Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Kvikmyndahátíðin í San Sebast-ian hófst í gær en meðal þess
sem finna má á dagskrá hátíð-
arinnar er sér-
stök dagskrá til-
einkuð
kvikmyndum frá
Norðurlönd-
unum. Yfirskrift-
in nefnist Cold
Fever, eftir sam-
nefndri mynd
Friðriks Þórs
Friðrikssonar, en
athyglin beinist
fyrst og fremst að þeim breytingum
sem orðið hafa í norrænni kvik-
myndagerð síðastliðin 15 ár. Sam-
hliða hátíðinni kemur út bók um
sama efni þar sem danski kvik-
myndagagnrýnandinn fjallar um
þróunina og þá leikstjóra sem
markað hafa spor í þessari þróun.
Þær íslensku myndir sem sýndar
verða á hátíðinni eru áðurnefnd
Cold Fever, Hafið eftir Baltasar
Kormák, Nói Albínói eftir Dag
Kára og Börn og Foreldrar Ragn-
ars Bragasonar og Vesturports.
Auk þeirra verða meðal annars
sýndar dönsku myndirnar Festen
og Idioterne og sænsku myndirnar
Fucking Amal og Hole In My Hear
eftir Lukas Moodysson.
Bandaríski grínarinn Jon Stew-art verður kynnir á næstu
Óskarsverðlaunahátíð, annað árið í
röð.
Stewart, sem
er 44 ára, fékk
mjög misjafna
dóma fyrir
frammistöðu sína
á verðlaunaaf-
hendingunni fyrr
á árinu en um-
sjónarmenn há-
tíðarinnar sögðu
hann „fyndinn,
snjallan og eldheitan kvikmynda-
áhugamann“ og að þeir gætu ekki
beðið um meira.
Einnig eru forsetakosningar á
næsta ári og því þótti tilvalið að fá
Stewart til verksins, þar sem hann
lætur pólitík sig miklu varða í um-
fjöllun sinni um málefni líðandi
stundar.
Óskarsverðlaunin verða veitt í 80.
sinn í Hollywod hinn 24. febrúar á
næsta ári.
Björninn og marmelaðiáhugmað-urinn Paddington er á leið á
hvíta tjaldið. Framleiðandinn David
Heyman (Harry Potter) hefur að
sögn stefnt að því í lengri tíma að
gera mynd um Paddington. Myndin
mun verða í anda Stuart Little þar
sem blandað er saman leiknum per-
sónum og teiknuðum.
Paddington er hugarfóstur Mich-
aels Bond.
Á vefsíðu Guardian birtist á dög-unum listi yfir þá leikara sem
hefur tekist hvað verst upp við að
leika fólk af öðr-
um kynþætti.
Líkt og með lista
af þessu tagi eru
þeir skemmtileg
lesning þrátt fyr-
ir að vísindalegar
rannsóknir liggi
þeim ekki til
grundvallar.
Peter Sellers
nýtur þess vafa-
sama heiðurs að tróna efst á listan-
um fyrir hlutverk sitt sem Indverj-
inn Hrundi V Bakshi í The Party
frá árinu 1968. Í öðru sæti er Mic-
key Rooney fyrir frammistöðu sína
sem herra Yunioshi í Breakfast At
Tiffany’s (1961). Þá þótti hin ljós-
hærða og bláeyga Meryl Streep
einkar ósannfærandi sem hin suð-
ur-ameríska Clara del Valle Trueba
í Húsi andanna. Þar er möguleg
ástæða fyrir leikkonuvalinu nefnd
sú að leikstjórinn Bille August er
Norðurlandabúi.
KVIKMYNDIR
Friðrik Þór
Friðriksson
Peter Sellers
Jon Stewart
EftirBjörn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
John Waters er ekki dauður úr öllum æðum.Þessari hugsun skaut upp í kollinn á mér,og henni fylgdi ákveðinn léttir, þar sem égsat hlæjandi og horfði á nýjustu kvikmynd
hans, This Filthy World (Þessi skítugi heimur).
En hvers vegna þessi léttir? Jú, kvikmyndaferill
Waters hefur ekki verið upp á marga fiska und-
anfarin áratug, jafnvel lengur, framleiðnin lítil og
verkin misjöfn. Söknuðurinn eftir því sem áður
var hefur að sama skapi aukist og nokkuð langt er
síðan maður fékk sinn Waters-skammt, „hreinan
og beint í æð“.
Á löngu tímabili var Waters nefnilega einn allra
athyglisverðasti utangarðsleikstjóri Bandaríkj-
anna, hann var skæruliði og stjórnleysingi sem
engu eirði í tilraun sinni til að skapa öfugsnúnar
útópíur á hvíta tjaldinu. Í mynd eftir mynd á of-
anverðum sjöunda áratugnum og þeim áttunda,
og allt fram á þann níunda, skapaði hann öfgaðan
og oft fjarstæðukenndan veruleika sem engu að
síður birti ákveðna samfélagsmynd. Að hluta var
ávallt um háðslega spegilmynd hins venjufasta og
siðvanda millistéttarveruleika að ræða, en um-
fram það leitaðist Waters við að skapa útilokuðum
samfélagshópum athafnarými á hvíta tjaldinu;
hann fjallaði um ókurteisar hvatir, um óbeislaða
líkama, hann fjallaði um málefni, langanir og
hegðun sem almenn bannhelgi hvíldi yfir, fólk sem
hvergi átti sér verustað, en fyrst og fremst leit-
aðist hann við að sýna fram á hversu margt þurfti
að loka úti, hólfa inni, hafna og afneita til að slétt
og samfelld samfélagsmyndin viðhéldi útlínum
sínum. Í myndum á borð við Multiple Maniacs
(1970), Pink Flamingos (1972), Female Trouble
(1974) og Desperate Living (1977), jafnan með
klæðskiptinginn og súperstjörnuna Divine (Glenn
Milstead) sér við hlið, skapaði Waters sér algjöra
sérstöðu í bandarískri kvikmyndamenningu og
festi sig í sessi sem boðberi andófsmöguleikanna
sem felast í smekkleysi, kraftinum sem býr í við-
bjóðinum og úrkastinu. Og ef hinn endanlegi próf-
steinn á mátt fegurðarinnar er hvort hún þolir og
getur rýmt fyrir ljótleikanum og smekkleysinu
má sannarlega sjá feril Waters sem einn stóran
prófstein á umfang hennar.
Leikarar skiptu Waters ávallt miklu máli, og
jafnan má sjá samfélagsmyndina sem miðlað er í
verkunum endurspeglast í því samfélagi leikara
sem Waters safnar í kringum sig. Hafa Iggy Pop,
Traci Lords og Johnnie Depp einhvern tíma leikið
saman í mynd? Jú, það myndi vera Cry-Baby
(1990), síðari af tveimur söngleikjum Waters. Sá
fyrri er Hairspray (1988) sem síðar varð met-
sölusmellur á Broadway og var endurgerð fyrir
skemmstu með John Travolta í aðalhlutverki.
En síðan Waters gerði hina kostulegu Serial
Mom (1994) með Kathleen Turner í sínu síðasta
almennilega hlutverki hefur hálfgerð þurrð gert
vart við sig í höfundarverki leikstjórans. Pecker
(1998), Cecil B. Demented (2000) og A Dirty
Shame (2004) hafa svo sem átt áhugaverða
spretti, einkum þær tvær síðastnefndu, en þegar
komið var fram yfir miðjan tíunda áratuginn var
mann jafnvel farið að gruna að Waters hefði hálf-
partinn hrokkið úr gírnum. Kannski fann hann sig
ekki nægilega vel í póstmódernískum „allt geng-
ur“ veruleika samtímans. Mörkin verða illgrein-
anleg, og það skapar vandamál fyrir kvikmynda-
gerðarmann sem hefur jú ávallt starfað á
mörkunum. En ekki er öll von úti. Ef litið er til
nýjustu myndar þessa frægasta barns Baltimore
borgar, This Filthy World, er ekki laust við að dá-
lítill unaðshrollur læðist um kroppinn, kappinn er
ennþá sannur sóðabelgur, hann getur enn boðað
fagnaðarerindið af krafti og sannfæringu. En
mynd þessi fjallar einmitt á beinan hátt um trú-
boðann John Waters. Hér er nefnilega ekki um
hefðbundna kvikmynd „eftir“ Waters að ræða
heldur upptöku af eins og hálfs klukkustund-
arlöngu uppistandi leikstjórans þar sem hann
kemur lífssýn og fagurfræði sinni á framfæri
beint til áhorfenda, einsamall á sviði, aðeins vopn-
aður sögum, bröndurum og sínu alræmda smekk-
leysi.
Fegurðin í smekkleysinu
SJÓNARHORN » ... en umfram það leitaðist Waters við að skapa útilokuðum sam-
félagshópum athafnarými á hvíta tjaldinu; hann fjallaði um
ókurteisar hvatir, um óbeislaða líkama ...
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
A
n Unreasonable Man, sem er leik-
stýrt af Steve Skrovan og Henri-
ette Mantel, fjallar um feril Ralph
Naders í gegnum tíðina, jafnframt
því sem leitast er við að bregða
birtu þá ákvörðun Naders að bjóða
sig fram til forseta árið 2000, en að áliti margra
kostaði framboð Naders Al Gore forsetaembættið.
Kosningarnar árið 2000 fóru reyndar fram með
slíkum ósköpum að ómögulegt hefði verið að segja
fyrir um úrslitin en einmitt það hversu mjótt var á
mununum varð til þess að reiði demókrata bitnaði
á Nader af miklum þunga.
Þegar Nader fór svo fram aftur árið 2004 var
hann úthrópaður sem mikilmennskubrjálæðingur
og einn skæðasti óvinur demókrata, framfara og
umbóta í gervöllum Bandaríkjunum. Þetta kemur
skýrt fram í upphafi myndarinnar þegar sýnd eru
myndbrot af ýmsum mætum mönnum, allt frá
Jimmy Carter til dálkahöfundarins Eric Alterm-
an, sem lýsa skaðlegum áhrifum Naders á banda-
rískt þjóðfélag, kalla hann óheiðarlegan og kenna
honum um þau stórslys sem átt hafa sér stað und-
ir Bush undanfarin ár. „Þakka þér fyrir Íraks-
stríðið, Ralph, þakka þér fyrir umhverfiseyðilegg-
inguna, þakka þér fyrir að rústa stjórnarskránni,“
segir Alterman bitur í bragði í einu viðtalsbrotinu.
Ljóst er að orðspor Naders hefur tekið stakka-
skiptum. Áratugum saman var hann þjóðþekktur
sem kraftmesti umbótasinni á síðari hluta tutt-
ugustu aldarinnar, hann var álitinn fölskvalaus
hugsjónamaður og var áberandi í almennri sam-
félagsumræðu. Þetta virðist nú gleymt. Heimild-
armyndin An Unreasonable Man, leitast hins veg-
ar við að benda á að framboð Naders til forseta
hafi verið í fullu samræmi við áratugalangt starf
hans á sviði neytenda- og réttindamála, og hljóti
það að teljast ósanngjarnt að kenna honum um
ósigur demókrata í kosningunum árið 2000.
Baráttan gegn General Motors
Þótt forsetaframboð Naders og eftirköst þess sé
það grunnmálefni sem lagt er upp með hefur An
Unreasonable Man víðari skírskotanir, en myndin
setur fram fróðlega umfjöllun um líf og starf
manns sem á sér engan líka. Nader varð fyrst
þjóðþekktur fyrir umfjöllun sína um bifreiða-
öryggi. Á sjöunda áratugnum var hann ötull gagn-
rýnandi bílafyrirtækjanna og hélt því fram að bif-
reiðar væru óþarflega hættulegar, hönnun þeirra
væri slysagildra sem kostaði ótal manns líf og limi
á hverju ári. Áhugi Naders á þessum málaflokki
hófst þegar vinur hans og skólabróðir í lög-
fræðideild Harvard lenti í bílslysi og lamaðist.
Bókin sem Nader skrifaði í kjölfarið, Unsafe at
Any Speed (Hættulegur á hvaða hraða sem er),
hefur reynst tímamótaverk í neytendabaráttunni
og leiddi til róttækra lagalegra umbóta, þar á
meðal innsetningu öryggisbelta og síðar loftpúða
en almenn hönnun bifreiða var einnig endur-
skoðuð. Áhrif bókarinnar voru þó ekki jafn bein og
ætla mætti, en sá kafli myndarinnar sem lýsir
þessu tímabili í lífi Naders er bókstaflega með
ólíkindum. Eftir að bókin kom fyrst út tók Nader
eftir því að einhverjir virtust vera að njósna um
hann. Ókunnugar konur reyndu að fá hann til lags
við sig á opinberum stöðum, og skuggalegir menn
veittu honum eftirför. Hann hafði samband við
kunningja sinn á Washington Post og lýsti grun-
semdum sínum, en ekkert var þó hægt að gera því
sannanir skorti. Það breyttist hins vegar þegar
tveir blaðamenn hjá Washington Post sem líktust
Nader í útliti kvörtuðu undan ofsóknum
ókunnugra manna sem veittu þeim eftirför og
öbbuðust upp á vini og fjölskyldumeðlimi. Þorp-
ararnir höfðu farið mannavillt en við þetta sprakk
málið í loft upp. Washington Post gerði ofsóknir á
hendur Naders að forsíðufrétt og málið var að lok-
um tekið upp af þingnefnd sem Robert Kennedy
stýrði. General Motors viðurkenndi að hafa ráðið
einkaspæjara í þeim tilgangi að klekkja á Nader
og baðst opinberlega afsökunar. Það dugði ekki til
því Nader höfðaði mál á hendur fyrirtækinu og
hlaut himinháar skaðabætur. Málið gerði Unsafe
at Any Speed að metsölubók og Nader þjóðþekkt-
an. Kaldhæðnin er síðan sú að fjármunirnir sem
Nader hlaut í skaðabætur urðu grunnurinn að öfl-
ugu og þaulskipulögðu umbótastarfi Naders og
samstarfsmanna hans í neytendamálum næstu
áratugi. En þessi saga er einnig lýsandi fyrir Na-
der að öðru leyti, en hún er dæmi um þá staðföstu
trú sem hann hefur á bandaríska lagakerfinu og
beitingu þess í baráttunni fyrir betra samfélagi.
Alla tíð hefur hann verið sannfærður um að um-
bætur verði að koma innan frá, en þannig skar
hann sig að mörgu leyti úr hópi róttæklinga og
byltingarsinna sjöunda áratugarins sem margir
hverjir vildu leggja kerfið af eins og það lagði sig.
Spurning um arfleifð
Kvikmyndin um Ralph Nader hverfur óhjá-
kvæmilega aftur að spurningunni um forseta-
framboðið og hvort hann hafi staðið rétt að því. Sú
gagnrýni hefur jafnvel heyrist frá þeim sem ennþá
eru dyggir stuðningsmenn Naders að hann hafi
stórskaðað, ef ekki bókstaflega eyðilagt orðspor
sitt og arfleifð með þessu glapræði sínu. Í
skemmtilegri klippingu fer myndin beint frá
stuðningsmanni sem varpar þessari fullyrðingu
fram, yfir til Naders sjálfs þar sem hann segir að
honum standi nákvæmlega á sama um sína per-
sónulegu arfleifð. Hvernig er hægt að skaða hana?
spyr Nader. Verða öryggisbeltin tekin úr bílum?
Loftpúðarnir? Hvernig sem á það er litið er ljóst
að þeir gagnrýnendur Naders sem telja að hann
hafi látið stjórnast af sjálfhverfu þegar hann bauð
sig fram til forseta, reka sig á ákveðna mótsögn.
Ef Nader væri mjög umhugað um ímynd sína og
orðspor hefði hann hugsað sig tvisvar um áður en
hann steig það óvinsæla skref að hafa atkvæði af
demókrataflokknum í tvísýnum kosningum, vegna
þeirrar sannfæringar sinnar að báðir flokkar
hefðu brugðist hagsmunum almennings og að
fleiri valkostir fyrir kjósendur myndu veita hinum
einráðu flokkum aðhald. Þannig má líkja forseta-
framboði Naders við baráttu hans gegn GM fjöru-
tíu árum fyrr, en henni líktu fjölmiðlar við sigur
Davíðs á Golíat. Í þetta sinn er Nader hins vegar
að berjast við tveggja flokka skrímslið í banda-
rískum stjórnmálum og líkt og raunin var þegar
hann ákvað einsamall að segja einu stærsta fyr-
irtæki heims stríð á hendur, hafa margir reynt að
fá hann ofan af fyrirætlun sinni, af þeirri ástæðu
að baráttan sé vonlaus. Nader hlustar ekki núna
frekar en hann gerði þá, en ljóst er af útreiðinni
sem hann hefur hlotið að bandaríska stjórn-
málamaskínan er mun skæðari Golíat en GM var á
sínum tíma.
Umbætur innan frá
„Skynsamur maður lagar sig að aðstæðum.
Óskynsamur maður reynir að breyta aðstæð-
unum. Allar framfarir má rekja til óskynsamra
manna.“ Þetta eru upphafsorð nýrrar heim-
ildamyndar um bandaríska neytendafrömuðinn
og forsetaframbjóðandann Ralph Nader, An Un-
reasonable Man (Óskynsamur maður), en þau
eru sótt til George Bernard Shaw.
Nader Kvikmyndin um Ralph Nader hverfur óhjákvæmilega aftur að
spurningunni um forsetaframboðið og hvort hann hafi staðið rétt að því.