Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is L eiðir okkar Ólafar liggja saman í gegnum símalínu í þetta sinnið, en hún var stödd í suðupotti þeim er Berlín heitir þegar blaða- maður hafði samband. Í vikunni tróð hún upp ein og óstudd á opnun ís- lenskrar hönnunarsýningar í sameiginlegum sýningarsal norrænu sendiráðanna og lék þar á gítar og charanga ásamt því að syngja. Á tón- leikum hérlendis að undanförnu hefur Róbert Reynisson gítarleikari lagt henni lið, og áttu landsmenn allir kost á því á dögunum að heyra hvert Ólöf er að fara í sólótónlist sinni, en hún var ein þeirra listamanna sem komu fram á tón- leikum Hlaupanótunnar í Listasafni Reykjavík- ur – Hafnarhúsi, tónleikar sem voru partur af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar og voru þeir sendir út beint í gegnum Rás 1. Tónleikar Ólaf- ar mynduðu gæsahúð á áhorfendum og þú hefð- ir þurft að vera steinrunninn þurs til að hrífast ekki af einfaldri, berstrípaðri fegurðinni sem var slengt á borð. „Áreynslulaus og undurblíð fegurð sem hitti beint í hjartastað og besta dæmið þar um var titillag sólóplötunnar, „Við og við“. Stórkost- legt,“ sagði í Morgunblaðsdómi um tónleikana. Kynning á plötu Ólafar stendur semsagt yfir um þessar mundir, hvort heldur er í Reykjavík eða Berlín, og í lok apríl verða tónleikar í Winnipeg sem hluti af íslenskri listahátíð þar í borg. Á miðvikudaginn næsta verða svo op- inberir útgáfutónleikar plötunnar haldnir á NASA. Þar verða tilkallaðir flestir þeir sem þátt tóku í gerð plötunnar, en á henni kennir ýmissa grasa hvað hljóðfæraleik varðar; strengjakvartettar, blásturshljóðfæri, kontra- bassi, pákur og koto-harpa eru á meðal þess sem stuðst var við til að galdra upp sérstæðan seið Ólafar. Þessu og meira til verður til tjaldað á útgáfutónleikunum. Á kafi „Platan verður flutt í heild sinni, í öllum þeim útsetningum sem heyrast á plötunni, það er með strengjum, blæstri og öllu tilheyrandi,“ tjáir Ólöf blaðamanni. „Þetta verður vænt- anlega bara í þetta eina skipti. Þetta er svona viðhafnarviðburður, því að ég geri svo mikið af því að spila ein. Mig langaði því til að hafa þetta dálítið sérstakt.“ Ólöf hefur fengið ýmis tilboð um að spila að undanförnu og hefur hún nýtt þau eins og kost- ur er. Hún segir að útgáfutónleikarnir eigi væntanlega eftir að gefa sér betri tilfinningu fyrir því hvernig best sé að kynna plötuna í framhaldinu. Ólöf segir að Við og við hafi opnað fyrir enn frekari sköpun, þegar hugmyndirnar eru komnar úr sekknum verður til pláss fyrir nýjar. „Um þessar mundir er maður þó á kafi í þessari plötu, þar sem maður er að fylgja henni eftir. Það er eins og langmesta vinnan fari í gang þegar plöturnar eru loksins komnar út! En þegar um hægist ætla ég að fara að semja nýtt efni og ég verð að segja að ég get varla beðið og er mjög spennt fyrir þeirri vinnu.“ Ólöf hefur starfað meira og minna við tónlist í meira en tíu ár og hefur verið afskaplega dug- leg við að leggja vinum og félögum lið í hinum ýmsu verkefnum. Hún hefur samið tónlist við leikrit og innsetningar, starfað með djössurum, nútímatónlistarmönnum og tilraunagúrúum, unnið samstarfsverkefni í gegnum Tilraunaeld- húsið og starfað með hljómsveitum eins og múm og Slowblow. Þá hefur hún unnið nokkuð með Skúla Sverrissyni, en aðild hennar að frá- bærri plötu Skúla frá því í fyrra, Seríu, varð til að koma hennar eigin sólóplötu í gang. En hvort hún fer að snúa sér meira að sólóvinnu í kjölfar Við og við er óráðið. „Ég veit bara ekki hvernig þau mál eiga eftir að þróast. Það verður hreinlega að koma í ljós. Það er engin sérstök áætlun á borðinu fyrir þetta ár. Ég mun spila eitthvað með múm á þessu ári og einnig Skúla, og nóg að gera þar a.m.k.“ Ólöf hóf ferilinn með hljómsveitinni Mósaík, söng með þeim kornung á Músíktilraunum árið 1995, en í þeirri sveit var gítarleikari Benedikt H. Hermannsson, Benni Hemm Hemm. Svo leiddi hún sveitina Endemi þremur árum síðar í gegnum Músíktilraunir. Með henni þar var m.a. Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari, en hann hefur verið afar virkur í senunni sem hef- ur ekkert tiltekið nafn, en þeir sem henni til- heyra tengjast þvers og kruss í gegnum hina og þessa tónlistarhópa (t.d. múm, Skakkamanage, Benni Hemm Hemm, Borko, Seabear, Stór- sveit Nix Nolte, Flís o.fl.). Dagskipunin þar er að sveigja frá hvers kyns boðum og bönnum, öllu er hrært saman, sumir eru lærðir og aðrir alls ekki en saman tengist þetta fólk í linnu- lausri leit að einhverju nýju og skapandi. Ólöf rifjar upp að í árdaga þessarar hreyf- ingar hafi oft verið haldnir tónleikar í Tjarn- arbíói og þar hafi ein hljómsveit verið sér- staklega minnisstæð, „þessir síðhærðu sem spiluðu löngu lögin“, eins og hún orðar það. Já, Sigur Rós var að tilkeyra sig á þessum tíma, og vegir hennar hafa legið um áðurnefndan hóp í gegnum árin. Kjartan Sveinsson, píanóleikari og þúsundþjalasmiður Sigur Rósar, tók þannig upp plötu Ólafar og veitti góð ráð við gerð hennar. Eftir eyranu „Á þessum tíma voru allir að kynnast, bæði þeir sem fóru síðar í nám og líka þeir sem eru að vinna í þessum bransa, 12 tóna-gengið o.s.frv.,“ segir Ólöf. „Vinátta var að myndast og hún átti eftir að leiða af sér ýmislegt. Þetta er samkrull af fólki, sumir eru lærðir en aðrir ekki, og það „ástand“ er mjög gefandi. Þessi kynslóð lítur Hugmyndirnar rötuðu Eftir að hafa lagt tugum tónlistarmanna lið með hljóðfæraleik og söng í yfir áratug lét Ólöf Arnalds loks slag standa með sína fyrstu sólóplötu. Platan, sem heitir Við og við, hefur fengið lofsamlegar viðtökur og framúrskar- andi dóma en hún kom út við lok febr- úarmánaðar. »Það hafa opnast ný tækifæri fyrir tón- listarmenn og hljóm- sveitir sem ekki voru fyrir hendi fyrir tíu ár- um. Nú er hægt að fá ferðastyrki til að kom- ast út að spila, íslensku grasrótarútgáfurnar hafa virkilega sótt í sig veðrið og svo er það auðvitað þessi staf- ræna bylting; það er hægt að taka upp og klára plötu inni í her- bergi hjá sér. Í dag eru meiri möguleikar fyrir þá sem hafa löngun til að skapa og koma ein- hverju á framfæri.Með múm Ólöf Arnalds hefur leikið með múm um nokkra hríð en líka ýmsum öðrum hljómsveitum. Hljómsveitin múm Ólöf Helga, Örvar, Gunnar Örn, Eiríkur, Kristín og Samuli á sundlaugarbakkanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.