Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Sótspor í umhverfinu UPPHRÓPUN Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur akj@hi.is B loggið og netið tröllríða fjöl- miðlun og umræðu þessa dag- ana. Tugþúsundir Íslendinga blogga og enn fleiri verja drjúgum tíma í að rápa um netið og lesa hitt og þetta. Netverjinn var maður ársins tvö þúsund og sex að dómi bandaríska tímaritsins Time og mátti sjá margan bloggarann kætast yfir því á fyrstu vikum ársins sem nú er að líða. Matt Drudge er einn af íbúum netheima sem hefur haft mikil áhrif. Það eru reyndar ekki allir par hrifnir af síðunni hans, The Drudge re- port, en það er óumdeilt að umferðin þar er gríðarleg, á sólarhring fær hún fimmtán milljónir heimsókna. Nýlega veltu menn vestra því fyrir sér hvort dýfu, sem hluta- bréfamarkaðurinn á Wall Street tók um síð- ustu mánaðamót, mætti rekja til áhrifa fyr- irsagnar hjá Drudge. Í fyrirsögninni stóð að Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabanka- stjóri, varaði við líklegri kreppu. Í fréttinni sjálfri sem kom frá AP stóð reyndar að Greenspan hefði sagt í Hong Kong að þegar langt væri liðið frá kreppu mætti sjá merki um hugsanlegan samdrátt í efnahagslífi Bandaríkjanna á seinni hluta ársins 2007. Hann bætti meira að segja við að flestir spá- menn mætu það svo að samdráttar færi ekki að gæta fyrr en 2008. Og þá var blaðamaður hjá US News og World Report farinn að velta því fyrir sér hver áhrif fyrirsagnarinnar væru á þær millj- ónir gesta sem líta inn hjá Drudge á hverjum degi. Hann skrifaði sjálfur fyrirsögn þar sem spurt var hvort Drudge report hefði spillt hlutabréfamarkaðnum og aðrir hentu það á lofti sem merki um hve mikið vægi fyrirbærið hefði. Drudge report þykir ekki sérstaklega fínn pappír, reyndar er það ekki neinn pappír heldur fréttagátt þar sem safnað er saman hlekkjum í fréttaveitur, netútgáfur og blogg víðs vegar að. Stuttum fyrirsögnum rituðum með einföldu letri, sem minnir helst á ritvél- arnar gömlu, er raðað holt og bolt inn á síð- una og örfáum myndum hent inn með. Efst trónir feitletruð aðalfyrirsögn og svo eru sumar hinna merktar með rauðu. Þegar mik- ið liggur við blikka sírenur við hlið fyrirsagn- anna og þá er vissara að fylgjast með. Drudge varð frægur, sumir segja reyndar alræmdur, eftir að hann varð fyrstur til að segja frá sambandi Bills Clintons Bandaríkja- forseta við lærlinginn Monicu Lewinsky. Hann hefur löngum þótt andvígur demókröt- um og var á meðal þeirra fyrstu sem birtu ásakanir gamalla hermanna um slakan her- mennskuferil Johns Kerrys forsetaframbjóð- anda í síðustu forsetakosningum. Nú segja ýmsir að hann hafi beint spjótum sínum að Bush-stjórninni og að að geti reynst henni dýrkeypt. Mark Halperin, stjórnmálarits- stjóri ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, hefur sagt að Matt Drudge gefi tóninn í pólitískri um- ræðu í Bandaríkjunum og kallað hann Walter Cronkite sinnar kynslóðar. Hann er sann- færður um áhrifamáttinn og segir að þótt margir vilji ekki kannast við það sé Drudge report upphafssíða margra fjölmiðlamanna. Cronkite var holdgervingur traustrar og ábyggilegrar fréttamennsku en Drudge hefur oft verið kallaður argasti slúðurberi. Sjálfur segir Drudge að um fimmtungur þess sem birtist á síðunni hjá sér reynist rangur, en það sé hans hlutverk að þefa uppi það sem skítalykt sé af. En hver er Matt Drudge? Hann er rétt rúmlega fertugur og hefur haldið Drudge re- port úti síðan 1994. Hann er líka með út- varpsþátt og var um tíma í sjónvarpi. Í við- tölum segist hann vera íhaldssamur í skoðunum en að hann eigi ekki alltaf samleið með repúblikönum. Drudge hefur verið kall- aður aumingi í New York Times og það er greinilega talið ömurlegt á síðum þess að fólk skuli leggjast svo lágt að leita frétta á slúð- urgátt hans. Hann er sagður ógna heiðarlegri og ábyrgri blaðamennsku og margir blaða- menn vilja alls ekki gangast við því að hann tilheyri þeirra stétt. Þeir benda á að hann safni bara saman efni frá öðrum en skrifi ekkert sjálfur. Drudge er hins vegar dugleg- ur við að skreyta sig gömlum táknum blaða- manna, hann gengur jafnan með hatt eins og í gamalli bíómynd og svarar því kokhraustur þegar menn skella á hann slúðurstimplinum að þetta sé bara öfund af því að hann þurfi ekki að lúta neinum ritstjóra. Hann sé boð- beri frjálsrar blaðamennsku sem engum sé háð. Samtíningurinn sem birtist á síðunni hans virðist oft á tíðum ruglingslegur og handa- hófskenndur, en er það ekki einmitt einkenn- andi fyrir upplýsingaflóðið sem fjölmiðlaneyt- endur dagsins þurfa að slást við á netinu? Viðbrögð blaðanna við sístreyminu á netinu voru víða niðurskurður, lengri greinar og dýpri umfjöllun. Sá róður hefur reynst þeim mörgum erfiður og hefur ekki endilega skilað fleiri lesendum. Hver er þá lausnin, er það að skera niður og fækka blaðamönnum eða væri heilladrýgra að fjölga þeim og auka áhersl- una á fyrirsagnirnar, fréttirnar og fjölbreytn- ina? Fimmtán milljónir lesenda á dag virðast að minnsta kosti kjósa eitthvað í þá veruna. Umdeilt blogg Umferðin á síðunni er gríðarleg, á sólarhring fær hún fimmtán milljón heimsóknir. En hún er umdeild. Nýlega veltu menn vestra því fyrir sér hvort dýfu, sem hlutabréfamarkaðurinn á Wall street tók um síðustu mánaðamót mætti rekja til áhrifa fyrirsagnar hjá Drudge. Hverju ræður Matt Drudge? »Drudge hefur verið kall- aður aumingi í New York Times og það er greinilega tal- ið ömurlegt á síðum þess að fólk skuli leggjast svo lágt að leita frétta á slúðurgátt hans. Hann er sagður ógna heið- arlegri og ábyrgri blaða- mennsku og margir blaðamenn vilja alls ekki gangast við því að hann tilheyri þeirra stétt. FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Geir Svansson geirsv@internet.is ! Allir sem láta sér annt um um- hverfismál og vilja stíga skref til að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda ættu að kynna sér hugtakið „carbon fo- otprint“ eða „koltvísýrings- fótspor“ sem þjálla væri að kalla „sótspor“. Þetta hugtak er jafn sjálfsagt að þekkja og hugtakið „sjálfbær þróun“. Sótspor er mæling á því magni koltví- sýrings (CO2) sem fer út í andrúmsloftið við brennslu jarðefnaeldsneytis svo sem kola, olíu eða jarðgass en koltvísýringur er ein hinna svokölluðu gróðurhúsa- lofttegunda. Sótspor segir því til um los- un koltvísýrings á mann, á ári, í hverju landi fyrir sig. Sótspor er gjarnan mælt í tonnum og oftast nær á ársgrundvelli en til eru margar leiðir til að reikna þau út. Sót- spor tengjast beint því magni nátt- úrlegra auðæfa sem gengið er á og segir til um umhverfisáhrif. Kosturinn við hugtakið er að það á ekki eingöngu við um fyrirtæki og dag- lega starfsemi þeirra heldur einnig um heimili og einstaklinga og daglegt líf. Að koma vöru á markað til neytenda mark- ar þannig sótspor eins og öll okkar iðja. Hugtakið sótspor hefur farið eins og eldur í sinu, ef svo má að orði komast, um meginland Evrópu en sérstaklega Bretlandseyjar þar sem nánast allt er mælt og dæmt út frá því: Þannig var Tony Blair gagnrýndur um síðustu jól í enskum fjölmiðlum fyrir að fara í jólafrí til Flórída og þar með taka stærra sótspor en hann hefði þurft. Bent var á að Frakklandsforseti, Jac- ques Chirac, og Angela Merckel, kansl- ari Þýskalands, sátu heima og sótspor- uðu pent. Til eru flugfélög sem auglýsa nettleika sótspora sinna til að draga að umhverf- isnæma neytendur. Einnig hafa skotið upp kollinum fyrirtæki sem kenna sig við „offset“ eða „mótvægi“, sem bjóða einstaklingum t.d. að kaupa hlut í skóg- rækt, eða taka þátt í annars konar um- hverfisverkefni, til að vega upp á móti því sótspori sem t.d. hlýst af flugi. Eitt slíkra „mótvægis-fyrirtækja“ er Climate Care en á heimasíðu þess getur maður reiknað út hvaða sótspor maður stígur með því að ferðast ákveðna leið. Þannig er sótspor einstaklings sem ferðast með flugvél frá London Stan- stead til Keflavíkur 0,42 tonn af koltví- sýringi. Með því að greiða fimm sterl- ingspund til Climate Care vinnur maður upp og jafnar út sótsporið en fyrirtækið leggur peningana í ýmis umhverfisvæn verkefni víða um heim sem snúast yf- irleitt um 1) endurnýjanlega orku, sem dregur úr notkun óendurnýjanlegrar orku eins og kola; 2) sparneytni, sem dregur úr eldsneytisþörf; og 3) skóg- rækt, sem hreinsar koltvísýring úr and- rúmsloftinu. Sótspor er talið mikilvægt hugtak í mörgum greinum og fögum. Í framsæk- inni hönnun er nú farið að skoða hug- takið af fullri alvöru þar sem talið er að allt að því 80% af umhverfisáhrifum söluvöru sé ákvarðað á hönnunarstiginu (skv. tölfræði Design Council í London, Annual Review 2002). Ekki er ósennilegt að innan skamms verði bundið í lög að merkja sótspor vöru, rétt eins og nú er skylt að hafa innihaldslýsingu á umbúðum matvæla. Þannig fer sótsporið að hafa áhrif á kaupákvarðanir meðvitaðra neytenda. Þegar hefur frést af neytendum sem láta skoðun sína í ljós og mótmæla með því að skilja pakkningar eftir í búðum og sleppa þannig við að setja þær í eigið rusl. Með þessu hefur skapast þrýst- ingur á verslunareigendur og framleið- endur í þá átt að draga úr umbúðafarg- ani en því meiri sem þær eru því stærra er sótsporið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.