Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ármann Jakobsson armannja@hotmail.com E f nefna ætti til kvikmyndir sem hafa sett svip sinn á kynslóðina sem heitir lík- lega ekki neitt en er fædd nálægt 1970 þá væri efst á blaði sex binda ópera George Lucas sem mætti þess vegna kalla hring eins og Niflungahring Wagners en við köllum í daglegu tali Stjörnustríð. Stjörnustríð á þrítugs- afmæli í ár og hringnum hefur nýlega verið lok- að eftir 28 ára sköpunarferli (1977–2005). Sagan virtist í fyrstu vera rétt og slétt ævintýri en þeg- ar litið er á hana í heild sinni verður hún snúin þar sem hún höfðar einkum til andúðar nútíma- mannsins á sjálfum sér og krefst þess að hann horfist í augu við sjálfan sig sem finngálkn. Hreint og fagurt ævintýr Salurinn er uppljómaður og svo skjannahvítur að áhorfandinn fær næstum ofbirtu í augun. Uppi á palli stendur Lilja prinsessa ásamt virðu- legum öldungum, herforingjum uppreisnarinnar gegn keisaraliðinu illa. Hans Óli, Logi Geim- gengill og vákurinn Loðinn (síðar uppnefndur Tóbakstugga) koma gangandi upp að pallinum hægt og virðulega, næstum eins og brúður inn kirkjugólf. Þar upp við fá þeir afhentar medalj- ur, svipað og á Ólympíuleikunum. Undir þessu öllu er leikin sinfónísk tónlist Johns Williams, hún er svo mjög á jaðri væmninnar að áhorfand- inn hlýtur annaðhvort að fá kökk í hálsinn eða kjánahroll – dásamleg fyrir börn, neyðarleg fyr- ir unglinga og aftur dásamleg en á írónískan hátt fyrir fullorðna sem geta ekki annað en tengt þennan fyrsta kafla ævintýrisins við barn- ið í sjálfum sér. Að lokum snúa þau sér öll að salnum og okkur í bíósalnum og standa um hríð stíf eins og fjöl- skylda við myndatöku og þannig lýkur fyrstu myndinni. Hún er venjulega kölluð Stjörnustríð, hefur yfirheitið Star Wars en lítið notaðan und- irtitil, Episode IV: A New Hope. Í ár eru 30 ár síðan ævintýrið hófst, árið 1977 en líklega hef ég séð fyrstu myndina í Nýja bíó snemma árs 1978. Í sjö ára bekkjum Langholtsskóla höfðu allir séð þessa mynd og kunnu hana utanbókar og jafnvel ég hreifst með þó að ég teldi mig jarðbundinn og vildi ekki hugsa um geiminn en var skipað að koma, sagt að myndin væri ómissandi en eink- um persónan Svarthöfði sem ég hélt fyrst að væri maður og hitti naglann á höfuðið í fáfræði minni, en sá svo á fótboltamynd (eða var það aft- an á kornflekspakka?) að var eitthvert vélrænt skrímsl. Í blábyrjun myndarinnar kom þó fram að sagan gerðist fyrir löngu og ég held að mark- hópurinn hafi fundið það á sér að þetta var ridd- arasaga innblásin frekar af fortíðinni en nútíð- inni. Tæknin var til skrauts en það sem skipti máli var að ná tökum á Mættinum sem olli því að Svarthöfði gat kæft menn með því að lyfta hend- inni og Obi Wan Kenobi komist milli staða án skilríkja (sem hlýtur að vera draumur allra ferðalanga). Þetta þarf að rifja upp til að skýra það að flestallir hörðustu aðdáendur Stjörnustríðs- myndanna verða 7–12 ára þegar þeir sjá þær því að annaðhvort voru þeir á þeim aldri þegar þeir sáu myndirnar fyrst eða fóru með börnum sín- um og barnabörnum og hafa ekki misst þann hæfileika til innlifunar sem leyfir forráðamönn- um barna að fara í bíó með börnum sínum og sjá myndina að minnsta kosti öðrum þræði með þeirra augum. En flestar myndirnar eru líka þannig gerðar að þær hjálpa fullorðnum að kom- ast í samband við þann hluta af barninu í sjálfum sér sem okkur langar til að komast í samband við en eru samt ekki barnalegar á þreytandi hátt. Þegar ég sá myndina fyrst fannst mér loka- atriðið í hæsta máta viðeigandi og sá ekkert vandræðalegt við verðlaunaafhendinguna. Okk- ur sjö ára áhorfendum fannst örugglega flestum fátt betra en að Hans Óli og Logi Geimgengill væru verðlaunaðir, eins og við vonuðumst kannski til að verða sjálf ef við stæðum okkur vel í skólanum eða á öðrum vettvangi. Ég tala nú ekki um að hljóta þau verðlaun úr hendi Lilju prinsessu. Nokkrum árum síðar roðnuðu örugg- lega flestir gamlir áhorfendur yfir verðlaunaaf- hendingunni enda óhætt að segja að hún dansi á línunni milli hins háleita og hins hallærislega og fer eftir hverjum og einum áhorfanda hvaða áhrif hún hefur. En að lokum hafa flestir sæst við þetta hallærislega lokaatriði. Því að ævintýri mega og eiga að vera svolítið hallærisleg, eins og tónlist eftir John Williams. Í raun er fyrsta Stjörnustríðsmyndin tvær sögur og verðlaunaafhendingin heyrir til þeirri fyrri, barnasögu um sigur góðu aflanna á þeim illu. Þó að heilu plánetunum væri eytt og fjöl- skylda Loga Geimgengils myrt lauk sögunni samt á áðurnefndri verðlaunaafhendingu og þannig fengu áhorfendur þau skilaboð að allt í himnalagi. En innan í henni er alvarlegri saga um Máttinn og mikilvægi þess að ná tökum á honum svo að hann eyði ekki persónuleika manns sjálfs og öllu öðru. Hér er á ferð tilbrigði við stefið um hringinn úr Hringadróttinssögu en afstaðan til orkunnar er önnur. Hringnum er ekki við bjargandi í sögu Tolkiens en George Lucas trúir á Máttinn í höndum þeirra sem kunna með hann að fara. Og miklu máli skiptir að Mátturinn er ekki tækni heldur handan raun- vísinda. Enda er George Lucas fyrirtaks áróð- ursmeistari fyrir hugvísindin. Í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni kom strax fram það einkenni myndaflokksins að aðal- persónurnar eru plastmanneskjur en ekki fólk. Um tilfinningar er varla að ræða og Stjörnu- stríðsleikur er eitthvað annað en venjulegur leikur – það skilur Harrison Ford sem hefur náð einna bestum tökum á honum. Áhorfendur geta dáðst að hetjuþríeykinu en engin leið er að sam- sama sig Loga, Lilju eða Hans Óla. Miklu lík- legra er að áhorfandinn finni sig í vélmennunum tveimur, þrjóska og greinda barninu og sínöldr- andi, áhyggjufullu, svolítið grunnu en góðgjörnu mömmunni sem á skemmtilega öfugsnúinn hátt virðist samt vera karlkyns (hafa vélmenni ann- ars kyn?). Í Stjörnustríði eru flestir mennirnir öllu vélrænni en vélmennin sem eru raunsæjar og marghliða persónur og miklu frekar hægt að tala um skapgerðarleik hjá þeim en Loga Geim- gengli. Í fyrstu kvikmyndinni er óhjákvæmilegt að taka sér stöðu með þeim, enda fylgir mynda- vélin þeim eftir í upphafi hennar. Þessi frásagnaraðferð felur í sér einkennileg skilaboð til nútímamannsins sem eru þó kannski í hæsta máta hluti af boðskap George Lucas. Er- um við vélmenni? Vegna þess að C3PO og R2D2 hegða sér eins og við mildast þungi riddarasög- unnar sem annars fer þar fram og er miklu fjar- lægari okkar hegðun og hugsun en vélmennin sem eru ekki ósvipuð venjulegum vestrænum smáborgara. Það sem Lucas er að segja er hugs- anlega: Við erum vélmenni en ekki þeir riddarar sem okkur langar til að vera. Gildi jediridd- aranna eru svo sannarlega ekki okkar gildi í raun. Og þá kemur að persónunni sem einkum dró sjö ára drengi á þessa mynd. Stjörnustríð hefði verið lítils virði án Svarthöfða og ég man að þeg- ar ég var barn stóð ég hálfpartinn með honum þó að mér fyndist hann líka hræðilegur. Ég hélt þá að ég væri óvenju ginnkeyptur fyrir bók- menntaillmennum en löngu síðar blasir við að alltaf var ætlast til þess að áhorfendur stæðu með honum – Lucas hefur sjálfur dregið okkur áfram í aðdáun á honum og ofan í kaupið látið okkur halda að við værum svo sérstök og upp- reisnargjörn vegna þess að við stóðum dálítið með illmenninu. En þegar maður virðir Svart- höfða fyrir sér eins og hann birtist þegar í upp- hafi blasir við að hann er óvenju hávaxinn og karlmannlegur, beinn í baki og af honum stafar valdsmannsleg tign sem jafnvel þeir uppreisn- argjörnustu falla fyrir, jafnvel þegar hann er ekki að kæfa þjóna sína með því að lyfta hend- inni lítillega. Völd gátu jafnvel aukið þokka Henry Kissingers (að hans sögn að vísu) og hvað má þá segja um sjálfan Máttinn sem býr í mann- inum sjálfum, krefst ekki einu sinni geislasverðs heldur er nóg að lyfta hendinni? Auk heldur hef- ur Svarthöfði eina hljómmestu rödd kvikmynda- sögunnar, úr barka hins kunna leikara James Earl Jones. Þegar fyrsta myndin er skoðuð í ljósi þeirra seinna glittir þannig í þá óvæntu stefnu sem þessi nýi Niflungahringur átti eftir að taka. Seifur og Krónos Þegar Lucas hafði fengið heiminn í lið með sér leyfði hann sér að láta alvarlega söguna ná und- irtökunum, í næstu kvikmynd, The Empire Stri- kes Back (1980) en hún var alltaf kölluð enska heitinu hér á landi. Þá braut Lucas allar fyrri reglur sínar, til dæmis þá að það mætti fjölda- myrða aukapersónur svo fremi sem aðalpersón- urnar slyppu óhultar. Hans Óli var frystur og horfinn í sögulok, Logi Geimgengill missti hönd- ina, C3PO var rifinn í tætlur og upplýst var að Svarthöfði væri faðir Loga. Ég man að ég var ekki jafn sáttur við þetta framhald á sínum tíma og einna síst við þessi óviðeigandi tengsl hetj- unnar og illmennisins. Líklega hefði ég (og örugglega ekki aðeins ég) verið ánægðari ef myndin hefði verið nákvæm endurtekning á fyrstu myndinni en síðar varð þetta eftirlæt- iskafli minn, goðsagan um glímu sonarins (sem ef marka má útlenskt nafn hans er hliðstæða Lucas sjálfs, án þess að það þurfi að trufla) við skuggalegan spilltan föður. Núna eru slík átök kennd við Freud en þau eru eldri og almennari og fullt eins félagsleg og sálræn. En það er nokkuð snjallt að finna einföldustu og almenn- ustu sögu sem til er og færa hana upp á him- ininn, eins og Rómverjar höfðu löngu áður gert við guðinn Júpíter og hinn illa föður hans, barnamorða- og mannætuguðinn Satúrnus. Í raun og veru má segja að í öðrum kafla sög- unnar sé merkingu þess fyrsta snúið á haus. Stjörnustríð virtist snúast um skýrar línur: Hið góða var í hvítum júdókappafötum en hið illa andlitslaust í svartri brynju. Í The Empire Stri- kes Back kom hins vegar í ljós að hið góða er af- kvæmi hins illa – hið illa er í fjölskyldunni og það er í föðurhlutverkinu, nákvæmlega eins og í nor- rænni goðafræði þar sem afi Óðins er jötunn, heimurinn er skapaður úr jötni og þó að hið illa búi í Útgarðinum valda ættartengslin því að það er samt okkar megin við girðinguna. Hvort sem Saga okkar vélm Stjörnustríð „Í sjö ára bekkjum Langholtsskóla höfðu allir séð þessa mynd og kunnu hana utanbókar og jafnvel ég hreifst með þó að ég teldi mig jarðb skipað að koma, sagt að myndin væri ómissandi en einkum persónan Svarthöfði sem ég hélt fyrst að væri maður og hitti naglann á höfuðið í fáfræði min Þrjátíu ár eru síðan kvikmyndin Stjörnustríð var frumsýnd. Síðan hafa bæst við fimm myndir og sagan sem virtist í fyrstu rétt og slétt ævintýri höfðar nú einkum til andúðar nútímamannsins á sjálfum sér. Hér er rifjuð upp stemningin í Nýja bíói snemma árs 1978 þegar fyrsta myndin var sýnd hér á landi og rýnt í innihald sögunnar. Stjörnustríð og nútímamaðurinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.