Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Blaðsíða 13
Að þeir séu hluti af ríkinu, ríkið hluti af þeim. Verkið er eign ríkisins (Drzava). Hluti af heild Sérstaða NSK liggur ekki síst í því að í þessu víðfeðmasta ríki undir sól- inni (og allt um kring) er einstakling- urinn ekki nein stærð; hann hefur ekkert hlutverk nema sem hluti af heild. Einingin er allt, og framan af vissu fáir deili á meðlimum hverrar deildar fyrir sig. Þetta birtist okkur eiginnaflaskoðurum í norðri og vestri oft sem óður – homage – til hugsjóna óspillts kommúnisma – en um leið sem sviplaust stórfyrirtæki, risasam- steypur nútímans, og jafnvel leyni- reglur á borð við Opus Dei og frímúr- ara. Með þessu er NSK líka að herma eftir ábyrgðarleysinu sem við heyr- um á hverjum degi hjá bankastarfs- manninum og skriffinnanum: ,,Ég? Ég bara vinn hérna…“ Noordung Þyngdarleysisleikhópurinn Noor- dung tekur grunnhugmynd sína frá Herman Potonik Noordung, slóv- enskum uppfinningamanni og eld- flaugahönnuði. Noordung gerði líka einar fyrstu teikningar af gervitungl- um sem vitað er um. Hann rannsak- aði þyngdarleysi, geimferðir og hannaði mótora til að knýja geim- flaugar. Árið 1928 birti hann teikn- ingar af þyngdarleysishringnum, sem seinna urðu fyrirmynd Arthurs C. Clarke og Stanleys Kubrick við gerð myndarinnar 2001: A Space Od- issey. Þegar fjalla á um NSK, liggur leið- in aftur og aftur til skapara ríkisins, hljómsveitarinnar Laibach, sem talar um sjálfa sig sem ,,vélvirkja sálarinn- ar“. Með því að beita aðferðum stjórnmálamanna og leiðtoga skapaði þessi háværa hljómsveit sérstöðu strax frá upphafi sem gerði þá al- ræmda – ekki bara heima fyrir rétt eftir dauða Títós, heldur og í Aust- urríki og þáverandi Vestur-Þýska- landi, þegar þeir lögðu Evrópu undir sig árið 1983 (Occupied Europe – hljómleikaferðin). Allir nýkomnir úr hernum og listnámi, uppblásnir af heilögum anda ósvikinna hrekkju- svína, áttuðu þeir sig á einu: Listamaður sem má ekki opna munninn án þess að valda úlfaþyt, getur farið þrjár leiðir: Farið í felur eins og moldvarpa, gert uppreisn og spýtt eins og pönk- ararnir (stál í stál), eða gerst trúður – trúðar gátu jú alltaf sagt kónginum sannleikann án þess að fara undir fallöxina svo lengi sem hann skemmti sér. Þá uppgötva þeir spegilinn. Með því að spegla valdhafana, nota þeirra eigin aðferðir, setja upp merkissvip og nota tvíræð slagorð og harkalegar yfirlýsingar, kallaði hljómsveitin fram ófyrirséð viðbrögð hvert sem hún fór. Oft að ósekju, stundum bara vegna þess hversu lítinn mun þeir sáu á Freddie Mercury og Tító. Með því að skrumskæla áróður Hitlers – og nota um leið verk Johns Heartfield (Herzfeld), var hægt að fanga athygli áhorfenda hvar sem var í Evrópu. Herzfeld var myndlistarmaður í Þriðja ríki Hitlers. Hann gerði raðir áróðursmynda sem var beint sértak- lega gegn Adolf sjálfum, Göbbels og vinum hans; úr hakakrossinum vætl- ar blóð, á plakötum hans mátti sjá áletranir á borð við ,,Þriðja ríkið og myrku miðaldirnar eru eitt og hið sama!“ Frjósemin sprettur úr blóð- ugum akri (Bloody Ground, Fertile Soil) Það er viss kaldhæðni í því að með- limir og velunnarar sluppu stundum yfir landamæri Balkanlandanna með „diplómatapassa“ NSK einan á sér, meðan stríðið í Júgóslavíu geisaði. „Tilbúið“ ríki var orðið raunverulegt – jafnvel raunverulegra en hin marg- klofnu og sundurtættu þjóðabrot Balkanskagans. Eftir misheppnaða innrás skrið- dreka Serba inn í Slóveníu sumarið 1992, stóðu bardagar yfir í fjórtán daga. Slóvenía slapp mun betur en aðrar þjóðir á Balkanskaganum og í desember sama ár voru Slóvenar sjálfstæð þjóð. Þá þegar voru Lai- bach – og þar með yfirvöld þeirra, NSK – orðin þekktasta afurð Slóven- íu ásamt Gorenje-raftækjunum. Sjálfstæði þeirra og listrænt frelsi var í hættu og eigið ríki og starfsemi þess tvíefldist, því alheimsríkið varð þeim enn mikilvægara en áður – sem nýtt föðurland. Og það sem kom í staðinn fyrir menningu Títós – Kóka Kóla og MTV – var sýnu verri og útþynntari menn- ing en fyrir var – sjálfmiðað, inni- haldslaust rusl. Popp er fyrir sauði sem úlfarnir gleypa Nýjasta plata tónlistargeirans, plat- an VOLK – Úlfurinn – er safn endur- unninna þjóðsöngva þrettán ríkja – auk þeirra eigin ríkis. Á umslaginu er sauðahjörð, fyrir ofan höfuð eins þeirra er skrúfa – sem er um leið end- urunnið tákn hins þýska Volksbank, og öðlast enn aðra merkingu á ensku (Wolves screw Sheep …) Í þessari kaldhæðni er nett viðvör- un: Erum við sauðir á leið til slátr- unar? Umkringd úlfahjörð … NSK.is / a state of mind Leiðir NSK eru órannsakanlegar og uppákomurnar og verkin óteljandi. Sendiráðin svamla um eins og gervitungl, sjúga blóðið úr Ríkinu og skjótast burt allt í einu á ofsahraða. Starfsemi Reykjavíkurdeildar NSK, sem verður að mestu vefræn, spilar sitt hlutverk í sífelldri endurnýjun Ríkis, sem á sama hátt og eðalvín verður betra með árunum. alheimsins Höfundur er fjölmiðlafræðingur.Slóvenska Aþena Ein af fjölmörgum málverkum Irwin - hópsins þar sem sáðmanninum bregður fyrir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 13 Vegabréf NSK Vegabréf til sýnis í útibúi NSK í Berlín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.