Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 5
þetta ekkert slæmt, mér finnst það bara fínt.
JPV hefur sýnt á síðustu árum að það er hægt að
gera ýmislegt í bókaútgáfu hér. Þeir hafa sannað
það á fimm árum með því að verða önnur stærsta
bókaútgáfa landsins. Saga forlagsins er í raun
samfelld sigurganga. Þeir hafa líka alltaf sniðið
sér stakk eftir vexti. Þessi ferill sýnir hið gagn-
stæða við það sem menn hafa alltaf verið að
halda fram um lífshorfur bókaforlaga hér á
landi.“
Þegar Halldór Guðmundsson er spurður að
því hvort hann telji að með stofnun hins nýja for-
lags kunni að verða einhver vatnaskil í innlendri
bókaútgáfu segir hann:
„Ef það er nokkuð sem ég hef lært af reynsl-
unni þá er það það að gefa ekki stórar yfirlýs-
ingar við stofnun svona fyrirtækis. Ég hef þó
ekki breytt um skoðun á því að Íslendingar mega
heita heppnir ef þeir geta haldið úti einu sæmi-
lega öflugu forlagi og svo nokkrum góðum,
smærri útgáfum. Við erum nú einu sinni minnsti
sjálfbæri bókamarkaður í heimi.“
Lifibrauð höfunda
Svo hefur virst sem íslenskum rithöfundum lítist
flestum harla vel á hið nýja sameinaða Forlag.
Að minnsta kosti hefur enginn þeirra mælt því
mót – sem ekki er kannski von. Svo hefur virst
sem íslenskum rithöfundum lítist flestum harla
vel á hið nýja sameinaða Forlag. Að minnsta
kosti hefur enginn þeirra mælt því mót - sem
ekki er kannski von. Þannig kveðst Pétur Gunn-
arsson, formaður Rithöfundasambands Íslands,
telja ávinning að því að með þessu fyrirkomulagi
sé „haldið utan um flinka áhöfn sem hann vildi
síður sjá fara forgörðum“. Þótt hann bæti raunar
við að svo miklar breytingar hafi orðið und-
anfarið á öllu landslagi bókaútgáfunnar að þar
hafi verið orðinn vandi að sjá yfir.
Og Þórarinn Eldjárn segir: „Mér sýnist að það
muni bara styrkja bransann í heild að sameina
þarna sterkustu kraftana. Ég hef reyndar fyrir
löngu komið mér upp þeirri afstöðu að vera ná-
kvæmlega sama hver á forlag bara ef það virkar
og er almennilega stjórnað.“
Halldór Guðmundsson segir um þetta atriði:
„Það er einfaldlega þrennt sem skiptir máli fyrir
höfunda; góð ritstjórn, gott markaðsstarf og
loks, sé þess kostur, öflugt starf á sviði erlendrar
réttindasölu.“ Kristján B. Jónasson tekur í sama
streng: „Þessi réttindasala á erlendan markað er
orðin mikill segull fyrir höfunda. Það er mjög erf-
itt fyrir einstaka höfunda að ætla að standa í
slíku en þar eru stóru batteríin öflug. Þau hafa
komið sér upp bæði verkþekkingu og dýrmætum
alþjóðlegum tengslum.“
En hverjar eru annars aðstæður og kjör rit-
höfunda hér? Og eru margir hér á landi sem lifa
eingöngu eða því sem næst á ritstörfum? Ragn-
heiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Rithöf-
undasambands Íslands segir að ekki sé til nein
eiginleg tölfræði yfir kjör íslenskra rithöfunda.
„Tölurnar sem við höfum til að meta þetta eru
einfaldlega tölur um úthlutun úr launasjóði rit-
höfunda. Skilyrði fyrir atvinnurithöfunda breytt-
ust mjög til batnaðar árið 1992 með lögum um
Listamannalaun. Það má segja að hér á landi séu
nú 40-60 manns sem stundi ritstörf eingöngu.
Margir þeirra fást auðvitað einnig við greinaskrif
og þýðingar. Aðaláhyggjuefni okkar hjá Rithöf-
undasambandinu hefur verið að það hefur engin
fjölgun orðið í úthlutuðum mánaðarlaunum til
höfunda í 10 ár. Þetta gerir alla nýliðun í stéttinni
erfiðari. Það er því áhyggjuefni þegar verið er að
bæta fólki inn á starfslaun að þá þarf einhver
annar að detta þar út. Og ef fólk hefur starfað við
þetta í t.d. 10 ár þá er það eins og að vera sagt
upp vinnunni. Nú liggur hins vegar fyrir vilyrði
frá stjórnvöldum um að hoggið verði á þennan
hnút og lög um listamannalaun endurskoðuð.
Starfslaunin eru forsenda fyrir því að rithöf-
undar geti sinnt ritstörfum eingöngu. Það er ekki
nóg fyrir höfund að gefa út bók sem selst vel á
tveggja til þriggja ára fresti til að lifa af því. Og
menn verða ekki ríkir á mikilli sölu í útlöndum
þótt svo megi stundum skilja á fréttum. Menn
þurfa því það öryggi sem starfslaunin gefa.
Nema þeir séu þeim mun betur giftir.“
Pétur Gunnarsson tekur í sama streng. “Auð-
vitað blandast engum hugur um að starfslaun rit-
höfunda eru hið nauðsynlega hjálpardekk til að
höfundar geti sinnt ritstörfum í fullu starfi. Því
þau höfundarlaun sem bjóðast af venjulegum
seldum eintakafjölda duga engan veginn til að
framfæra höfund. Enda tekur að meðaltali um
tvö ár að vinna eina bók.
Höfundar hafa annars fyrst og fremst verið
óhressir með hringl með bóksöluverðið, að bók-
um sé skellt út á einhverju tilbúnu verði og svo
byrji eitthvert leikrit með afslætti. Þetta hefur
skapað óróa í kringum sjálfa bóksöluna. Við höf-
um frekar viljað horfa til þeirra landa þar sem
bóksöluverð er fast og bókin kemur út á sínu
raunverulega verði, en ekki eitthvert himinhátt
verð í upphafi sem kaupandinn síðan mænir á að
brotlendi í næsta matvörumarkaði korteri fyrir
jól. Þetta leikrit hefur leikið bóksöluna í landinu
grátt.“
En hvernig er háttað samningum höfunda við
bókaforlög? Hólmfríður Matthíasdóttir er rétt-
indastjóri hjá Eddu. Hún vann áður hjá bóka-
forlagi í Madríd. Að hennar sögn eru slíkir samn-
ingar hér með áþekku sniði og annars staðar.
Yfirleitt er samið við höfunda um útgáfu eins
verks í senn. Þegar forlag hefur ákveðið að gefa
út tiltekna bók höfundar tekst það um leið á
hendur vissa áhættu; forsvarsmenn þess lýsa
þannig yfir trú sinni á viðkomandi bók og því að
hún muni seljast í a.m.k. tilteknum fjölda ein-
taka. Í ljósi þess er algengt og þykir eðlilegt að
forlagið greiði höfundi fyrirfram ritlaun fyrir
sölu tiltekins fjölda bóka.
„Auðvitað viljum við rækta samband við okkar
höfunda, að þeir stækki og dafni en við gerum
ekki endilega samning um það. Höfundar geta
einnig ákveðið að fara annað og eins geta þeir
komið með bók sem ekki hentar forlagi til út-
gáfu. Við lítum annars svo á að flestir okkar
samningar við höfunda séu langtímasamningar
en ekki sé verið að stofna til skyndikynna sem
endist eina bók og svo ekki meir,“ segir Hólm-
fríður.
„Yfirleitt þykir rithöfundum samningar milli
útgefenda og höfunda vera í ágætu horfi og góð-
ir til síns brúks,“ segir Pétur Gunnarsson. „Það
er tilgreint í samningnum að höfundarlaun séu
ákveðin prósenta af söluverði, minnst 23% af
heildsöluverði bókar. Samningnum er ætlað að
tryggja lágmarks réttindi höfunda, en að sjálf-
sögðu er hver og einn frjáls að því að semja nán-
ar um kjör sín í hverju tilfelli.“
Markaðssjónarmiðið vængstýfir höfunda
En ekki komast allir höfundar að hjá forlög-
unum. Sumir höfundar hafa því brugðið á það
ráð að gefa verk sín út sjálfir. Viðar Þor-
steinsson, heimspekingur og blaðamaður, er
stjórnarmaður í Nýhil.
„Síðustu fimm til tíu ár hafa verið afskaplega
mögur í bókaútgáfu hér á landi, sér í lagi fyrir
síður markaðsvænar bókmenntir. Til marks um
þetta hefur hópur eins og okkar, sem undir eðli-
legum kringumstæðum væri fyrst og fremst
listahópur eða óformlegur félagsskapur, þurft
að standa í stórtækri bókaútgáfu. Þetta er við-
bragð við því að ljóðabækur kæmu annars ekki
út. Mál og menning stóð sig ágætlega á þessu
sviði ef horft er aftur á níunda og tíunda áratug-
inn, en eftir að félagið framdi harakiri í Eddu-
ævintýrinu var ljóðaútgáfa fljótlega fyrir borð
borin. Á síðustu árum hefur síðan borið á sívax-
andi listrænu metnaðarleysi í bókaútgáfu hér
almennt, og þar fjúka ljóðin fyrst. Þau ljóð sem
þó hafa fengist útgefin hafa síðan þurft að upp-
fylla viss skilyrði. Því vissulega kemur öðru
hvoru út ljóðabók hjá stóru útgáfunum en þær
verða annaðhvort að vera eftir gamla og virta
höfunda eða vera af því tagi sem við köllum
játningakveðskap.
Ungir höfundar eru oftar og oftar látnir
heyra það umbúðalaust hjá útgefendum að
handrit þeirra séu „ekki markaðsvæn“. Það er
mjög bagalegt að ungir höfundar séu neyddir
inn á þessa markaðshugsun og afar óæskilegt
fyrir þróun bókmenntanna. Það var talað um í
gamla daga að forlag eins og Mál og menning
væri að rækta höfunda sem yrðu síðan á mála
hjá því og eins konar flaggskip þess. Þá þótti
ekkert tiltökumál að gefa út eina skáldsögu sem
ekki var söluvæn, jafnvel ljóðabók. Nú er hins
vegar ætlast til að ungir höfundar séu þegar
búnir að sanna að þeir geti selt áður en nokkur
útgefandi vill snerta á þeim. Þessi þróun hefur
vængstýft marga unga höfunda, en á sama tíma
höfum við í Nýhil reynt að mæta þeirri áskorun
að gefa út skáldsögur yngri höfunda, til hliðar
við umfangsmikla ljóðaútgáfu.
Þessi aðstaða er stundum þrúgandi fyrir
unga rithöfunda en hjá Nýhil höfum við líka
reynt að líta á hana sem tækifæri, og höfum
gert Nýhil að höfundaforlagi að erlendri fyr-
irmynd. Við höldum útgáfunni uppi með sjálf-
boðavinnu, svo það fylgir henni enginn launa-
kostnaður. Eini kostnaðurinn er
prentkostnaðurinn og höfundurinn tekur oft
þátt í honum sjálfur en ptentsmiðjan Oddi
styrkir okkur líka með afslætti. Svo hjálpumst
við að við allt annað, frá ritstjórn, próf-
arkalestri, umbroti, kápuhönnun og til dreif-
ingar, sölu og markaðssetningar en við höfum
ókeypis afnot af lagerrými Smekkleysu. Höf-
undar okkar geta líka selt verk sín sjálfir, með
ýmsum óhefðbundnum leiðum, farið á bari og
þvíumlíkt. Vandinn er bara sá að það lætur höf-
undum misjafnlega vel að standa í slíku. Margir
höfundar líða fyrir það að þetta sölustarf á ekki
við þá, þótt það henti öðrum vel.
Það getur skipt höfund ofboðslega miklu máli
að koma út ljóðabók, grip sem hann kemur út í
heiminn. Það er eins mikilvægt og það er fyrir
unga myndlistarmenn að halda sýningar; ef
þeir gerðu það ekki þá staðnaði ferillinn.
Ástandið í bókmenntaheiminum er eins og ef
það væru bara Kjarvalsstaðir og Listasafn
Reykjavíkur – og safnstjórinn væri Jónas frá
Hriflu. Landsbankinn keypti af okkur mikið af
ljóðabókum árið 2006 til að gefa í bókasöfn. Það
var veglegt framlag en árangur af sjálfsbjarg-
arviðleitni okkar sjálfra.“
Viðar kveðst ekki sjá að hinn nýi risi muni
breyta miklu um ástandið á markaðnum. „Hann
ber ekkert með sér af fagurfræðilegum og póli-
tískum áherslum gamla Máls og menningar. Ef
Mál og menning ætlar einhvern tíma að rísa
upp úr öskustónni sem útgefandi alvöru fag-
urbókmennta á það mikið verk fyrir höndum.
Það gengur ekki lengur að vísum grunni, það
vantar bæði mannauð og hugmyndir.
Mér finnst ástandið yfirhöfuð speglast allt í
nýafstaðinni bókmenntahátíð. Hún var ákaf-
lega metnaðarlaust fyrirbæri og inn á milli
mjög vondir höfundar sem jafnvel eru ekki
einu sinni að skrifa fagurbókmenntir. Ég skil
ekki hvers vegna er verið að halda svona hátíð
sem er eins og hver önnur kaupstefna sem
bóksalar hefðu vel getað annast og greitt úr
eigin vasa.“
Viðar segir úthlutunarnefndir úr launasjóði
rithöfunda ekki virðast hafa augu og eyru opin
fyrir ungum höfundum. „Þarna hefur orðið
merkjanleg breyting á síðustu fimm árum.
Þetta er eins konar „viðtökurof“ hjá þeim sem
stjórna útgáfubransanum og úthlutun lista-
mannalauna. Þeir sem ættu að vera að fylgjast
með hinu nýja og bregðast við því, þeir eru að
horfa eitthvert allt annað. Bókmenntaheim-
urinn hér á landi er orðinn trénaður og metn-
aðarlaus og úr tengslum við höfunda undir þrí-
tugu.“
gatrúin
Árni Einarsson hefurverið forstjóri Edduen tekur nú við
stjórn í hinu nýja Forlagi.
Hann hefur áralanga
reynslu af forlagsstörfum
hjá Máli og menningu.
Árni segir eina veiga-
mikla spurningu hafa orðið
útundan í nýafstaðinni um-
ræðu um innlenda bókaút-
gáfu. Hún snúist um næstu
kynslóðir bókakaupenda.
Þá sem nú standi á tvítugu.
„Spurningin sem þyrfti
að spyrja er: “Hvernig
hegðar kaupandinn sér?“
Ekki hvernig viljum við að hann hagi sér.
Er hegðun hans kannski sífellt að breyt-
ast? Viljum við alltaf að næsta kynslóð á
eftir hagi sér eins og við gerðum sjálf?
Og fyllumst trega ef hún kannast ekki við
Gunnar Gunnarsson?
Mín tilfinning er sú að næsta kynslóð
bókakaupenda sé mun vægðarlausari,
gefi hlutum minni séns, minni tíma. Að
hún sé fljótari til ákvarðanatöku og full-
yrðinga. Ég held að bók fái orðið færri
sekúndur til að sanna sig en áður.“
– Þú talar ekki einu sinni um mínútur
heldur sekúndur.
„Já. Ég held að við horfum næstu árin
fram á vægðarlausari kaupendahóp sem
er mjög viss í sinni sök og fljót-
ur að gera upp hug sinn. Gefi
hlutunum minni umþótt-
unartíma. Að einhverju leyti er
þetta álagseinkenni: bókum
hefur fjölgað gríðarmikið og
þær eru lagðar á sama fólkið,
ég held að það birtist með þess-
um hætti. Fólk verður að
ákveða „höfðar þetta til mín?“
Það tekur 10 sekúndur að
ákveða það.
Að sumu leyti er erfitt að
ákveða hvað er orsök hér og
hvað afleiðing. Þetta er bara
veruleiki sem við búum við. Og
við höfum að sumu leyti kallað
þetta yfir okkur.
Sumt af því er jákvætt. Sérviska hvers
og eins fær meiri séns. Það er að segja sú
viska sem hentar hverjum og einum.
Auk þess tel ég að ný kynslóð bóka-
kaupenda muni leggja enn minni rækt við
eldri höfunda en leita fremur að sínum
eigin höfundum, nýrri rödd. Og þar held
ég að forlögunum sé vandi á höndum. Það
er líka heilmikil pæling: Hvers konar höf-
unda mun þessi kynslóð fæða af sér?
Ég held að hér muni miklar breytingar
verða næstu 10 árin . Og þar sé ein breyt-
ingin ný tegund bókakaupenda með ann-
að hegðunarmynstur. Ég hef á tilfinning-
unni að við séum stödd á vegamótum.“
Ný tegund bókakaupenda
Árni Einarsson
Alexander Schwarzhefur verið staddurhér á landi síðustu
vikur í tengslum við Bók-
menntahátíð. Schwarz er
Þjóðverji en hefur starfað í
bókaútgáfu í Hollandi um
árabil, lengst hjá sínu eigin
Signature-forlagi en nú hjá
Querido. Hann hefur gefið
út fjölda bóka eftir íslenska
höfunda. Hann á einnig mik-
il viðskipti við bókaforlög á
Norðurlöndum og hefur því
fylgst með hræringum á for-
lagamarkaðnum þar. Hann
segir fyrirhugaða samein-
ingu Máls og menningar og JPV síður en
svo einsdæmi; þetta sé alþjóðleg tilhneig-
ing.
„Það hefur mikið af bókaforlögum verið
að sameinast í Hollandi síðustu fimm árin.
Menn héldu að það ferli væri afstaðið nú en
það er enn að gerast. Forlögin verða bara
stærri og stærri.“
– Hvað veldur þessari þróun?
„Þar kemur margt til. Til dæmis hafa
bókaverslanir verið að sameinast í æ stærri
bóksölukeðjur. Í krafti stærðar sinnar og
veltu setja þær síðan pressu á bókaforlög
að veita afslátt af verði því annars muni
engin viðskipti fara fram. Þrautaráð for-
laganna við þessu hefur verið að sameinast
sjálf, mynda blokkir á móti bók-
sölunum sem eru nógu stórar til
þess að ekki sé hægt að kúga
þær. Þar er síðan stál í stál.
Þetta verður svolítið eins og í
kalda stríðinu,“ segir Schwarz.
Schwarz segir áþekka þróun
hafa átt sér stað og standa enn á
Norðurlöndum. Þar hafa miklir
samrunar gengið yfir, meðal
annars með hlutdeild hinnar
gríðarstóru Egmont-samsteypu.
Nú seinast keypti Aschehoug-
forlagið Bonnier-forlagið út af
danska markaðnum og úr varð
forlagið Lindhardt & Ringhof.
Þar er vísað í gamalkunnugt for-
lagsheiti líkt og gerst hefur hér.
Schwarz segir að eitthvað hafi borið á
því á umliðnum árum að fjársterkir aðilir
hygðust hasla sér völl í bókaútgáfu og hafi
keypt sig þar inn. Þessir aðilar hafi þó alla-
jafna orðið fyrir vonbrigðum enda teljist
bókaútgáfa seint gróðavænleg fjárfesting.
„Að vera í bókaútgáfu verður að vera
hugsjón,“ segir Schwarz. „Þetta er ekki
eins og að selja sokka þar sem rauðir sokk-
ar eru í tísku í ár, grænir það næsta. Við
erum ekki að selja prentaðan pappír. Við
erum að selja hugsanir, tilfinningar og
drauma. Fagið snýst allt um þessa mann-
legu eiginleika. Fólk og kenndir þess.
Minnst um peninga.“
Alexander Schwarz
Sameiningarferlið alþjóðlegt