Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 5 ekki á hlutina sem svarta eða hvíta og það er engin stéttaskipting á milli lærðra og ólærðra. Það er eins og sú hugmynd eða afstaða sé að leysast upp, það hefur enginn áhuga á svoleiðis dilkadrætti lengur. Þetta er mjög jákvætt, fólk er bara að vinna að tónlistinni og það er hún sem skipar fyrsta sætið.“ Spurð hvort hún hafi fundið fyrir gagnrýni á svona vinnubrögð segir hún nei, en hún er þó á því að hugmynd um einhvers konar skiptingu á milli lærðra og ólærðra eigi sér örugglega fast- ari sess hjá eldri kynslóðum. „Fyrir mitt leyti þá finnst mér þægilegt að geta lesið nótur og þá get ég á mjög hand- hægan máta útskýrt fyrir fólki hvernig ég vil fá eitthvað spilað. En samt vinn ég mjög mikið eftir eyranu og ég hef aldrei verið neitt sér- staklega góð í nótnalestri. Ég hef bara verið eins góð í honum og ég þarf hverju sinni. Ég hafði lært á fiðlu í þrjú ár þegar það loksins uppgötvaðist að ég kynni ekki að lesa nótur. Ég fékk alltaf kennarann til að spila með mér og elti hann. Það var fín æfing í því að spila eftir eyranu en það kom kennaranum algerlega í opna skjöldu þegar í ljós kom að ég vissi ekki hvað sneri upp eða niður í þessum nótum.“ Ólöf segir að viðhorfið hjá þessum áð- urnefnda vinahópi sínum sé mjög afslappað, það sé bara kýlt á hina og þessa hluti. Og það eru alltaf allir til í stuðið virðist vera, allir að spila með öllum hvar og hvenær sem er. „Já, og það hjálpast líka allir rosalega vel að. Það gerir þessa senu svo grasserandi, þetta greiðasamfélag með öllum sínum kostum og göllum. Það spila allir fyrir alla og með öllum en það er svosem ekki mikill peningur í því. En já, ef maður vill henda upp tónleikum þá getur maður gert það eins og að smella fingrum. Ef maður er í græjuvandræðum eða vantar eitt- hvað þá er alltaf hægt að hringja í einhvern. Svo ef einhvern vantar fiðlu í eitt lag þá stekkur maður til. En gróðinn er ekki alltaf mældur í peningum, það er verið að skapa menning- arverðmæti sjáðu til … (hlær). En fyrir utan þennan beina starfa er fólk að skiptast á hug- myndum, um tónlist og bara hvaðeina. Guð og heiminn eins og sagt er í Þýskalandi.“ Ólöf segir að það sé líka allt annað að starfa að tónlist í dag en þegar hún byrjaði á sínum tíma. „Það hafa opnast ný tækifæri fyrir tónlist- armenn og hljómsveitir sem ekki voru fyrir hendi fyrir tíu árum. Nú er hægt að fá ferða- styrki til að komast út að spila, íslensku gras- rótarútgáfurnar hafa virkilega sótt í sig veðrið og svo er það auðvitað þessi stafræna bylting, það er hægt að taka upp og klára plötu inni í herbergi hjá sér. Í dag eru meiri möguleikar fyrir þá sem hafa löngun til að skapa og koma einhverju á framfæri.“ Tekið til Við og við er einlæg og falleg plata, lágstemmd og jafnvel viðkvæmnisleg. Heyra má áhrif frá þjóðlagatónlist og sumir hafa jafnvel greint kín- verska tónlist. „Þegar stórt er spurt …“ segir Ólöf og tekur sér málhvíld. „Ég heyri þetta frá mjög mörg- um, að það sé eitthvað asískt í gangi á plötunni. Ég veit ekki hvað þetta er, mig grunar að þetta hafi mest að gera með tóntegundirnar. Sumt af þessu er dálítið „mótalt“ og frekar lausbeislað. Dúr og moll dægurlaganna víkja oft. Tilhneig- ingin í laglínunum hefur kannski eitthvað með þetta að gera, þær eru stundum skærar og hátt uppi. En ég lagði ekki upp með nein sérstök áhrif þegar ég var að semja þessi lög. Ég upplifi þessi lög bara eins og þau eru og á frekar erfitt með að horfa á þau utan frá.“ Ólöf segir í framhaldinu að platan hafi veitt henni meira sjálfstraust og öryggi hvað laga- smíðar varðar. „Ég vissi ekki hvort ég kynni að semja lög áður en ég ákvað að gera þessa plötu en allt í einu finnst mér eins og ég kunni það. Hér áður fyrr komst ég ekki frá A til B með þessi lög mín, – ég var kannski hrifin af einhverri einni melódíu og hjakkaði í henni aftur og aftur. Mest af því sem er á plötunni er eitthvað sem ég var búin að þrástagast á í eitt og hálft ár. Það var ekki fyrr en ég fór af stað með plötuna að þetta fór að raðast saman – þá varð ég að klára lögin, og þau urðu að vera þetta mörg. Að setja sér þetta markmið olli því að hugmyndirnar fóru loks að rata heim til sín. Og tvær hugmyndir sameinuðust kannski í einu lagi. Þetta var svona eins og að taka til. Þetta var bara tiltekt, hugmyndunum var komið fyrir á réttum hillum og svo var unnið með þær áfram.“ Ólöf hefur lýst því áður fyrir blaðamanni að hún hafi átt erfitt með að gera texta. Hún hafi reynt að klambra saman textum á ensku en þótt það hallærislegt. Það var ekki fyrr en hún gerði texta við lagið „Vaktir þú“, sem er að finna á áðurnefndri plötu Skúla Sverrissonar, að gátt opnaðist. „Hver og einn texti plötunnar fjallar um eina manneskju,“ útskýrir Ólöf. „T.d. lagið „Klara“, textinn að því og raunar lagið varð til í hljóð- verinu af því að ég átti hana eftir (Klara er litla systir Ólafar). Ég var búin að gera lag um mömmu og pabba og stóru systur en átti eftir að semja lag til Klöru. Ég hafði verið að glamra lagið á charanga í bíl fyrir austan, þetta er svona vegalag. Mér fannst þetta skrýtið lag en ég ákvað bara að kýla það inn, ákvað að treysta hugmyndinni. Kannski hefur öryggi mitt aukist að því leytinu til að ég er farin að gera meira af því að sleppa takinu og treysta hugmyndunum. Lögin fá bara að vera í friði, án afskipta frá mér … ef það meikar einhvern sens (hlær).“ Eins og áður segir verða útgáfutónleikar Ólafar á NASA á miðvikudaginn, 21. mars. Þess má þá geta að bráðlega fer hún ásamt Lay Low og Pétri Ben. í stutta hljómleikaferð um landið, en það er Rás 2 sem stendur að því uppátæki. Fyrstu tónleikarnir verða 19. apríl á Egilsstöðum en endað verður á NASA hinn 27. apríl. loksins heim Ólöf Arnalds „Þessi kynslóð lítur ekki á hlutina sem svarta eða hvíta og það er eng- in stéttaskipting á milli lærðra og ólærðra. Það er eins og sú hugmynd eða afstaða sé að leysast upp, það hefur enginn áhuga á svoleiðis dilkadrætti lengur.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.