetta. Við vorum með þessi demó mín (prufuupptökur) og fannst eins og það gæti orðið þreytt og einhæft að hafa þau alveg ósnert. Þannig að við fórum að prufa að bæta hinu og þessu við. Maggi fór að fikta við stálgítar, nokkuð sem hann hafði aldrei snert á áður, og við bættum einfaldlega ofan á demóin sem fyrir voru. Þannig að þetta er í raun plata með demóum sem aðeins er búið að bæta við („overdub“). Ég verð að viðurkenna að mér finnst margt á plötunni alls ekki nógu gott, en það er líka margt þarna sem við ákváðum að skilja eftir eins og það var, af því að það var ein- hver „fílingur“ í því. Við prófuðum okkur áfram með þessar aðferðir okkar þar til við urðum sátt – eða nógu sátt getum við sagt“ (brosir). Hættur Allir tónlistarmenn, og reyndar allir þeir sem sinnt hafa einhverju einu verkefni í langan tíma, kannast við þá tilfinningu að týna sér í verkefn- inu, eða vera komnir það langt inn í það að þeir geta ekki lengur stigið út fyrir og dæmt um hvort þeir séu með eitthvað af viti í höndunum eður ei. Lovísa og Maggi upplifðu þetta svo um munar við enda síðasta sumars. „Maður var orðinn ansi taugaóstyrkur,“ segir Lovísa og leggur spilin á borðið. „Mesta stressið var þegar við afhentum hana í masteringuna (hljómjöfnun), því að þá er ekki snúið aftur. Þá er maður að yfirgefa verkefnið fyrir fullt og allt. Við vorum svartsýn á þetta, fannst þetta glatað og maður var hræddur um að maður ætti eftir að sjá eftir þessu. Og það eru hlutir þarna sem ég væri ennþá til í að laga.“ Platan tafðist síðan fram á haustið, Lovísa fékk sýkingu í háls og átti erfitt með að klára sönginn í sumum laganna. Útgefendur voru líka orðnir svartsýnir. Fannst það slæm tímasetning að vera komnir svona nærri jólum, það væri hætta á að platan yrði undir í hinu ógurlega, Aðgerðaleysingi í leit að hamingju Tónlistarkonan Lay Low, eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, skaust svo hratt og hátt á ís- lenskan stjörnuhimin síðasta haust að hún er enn að átta sig fyllilega á því hvað gerðist. Hún gleðst eðlilega yfir þessum góðu við- tökum, en nú er tími til kominn að horfa fram á við, tjáir hún blaðamanni. Please Don’t Hate Me „Við vorum svartsýn á þetta, fannst þetta glat- að og maður var hræddur um að maður ætti eftir að sjá eftir þessu.“ Morgunblaðið/Sverrir Sigurvegari Lay Low fékk þrenn verðlaun á íslensku tónlist- arverðlaununum, söngkona og flytjandi ársins og plötuumslag ársins. 4 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.