Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. 3. 2007 81. árg. lesbók MAGNAÐIR MEXÍKÓAR ÞEIR ERU VINIR, ALDIR UPP Í MEXÍKÓSKU SJÓNVARPI OG HAFA SLEGIÐ Í GEGN Í KVIKMYNDAHEIMINUM. » 6 Er hægt að fá samband við Wham? Ha! Wham! Hverjir eru það aftur? » 7 NSK er skammstöfun fyrirNeue Slowenische Kunst eðaNý slóvensk list en svo nefn-ist fyrsta alþjóðlega ríkið í heiminum. Það mun í næstu viku stofna sérstaka Reykjavíkurdeild ríkisins hér á landi. Þannig kynna forsvarsmenn NSK að minnsta kosti fyrirbærið sem er land- og landamæralaust ríki sem er í raun ekki til nema í höfðinu á þeim sem tilheyra því. Það á sér samt fána og þjóðsöng, gefur út vegabréf og frímerki og í rúmlega 20 ára sögu þess hafa útibú frá því sprottið upp í ýmsu formi víða um heim, til dæmis sem ræðismannsskrifstofa í Helsinki, rafrænt sendiráð í Tókýó og pósthús í Sarajevó. Í grein Halldórs Carlssonar um NSK í Lesbók í dag kemur fram að hug- myndafræði ríkisins byggist ekki síst á endurvinnslustefnu sem sé eins konar andstæða við framúrstefnu. Ríkið spili á viðkvæma strengi og kalli fram óvænt viðbrögð með því að halda því fram að þjóðir og þjóðartákn séu ekkert sérlega frumleg fyrirbæri og því eðlilegt að af- skræma þau og endurvinna. „Í huga þessara listamanna er fólk sauðir sem auðvelt er að stýra – en einmitt vegna þess að sérstaða margra ríkja er oft ímyndunin ein reyna þau af veikum mætti að draga hana fram. Það er fyndin þversögn falin í þjóðerniserjum; þær stafa ekki af raunverulegum mun milli þjóða; það er ekki mikill munur á arn- artákninu austurríska, ameríska, alb- anska, þýska eða hinu pólska með höf- uðin sín tvö.“ Starfsemi Reykjavíkurdeildar NSK verður að mestu leyti vefræn en Halldór segir að hún muni leika sitt hlutverk í sífelldri endurnýjun ríkis sem á sama hátt og eðalvín verði betra með árunum. » 12-13 Alþjóðlegt ríki á Íslandi Vegabréf NSK Ríkið gefur út vegabréf og frímerki og á sér þjóðsöng. Reykjavíkurdeild Neue Slowenische Kunst stofnuð Morgunblaðið/Kristinn Verðmæti „En gróðinn er ekki alltaf mældur í peningum, það er verið að skapa menningarverðmæti sjáðu til …“ Ólöf Arnalds er í viðtali um sína fyrstu sólóplötu, Við og við, í Lesbók í dag. » 4-5 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is S tridsberg. Ef tekið er burt eitt s og n-i bætt við þá héti hún Strindberg eins og landi hennar og starfsbróðir frá því um alda- mótin 1900. Bæði skrifa þau um konur og rétt þeirra. Og bæði eru þeirrar skoðunar að karlmenn séu aumar verur sem hægt sé að vera án. Það er að minnsta kosti boðskapur aðalpersónunnar í Drömfakulteten eða Draumadeildinni, skáld- sögu Söru Stridsberg sem hlaut Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs í síðustu viku en bókin er mikið sprengiefni og hlýtur að vera á leslistum allra sem vilja fylgjast með. Bókin fjallar um Valerie Solanas sem var á sínum tíma kölluð fyrsta intellektúella hóran en hún vann fyrir sér sem vændiskona á með- an hún stundaði háskólanám í sálarfræði. Í náminu gerði hún tilraunir á músum sem áttu að sýna fram á að kvenkynsmýs gætu eignast afkvæmi án hjálpar karlkynsmúsa. Frægust er Solanas þó fyrir að hafa reynt að skjóta Andy Warhol til dauða árið 1968 vegna þess að hann neitaði að setja upp leikrit hennar í The Factory. Hann hafði sýnt verk- inu áhuga en í ljós kom að áhuginn beindist fyrst og fremst að nafninu: Up Your Ass. Solanas varð einnig fræg fyrir hina svoköll- uðu SCUM-yfirlýsingu en skammstöfunin stendur fyrir orðin: „Society for Cutting Up Men“ eða: „Samfélag um uppskurð á karl- mönnum“. Stridsberg komst fyrst í kynni við Solanas þegar hún fann SCUM-yfirlýsinguna á bóka- safni. Hún segist hafa orðið svo hrifin að hún hafi nánast hrunið í gólfið með bókina í hönd- unum. Stridsberg þýddi yfirlýsinguna á sænsku og samdi síðan leikrit og skáldsögu um Sol- anas. Draumadeildin er ekki beinlínis ævisaga um Solanas þó að sögu hennar sé fylgt allt frá því að hún er misnotuð af föður sínum í Atl- anta-borg barn að aldri og þar til hún deyr af völdum ofneyslu eiturlyfja á ódýru hóteli í melluhverfinu í San Francisco 1988. Strids- berg segir að skáldsagan sé frekar bók- menntaleg fantasía um líf Solanas og persónu. Og bókin er satt að segja kraftmikil fantas- ía og ekki endilega kórréttur femínismi enda segir höfundurinn að drifkrafturinn sé þvert á móti tungumálið, sorgin, angistin frammi fyr- ir dauðanum og skortur á svörum. Það stóð reyndar ekki á svari hjá móður Solanas, sem var haldin djúpstæðri Marilyn- duld, þegar stúlkan hafði verið misnotuð af föður sínum: „Gleymdu því aldrei að ljóma, Valerie, gleymdu því aldrei.“ Gleymdu því aldrei að ljóma MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.