Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Bandaríska nýbylgjuundriðBright Eyes frá Nebraska, sem er listamannsnafn Conor Oberst, er klár með sjöttu hljóðversplötu sína. Kallast hún Cassadaga og kemur út á Saddle Creek þann 10. apríl næstkomandi. Polydor gefur út í Evrópu. For- smekk að plöt- unni verður hægt að nálgast mánuði fyrr, í líki stutt- skífunnar Four Winds. Oberst nýtur liðsinni nokkurra kanóna úr banda- rísku neðanjarðartónlistarsenunni, þeirra M. Ward, Gillian Welch og Ja- net Weiss, sem eitt sinn var í Sleater Kinney en er nú í Jicks, hljómsveit Stephen Malkmus. Oberst, sem nú er á tuttugusta og sjöunda ári var lengi vel álitin undra- barn en hann var þetta fjórtán, fimmtán ára þegar hann tók að dæla út plötum undir hinum og þessum nöfnum. Þekktastur er hann fyrir Bright Eyes verkefnið, en síðustu plöturnar undir því heitinu komu út í ársbyrjun 2005, tvö stykki samdæg- urs. I’m Wide Awake, It’s Morning þótti meistaraverk en hin, Digital Ash in a Digital Urn, þótti hörmung.    Enn af unglömbum, hin boru-bratta Arctic Monkeys sló heldur betur í gegn á síðasta ári með plötu sinni, Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not. Sú skífa seldist í 360.000 eintökum fyrstu vik- una í Bretlandi og á met, enginn frumburður listamanns hefur selst jafn vel. Sveitin er leidd af Alex Tur- ner (fæddur 1986) og útlit sveit- armeðlima fer með þessa sérbresku „lads“ ímynd upp á annað stig. Þessi hljómsveit fólksins aflaði enda hylli í gegnum myspacesetur sitt, og er líklega þekktasta dæmið um árangur þann sem hægt er að ná í gegnum það kerfi. En nóg um það, plata nr. 2 kemur út 23. apríl næst- komandi. Favourite Worst Nig- htmare er heitið og kemur út á Dom- ino Records, eins og sú fyrri. Margar hljómveitir hefðu stokkið um borð hjá stærra fyrirtæki eftir vinsældir fyrstu plötunnar en það er ekki til- fellið hjá Arctic Monkeys, sem virð- ast harðari en andsk…, og greini- lega mikið í mun að sýna fram á að það er vel hægt að sneiða framhjá hákörlunum og uppskera ríkulega engu að síður.    Patti Smith, einn af nýrri Íslands-vinum, verður kippt inn í frægð- arhöll rokksins á næstunni eins og fram hefur komið. Hún er þó ekki að breytast í steingerv- ing þrátt fyrir það, en 19. apríl kemur út tökulagaplatan Twelve. Smith hyllir þar tónlistarlegar hetjur sínar, þar á meðal Nirvana, Bob Dylan og Jimi Hendrix. Einnig verða þarna lög eftir Tears For Fe- ars, Stevie Wonder og Neil Young. Á plötunni leika m.a. Tom Verlaine úr Television, Flea úr Red Hot Chili Peppers og Richard Robinson úr Black Crowes. Síðasta hljóðversp- lata Smith er Trampin’ sem út kom 2004. Smith er ekki óvön tökulaga- bransanum, þó þetta sé fyrsta breið- skífa hennar með slíku efni. Þannig var b-hliðin á fyrstu smáskífu henn- ar frá 1974, „Piss Factory“, útgáfa af lag Jimi Hendrix, „Hey Joe“. TÓNLIST Bright Eyes Arctic Monkeys Patti Smith Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Pönkið á þrjátíu ára afmæli á árinu ogeinnig þrjátíu ára dánarafmæli. Vorið1977 kom út í Bretlandi smáskífa Sex Pi-stols, God Save the Queen, ekki fyrsta pönkskífan, en sú fyrsta sem kom pönkinu á kort- ið, vakti hneykslan og reiði um allt Bretland og fékk umheiminn til að sperra eyrun. Sá vordagur, 27. maí, var líka dánardagur pönksins því þessi hráa kraftmikla smáskífa með sóðalega grófum og um leið hápólitískum texta var unnin af upp- tökustjóra, Chris Thomas, sem unnið hafði með Bítlunum, Climax Blues Band, Procol Harum, Pink Floyd og Roxy Music – einum af arkítektum þeirra tónlistargilda sem pönkarar helst hötuðu. Þá þegar var pönkið orðið að tísku, hverjum öðr- um varningi, skemmtiefni. Í nóvember þetta ár kom svo út fyrsta og síð- asta breiðskífa Sex Pistols, Never Mind the Bol- locks Here’s the Sex Pistols, ein af undir- stöðuplötum rokksögunnar. Á henni voru fyrstu smáskífur Sex Pistols, Anarchy in the U.K. og God Save the Queen, og fleiri lög lítt síðri, til að mynda Holidays in the Sun, Bodies, Submission og Pretty Vacant. God Save the Queen vakti á sínum tíma mikið umtal og almenna reiði almennings enda tóku menn plötunni sem svæsinni árás á Elísabetu Bretadrottningu sem fagnaði einmitt aldarfjórð- ungs valdaafmæli 6. febrúar 1977. Smáskífan var bönnuð í útvarpi og þótt margar verslanir hafi neitað að selja hana fór hún hraðferð á toppinn á smáskífulistanum – þegar listinn var birtur var eyða þar sem nafn lagsins átti að vera. Breiðskífan Never Mind the Bollocks, sem kom út í nóvember 1977, vakti líka talsverðar deilur og meðal annars voru útgefandinn, Virgin / Richard Branson, og plötukaupmaður sem stillti skífunni upp í verslunarglugga kærðir fyrir dónaskapinn sem mönnum þótti felast í heiti plötunnar („bol- locks“). Dómari sýknaði þó Branson og verslunar- eigandann, en nauðugur viljugur því í dómsorðinu kom fram að honum var það þvert um geð að sýkna ábyrgðarmenn annarrar eins lágkúru. Hönnun á umslaginu þótti líka djörf og til marks um nýja tíma í breskri hönnun á áttunda og ní- unda áratugnum, en höfundur þess var Jamie Reid. Útgáfusaga Never Mind the Bollocks er nokk- uð ruglingsleg, enda kom platan fyrst út með ell- efu lögum á og síðan tólf laga útgáfa mánuði síðar. Eins voru umslögin mismunandi, ýmist var ekkert á bakinu, ellefu lög eða lög innan um sem ekki voru á plötunni þegar upp var staðið. Sex Pistols lifði ekki lengi eftir að platan kom út; í miðri tónleikaferð Sex Pistols um Bandaríkin hætti Johnny Rotten í henni og þótt Malcolm McLaren, guðfaðir sveitarinnar, hafi reynt að halda í henni lífinu fékk hann ekkert við ráðið. Eftir stendur mögnuð skífa sem hefur elst einkar vel, kraftmikið rokkið er eiginlega tímalaust, klassíkt. Aðalhlutverkið leika þó textar Johnnys Rottens, beittir og beinskeyttir og víða einkar vel komist að orði, til að mynda í God Save the Queen: „There is no future / in England’s dreaming“ og undir lok lagsins þegar hann hreytir út úr sér helsta umkvörtunarefni breskra ungmenna á þessum árum: „no future / no future for you / no future / no future for me.“ Pönkið er dautt … POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þ að besta við Smith, eitt af því marga góða sem þessi eitilharði rokkskipstjóri býr yfir, er að hann tekur Woody Allen-vinkilinn á þetta. Hann dælir plötunum út og er ekkert að stoppa. Jú, vissulega koma slappar plötur eða miðlungsgóðar út reglu- lega en málið er að vera „starfandi“ listamaður. Og stoppa ekkert eða hika. Smith virðist vera á miklu flugi um þessar mundir, er að toppa sig á ævikvöldinu. Tvær síð- ustu plötur hafa þannig verið framúrskarandi, eftir þónokkra þurrkatíð þar á undan. Þetta eru plöturnar The Real New Fall LP (Formerly Co- untry on the Click) (2003) og Fall Heads Roll (2005). Að tala um ævikvöld með tilliti til 49 ára gamals manns (hann verður fimmtugur hinn 5. mars næstkomandi) þykir kannski helst til gróft, en hann lítur frekar út fyrir að vera sjötugur. Ástæðan er mikið sukk og svínarí, nokkuð sem hann hefur síst gefið eftir í hin síðustu ár. Allir út! Forsaga nýjustu plötunnar er æði sérstök, þó að ekkert þurfi svo sem að koma lengur á óvart hvað varðar uppátæki Smiths. The Fall var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin síðasta vor er allt sauð upp úr og þrír meðlimir úr hljómsveit- inni yfirgáfu hana eftir fjórðu tónleikana og flugu aftur til Bretlands. Smith hafði víst verið ein- staklega ólundarlegur í þessum túr, var hellandi bjór á „starfsmenn“ sína og svolgraði víski linnu- laust á milli laga. Smith lagði þó ekki árar í bát og meðlimir úr ýmsum upphitunarsveitum, alls óþekktum, voru þegar ráðnir í The Fall til að hægt væri að klára túrinn. Þar eru þeir enn ásamt auðvitað konu Smiths, hinni ungu og fögru Elenor Smith sem gekk að eiga Smith árið 2001, en fortíð hennar er víst nokkuð á huldu. Hinir eru allt saman Bandaríkjamenn en um þá má lesa á þessari mjög svo fínu aðdáendasíðu: www.visi.com/fall (undir biography). Bassaleik- arinn, Rob Barbato, ku eini meðlimur The Fall frá upphafi sem hefur mátt skarta alskeggi, þannig að það er kannski að losna um það jöt- ungrip sem Smith hefur venjulega á sveit sinni, en í gegnum hana hafa runnið tugir manna. Smith er meira að segja með þrjá Breta á vara- mannabekknum þegar hinir þrír eru ekki tiltækir og stundum er hann ekkert að hafa fyrir því að skipta út af, og þannig léku tveir bassaleikarar á sviðinu síðasta haust. Smith hefur notað líkingar úr knattspyrnu- heiminum þegar hann lýsir stjórnunaraðferðum sínum. Hann lýsir því að menn megi aldrei verða of nákomnir liðsmönnum sínum, það sé í lagi að fá sér einn, tvo bjóra með þeim eftir tónleika en svo sé rétt að láta sig hverfa. Hann segist þá vilja stokka upp bandið á þriggja ára fresti og hann haldi mönnum í óvissunni svo allir séu alveg örugglega á tánum. Bók Í opnunarlagi nýju plötunnar, „Over! Over!“, virðist Smith vera að hugleiða atburði síðustu mánaða. „I think it’s over now I think it’s end- ing/I think it’s over now I think it’s beginning“ segir þar og svo fer hann að tala um sjö ára hringrás sem á sér stað á degi hverjum. Smith þykir reyndar hörku ljóðskáld, þó að þessar línur séu kannski ekkert of meitlaðar, og út hafa kom- ið tvær plötur þar sem hann les upp ljóð sín. Upptökur á Reformation! Post-TLC hófust með gamla bandinu en þeim upptökum var svo lagt. Nýja bandið fór því inn í hljóðver í Los Angeles og í Rochdale til að taka upp gripinn. Og Smith hefur lýst því yfir að nýja bandið sé mun betra en það síðasta (sem var þó að margra mati einn þéttasti hópurinn sem hafði starfað með Smith í háa herrans tíð). Smith er þegar farinn að leggja drög að næstu plötu og segist skammast sín fyrir það hversu langan tíma það tók að gera þessa (hálft ár, sem er enginn tími). Þá er hann að vinna að sjálfs- ævisögu, Renegade, sem á víst að koma út á næsta ári. Það verður merk lesning. Vonandi nær hann að klára hana áður en hann snýr tám endanlega upp í loft. Heill þér harðstjóri! EINN skrautlegasti framvörður rokksins, Mark E. Smith, hefur nú leitt sveit sína The Fall í gegnum eld og brennistein í meira en þrjátíu ár, en brjálsemi sú sem sveitin stríðir við kemur í langflestum tilfellum frá honum sjálfum. Re- formation! Post-TLC, tuttugusta og sjötta hljóð- versplata The Fall, kemur út á mánudaginn. Mark. E. Smith Hefur haft jötungrip á sveit sinni The Fall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.