Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsenarn areggert@gmail.com Bandaríska sveitin Beirut vaktimikla athygli á síðasta ári fyrir frumburð sinn, Gulag Orkestar, en þar kennir ýmissa grasa; sýrurokk og nýbylgjupopp í bland við balkan- tónlist, m.a. Sveitin er leidd af hinum tvítuga Zach Condon og gerði Beirut víðreist á síðasta ári í kjöl- far glimrandi dóma á hinum og þessum þunga- vigtarmiðlum. Álagið átti eftir að reynast hinum unga Condon um megn og þurfti að fresta nokkrum tónleikum í endaðan nóvember vegna ofþreytu. Úthvíldur hóf Condon árið með því að gefa út stuttskífuna Lon Gisland (sem nú er hægt að nálgast sem hluta af endur- útgefinni Gulag Orkestar) og vinna við næstu breiðskífu ku langt komin, um ¾ hlutar hennar komnir inn á band. Útgáfa er áætluð í enda þessa árs, og er það 4AD sem mun gefa út.    Lífseigi, vinalegi kántríboltinnWillie Nelson hefur ætíð fetað eigin slóð og gefið lítið fyrir reglu- gerðir kántríyfirvaldsins í Nashville. Nú er hann búinn að stofna eigin út- gáfu, Pedernales Records, og er fyrsta útgáfan plata með hljóm- sveitinni 40 Po- ints, kvartett sem hefur m.a. á að skipa tveimur sonum hans, Lu- kas og Micah „Mér finnst þetta bara góð hug- mynd,“ var haft eftir Nelson, en hann tilkynnti um stofnun útgáfunnar á ráðstefnu í tengslum við South By Southwest-tónlistarhátíðina í Austin, Texas. „Ég á til fullt af dóti sem ég hef tekið upp á síðastliðnum tuttugu og fimm árum í hljóðveri mínu í Texas og það situr bara uppi í hillum. Svo langar mig líka til að veita öðrum listamönnum brautargengi.“ Nelson hyggst eingöngu gefa út í gegnum Penderdale þegar samningur hans við Lost Highway-útgáfuna rennur út. Næsta plata Nelson kemur út eft- ir helgi og kallast Last of the Breed. Um er að ræða tvöfaldan disk þar sem Nelson tekur höndum saman við tvo gamla vini þá Merle Haggard og Ray Price, og er tríóið á vegum úti í þessum töluðu orðum.    The Polyphonic Spree gerir út fráTexas líkt og Willie gamli, en sveitin er líklega þekktust fyrir að hafa á að skipa um 30 meðlimum, þó að dramatísk, sinfónísk en þó fyrst og síðast melódísk tónlistin spilli sosum ekki fyrir. Síðasta plata hópsins, sem klæðir sig iðulega í sloppa svo að hann minnir á sértrúarsöfnuð, kom út 2004 (Together We’re Heavy). Næsta plata, sem er sú þriðja í röðinni, mun kallast The Fragile Army og er vænt- anleg í sumar. Leiðtoginn Tim De- Laughter segir að platan muni bera með sér umskipti á hljómi sveit- arinnar en umskipti eru á fleiri svið- um þar sem hempunum hefur verið kastað. Í stað þess eru meðlimir komnir í einhvers konar svarta her- búninga (sem minna óþyrmilega á Slipknot). DeLaughter segir það gert vegna hins „óþolandi pólitíska and- rúmslofts sem sé að kæfa okkur öll“. The Fragile Army var samin í hljóð- veri og var mikið samstarfsverkefni, ólíkt fyrri plötum sem DeLaughter samdi að mestu sjálfur. TÓNLIST Beirut Willie Nelson The Polyphonic Spree Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Símamær: Talsamband við útlönd, get ég að-stoðað?Auja: Já, halló. Okkur vantar númer áEnglandi. Símamær: Hvert er nafn þess sem þú leitar að? Auja: George Michael. Símamær: Og hvar býr hann? Auja: Í London. Símamær: Það eru mörg hundruð manns með því nafni í London. Getur þú gefið nákvæmara heimilisfang? Auja: Uhhh … neiiii … en hann heitir fullu nafni George Andrio Pandreo. Er ættaður frá Grikk- landi. Símamær: Ég er hrædd um að þú þurfir að finna heimilisfangið svo ég geti hjálpað þér. Auja: Hmmm … ókei. Þannig endaði tilraun mín og vinkonu minnar Auðar Jónsdóttur, síðar rithöfundar, til þess að komast í samband við goðið okkar, George Michael. Líklega var þetta árið 1985 og platan sem hann gerði með félaga sínum í dúettinum Wham!, Make it Big, hafði nýverið komið út og gert allt brjálað í orðsins fyllstu merkingu. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem við vin- konurnar reyndum að komast í samband við George Michael. Áður höfðum við sent honum heimboð til Íslands í gegnum aðdáendaklúbb hans. Með bréfinu fylgdu póstkort af Gullfossi og Geysi því við vorum þess fullvissar að með því að segja honum frá því að þessar þekktu náttúruperlur væru í garðinum heima hjá Auju gæti hann ómögu- lega hafnað heimboðinu. Við heyrðum reyndar aldrei frá honum – þótt undarlegt megi virðast. Um þetta leyti fórum við líka í nokkurs konar herferð gegn honum, þ.e.a.s. við töldum skólasystr- um okkar, sem einnig dáðu manninn, trú um að hann væri ekki allur þar sem hann væri séður. T.d. hefði hann berað á sér afturendann opinberlega og væri auk þess meira fyrir stráka en stelpur, sumsé hommi. Þetta svínvirkaði og vikum saman sátum við einar að honum. Enda skipti máli að fækka keppinautunum um hylli draumaprinsins. Þannig áttum við tvær mun meiri sjens að okkar mati. Það kom svo mörgum árum síðar á daginn að George Michael var einmitt veikari fyrir körlum en konum. Og enn síðar beraði hann kynfæri sín fyrir lögreglumanni á almenningssalerni í New York. Svo þó að við Auja hefðum kannski ekki átt raun- verulegan sjens í manninn, þá þekktum við hann vissulega betur en flestir. Það er sárabót í sjálfu sér. Um síðustu jól gaf sonur minn mér í jólagjöf veg- lega safnplötu með George Michael sem hafði verið efst á óskalistanum, enda hef ég verið trúr og tryggur aðdáandi hans í gegnum árin. Á safnplötunni er að finna nokkur lög af um- ræddri plötu, Make it Big. Það er hreint yndislegt að hlusta á þau á nýjan leik og hverfa öll þessi ár aftur í tímann. Röddin var svo tær og einlæg, myndböndin svo sjúklega væmin, útlit söngvarans svo útpælt til að heilla ungar stúlkur – klæðaburð- urinn magnaður! Þetta var líka á unglingsárum tónlistarmynd- banda, og aðeins nokkrar mínútur á viku gafst tækifæri til að berja goðin augum í Ríkissjónvarp- inu. Þegar von var á frumsýningu myndbands við hið tregafulla lag Careless Whisper voru góð ráð dýr. Reynt var að fanga dýrðina af sjónvarps- skjánum á 8 mm filmu, enda ekkert myndbands- tæki á æskuheimili mínu lengi vel. Það misheppn- aðist. Make It Big gerði Wham! gríðarstóra í tónlist- arheiminum enda fjörið og lífsgleðin allsráðandi í tónlistinni. Lagið Wake Me Up Before You Go-Go, sem maður dansaði við rjóður í kinnum á skólaballi í Varmárskóla fyrir tveimur áratugum, kallar enn fram bros, enda sígilt popplag. Ekki var mynd- bandið síðra þar sem tveir súkkulaðidrengir skopp- uðu um sviðið á stuttbuxum og strigaskóm. Boð- skapur tónlistarinnar stóð skýrum stöfum á stuttermabolum þeirra: CHOOSE LIFE. Og meira að segja mamma dillaði sér með. Talsamband við Wham! POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com H ljómsveitin Animal Collective hefur vakið gríðarlega athygli í jaðartónlistargeiranum und- anfarin ár. Plöturnar Sung Tongs (2004) og Feels (2005) hafa fengið hvern gagnrýnand- ann á fætur öðrum til að leita að nýjum lýsing- arorðum – í aðra röndina vegna þess að tónlistin þykir einstaklega vönduð, en einnig vegna þess að hljómur sveitarinnar er um margt óvenjulegur. Áhrif frá Beach Boys eru umtalsverð, en sveitin leitar fanga víða, t.d. í hávaðalist, þjóðlagarokki og ýmissi frumstæðri tónlist. Þá er æskudýrkun áberandi hjá Animal Collective, textarnir oft barnslegir og flutningurinn gáskafullur. Animal Collective er í grunninn skipuð þeim Panda Bear og Avey Tare, en auk þeirra koma Geologist og Deaken við sögu á flestum plötum sveitarinnar. Þessir drengir hafa fengist við tón- list lengi í sameiningu, þekktust er vitaskuld Ani- mal Collective, en þeir hafa verið við iðnir við kol- ann undir öðrum nöfnum. Panda Bear skipar t.a.m. dúettinn Jane ásamt vini sínum Scott Mou og saman gáfu þeir út plötuna Berserker árið 2005 og Avey Tare hefur gefið út plötuna Dead Drunk með sveitinni Terrestrial Tones, en auk Tare skipar Eric Copeland úr Black Dice sveitina. Pandabjörn Panda Bear, sem heitir Noah Lennox í raun og veru, hefur nú þegar gefið út tvær skífur upp á eigin spýtur og sú þriðja er væntanleg strax eftir helgi. Platan sú ber heitið Person Pitch og er tals- vert frábrugðin þeirri sem fór á undan, hinni gríð- arvel heppnuðu Young Prayer. Þá plötu tók Len- nox upp á æskuheimili sínu stuttu eftir að faðir hans lést. Þar var hann að mestu einn með kassa- gítarinn, söng sérkennileg lög þar sem engin leið var að greina textann og flutningurinn var bæði litaður af söknuði og feginleik þess að vera kom- inn aftur á æskuslóðirnar. Þessi súrsæta tilfinning er ekki alveg horfin á Person Pitch en það er vissulega mun bjartara yf- ir henni. Lennox segir nýja hljóminn m.a. hafa komið til vegna þess að hann fluttist til Lissabon fyrir rúmum tveimur árum. „Umhverfið skilar sér algjörlega út í tónlistina á plötunni. Lissabon er staður þar sem engum liggur á, fólk er ekkert mikið að líta á klukkuna. Tónlistin á Person Pitch dregur dám af þessu, hún er mjög afslöppuð, hversdagsleg og sólrík. Portúgal er eins og blanda af Evrópu og Kaliforníu, sólin skín látlaust og andrúmsloftið er mjög þægilegt. Ég geri þá kröfu til tónlistar að hún flytji mann til í huganum, fái mann til að hugsa um eitthvað annað, og ég vona að þessari plötu takist það og að hún spegli Lissa- bon í leiðinni,“ segir Lennox. Flutningurinn til Lissabon hafði þó fleira í för með sér, Lennox tók t.a.m. ekki mikið af hljóðfærum með sér og því er platan að mestu unnin á hljóðsmala (e. sampler) og tölvu. Stærstur hluti Person Pitch hefur komið út áð- ur á tólftommum og segir Lennox þá ákvörðun tvíþætta, í fyrsta lagi svo hann hafi getað einbeitt sér að hverju lagi fyrir sig, og í öðru lagi segist hann vera innblásinn af því hvernig útgáfumál gangi fyrir sig í danstónlistarheiminum, en þar er smáskífunni skipað í öndvegi og stærri plötur eru yfirleitt ekkert nema safn laga sem hafa þegar komið út á vínyl. Person Pitch kemur hins vegar eingöngu út á geisladiski og því verður eina leiðin til að nálgast lögin á vínyl að kaupa smáskífurnar. Afturábak eða áfram? Avey Tare, sem er listamannsnafn Davids Port- ners, er giftur einni af dætrum Íslands, Kristínu Önnu Valtýsdóttur, en hún var í hljómsveitinni múm þar til í nóvember síðastliðnum. Þau hafa tekið upp plötu saman sem kemur út 24. apríl og ber heitið Pullhair Rubeye, en þar kemur Kristín fram undir nafninu Kría Brekkan. Eintak af plöt- unni hefur gengið manna á milli á Netinu og það hefur vakið nokkra athygli að öll platan er spiluð afturábak. Sagan segir að þau hafi komið eitt kvöldið heim til sín í New York eftir að hafa séð nýjustu mynd Davids Lynch, vitandi að þau voru veðurteppt og komust ekki heim til fjölskyldna sinna fyrir jólin, og hafi einfaldlega prófað að spila upptökurnar sem þau voru búin að gera aftur- ábak. Hljóðin sem bárust þeim til eyrna heilluðu hjúin svo að þau ákváðu að hljóðblanda plötuna með það í huga að hún yrði öll afturábak. „Lögin eru laus- leg og lífræn í forminu og fara ekki frá A til B. Svo þau virka í rauninni vel afturábak, vegna þess að þau festast ekki í þéttum trommu- eða gítartakti eins og svo margt annað,“ segir Portner. Honum þykir spennandi að þessi hljóðheimur skuli í raun hafa komið til þeirra án þess að þau hafi beinlínis velt honum fyrir sér, „hann bara gerðist“. Spjallborð á Netinu hafa mörg hver staðið í ljósum logum eftir að fólk hlustaði á plötuna og komst að því að hún væri öll öfug og flestir sem hafa prófað að snúa plötunni við í tölvu (svo hún hljómi „rétt“, eða eins og hún var tekin upp) virð- ast sammála um að platan sé mun betri þannig og skilja hvorki upp né niður í David og Kristínu fyr- ir tilgerðina. „Okkur tókst að skilja okkur al- gjörlega frá lögunum eins og þau hljóma áfram, og ég held að flestir sem gagnrýna okkur séu að velta lögunum fyrir sér eins og þau hljóma þann- ig. Fyrir okkur er öfuga útgáfan eitthvað í sjálfri sér,“ segir Portner. Það kæmi undirrituðum ekki á óvart að allt heila klabbið væri hrekkur og að platan væri í raun og veru leikin áfram – það væri í öllu falli blaut tuska í andlit forvitinna netverja. Í lokin má skjóta því að að Animal Collective hefur nýlokið upptökum á nýrri plötu og spá því að hún komi út síðsumars eða í haust. Öll dýrin í skóginum Eftir helgi kemur platan Person Pitch með Panda Bear út og um miðjan apríl skífa á vegum Avey Tare og Kríu Brekkan. Bear og Tare eru lykilmenn í hljómsveitinni Animal Collective og Kría er listamannsnafn Kristínar Önnu Valtýs- dóttur sem var áður í múm. Animal Collective Sveitin er í grunninn skipuð þeim Panda Bear og Avey Tare, en auk þeirra koma Geologist og Deaken við sögu á flestum plötum sveitarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.