Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 7 lesbók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Suðurríkjaþungarokksveitin, ef svomá kalla, Down, er loks klár með nýja plötu en ekkert hefur heyrst í henni á því sviðinu í fimm ár. Platan, sem kallast fullu nafni Down III: Over the Under, er eins og titillinn gef- ur til kynna þriðja plata sveitarinnar og kemur hún út eftir helgi. Tónlistin er að vanda hanastél sem inniheldur blús- skotið þungarokk, ásamt „sludge“, „doom“ og „stoner“ áhrifum, allt saman í takt við deyfandi hita og slímug fen Suðurríkjanna. Sveitin er leidd af Phil Anselmo, fyrrum söngspíru Pantera, og hefur ferill þessarar ofursveitar eða „súp- ergrúbbu“ verið æði rokkandi í gegn- um tíðina, og þá ekki í tónlistarlegum skilningi þess orðs. Anselmo hefur glímt við heróínfíkn og bakeymsli m.a. en auk þess hafa hann og Vinnie Abbott, fyrrum trymbill Pantera og bróðir Dimebag Darrell, gítarleikara Pantera sem var skotinn til bana árið 2004, átt í heiftúðugum deilum und- anfarin ár. Svo virðist hins vegar sem An- selmo sé í sæmilegum gír nú um stundir og fjalla textar hans m.a. um áðurnefndan Dimebag og svo fellibyl- inn Katarinu, sem olli miklum búsifj- um í heimabyggð meðlimanna. Auk Anselmo skipa Down þeir, Pepper Keenan (úr Corrosion of Conform- ity), Kirk Windstein (úr Crowbar), Rex Brown (fyrrum bassaleikari Pantera) og Jimmy Bower (úr Crowbar, Superjoint Ritual (hlið- arverkefni sem Anselmo rak eitt sinn) og Eyehategod).    Ísíðustu viku lést Bobby Byrd,hægri hönd James Brown, er guð- faðir fönksins var á sem mestu flugi. Byrd átti mikinn þátt í þeirri byltingu er Brown þróaði sálartónlist sína út í fönk og rödd hans má m.a. heyra í meistarastykkinu „Get Up (I Feel Like Being A) Sex Mach- ine“, en þá hrópar hann í sífellu „Get on up...“ í einslags spurninga/ svarkeppni sem hann og Brown heyja í laginu. Slíkar „stuðningsraddanir“ má og heyra í fleiri verkum frá gullaldartímabili Brown. Byrd og Brown hittust er Brown var að sitja af sér tíma á heim- ili fyrir vandræðaunglinga. Byrd og fjölskylda hans sáu þá um að leysa Brown út og tóku hann að sér. Brown og Byrd stofnsettu svo R og B sveit- ina The Famous Flames sem þróaðist út í The JB’s, sem varð á endanum að hljómsveit James Brown. Byrd hætti svo formlega samstarfi við Brown ár- ið 1973 og gaf út nokkrar sólóplötur sem ekki fóru hátt. Vinskapur fóst- bræðranna hélst þó allt til enda, vin- áttan var náin, og Byrd söng í jarð- arför Brown sem fram fór í desember síðastliðnum. Byrd var 73 ára er hann lést á heimili sínu nálægt Atlanta. Banameinið var krabbamein.    Queen Latifah var aðeins nítjánára er fyrsta plata hennar, All Hail The Queen, kom út árið 1989. Platan reyndist nokkurs konar tímamótaplata í rappi, og hjálpaði til við að greiða kven- fólki götu inn í listina. Latifha hefur síðan þá sinnt bæði tónlist og leiklist og er eiginlega orðin þekktari fyrir hið síðarnefnda. Þá hefur hún gefið út „venjulega“ söngplötu og kemur önn- ur plata hennar á því sviði, Trav’lin’ Light, út á mánudaginn. Hún upp- lýsti enn fremur á dögunum að hún hygðist snúa aftur í rappið, en síðasta plata hennar í þeim fræðunum, Order in the Court, kom út 1998. TÓNLIST Down Bobby Byrd Queen Latifah Eftir Steinunni Haraldsdóttur steina@mbl.is Um þessar mundir sendir breska rokk-skvísan PJ Harvey frá sér nýja plötuen breiðskífur hennar nálgast orðiðtuginn. Því er ekki úr vegi að skoða fyrstu plötuna hennar frá árinu 1992, Dry, sem óhætt er að kalla einn kraftmesta frumburð tón- listarmanns fyrr og síðar. Platan sú hefur verið kölluð „hornsteinn kvennarokksins“ á tíunda ára- tugnum – en þar sem óvenju margar konur fóru fyrir sveitum á þessum tíma var þar með runninn upp tími sérstaks kvennarokks. Ætli það sé ekki löngu liðin tíð og ekkert kvennarokk til lengur … Á bak við plötuna stóð reyndar tríó, Rob Ellis á trommum og Steve Vaughan á bassa en Pollý sá um söng, gítar o.fl. en það fór aldrei á milli mála hver var aðal. Á umslaginu sáust skorpnar varir og varalitur kominn út á kinn og gaf fyrirheit um það hráa innihald sem það geymdi. (Og fyrst minnst er á varir, Nick Cave sagði eitt sinn um PJ Harvey og talaði þar af reynslu, að hún hefði „köldustu hendurnar og heitustu varirnar af öll- um í rokkinu“… ekki ónýtt að vita það.) Sveitastúlkan Polly frá Dorset sótti fremur í amerískan arf en breskan, í blúsað rokk en gæddi það pönkskerpu og lék sér með óvenjulega takta og hljóðfæri sem voru ekki daglegt brauð í rokk- tónlistinni, m.a. fiðlu og selló. Lögin á Dry voru eins og hávaðarok í fangið á grunlausum hlust- anda, ótrúlega sterk og dramatísk, samspil undir- öldu og kraftmikilla hápunkta og röddin spilaði á allan skalann, ýmist flauelsmjúk eða rám af til- finningu. Hvert lag er flutt af þunga og óslípaðri tilfinningu sem hristi rækilega upp í viðteknu kvennaímyndinni í poppinu, áferðin gróf og hrá en melódían ekki langt undan. Samskipti kynjanna og erkitýpískar ímyndir þeirra, eðli kvenleikans og karlmennskunnar, skreytt biblíulegum tilvís- unum eru í forgrunni, þemu sem fléttast um hverja plötu hennar æ síðan. Hér er „skítuga þvottinum“ flaggað fremur en hitt og umbúða- lausir textarnir eru bæði kómískir og stuðandi á köflum. Upphafslagið „Oh my lover“ er magnað, byrjar með tilfinningaþrungnu ákalli þar sem Polly stynur þungan og upphefur harmagrát vegna elskhuga á förum og andvarpið í lokin er eitt það eftirminnilegasta á plötunni. „Sheela-Na- Gig“, lag sem er keyrt af gríðarlegum krafti en býr líka yfir grípandi melódíu, vakti mesta at- hygli, með ýktum texta um hræðslu karls við að- eins of framhleypna kvinnu en „Sheela-Na-Gig“ er einmitt nafn á dáldið dónalegum líkneskjum af fornum frjósemisgyðjum. Í laginu er m.a. gamalt textabrot notað skemmtilega: „gonna wash that man right out of my hair, gonna take my hips to a man who cares“. Það sem stendur upp úr er loka- lagið, „Water“, sem byggist upp hægt og rólega og endar í miklum og mögnuðum lofsöng sem hef- ur trúarlegan blæ. Lag sem hún tekur enn á tón- leikum í dag ásamt „Dress“, gríðarhröðu og and- stuttu lagi, þar sem kvenpersóna flækist í kjólnum sem hún íklæðist til að heilla karldýrið. Þar kemur fyrir línan „must be a way that i can dress to please him, it’s hard to walk in the dress, it’s not easy, i’m swinging over like a heavy loaded fruit tree“ og fleiri textar í þessum anda gerðu það að verkum að Polly var umsvifalaust kölluð femínisti og talsmaður kvenna og hvaðeina. Hún hins vegar þverneitaði að láta stimpla sig með þessum hætti eða nokkrum öðrum og gerði sér m.a. lítið fyrir og birtist berbrjósta á forsíðu NME árið 1992, sem er ágætis aðferð til að losa sig við femíníska stimpla. Allt frá upphafi hefur hún líka gert sér far um að festa sig ekki við eina stefnu í tónlistinni og verið iðin við að gera tilraunir og efna til samstarfs við ólíkustu tónlistarmenn. Hún hefur sagt að markmið hennar fyrir hverja plötu sé að gera eitthvað allt öðruvísi en síðast og segir: „Ég er að þessu til að læra.“ Þessi óhemju sterka fyrsta plata vakti auðvitað miklar væntingar um framhaldið og tilfellið er að hún hefur staðið fylli- lega undir þeim á hverri einustu plötu sem á eftir hefur komið. Fornar frjósemis- gyðjur í síðkjólum POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þ að er reyndar ofmælt að enginn hafi tekið eftir Spoon í öll þessi ár. Að sjálfsögðu hafa þeir sem „fylgj- ast með“ keppst við að mæra þess- ar ósungnu hetjur um árabil um leið og þeir vona á laun að Spoon nái ekki út fyrir þann hring. Hér er á ferðinni hin skemmtilega þversögn að um leið og menn leggja sig í líma við að kynna snilldina fyrir öðr- um óar þeim við þeirri tilhugsun að fólk geti kippt næstu Spoon-plötu með Starbucks- bollanum sínum. Spoon eru líklega dæmdir til að vera neðanjarðar. Og er það alltaf svo slæmt? Risar Spoon er frá Austin í Texas, hinni miklu mús- íkborg, en þar er tónlistarhátíðin áhrifaríka, So- uth by Southwest, haldin ár hvert. Austin hefur líka lengi vel verið griðastaður þeirra tónlistar- manna sem geta ekki fellt sig við eitthvað eitt í tónlistarsköpuninni, heldur hafa knýjandi þörf til að blanda stílum og breyta og þar fellur Spoon eins og flís við rass. Allt síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Telephono, kom út 1996 hefur sveit- in verið í stöðugri þróun þar sem hver plata er með sinn hljóm en öllu batteríinu er svo haldið saman af leiðtoga og listrænum stjórnanda sveit- arinnar, söngvaranum og gítarleikaranum Britt Daniel. Daniel stofnaði sveitina árið 1994 ásamt trym- blinum Jim Eno, sem hefur verið umsvifamikill í tónlistarsenu Austinborgar síðustu ár. Nafnið Spoon var valið til að heiðra hina miklu til- raunameistara í þýsku súrkálssveitinni Can, en lagið „Spoon“ er að finna á plötu þeirra Ege Ba- myasi frá 1972 og er auk þess nafnið á hljóm- plötuútgáfu Can, Spoon Records. Árið 1996 gerðu Spoon-liðar samning við ind- írisann Matador og kom fyrsta platan, áðurnefnd Telephono, út á þess vegum. Platan vakti það mikla athygli að hið vel kunna og stönduga út- gáfufyrirtæki Elektra Records gerði samning við sveitina. Spoon var komin undir hatt risafyr- irtækis, en þó var um að ræða fyrirtæki sem er fremur virt sem slíkt og þykir sneiða að mestu hjá kuldanum og hákarlastælunum sem þykja einatt einkenna slík fyrirtæki. Elektra átti þann- ig þátt í að koma Doors, Stooges og MC5 á fram- færi á sínum tíma og var með smásvalheitas- timpil á sér. Ekki að Spoon græddi neitt á því orðspori. Elektra gaf út aðra plötu Spoon, A Series of Sneaks, en lét bandið róa fljótlega eftir að sölu- tölurnar létu á sér standa. Daniel og félagar voru nokkuð beygðir eftir þessi viðskipti og gáfu út smáskífu undir nafninu The Agony of Laffitte og fjallar textinn um Ron Laffitte, manninn sem samdi við sveitina fyrir hönd Elektra. Spoon gróf sig því aftur niður í jörð og samdi við gæðamerkið Merge, þar sem sveitin er enn. Fyrsta platan undir hatti Merge var Girls Can Tell árið 2001 og ári síðar kom út Kill The Moon- light. Báðar seldust þær býsna vel, á kvarða ind- ísveitar a.m.k., en meira er um vert að plöturnar fengu glimrandi dóma og þegar Kill The Moon- light kom út var sveitin orðin nokkuð þekkt á meðal nýbylgjuelítunnar. Lof Gimme Fiction kom svo út árið 2005 og treysti sveitina enn frekar í sessi. Platan seldist í 160.000 eintökum, besti árangur sveitarinnar á því sviðinu hingað til. Ga Ga Ga Ga Ga kom svo út í júlí síðastliðnum og gagnrýnendur hafa allir sem einn hlaðið plöt- una lofi (platan skorar 84 stig af 100 á Metacri- tic). Sölutölurnar eru meira að segja fínar. Plat- an fór beint í tíunda sæti Billboard-listans þegar hún kom út en féll að vísu hratt niður listann næstu vikurnar. Og fjandakornið, nú hlýtur Starbucks að fara að hringja. Þessi tónlist er bara það góð að hún á skilið að heyrast víðar. Eða nei annars … bíddu aðeins … Alveg ga ga Spoon er ein af þessum gæða nýbylgjurokks- veitum sem hefur dælt út skotheldum plötum trekk í trekk – án þess að nokkur verði þess var. Sjötta meistaraverkið kom út í sumar og kannski vísar titillinn, Ga Ga Ga Ga Ga, til þess að með- limir séu að bilast á því að ná ekki til fleiri hlust- enda. Spoon Nýja platan Ga Ga Ga Ga Ga kom út í júlí síðastliðnum og gagnrýnendur hafa allir sem einn hlaðið plötuna lofi, segir í greininni um þessa mögnuðu hljómsveit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.