Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 10
Við fæðingu hefur okkur verið valinn staður á jörðu. Forfeð- ur okkar hafa tekið það hlutverk að sér, án þess að við þekkjum nokkuð til þeirra eða fáum við það ráðið. Hluti af fortíð okkar hefur því verið gróðursettur í jörð með ríka sögu. Við erum hluti af fortíð sem nær lengra aftur en minni okkar getur ímyndað sér. Eftir Halldóru Arnardóttur h.a@ono.com Þ egar hugsað er út í gerðir húsa og bygginga hlýtur fyrsta spurn- ingin að varða hvaða þarfir er beðið um að uppfylla og fyrir hvern. AlzheimUr-stofnunin í Múrsíu var stofnuð árið 2006 með það hlutverk að vera miðstöð rannsókna, kennslu og heilsugæslu um Alzheimers- sjúkdóminn. Gert er ráð fyrir að miðstöðin hlúi að eitt hundrað sjúklingum á dag, þótt vitað sé að fleiri muni leita aðstoðar af þeim 8.000 sjúk- lingum sem eiga lögheimili í héraðinu. Nú hafa fyrstu teikningar AlzheimUr- stofnunarinnar í Murcia verið lagðar fyrir byggingarnefnd og 21. febrúar sl. var verk- efnið kynnt drottningu Spánar, Soffíu, en hún er verndari Alzheimers-stofnunarinnar á landsvísu. Nú er spurningin hvaða nálgun er hægt að taka fyrir svo flókna ráðgjöf? Hverjir eru raunverulegir notendur byggingarinnar? Ef Alzheimers-sjúkdómurinn grund- vallast á minnisskerðingu hlýtur metnaðurinn að liggja í því að fá arkitektúrinn með inn í meðhöndl- un sjúkdómsins. Við getum spurt: Getur fortíðin skilið við okkur? Hvað erum við án minninganna? Við fæðingu hefur okkur verið val- inn staður á jörðu. Forfeður okkar hafa tekið það hlutverk að sér, án þess að við þekkjum nokkuð til þeirra eða fáum við það ráðið. Hluti af fortíð okkar hefur því verið gróðursettur í jörð með ríka sögu. Við erum hluti af fortíð sem nær lengra aftur en minni okkar getur ímyndað sér. Spor hennar eru sagan okkar og ávallt til staðar. Heilabrot Þótt um sé að ræða mjög huglægan efnivið og óáþreifanlegan grundvallast rannsóknirnar í AlzheimUr og öll meðhöndlun á hæfileikanum til að muna. Vefur mannsheilans er mjög flókinn. Manns- líkaminn býr yfir billjónum taugafrumna sem hafa þann eiginleika að tengjast hver annarri. Þessar einstöku taugafrumur tvinnast saman í stórbrotin kerfi sem sameinast í taugakerfinu. Með tímanum, allt frá fæðingu, myndar það milljónir tenginga vegna þeirra eiginleika sinna að vera sveigjanlegt og teygjanlegt. Heil- inn hefur líka þá eigileika að mótast. Hann hneigist til þess að laga sig að umhverfinu og því sem upplifað er. Þannig lætur hann mann- inum í té skilning og hæfileika til að muna. Þetta vægi, sem dregið er af reynslu daglegs lífs, sýnir að það er mikilvægt að örva heila- starfsemina, að láta heilann vinna, láta hann hugsa. Franski rithöfundurinn Marcel Proust hafði gert reynsluna að efnivið í bók sinni, Í leit að glötuðum tíma, þegar hann skrifaði að raun- veruleikinn væri mótaður í minningunum ein- um. Og hann gekk enn lengra með því að halda því fram að í hinu nýja fælust minningar for- feðranna sem túlkuðu með sér varðveislu og hugleiðingar. Af þessari hugmynd, í samhengi við rannsóknir á Alzheimers-sjúkdómnum, hlýtur að mega draga þá ályktun að það sé mik- ilvægt að þekkja ævisögu sjúlklinganna. Sú vitneskja hlýtur að vera gott hjálpartæki til þess að kalla fram liðnar stundir, minningar sem gætu hjálpað sjúklingunum að rata aftur heim. Skynjuð á þennan hátt er fortíðin efniviður þar sem sagan er fyrst og fremst miðill fyrir ákveðin markmið til þess að fylgja eftir. Síðan gerist hún dæmi um þau markmið sem leitað er eftir. Í hinu daglega lífi er það því spurning um að búa til tengsl milli gamalla minninga og að bera kennsl á þær í nútíðinni. Af þessu að dæma og í samhengi við Alz- heimers-sjúklinga hlýtur það að vera metn- aðarmál að skapa umhverfi sem leggur áherslu á skilning frekar en breytingar. Næmi fyrir umhverfinu, daglegu lífi, menningu og háttum verður að aðalatriðum og gerist endurtúlkað í húsagerðinni. Fjallið Montecantalar: staður sem leikur sér að skynfærunum Borgaryfirvöld í Múrsíu styrktu AlzheimUr- stofnunina með því að úthluta henni 21.000 fer- metra landi fyrir utan borgina. Lóðin sem varð fyrir valinu hefur einstaka eiginleika í hlíðum Montecantalar-fjallsins og gerir hverjum þeim sem kemur þangað kleift að endurvekja sam- bandið við náttúruna, við ávaxtaekrurnar allt í kring og gróðurvaxin fjöllin í fjarlægð. Vegna þess hve landslagið hefur sterk sér- einkenni þótti arkitektinum mikilvægt að öðl- ast tilfinningu fyrir fjallinu áður en hönn- unarferlið hæfist. Farið var í langar gönguferðir til þess að örva skynfærin: finna fyrir ilmi, litum, hljóðum, áferð, halla og stíg- um. Svo virtist sem staðurinn hefði sínar eigin minningar sem ættu sér rætur í hógværum at- höfnum hlíðanna. Ólíkar gróðurtegundir vaxa hlið við hlið og skapa hugblæ ólíkra blæbrigða og áferða. Sítrónutré, furutré, lavender, rósm- arín og tímían mynda opin og björt rými sem hleypa dulúðugri grænleitri birtu í gegnum blöð sín. Við þessa upplifun vakna spurningar um hvers konar húsagerð gæti hæft þessum að- stæðum. Hvaða sjónarmið eru talin rökrétt þegar hugsað er til brattra hlíða fjalla og stað- fræði þeirra? Allt of oft er siðfræði rökvísinnar stimpluð á grundvelli hagsmunalegrar tog- streitu og kennd við beinar línur og eitthvað sem hægt er að slá föstu. Litið er á slíkar lausn- ir sem „þægilegar“ og „auðveldar“ en lítið fer fyrir tillitsseminni. Staðbundnar aðstæður eru gerðar að engu. Hér er þó lögun landslagins í Montecantalar gerð að mjög sterkum þætti í leitinni að jafn- vægi milli manngerðs landslags og náttúrunn- ar sjálfrar. Með það að leiðarljósi var fjallið klifið og toppur þess gerður að útsýnisstað, stað til hugleiðinga. Niður með hlíðum þess hlykkjuðust mismunandi stígar eftir ólíkum stöllum sem um leið leiddu í ljós að það voru nokkrar aðkomuleiðir að lóðinni. Maðurinn hafði auðsjáanlega skilið eftir sig spor í jarð- veginum sem höfðu aðlagast gjörningum nátt- úrunnar í fjallinu. Eftir nokkur heilabrot var komist að því að skynfærin fimm hefðu öll til- kall til þessa staðar: sjón, heyrn, ilman, smekk- ur og tilfinning urðu að láta kveða að sér við hvers konar ákvarðanatöku í hönnunarferlinu. AlzheimUr tekur á sig lögun Eftir að hafa kynnt sér helstu einkenni Alz- heimers-sjúkdómsins og öðlast þekkingu á staðháttum Montecantalar varð ljóst að húsa- gerð dagvistarstofnunarinnar myndi vilja stofna til samræðna við þessi tvö ólíku um- hverfi. Strax í upphafi hugsunarferilsins um gerð hennar þótti mikilvægt að hvetja fjöl- skyldur og sjúklinga til að ganga og upplifa landið. Rannsóknir lækna hafa sýnt fram á að fólk bætir minnið, eykur hæfileikann til að læra og einbæta sér, skilja og skynja þegar það gengur. Formgerð stofnunarinnar virðir vægi þessarar athafnar. Léttum byggingum er rað- að þannig niður að þær hvetja til hreyfingar og að viðkomandi noti ólíka skynjunarhæfileika á sama tíma, til dæmis að hlusta á tónlist og finna ilminn af blómunum, að hlusta á rigninguna og smella fingrunum á borði, eða að horfa á skýin og móta leir á meðan. Smám saman taka hlíðar fjallsins við litlu byggingunum sem setjast gætilega á jörðina eftir göngustígunum og reyna að hrófla sem minnst við gróðurríkinu. Stjórnsýsla, dagvist- ardeildir, rannsóknarstofur, heilabanki, hrörn- unardeild, áheyrendaleikhús, matsalur og kaffitería finna öll leiðir til þess að sameinast formgerð fjallsins. Þær stofna til tengsla sín á milli. Þær horfa hver til annarrar og leita hver eftir annarri þar sem þær feta sig eftir göngu- stígunum sem dregnir eru upp á yfirborði jarð- arinnar. Einar og sér myndu byggingarnar missa bæði jafnvægið og áttir. Saman mynda þær vef tenginga, líkt og taugafrumurnar. Þær verða að fjallinu og hluti af minningum þess. Margir atburðanna í þessum byggingum eiga rætur að rekja til borgarinnar og hefð- bundinnar menningar Múrsíu. Þegar gengið er um fjallið Montecantalar koma upp í hugann ýmis einkenni borgarlífsins: að rekast á fólk og gjörninga og finna fyrir samkennd. Góð veðr- átta við Miðjarðarhafið hvetur fólk til þess að skipuleggja félagslíf sitt utandyra, á torgum og á veitingahúsum. Á göngu sinni verða borg- arbúar fyrir óvæntum uppákomum, kynnast tónlistarmönnum og leikhúsfólki, rekast inn á fyrirlestra, kvikmyndahús, listsýningar og handverksmiðjur. Dregin inn í umhverfi Alz- heimUrs í hlíðum Montecantalar taka húsa- gerðin, ávaxtatrén, ilman, litir og áferð þátt í því að stofna til umræðuefna sem reyna að sameina fortíðina og nútíðina í umönnun sjúk- linganna og fjölskyldna þeirra. Húsagerð AlzheimUr ásetur sér að vera þátttakandi í læknismeðferð Alzheimers- sjúklingsins: að aðstoða hann við að end- urvekja „týndar minningar“ og draga fram umræðuefni sem geta orðið liður í því að tengja fortíð og nútíð. Þannig er efniviður húsagerð- arinnar ekki allur áþreifanlegur. Hann er feng- inn úr fjallinu sjálfu – landslagsútlínum, ilman, blæbrigðum lita og áferðar, hugblæ – og út frá samræðum við fagfólk og leikmenn um þekk- ingu og reynslu. Í hugsunarferlinu um bygg- ingarnar er gerð sama krafan til vinnuhópsins og til Alzheimers-sjúklinganna sjálfra, þ.e. að gera æfingar til þess að örva heilann og að skynja umhverfið og staðbundin einkenni. Skil- greiningin um hvað er byggingarlist og hvað ekki er hér hulin móðu. Þjóðfélagslegar að- stæður, menning, saga, orkugjafar, náttúran, viðar- og steintegundir eru allt hluti af sömu heildinni og hefur áhrif á þróun húsagerð- arinnar. Unnið með minningarnar AlzheimUr-stofnunin er annað og meira en staður þar sem lært er um einkenni Alzheim- ers-sjúkdómsins og rannsóknir gerðar byggð- ar á athugunum og greiningu sjúklinga. Alz- heimUr er staður þar sem byggingarlistin mun hvetja ólíkt fagfólk til að hittast, skiptast á skoðunum og bera saman efasemdir, hug- myndir og þekkingu. Gagnvirkar samræður eru ómetanlegur viðburður á hverjum vinnu- degi, þar sem reynslusöfnun gefur tilefni til þess að vinna úr og endurvekja gamlar minn- ingar. Maðurinn er ekkert án hæfileikans til þess að muna. Þjóðfélagið er þannig uppbyggt að án minnisins erum við án rökvísi eða getu til rök- færslu. Þekking, hugrekki, hófstilling, réttlæti, trú, von og kærleikur; höfuðdyggðirnar sjö sem hjálpa einstaklingnum að lifa í samfélagi, að hafa sambönd og búa til tengingar milli staðreynda og samanburðargilda myndu held- ur ekki vera til staðar. AlzheimUr treystir á hópvinnu. Fjölskyldur, taugalæknar, sálfræðingar, taugasálfræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar og arki- tektar sameinast í voninni um að leiða til frek- ari umleitana. Þannig verður húsagerð Alz- heimUrs til út frá kringumstæðum og efnivið sem býr yfir ólíkum eiginleikum. Bygging- arlistin er ferli en ekki fyrirfram gefin formúla. Hún er byggð út frá minningum, ólíkum að gerð og tíma, og tekur þannig þátt í ferli með- ferðarinnar með því að ala af sér enn frekari möguleika á að draga fram þá reynslu sem hvert og eitt okkar á, og sem við viljum ekki skilja við að fullu. ALZHEIMuR ALZHEIMUR er nafn á dagvistarstofnun fyr- ir Alzheimers-sjúklinga í Múrsíu á Spáni. Hönnuður hennar er Javier Sánchez Merina arkitekt en rannsóknirnar í AlzheimUr og öll meðhöndlun grundvallast á hæfileikanum til að muna. TENGLAR ........................................................... Myndir/teikningar: Arkitektastofa jsm. (http://www.centroalzheimur.blogspot.com/ http://www.alzheimurcentre.blogspot.com/) AlzheimUr-stofnunin Byggingin vefur sig að lögun Montecantalar-fjallsins. 10 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.