Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Ein ljósmynd getur sagt meira enþúsund orð og það á svo sann- arlega við um margar ljósmyndanna í bókinni Myndir ársins 2006 sem gefin er út hjá Máli og menningu í tilefni af árlegri sýningu Blaða- ljósmyndarafélags Íslands. Bókin geymir myndir tengdar fjölda við- burða sem settu svip sinn á íslenskt þjóðlíf í fyrra, auk áhugaverðra portretta og myndraða af hér- lendum sem erlendum vettvangi.    Önnur skáldsaga Helon Habila,Measuring Time, flytur lesand- ann inn í umhverfi sem er gjörólíkt því sem hann á að venjast – níger- íska þorpið Keti þar sem stöðugt vofir sú ógn yfir skólanum að hon- um verði lokað og þar sem hættan á þurrki og hung- ursneyð er sífellt viðvarandi. Sögu- sviðið er því flest- um lesendum framandi en engu að síður einkar vel dregið fram af Habila. Hann vefur líka á listilega skemmtilegan hátt saman litríkar lýsingar á þorpslífinu og frásögn sína og nær fyrir vikið að draga upp ljóslifandi mynd af harðneskjulegri fegurð Afríku þar sem lífið er í senn ódýrt og óvenjuátakamikið.    Hughrifin af bók Rosalind Bel-ben, Our Horses in Egypt, eru gjörólík þeim sem Habila kallar fram, því þó að sögusviðið hér sé vissulega líka Afríka þá er sagan að hluta til sögð frá sjónarhóli hests! Í Our Horses in Egypt vefur Belben saman tvær sögur – annars vegar af störfum hestsins Philomena á stríðs- tímum og hins vegar af ferð eiganda hestsins, Griseldu Romney, til að endurheimta hann. Útkoman verður saga sem er í senn bæði fyndin og sorgleg og nær fastatökum á lesand- anum.    Hugmyndin um annars konar lífhefur lengi heillað rithöfunda og listamenn og svo er einnig um Lionel Shriver sem í nýjustu skáldsögu sinni, The Post- Birthday World, segir frá Irina McGovern sem laðast að tveimur ólíkum mönnum – öðrum alvar- legum, ábyrgum og leiðinlegum og hinum róm- antískum, sjarmerandi og sjálf- hverfum. Dregur Shriver síðan fram í bókinni tvær ólíkar myndir af lífi Irinu með hvorum manninum um sig. Bókin er heillandi lesning og söguhetjan, þrátt fyrir galla sína, er persóna sem ómögulegt er annað en að láta sér annt um.    Missir, þótt með ólíkum hætti sé,setur svip sinn jafnt á sögu Sam Taylors, The Amnesiac, sem og Módelið eða Modellen eftir Lars Saabye Christen- sen. Fyrrnefnda bókin segir frá James Purdew. Eftir að kærastan yfirgefur hann í Amsterdam miss- ir hann minnið og í kjölfarið rifjast upp fyrir honum brotakenndar minningar úr for- tíðinni. Síðarnefnda bókin, sem ný- lega kom út hjá Máli og menningu, segir hins vegar frá listamanninum Peter Wihl sem verður skyndilega fyrir því áfalli að missa sjónina, þó tímabundið. Óttinn sem í kjölfarið nær tökum á honum fleytir Peter inn á áður ókunnar slóðir þar sem allt er falt fyrir peninga og tilgang- urinn helgar meðalið. BÆKUR Helon Habila Lars Saabye Christensen Lionel Shriver Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Markaður og stjórnmál hafa verið mikið í um- ræðunni á undanförnum árum og einkum nú í að- draganda þingkosninga. Í nýútkominni bók sem ber titillinn Að vera eða sýnast – Gagnrýnin hugs- un á tímum sjónarspilsins eftir Hörð Bergmann sem Skrudda ehf. gefur út skoðar höfundur meðal annars atganginn á markaðnum og á vettvangi stjórnmála. Hann rannsakar einnig fjölmiðla og tengsl þeirra við veruleikann og notast hann með- al annars við fræði póstmóderníska heimspekings- ins Jean Baudrillard. Bókin er afar gagnrýnin í umfjöllun sinni um fjölmiðla, markaðinn og stjórn- mál og hvetur hún lesandann til umhugsunar og meðvitundar um þessa þætti. Einnig er lesandinn hvattur til að skoða með hvaða hætti fjölmiðlar, stjórnmálamenn og markaðsöfl hafa áhrif á hugs- un okkar, neyslu og veruleika. Þá fjallar bókin um hvers kyns blekkingar sem eiga sér stað á hverj- um degi sem þessir þrír umræddu þættir standa einna helst fyrir. Þar er það tilbúningur sem kem- ur í staðinn fyrir veruleika að sögn höfundar. Bókin skiptist í tvo hluta og nefnist sá fyrri „Tilbúningur“ sem geymir gagnrýna greiningu á boðskap þeirra sem bjóða almenningi vörur sínar, þjónustu og hugmyndir. Í formála bókarinnar segir að þar beinist gagnrýnin einkum að „kredd- um og haldlitlum fullyrðingum og bent er á sjón- arspil og orðræðu sem beinist að því að innræta eins konar opinberan sannleika.“ Seinni hlutinn ber aftur á móti heitið „Veruleikinn“ og á að þjóna sem „hagnýtur leiðarvísir við að vinda ofan af til- búningnum, rekja upp hæpinn heilaspuna.“ Þar er jafnframt reynt að brýna fyrir lesendum mik- ilvægi skýrrar hugsunar og málefnalegrar um- ræðu og auk þess fjallað um gildi gagnrýninnar hugsunar. Þá er birt yfirlit í lok bókarinnar um málnotkun og stílbragð þeirra sem höfundur segir að taki þátt í að túlka veruleikann og þeirra sem berjast um fylgi kjósenda. Talar höfundur þá um svokallaða nýíslensku í þessu samhengi þar sem ýmisleg ný orð og hugtök hafa orðið til og leyst önnur af hólmi. Þannig er til dæmis talað um „fé- lagsfælni“ í stað „feimni“ og „mannauðsstjórnun“ í stað „verkstjórnun“. Bókin inniheldur fjörutíu og fjóra kafla sem flestir eru knappir og skorinorðir og er því fljót- legt að nálgast kjarna hvers og eins. Þarna er meðal annars fjallað um baráttuna um athygli, hegðunarvanda stjórnhyggjunnar, sviðsetningu umhyggjunnar, rótfasta sérhagsmunagæslu, fjöl- miðluð tilfinningasambönd og óupplýst upplýs- ingaþjóðfélag. Margir sáu eflaust Silfur Egils á sunnudaginn var en þangað mætti höfundur bókarinnar, Hörð- ur Bergmann, og fór hann ekki fögrum orðum um fjölmiðlaumfjöllunina í landinu. Hélt hann því fram að mikill skortur væri á gagnrýninni hugsun hjá íslenskum fjölmiðlamönnum. Það er ljóst að hér er á ferðinni beittur fræði- maður með brýnan boðskap sem á ekki síst erindi nú í aðdraganda þingkosninga. Sem fyrr segir er bókinni ætlað að hjálpa lesendum við að átta sig á því hvað skuli hafa fyrir satt og auðvelda þeim að koma skoðunum sínum skilmerkilega á framfæri. Sjaldan er gagnrýnin hugsun jafnmikilvæg og núna í maí þegar kosið verður til þings og ný rík- isstjórn mynduð til að fara með framkvæmdavald þjóðarinnar. Því er vel við hæfi að grípa í þessa bók. » Það er ljóst að hér er á ferð- inni beittur fræðimaður með brýnan boðskap sem á ekki síst erindi nú í aðdraganda þingkosn- inga […] Því er vel við hæfi að grípa í þessa bók. ERINDI Gildi gagnrýninnar hugsunar Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu L jóminn sem umlykur kvikmynda- stjörnur er oft ríkjandi þáttur í umræðunni um kvikmyndir og hefur jafnvel afgerandi áhrif á kvikmyndareynslu hins almenna áhorfenda. Stjörnur eru jú and- lit kvikmyndalistarinnar út á við en hafa þó að geyma dýpri merkingarheima og þeir eru um- fjöllunarefni nýlegrar útgáfu Sjöundu listgrein- arinnar, Kvikmyndastjörnur. Bókinni er rit- stýrt af Guðna Elíssyni en þýðingu annaðist Alda Björk Valdimarsdóttir sem einnig ritar inngang. Hér er um að ræða greinasafn sem er eins konar úrval þeirra fræðaskrifa innan kvik- myndafræða sem undanfarna áratugi hafa beint sjónum að þessum kraftauknu birting- armyndum sem lýsa upp dimmar kvöldstundir um allan heim. Líkt og fjallað er um í bókinni er erfitt að skilja virkni og mikilvægi kvikmyndastjörn- unnar án þess að hafa yfirsýn yfir sögu kvik- myndalistarinnar og þann félagslega og menn- ingarlega veruleika sem mótar bakgrunn kvikmyndagerðar. Í þessu samhengi er ekki að undra að umfjöllunarefni greinanna miðist við Hollywood-stjörnur þar sem það er bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn sem bæði fann upp stjörnuhugtakið og hefur skapað skilvirkasta umhverfið fyrir framleiðslu kvikmynda. Það væri líka rangt að segja að Hollywood-stjörnur séu sér-bandarískar, jafnvel þótt um sé að ræða þesslenda einstaklinga. Kvikmyndin var einn fyrsti boðberi þess sem í dag er nefnt hnattvæðing og Hollywood-stjörnur skapa og hljóta merkingu sína í því alþjóðlega samhengi sem heimsdreifing kvikmyndaveranna hefur búið til. Að vera manneskja í nútímasamfélagi Í innganginum skrifar Alda um stjörnu- hugtakið eins og það hefur þróast í sögulegum skilningi sem og út frá þeim áherslum kvik- myndafræðinnar sem áberandi hafa verið liðna áratugi. En því mætti einmitt halda fram að eitt athyglisverðasta einkenni kvikmynda- stjörnunnar í gegnum tíðina sé hvernig hún verður til á mörkum einkalífsins og hins op- inbera. Þetta er í raun sá þröngi stígur sem stjarnan gengur á sínum frægðarvegi, og því verður alltaf ákveðinn samsláttur og togstreita í umfjöllun um persónu stjörnunnar og þá ímynd sem birtist á hvíta tjaldinu. Fyrsta greinin í bókinni nefnist „Himneskir líkamar“ og er eftir breska kvikmyndafræðing- inn Richard Dyer, en um er að ræða inngang að samnefndri bók. Fer vel á því að opna greinasafnið með grein Dyers þar sem sjá má kaflann sem einskonar „yfirlýsingu“ um helstu hugðarefni stjörnufræðanna. Í kaflanum segir m.a.: „Stjörnur lýsa því hvað það merkir að vera manneskja í nútímasamfélagi“, og segja má að hér birtist einn helsti kjarni að- ferðafræði höfundar. Hann kýs að rannsaka stjörnuhugtakið út frá því flókna samspili sem einkennir samband áhorfandans við kvik- myndaverkið; hann leggur mikla áherslu á samfélagslega virkni kvikmyndastofnunarinnar og spyr sérstaklega hvaða hlutverki stjarnan gegni bæði í því að festa sambandið í ákveðinn farveg sem og því hvers konar skilaboð eða merkingarmiðlun eigi sér stað milli ímyndar stjörnu og aðdáenda/áhorfenda. Eitt af því sem hann bendir á er að stjarnan gegnir m.a. því hlutverki að sviðsetja og leysa úr ákveðnum þversögnum í nútímalífi, en þetta útskýrir að sumu leyti hvers vegna stjarnan talar með sér- stökum krafti til áhorfenda. Ein af áleitnustu spurningunum sem kvik- myndafræðingar hafa einmitt leitast við að svara er með hvaða hætti kvikmyndastofnunin viðheldur og endurframleiðir sjálfa sig. Svörin eru margs konar en fleyg eru orð franska kvik- myndafræðingsins Christians Metz að í fjar- veru bíólöggusveitar sem bókstaflega neyðir áhorfendur til að fara í kvikmyndahús hlýtur stofnunin sem slík að leitast við að skapa ákveðna tegund af ánægju hjá áhorfendum sem svo leiðir til þess að þeir snúa aftur í kvik- myndahús og tryggja þannig framgang fram- leiðslunnar. Hvernig þessi ánægja er fram- kölluð er svo viðfangsefni út af fyrir sig en það sem Dyer og aðrir höfundar í bókinni benda á er að stjarnan hlýtur alltaf að teljast mikilvæg í þessu sambandi. Jackie Stacy fjallar til að mynda á nokkuð hnitmiðaðan hátt um hvernig þessari „ánægjuframleiðslu“ er háttað en í greininni „Kvenleg hrifning“ gerir hún að um- ræðuefni þá áköfu samsömun sem stundum á sér stað milli áhorfenda og kvikmyndastjarna. Stacey ítrekar „mikilvægi þeirrar merkingar sem er sköpuð utan texta myndarinnar þegar kemur að viðbrögðum áhorfenda við Holly- woodstjörnum“, og vísar þar til þess marg- flókna samhengis sem áhrif hefur á hvernig stjörnur eru upplifaðar. Kvikmyndaupplifun áhorfandans er einmitt efni sem Dyer tekur fyrir í öðrum kafla sem hér birtist, „At- hugasemd um höfundarverk“, þar sem þeirri áleitnu spurningu er varpað fram hvort stjarna geti talist „höfundur“ mynda sinna á sambæri- legan máta og gjarnan er fjallað um leikstjóra. Rými opnast fyrir þennan möguleika ef litið er til þess að ólíkar kvikmyndir sem skarta sama leikaranum deila oft fleiri sameiginlegum ein- kennum en höfundarverk tiltekinna leikstjóra. Tom Cruise leystur upp Í kafla úr þekktu verki Molly Haskell, Frá lotningu til nauðgunar, er fjallað um kven- ímyndir eins og þær birtast í bandarískri kvik- myndasögu á fimmta áratugnum. Um er að ræða skemmtilega og lipurlega skrifaða um- fjöllun og þótt Haskell hafi í raun ritað bók sína áður en kvikmyndafræði umbreytti fag- legri orðræðu um efnið hefur hún reynst mik- ilvægur grunnur fyrir fræðimenn sem beita fyrir sig aðferðum sálgreiningarinnar í fem- ínískri nálgun á kvikmyndir. Greinin eftir Ro- bert C. Allen, „Hlutverk kvikmyndastjörn- unnar í kvikmyndasögunni“, skartar íburðarmiklum titli en er sennilega best lesin sem sæmilegt sýnidæmi um hvernig vinna má úr hugmyndum Dyers. Á hinn bóginn er grein P. Davids Marshalls um stjörnuna Tom Cruise bráðskemmtileg og að mörgu leyti frumleg þar sem hann lagar greiningu sína að sögulegri fyrirmynd þróunar stjörnuhugtaksins og leysir þannig að sumu leyti Cruise upp sem nútíma- legt fyrirbrigði. Kvikmyndastjörnur er önnur bókin sem gef- in er út af Sjöundu listgreininni og Háskóla- útgáfunni um kvikmyndir og kvikmyndafræði (þriðja bókin, um kvikmyndagreinar, er ný- komin út og áður var rit um Friðrik Þór Frið- riksson gefið út, Kúreki norðursins). Ritstjóri raðarinnar er Guðni Elísson og segja má að með útgáfu þessara bóka sé verið að halda áfram því starfi sem hafið var árið 1999 þegar Guðni ritstýrði greinasafninu Heimur kvik- myndanna en þar var að finna frumsamdar greinar á íslensku um margvísleg efni kvik- myndatengd, og var fyrsta bók sinnar teg- undar hér á landi. Alda Björk Valdimarsdóttir á hrós skilið fyrir þýðingarnar þar sem málfar greinanna er í öllum tilvikum skýrt og þegar um nýyrði er að ræða, sem notuð eru til að bregðast við rýrum hugtakaforða á íslensku, er jafnan um skemmtilegar lausnir að ræða. Áður var nefnt að inngangur Öldu væri afar gagn- legur og má ætla að bók þessi eigi ekki aðeins erindi við þá sem vilja kynna sér stjörnufræði heldur líka við þá kvikmyndaáhugamenn sem forvitnir eru um hvernig lesa megi og fjalla um kvikmyndir á máta sem dýpkar bæði skilning og ánægjuna sem fæst í kvikmyndahúsum. Stjörnur hvíta tjaldsins Uppleystur Tom Cruise er leystur upp sem nú- tímalegt fyrirbrigði í bókinni um stjörnurnar. Kvikmyndastjörnur nefnist bók í ritröðinni Sjöunda listgreinin sem Guðni Elísson rit- stýrir. Í bókinni er stjörnufyrirbærið í kvik- myndum skoðað í nokkrum greinum. Það kemur til dæmis í ljós að stjörnur lýsa því hvað það merkir að vera manneskja í nútíma- samfélagi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.